Morgunblaðið - 26.02.2004, Side 32

Morgunblaðið - 26.02.2004, Side 32
DAGLEGT LÍF 32 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR BÓNUS Gildir 26.–29. feb. nú kr. áður kr. mælie.verð Frosið súpukjöt, sérvalið ................ 499 Nýtt 499 kr. kg Ferskar kjúklingabr., úrb., skinnl.....1.329 1.709 1.329 kr. kg Frosið ungnautahakk .................... 599 Nýtt 599 kr. kg Bónus svínabjúgu ......................... 299 Nýtt 299 kr. kg Ariel þvottaefni, 3 kg ..................... 599 Nýtt 200 kr. kg Finish uppþvottavélatöflur, 22 st. ... 299 399 14 kr. st. Nýmjólk – léttmjólk ....................... 74 76 74 kr. ltr Gullkaffi, 500 g ............................ 149 179 298 kr. kg Neskaffi, gull, 200 g ..................... 599 699 2.995 kr. kg Túnfiskur, 3x170 g dósir ................ 189 229 370 kr. kg Fiesta pepperoni pitsa, 400 g........ 198 259 495 kr. kg 11-11 Gildir 25. feb.–3. mars nú kr. áður kr. mælie.verð 11-11 hamborgarar, 4 st. með br. .. 269 369 67 kr. st. Campells cream tómatsúpa ........... 109 138 109 kr. st. Þykkvabæjar tilboðsfranskar, 700 g 139 199 198 kr. kg Þykkvabæjar plokkfiskur, 600 g ..... 498 698 830 kr. kg Homeblest + 50% pakki, 300 g ..... 169 Nýtt 563 kr. kg Kexsm. skúffuköku muffins, 400 g.. 299 379 748 kr. kg MS drykkjarjógúrt, 2 teg., 250 ml... 69 85 276 kr. ltr Nescafé dökkt RC, 100 g .............. 299 398 2.990 kr. kg FJARÐARKAUP Gildir 26.–28. feb. nú kr. áður kr. mælie.verð Rækju nuggets ............................. 529 1.057 529 kr. kg Bayonne skinka ............................ 798 998 798 kr. st. Blómkál ....................................... 189 249 189 kr. kg Bounty eldhúsrúllur, 3 st. í pk. ....... 319 348 106 kr. st. Always ultra dömubindi ................. 248 289 248 kr. pk. Bold Aqua, 1100 g þvottaefni........ 389 458 350 kr. kg Ariel future, 1350 g þvottaefni ....... 598 698 440 kr. kg HAGKAUP Gildir 26.–29. feb. nú kr. áður kr. mælie.verð Lambalæri frosið .......................... 699 Nýtt 699 kr. kg Óðals hakk................................... 799 999 799 kr. kg Holtalæri, ferskt í magnp. .............. 349 498 349 kr. kg Holtaleggir, ferskir í magnp ............ 349 498 349 kr. kg Holtavængir, ferskir í magnp. ......... 279 398 279 kr. kg Holta skinnl. bringur í magnp. ........1.399 1.998 1.399 kr. kg McCain Superquick franskar .......... 399 488 399 kr. kg KRÓNAN Gildir 26. feb.–3. mars nú kr. áður kr. mælie.verð Bautabúrs grísakótilettur, pakki af grísahakki fylgir frítt með ...............1.046 Nýtt 1.046 kr. kg SS koníakslegin svínasteik ............ 769 1.099 769 kr. kg SS áleggsþrenna .......................... 399 Nýtt 399 kr. pk Krónu súkkulaðikex, 500 g ............ 289 Nýtt 578 kr. kg Kavli flatbrauð, 300 g ................... 109 139 363 kr. kg Kavli kavíar, léttur, 150 g............... 169 198 1.127 kr. kg Kavli kavíar mix, létt, 140 g ........... 129 155 922 kr. kg Heinz bakaðar baunir, 500 g.......... 179 198 358 kr. kg NETTÓ Gildir 26.–29. feb. m. birgðir endast nú kr. áður kr. mælie. verð Nettó nautahakk........................... 599 956 599 kr. kg KS súpukjöt, 1. flokkur .................. 279 Nýtt 279 kr. kg KS lambalæri, grand cru................ 799 Nýtt 799 kr. kg Myllu Sams. samlokubr. stórt&fínt.. 99 219 99 kr. kg Myllu Sams. samlokubr. stórt&gróft 99 219 99 kr. kg Búrf. borgarar, 4 st. m. br. og osti ... 367 459 367 kr. pk. Epli rauð í poka, 1,36 kg ............... 99 229 73 kr. kg Iceberg ........................................ 99 312 99 kr. kg Combo: 2 ltr Coca-cola og Freschetta pitsa, pepperoni, 340 g 499 589 499 kr. st. Rúbín kaffi, rauður, 500 g.............. 298 329 596 kr. kg Twist. Squeeze appels.safi, 200 ml 39 49 150 kr. ltr NÓATÚN Gildir 26. feb.–3. mars nú kr. áður kr. mælie.verð Lax í heilu úr kjötborði ................... 399 599 399 kr. kg Laxasneiðar úr kjötborði ................ 499 899 499 kr. kg Lambafille m/fiturönd úr kjötborði..1.998 2.598 1.998 kr. kg Móa kjúklingur ferskur 1/1 ............ 399 598 399 kr. kg Fyrirt. Ömmu pitsa og 2 lítra Coke .. 599 799 599 kr. pk. Fyrirtaks Ömmu brauðstangir ......... 299 479 299 kr. pk. Kartöflur, Skrúður, gullauga, eða ....................................... rauðar, 2 kg poki .......................... 99 169 50 kr. kg Emmess Skafís 1,5 ltr, 5 bragðteg.. 599 719 399 kr. ltr SAMKAUP/ÚRVAL Gildir 26. feb.–2. mars nú kr. áður kr. mælie.verð Lambalæri, villikrydd. gourmet ...... 999 1.430 999 kr. kg Naggal. cordon bleu, 350 g .......... 399 492 1.140 kr. kg Naggal. kjúklinganaggar, 400 g ..... 599 664 1.497 kr. kg Naggal. kjötbollur, 450 g .............. 299 399 664 kr. kg Lýsi sportþrenna, 16 dagar ...........1.190 1.590 74 kr. sk. Lýsi lýsi&liðamín, 30 dagar ...........1.690 1.998 56 kr. sk. Freyja hríspoki, risa, 250 g ............ 269 319 1.076 kr. kg Apollo lakkrískonfekt, 400 g .......... 229 289 572 kr. kg Nescafé, dökkt, 100 g .................. 329 389 3.290 kr. kg Nescafé, gull, 200 g ..................... 799 889 3.995 kr. kg Nescafé, gull, 100 g ..................... 449 529 4.490 kr. kg River basmati, suðup., 4x125 g..... 169 219 1.352 kr. kg Meller súkkulaðikaramellur, 40 g ... 64 82 1.600 kr. kg Farm frites franskar, riffl., 750 g..... 197 279 262 kr. kg SPAR Bæjarlind Gildir til 2. mars nú kr. áður kr. mælie.verð Kjúlli, vængir, lausfrystir ................ 109 486 109 kr. kg Kjúlli, leggir, lausfrystir .................. 269 611 269 kr. kg Ariel þvottaduft, 1,35 kg................ 679 768 503 kr. kg Burger hrökkbrauð, classic, 250 g.. 129 155 516 kr. kg Pauly saltstangir, 125 g................. 55 75 440 kr. kg Marabou sælgætisrúllur, 78 g ........ 89 114 1.141 kr. kg Hoplá jurtarjómi, 250 g................. 158 211 632 kr. kg Muesli+ orkustangir, 138 g............ 149 178 1.080 kr. kg McCain pitsa, deluxe, 900 g .......... 599 723 666 kr. kg McCain pitsa, pepperoni, 830 g..... 519 623 625 kr. kg Jaka cappuccino kúlur, 200 g ........ 168 198 840 kr. kg Jaka rommkúlur, 200 g ................. 168 198 840 kr. kg ÞÍN VERSLUN Gildir 26. feb.–3. mars nú kr. áður kr. mælie.verð Ísfugls kjúklingaleggir.................... 306 611 306 kr. kg Ísfugls kjúklingavængir .................. 146 486 146 kr. kg Bautabúrs grísahakk ..................... 258 323 258 kr. kg Tilda hrísgrjón .............................. 139 159 139 kr. kg Tilda sósur, 6 teg., 350 g .............. 269 349 753 kr. kg Gevalia kaffi, 500 g ...................... 299 339 598 kr. kg Guld korn, 500 g .......................... 279 298 558 kr. kg Yankie bar, 80 g ........................... 89 112 1.112 kr. kg Kjúklingur á lækkuðu verði  HELGARTILBOÐIN | neytendur@mbl.is Kjúklingur í ýmsum myndum er víða á tilboðsverði um helgina. Einnig er afsláttur af súpukjöti, lambakjöti, laxi og grísakjöti, svo fleiri dæmi séu tekin. Morgunblaðið/Kristinn Doug Goodkin er búsettur íKaliforníu og ferðast umallan heim til að haldanámskeið. Honum hafa verið veitt Pro Marito-verðlaunin af Orff-stofnuninni í München og hann er eftirsóttur kennari víða um lönd. Aðspurður um starfsvettvang í heimalandi sínu segist hann starfa við Montessori-skóla fyrir 3–13 ára börn auk þess að kenna við Tónlist- arháskólann í San Francisco þegar hann er ekki að ferðast og halda námskeið fyrir tónlistarnema og -kennara. Ég byrja á því að spyrja hann um aðferðir hans við að kenna börnum tónlist. „Aðferðir mínar við kennslu barna eru einfaldar. Ég tek gjarnan nöfn þeirra og finn út hrynjanda og hljóð sem í nafninu eru og úr þessu sköp- um við tónlist. Börn eru svo hæfi- leikarík og opin að það er hrein unun að upplifa hvernig einföldustu hlutir lifna við. Ferðalög mín hafa gert mér keift að skoða hvað er bundið við sér- stök menningarsvæði og tungumál og hvað það er í tónlistinni sem við eigum öll sameiginlegt. Ég hef kom- ist að því að þörfina til að skapa tón- list eigum við öll sameiginlega, það er aðeins blæbrigðamunur á því hvernig sú tónlist hljómar. Börn geta gert flóknustu hluti á stuttum tíma ef þeim er kennt að skilja hvað það er sem þau eru að gera. Við kennslu barna lít ég á mig sem ábyrgan jafn- ingja og reyni að kenna þeim listina að samlagast hópnum, en um leið að skera sig úr og finna sérstöðu sína. Þetta hljómar ef til vill eins og mót- sögn en þetta er hvort tveggja mjög mikilvægt.“ Við ræðum aðeins nánar um gildi þess að geta spilað af fingrum fram og hvaða þýðingu það hefur t.d. fyrir börn sem eru í hefðbundnu tónlist- arnámi og kunna að lesa nótur. „Þetta snýst allt um hlustun,“ seg- ir Goodkin. „Þegar ég hóf að kenna nemendum við Tónlistarháskólann í San Francisco var ég sannfærður um að ég gæti litlu bætt við þekkingu þeirra, en annað kom á daginn.“ Ekki aðeins voru þau heilluð af þessari nálgun heldur fannst þeim hreint ekki auðvelt að tileinka sér hana og þegar ég spyr hvaða gildi snarstefjun hafi fyrir börn sem eru læs á nótur segir hann: „Það má eig- inlega skipta þeim sem iðka tónlist í tvo hópa. Annars vegar þá sem lesa nótur og nálgast tónlistina utan frá, ef svo má segja, og hins vegar þá sem ekki lesa nótur en geta tjáð í tónum eitthvað sem þeir heyra innra með sér og geta sungið eða leikið. Báðir hópar þjást af þeirri tilfinningu að þeir séu ófullkomnir. Ég reyni að láta þá mætast á miðri leið.“ Nálægð tónlistarinnar Ég spyr hann nánar út í hvernig hann beri sig að í þeirri viðleitni: „Tónlistinni má líkja við hús,“ seg- ir hann, „ef það eru aðeins einar dyr á húsinu og þær fennir í kaf er ekki hægt að komast inn í húsið frá öðrum hliðum og við verðum að hírast úti í kuldanum. Barn sem hefur verið í hefðbundnu tónlistarnámi í mörg ár og er loksins farið að geta leikið verk eftir Bach upplifir þetta verk á annan hátt ef það getur tileinkað sér tónlist- ina eins og þegar það leikur af fingr- um fram, þ.e.; að heyra fyrst, syngja svo og síðan leika tónlistina. Þannig verður tónlistin nærtæk og nálæg nemandanum. Ég læt hann t.d. leika fyrstu tvær hendingarnar í verkinu og bæta síðan við sinni eigin í sama stíl og Bach, en hann ásamt mörgum öðrum meisturum lék yfirleitt af fingrum fram. Þeirri hæfni hefur ekki verið haldið við í tónlistarnámi sem skyldi, en ég tel að það geti tví- mælalaust nýst öllum að kunna það.“ Ég spyr hann út í námskeiðin sem nú standa yfir, en hann kom hingað síðast árið 1996. „Það er frábært að vinna með þessu hæfa fólki sem hér er, en ég hef verulegar áhyggjur af endurnýjun í röðum íslenskra tón- menntakennara. Af þeim þrjátíu og sex sem hér eru nú eru aðeins tveir undir þrítugu. Þegar ég kenni full- orðnum er nálgunin auðvitað frá- brugðin því sem hún er við kennslu barna, en ég reyni að laða fram týnda barnið sem flestir bera með sér og held að allir hafi þörf fyrir persónu- lega tjáningu og sköpun. Sköpunin verður að hafa tilgang og stað í menningunni. Við erum öll einstök en tilheyrum samt hinum margradda kór allra landa.“ Ábyrgur jafningi Morgunblaðið/Þorkell Doug Goodkin við kennslu í sal FÍH við Rauðagerði í vikunni. Doug Goodkin er einhver fremsti Orff- kennari í heiminum í dag. Hann heldur um þessar mundir námskeið fyrir tónmennta- og tónlistarkennara í sal FÍH. Steinunn Birna Ragnarsdóttir ræddi við hann um að- ferðir hans og nálgun í tónlistarkennslu. Um helgina má finna lækkað verð á mjólkurvörum í Bónus, sem gefur afslátt af mjólk og léttmjólk, og 11–11 sem er með tilboð á drykkjarjógúrti. Blómkál er á lækkuðu verði í Fjarðarkaupum og epli í Nettó. Nóatún og Nettó eru með tilboð á pitsu og kóki í einum pakka og Krónan hefur lækkað verð á grí- sakótilettum þar sem pakki af grísahakki fylgir frítt með. Kryddað lambakjöt er á tilboðsverði í Sam- kaupum og Nóatún hefur lækkað verð á lambafillet með fitu úr kjötborði. Hagkaup eru með afslátt af frosnu lambalæri. Heill ófrosinn kjúklingur er á til- boðsverði í Nóatúni og kjúklingur í bitum með af- slætti hjá Hagkaupum, Samkaupum, Spar og Þinni verslun. Kjötvörur, jógúrt og mjólk NEYTENDASAMTÖKIN telja sér- staka ástæðu til þess að hvetja neyt- endur til þess að gera innkaup sín hjá þeim verslunum sem tekið hafa upp leiðbeinandi verklagsreglur um skilarétt. Viðskiptaráðuneytið setti þessar reglur í janúar árið 2001 í samvinnu við Neytendasamtökin og fleiri. Í þeim er fjallað um rétt neyt- enda til þess að skila ógallaðri vöru innan 14 daga frá því að kaup voru gerð. Nú hafa Neytendasamtökin birt lista yfir þær verslanir sem hafa tilkynnt til samtakanna að þær hafi tekið upp skilaréttarreglurnar. BT Glerárgötu 30, Akureyri BT Kringlunni, Reykjavík BT Miðvangi 1, Egilsstöðum BT Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði BT Skeifunni 11, Reykjavík BT Smáralind, Kópavogi Daman Laugavegi 32, Reykjavík Office 1 Skeifunni 17, Reykjavík Rammagerðin Hafnarstræti 19, Reykjavík SonyCenter Skeifunni 17, Reykjavík Verslanir sem vilja taka upp skila- réttarreglurnar geta fengið upplýs- ingar um þær hjá Neytendasamtök- unum. Verslanir og reglur um skilarétt TENGLAR .............................................. www.ns.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.