Morgunblaðið - 26.02.2004, Page 25

Morgunblaðið - 26.02.2004, Page 25
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 25 Keflavík | Hljómar og tímabilið sem hljómsveitin var sem vinsælust er efni þemadaga sem nú standa yfir í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Við- fangsefnið tengist söngleiknum Bláu augun þín og byggist á sögu Hljóma sem nemendur skólans eru að undirbúa. Verður söngleikurinn frumsýndur 19. mars næstkomandi. Allir nemendur skólans skrá sig í hópa á þemadögunum en hóparnir eru alls tæplega fjörutíu. Allt var á fullu í gærmorgun þegar blaða- maður leit inn. Í einni stofunni voru ungir menn að smíða hluta af sviðs- mynd söngleiksins. Í annarri var verið að hanna og smíða skartgripi af sama tilefni. Í þeirri þriðju var hárgreiðsla. Þar var hárgreiðslu- fólkið að æfa sig á leikurum úr söngleiknum og fleirum. Um allan skólann voru svona hópar að vinna að ýmsum viðfangsefnum sem tengjast Hljómum og tíðarand- anum sem var á þeirra gullaldar- árum. Ekki er hefð fyrir því að setja upp leikrit í Fjölbrautaskóla Suður- nesja en söngleikurinn um Hljóma á að vera upphafið að því að koma slíkri hefð á, að sögn Írisar Jóns- dóttur kennara. Kveikjan var af- mæli Hljóma og umræða um þenn- an tíma enda segir hún að fötin séu að komast aftur í tísku. Þorsteinn Eggertsson var feng- inn til að semja söngleikinn og leik- stýra honum. Hann segir að ekki hafi verið mikið mál að skrifa söng- leik um þetta efni enda hafi hann þekkt meðlimi hljómsveitarinnar frá blautu barnsbeini. Hann fór þá leið, til þess að hafa verkið ekki of annálskennt, að láta roskið par rifja upp feril hljómsveitarinnar og þennan tíma eins og það man hann. Að sjálfsögðu eru notuð gömul og ný Hljómalög og ýmis lög innlend og erlend frá 1963 til dagsins í dag. Æfingar eru hafnar auk þess sem verið er að vinna í leikmynd og búningum. Undirbúningurinn er umfangsmikill, að sögn Kristínar Rúnarsdóttur sýningarstjóra. Og það er ekki nóg með að allur skól- inn sé undirlagður í þessu verkefni, nemendurnir hafa beðið íbúa Suð- urnesja að gá í geymslurnar og sjá hvort ekki sé til einhver fatnaður, skór og hljóðfæri frá þessum tíma. Kristín segir að ýmislegt vanti enn og væri vel þegið ef fólk vildi lána slíka muni í sýninguna. Söngleikur um feril Hljóma settur upp Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Harðhent hárgreiðsludama? Það sést á andlitsdráttum stráksins að það er ekki tekið út með sældinni að leyfa notkun á hári sínu við æfingar á þemadögum. Ekki bætir það úr skák að þúsund augu fylgjast með úr hillunum. Ekið á sandhaug | Bifreið var ekið á sandhaug á götunni Heiðarhorni í Keflavík að morgni þriðjudags. Sandhaugurinn skagaði rúma fjóra metra út í götuna sem er átta og hálfur metri að breidd. Samkvæmt upplýsingum lögreglu urðu skemmdir á framenda bifreiðar- innar. Reykjanesbær | „Út í bæ“ er yfir- skrift þemaviku sem Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er með. Eins og hún ber með sér eru nemendur skólans þessa dagana víðs vegar um bæinn að spila. Nemendum og kennurum hefur alls staðar verið vel tekið, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá skólanum, en meðal þeirra stofnana sem nemendur heimsækja í vikunni eru allir leikskólar bæjarins, bæjar- skrifstofur Reykjanesbæjar og fé- lagsaðstaða eldri borgara. Í þemavikunni stendur Tónlistar- skólinn fyrir hljóðfærakynningu fyrir alla nemendur í 2. bekk grunnskólanna, en þeir eru nem- endur forskóladeildar Tónlistar- skólans og munu ljúka þar námi í vor. Strax að lokinni þemavikunni heldur Tónlistarskóli Reykjanes- bæjar upp á Dag tónlistarskólanna, sem er næstkomandi laugardag. Miklir tónleikar verða haldnir í Kirkjulundi í samvinnu allra tón- listarskólanna á Suðurnesjum.    Tónlistarskólinn „út í bæ“ Keflavík | Alexandra Chernyshova, sópransöngkona frá Úkraínu, heldur tónleika í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum á í dag, fimmtudag, klukkan 20. Gróa Hreinsdóttir leikur með á píanó. Alexandra er fædd í Kiev í Úkr- aínu og lærði þar söng. Hún stund- aði síðar nám við söngakademíuna Nezdanova í Odessu og lauk auk þess háskólanámi í tungumálum og bókmenntum. Starfaði sem einsöngvari Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum samkeppnum og sungið á hátíðum. Henni hefur nokkrum sinnum verið boðið á Master class námskeið til Hanno Blashke í München í Þýskalandi. Alexandra var einsöngvari með úkraínsku útvarpssinfóníu- hljómsveitinni í tvö ár. Hún hefur unnið í óperunni í Kíev og sungið einsöng með karlakór í heima- landi sínu. Alexandra hef- ur búið hér á landi frá því í haust og stundar nám í íslensku við Háskóla Íslands. Á efnisskránni eru meðal annars lög úr óperum og úkraínskir og rúss- neskir söngvar. Undirleikari Alexöndru, Gróa Hreinsdóttir, er organisti við Ytri- Njarðvíkurkirkju, kórstjórnandi og tónlistarkennari. Úkraínsk sópransöng- kona með tónleika Alexandra Chernyshova 1. Skýrsla stjórnar um hag félagsins og starfsemi á liðnu starfsári. 2 Endurskoðaður reikningur lagður fram til staðfestingar. 3. Tekin ákvörðun um greiðslu arðs. 4. Ákveðin þóknun til stjórnar félagsins. 5. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins: a. breyting á 12. gr. samþykkta um fækkun stjórnarmanna úr níu í sjö og breytingu á 15. gr. því til samræmis; b. breyting á 4 gr. um lánveitingar til samræmis við ákvæði hlutafélagalaga. 6. Kosin stjórn félagsins. 7. Kosnir endurskoðendur. 8. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum skv. lögum um hlutafélög. 9. Önnur mál, löglega fram borin. Aðalfundur Flugleiða hf. Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 11. mars 2004 í aðalþingsal Nordica Hotel að Suðurlandsbraut 2 og hefst fundurinn kl.14:00. Stjórn Flugleiða hf. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 23 63 7 0 2/ 20 04 Dagskrá fundarins: Hluthöfum er sérstaklega bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Ennfremur verður hægt að nálgast þessi gögn á vefsíðu félagsins www.icelandair.is eða á aðalskrifstofu Flugleiða hf. frá sama tíma. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á aðalfundardaginn frá kl. 12:00 á fundarstað í Nordica Hotel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.