Morgunblaðið - 26.02.2004, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 26.02.2004, Qupperneq 23
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 23 Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is VOGIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum eitt mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband VARÐSKIPIÐ Týr kom með Mánafoss, flutn- ingaskip Eimskipafélags- ins, í togi til Akureyrar seinni partinn í gær, en skipið verður tekið til við- gerðar í Slippstöðinni í dag. Mánafoss tók niðri við brottför frá Vestmanna- eyjum í síðustu viku og urðu m.a. skemndir á skrúfu skipsins og stýri. Botnskemmdir eru ekki ljósar en frekari skoðun á skemmdum fer fram eftir að skipið hefur verið tekið á þurrt í flotkvínni. Morgunblaðið/Kristján Varðskipið Týr kemur með Mánafoss í togi til Akureyrar seinnipartinn í gær. Mánafoss í við- gerð í Slippnum LEIKSÝNINGIN Eldað með Elvis sem gengið hefur fyrir fullu húsi í Loftkastalanum er nú væntanleg til Akureyrar. Frumsýning á Akureyri verður föstudaginn 2. apríl. Sala er hafin á fyrstu sýningarnar á Akur- eyri, en sýningarnar norðan heiða eru óðum að fyllast. „Leikritið Eldað með Elvis er óvenjuleg fjölskyldusaga. Við fylgj- umst með hremmingum sem fjöl- skyldan gengur í gegnum eftir að eiginmaðurinn, sem áður var Elvis eftirherma, lamast. Móðirin hallar sér að flöskunni, en dóttirin bregst við sorginni með eldamennskuæði. Þegar ungur deildarstjóri í Myllu- bakaríi flytur inn á heimilið er fjand- inn laus. Úr verður mikil flækja og ekkert verður eins og það var. Andi Elvis Presleys vakir yfir fjölskyld- unni og kóngurinn sjálfur birtist per- sónunum þegar hversdagurinn verð- ur óbærilegur,“ segir í tilkynningu um verkið. Leikritið Eldað með Elvis er eftir verðlaunahöfundinn Lee Hall, sem meðal annars skrifaði handritið af kvikmyndinni Billy Elliot. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson en þýð- ingu annaðist Hallgrímur Helgason. Leikarar eru: Steinn Ármann Magn- ússon, Halldóra Björnsdóttir, Álfrún Örnólfsdóttir og Friðrik Friðriksson. Eldað með Elvis er samstarfs- verkefni Leikfélags Akureyrar og Menningarfélagsins Eilífs. Sýningar á Akureyri verða í Samkomuhúsinu. Fyrstu sýningar eru 2. apríl, 3. apríl, 7. apríl og 8. apríl.    Eldað með Elvis Málþing um Gásir | Málþing um mið- aldaverslunarstaðinn Gásir við Eyjafjörð verður haldið í Háskól- anum á Akureyri á laugardag, 28. febrúar. Gásir við Eyjafjörð voru helsti verslunarstaður á Norðurlandi á miðöldum og eru hvergi á Íslandi varðveittar jafnmiklar mannvist- arleifar frá miðaldaverslunarstað. Frá árinu 2001 hefur farið fram fornleifarannsókn að Gásum. Mark- miðið með henni er m.a. að varpa ljósi á hvenær verslun hófst á Gás- um, hvers eðlis hún var og af hverju verslun á staðnum lagðist skyndi- lega af. Á málþinginu verða flutt ým- is erindi af íslenskum og erlendum fræðimönnum. Í lok þingsins verður farið í skoðunarferð að Gásum. Ókeypis er bæði á málþingið og í skoðunarferðina. Að málþinginu standa Minjasafnið á Akureyri og Fornleifastofnun Norðurlands.    KK í Vélsmiðjunni | Tónleikar með KK verða á veitingastaðnum Vél- smiðjunni í kvöld. Þeir hefjast kl. 21.30 en húsið verður opnað kl. 20.30. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.