Morgunblaðið - 26.02.2004, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 26.02.2004, Qupperneq 26
AUSTURLAND 26 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Stíflan | Nú eru komnir ríflega þrjú hundruð þúsund rúmmetrar af fyllingarefni í Kára- hnjúkastíflu. Þar af fóru tíu þúsund rúmmetr- ar af efni í stífluna í síðustu viku. Alls verða um 8,5 milljónir rúmmetra af efni í stíflufyll- ingu Kárahnjúkastíflu í Hafrahvammagljú- frum. Þá er unnið að því hörðum höndum að setja saman risaborinn sem kom til landsins fyrir jól. Reiknað er með að hann verði full- samsettur og tilbúinn til notkunar um miðjan mars.    Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Egilsstaðir | Brúnás-innrétt- ingar á Egilsstöðum hafa nú á milli 10 og 15% markaðshlutdeild í innrétt- ingasölu í landinu. Fyr- irtækinu hef- ur vaxið fisk- ur um hrygg síðustu árin og er það með fullskipaðan verkefnalista út þetta ár. Guðlaugur Erlingsson er framkvæmdastjóri Brúnáss. „Brúnás fór í vöruþróun- arverkefni um 1988 og í samstarf við innanhússarkitektana Guð- rúnu Margréti Ólafsdóttur og Oddgeir Þórðarson,“ segir Guð- laugur. „Þá komu fram nýjar innréttingalínur og við fórum í miklar breytingar á verslun okk- ar í Ármúla 17 í Reykjavík, en þar hefur lengi verið rekin sölu- deild. Við erum enn í farsælu samstarfi við Guðrúnu og Odd- geir með allar breytingar og nýj- ungar sem eru gerðar hjá okkur í hönnun. Fyrirtækið Miðás var svo stofnað árið 1990 á Egilsstöðum og keypti þá innréttingafabrikk- una af Brúnási, sem hafði rekið hér verksmiðju lengi. Þá komu nýir menn inn og síðan hefur þetta gengið á svipaðan hátt og stofnað var til í upphafi.“ Sala til verktaka helmingur af veltu Guðlaugur segir fyrirtækið einbeita sér að innréttingum til heimila. „Síðustu árin hefur Brúnás haft yfrið nóg að gera í heimilisinnréttingum. Breyt- ingin seinni ár er kannski sú að við erum sífellt meira að selja til verktaka, áður var þetta mest allt til einstaklinga. Sala til verk- taka er yfir helmingur af velt- unni.“ Brúnás hefur skapað sér nafn í innréttingum á Íslandi og telur Guðlaugur markaðshlutdeild fyrirtækisins á innréttingamark- aði vera á bilinu 10–15%. Þó sé erfitt að segja um slíkt af nokk- urri nákvæmni. Heildarvelta fyr- irtækisins í fyrra nam 220 millj- ónum króna og myndaðist hún að níu tíundu hlutum vegna sölu á höfuðborgarsvæðinu. Vöxtur er um 5% á milli ára og hagnaður sagður mjög viðunandi. Mestur hluti vélakosts fyrirtækisins var nýlega endurnýjaður og þykir nú mjög fullkominn. Hjá fyrirtækinu starfa nú 19 manns, þar af fjórir í söludeild í Reykjavík. 5–10 manns starfa að jafnaði sem undirverktakar við uppsetningu innréttinga. Öll framleiðsla fer fram á Eg- ilsstöðum og er seld á innan- landsmarkaði. Brúnássmenn flytja mestallt sitt hráefni inn sjálfir. Það er svo keyrt austur og 90% framleiðslunnar ekið suður aftur. Hvað flutninginn varðar vísar Guðlaugur því á bug að kostnaður sem af honum leiðir sé þungur baggi á fyrirtækinu. Aldrei hafi komið til tals að flytja fyrirtækið suður. „Fyrirtækið var stofnað til að vera á Egils- stöðum. Við erum með mjög góða verkefnastöðu, hún nær mjög langt fram á árið og er svipuð og var í fyrra.“ Ekkert upphlaup þrátt fyrir fjölda nýbygginga eystra Brúnás afgreiddi á síðasta ári innréttingar beint til verktaka í um 300 íbúðir og 100 innrétt- ingar til einstaklinga. Að auki slæðist ýmislegt fleira með í framleiðsluna, svo sem sól- bekkir, borðplötur o.fl. Guðlaugur segir Austfirðinga kaupa töluvert af innréttingum hjá sér og ekki þurfi að kvarta yfir því. „Það hefur náttúrulega ekki mikið verið að gerast hér eystra til skamms tíma,“ segir hann. „Auðvitað alltaf eitthvað verið byggt á Egilsstöðum og einhver endurnýjun á fjörð- unum. Það á eftir að koma í ljós hver okkar staða verður í allri þeirri uppbyggingu sem er að fara í gang hér. Við munum þó halda áfram að einbeita okkur að markaðinum fyrir sunnan.“ Ís- lenskir aðalverktakar eru meðal viðskiptavina Brúnáss, en þeir eru nú að byggja töluvert af nýju húsnæði á Austurlandi. Brúnás gengur vel og engin áform eru uppi um stækkun fyr- irtækisins. Húsa- og vélakostur er nú fullnýttur og Guðlaugur segir að með stækkun yrði að byggja annað hús og fjölga mannskap, fyrir utan að yf- irbyggingin í fyrirtækinu, sem núna er í lágmarki, myndi vaxa. „Þetta er í einhverjum ballans núna sem virðist geta gengið ágætlega,“ segir Guðlaugur. Brúnássmenn á Egilsstöðum ánægðir með sitt Verkefni bókuð út árið Innréttingar snikkaðar: Sigfús Ingólfsson og Guðgeir Guðmundsson, starfsmenn hjá Brúnás. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Engin vettlingatök: Dagný Pálsdóttir og Silja Arn- björnsdóttir taka til hráefni í næstu innréttingu. Guðlaugur Erlingsson Egilsstaðir | Læknaráð Heilbrigð- isstofnunar Austurlands (HSA hefur sent eftirfarandi ályktun til Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra: „Vegna þenslu í þjóðfélaginu hafa yfirvöld ákveðið að skera niður í heilbrigðisþjónustu á landsvísu. Læknaráð HSA álítur að það sé al- gjörlega á skjön við raunveruleik- ann, að skera niður á aðalþenslu- svæði landsins, þar sem nú eiga sér stað stærstu framkvæmdir Íslands- sögunnar.“ Í greinargerð sem fylgir álykt- uninni segir að kostnaður við heil- brigðisþjónustu á svæði HSA sé að stórum hluta til kominn vegna launa lækna. Þegar sé undirmönnun á svæðinu og nýir læknar fáist ekki þrátt fyrir auglýsingar. Ljóst sé að ekki náist tilætlaður sparnaður nema með því að draga úr læknisþjónustu og kostnaði. Þegar sé orðin mikil mannfjölgun á svæð- inu vegna virkjanaframkvæmda, þar sem slys og óhöpp eru tíð. Enn meiri fjölgun sé í vændum vegna áfram- haldandi virkjanaframkvæmda, ál- versbyggingar og jarðgangagerðar. Á Austurlandi er stór hluti heil- brigðisþjónustunnar grunnþjónusta, sem ekki er hægt að skerða meira en orðið er. Það er því ljóst að frekar ætti að auka framlög til heilbrigð- ismála á svæðinu en að skera niður, segir jafnframt í greinargerð. Ályktunin var samþykkt á fundi læknaráðs Heilbrigðisstofnunar Austurlands hinn 19. febrúar sl. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Læknaráð HSA hefur áhyggjur af vaxandi kostnaði vegna virkjana- og stór- iðjuframkvæmda: Pétur Heimisson, læknir og formaður læknaráðs, og Ro- berto Velo hjá Impregilo S.p.A. rabba um heilsugæslumálin við Kárahnjúka. Læknaráð HSA mótmælir samdrætti í þjónustu á Austurlandi harðlega Niðurskurður á skjön við raunveruleikann Læknisþjónusta | Í fréttum mbl.is af vinnuslysi við Kára- hnjúkavirkjun 19. febrúar, þegar starfsmaður í göngum rifbeins- brotnaði og marðist í grjóthruni, var frá því greint að hvorki væri læknir né hjúkrunarfólk tiltækt á virkjunarsvæðinu. Var þetta haft eftir Sveini Jónssyni, verkfræðingi og umsjónarmanni Landsvirkjunar á staðnum. Samkvæmt upplýs- ingum frá Ómari Valdimarssyni, talsmanni Impregilo S.p.A., starfa þrír læknar á virkjunarsvæðinu að staðaldri. Þar af einn íslenskur læknir frá Heilbrigðisstofnun Aust- urlands og er misjafnt hver sá aðili er hverju sinni. Ítalskur læknir, Barbara Di Candia, starfar einnig á svæðinu, sem og rússneski lækn- irinn Vladimir Stanovko sem vinnur sem fyrstuhjálparsérfræðingur, þar sem hann hefur ekki tilskilið lækn- ingaleyfi á EES-svæðinu. Einnig eru hjúkrunarfræðingar á virkj- unarsvæðinu, bæði á aðalsvæðinu og við göng. Er þetta samkvæmt samkomulagi við Heilbrigðisstofnun Austurlands frá því í fyrra.    Hröpuðu | Tveir starfsmenn Rarik hröpuðu í fyrradag til jarðar þegar festing á körfu sem þeir unnu í gaf sig. Guðlaugur Valtýsson hjá Rarik á Egilsstöðum segir mennina hafa verið að fara upp í rafmagnslínu í Reyðarfirði þegar karfan sem þeir voru í bilaði. Hröpuðu þeir til jarðar, um fimm metra fall. Mennirnir sluppu furðu vel, að sögn Guðlaugs, eru hvergi brotnir en illa marðir og skrámaðir. Menn- irnir héldu áfram vinnu að hluta til, en fóru svo á heilsugæslustöð í myndatöku og frekari athugun. „Það er í rannsókn núna hvað bilaði, enda eru slys sem þessi mjög fátíð hjá okkur,“ segir Guðlaugur. Ráðhúsið | Um nokkra hríð hefur verið í at- hugun hjá bæjarstjórn Austur-Héraðs að flytja bæjarskrifstofur sínar úr óhentugu húsnæði í iðngörðum við Lyngás í betra húsnæði. Um tíma var hugmyndin sú að Nýsir byggði stjórnsýslu- hús á miðbæjarreit Egilsstaða og leigði bænum þar aðstöðu, en því var drepið á dreif þegar kostnaður hafði verið gaumgæfður. Gerðist þá ekkert um hríð. Nú virðast húsnæðismál sveit- arfélagsins enn komin til umræðu, þar sem bæj- arstjóri lét í fyrradag bóka samþykkt á bæj- arráðsfundi um að taka þyrfti málið til skoðunar. Var það í kjölfar þess að Sverrir Her- mannsson, eigandi Hótels Valaskjálfar á Egils- stöðum, hefur boðið bænum aðstöðu fyrir skrif- stofur sínar á neðstu hæð 5500 fm húsnæðis sem hann hyggst fljótlega byggja við hótelið. Eiríkur Bj. Björgvinsson bæjarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að viðræður við Nýsi um stjórnsýsluhús í miðbænum væru enn í gangi. „Nú vilja menn jafnvel bjóða fleiri aðilum að bjóða í okkur, ef hægt er að orða það þann- ig.“ Eiríkur segir aðila sem hyggjast reisa skrif- stofuhúsnæði á Fagradalsbraut 15 einnig inni í myndinni og því séu þessir þrír möguleikar hugsanlega til skoðunar fyrir bæjarskrifstof- urnar. Eiríkur segist reikna með að ræða við Nýsi, Valaskjálf og húsbyggjendur á Fagradals- braut 15 á næstunni og sé málið þannig ein- göngu á umræðustigi enn sem komið er. Brúðkaupsblaðið fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 5. mars. Meðal efnis eru greinar um mat, förðun, hárgreiðslu, fatnað, skreytingu og gjafir. Auglýsendur: Pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 1. mars. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is Segðu já! Auglýstu í Brúðkaupsblaði Morgunblaðsins ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 23 67 5 0 3/ 20 04
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.