Morgunblaðið - 26.02.2004, Side 23

Morgunblaðið - 26.02.2004, Side 23
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 23 Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is VOGIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum eitt mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband VARÐSKIPIÐ Týr kom með Mánafoss, flutn- ingaskip Eimskipafélags- ins, í togi til Akureyrar seinni partinn í gær, en skipið verður tekið til við- gerðar í Slippstöðinni í dag. Mánafoss tók niðri við brottför frá Vestmanna- eyjum í síðustu viku og urðu m.a. skemndir á skrúfu skipsins og stýri. Botnskemmdir eru ekki ljósar en frekari skoðun á skemmdum fer fram eftir að skipið hefur verið tekið á þurrt í flotkvínni. Morgunblaðið/Kristján Varðskipið Týr kemur með Mánafoss í togi til Akureyrar seinnipartinn í gær. Mánafoss í við- gerð í Slippnum LEIKSÝNINGIN Eldað með Elvis sem gengið hefur fyrir fullu húsi í Loftkastalanum er nú væntanleg til Akureyrar. Frumsýning á Akureyri verður föstudaginn 2. apríl. Sala er hafin á fyrstu sýningarnar á Akur- eyri, en sýningarnar norðan heiða eru óðum að fyllast. „Leikritið Eldað með Elvis er óvenjuleg fjölskyldusaga. Við fylgj- umst með hremmingum sem fjöl- skyldan gengur í gegnum eftir að eiginmaðurinn, sem áður var Elvis eftirherma, lamast. Móðirin hallar sér að flöskunni, en dóttirin bregst við sorginni með eldamennskuæði. Þegar ungur deildarstjóri í Myllu- bakaríi flytur inn á heimilið er fjand- inn laus. Úr verður mikil flækja og ekkert verður eins og það var. Andi Elvis Presleys vakir yfir fjölskyld- unni og kóngurinn sjálfur birtist per- sónunum þegar hversdagurinn verð- ur óbærilegur,“ segir í tilkynningu um verkið. Leikritið Eldað með Elvis er eftir verðlaunahöfundinn Lee Hall, sem meðal annars skrifaði handritið af kvikmyndinni Billy Elliot. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson en þýð- ingu annaðist Hallgrímur Helgason. Leikarar eru: Steinn Ármann Magn- ússon, Halldóra Björnsdóttir, Álfrún Örnólfsdóttir og Friðrik Friðriksson. Eldað með Elvis er samstarfs- verkefni Leikfélags Akureyrar og Menningarfélagsins Eilífs. Sýningar á Akureyri verða í Samkomuhúsinu. Fyrstu sýningar eru 2. apríl, 3. apríl, 7. apríl og 8. apríl.    Eldað með Elvis Málþing um Gásir | Málþing um mið- aldaverslunarstaðinn Gásir við Eyjafjörð verður haldið í Háskól- anum á Akureyri á laugardag, 28. febrúar. Gásir við Eyjafjörð voru helsti verslunarstaður á Norðurlandi á miðöldum og eru hvergi á Íslandi varðveittar jafnmiklar mannvist- arleifar frá miðaldaverslunarstað. Frá árinu 2001 hefur farið fram fornleifarannsókn að Gásum. Mark- miðið með henni er m.a. að varpa ljósi á hvenær verslun hófst á Gás- um, hvers eðlis hún var og af hverju verslun á staðnum lagðist skyndi- lega af. Á málþinginu verða flutt ým- is erindi af íslenskum og erlendum fræðimönnum. Í lok þingsins verður farið í skoðunarferð að Gásum. Ókeypis er bæði á málþingið og í skoðunarferðina. Að málþinginu standa Minjasafnið á Akureyri og Fornleifastofnun Norðurlands.    KK í Vélsmiðjunni | Tónleikar með KK verða á veitingastaðnum Vél- smiðjunni í kvöld. Þeir hefjast kl. 21.30 en húsið verður opnað kl. 20.30. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.