Morgunblaðið - 26.02.2004, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 26.02.2004, Qupperneq 33
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 33 Manneldisráð lagði fram til-lögu á sínum tíma til heil-brigðisráðherra um að setja sérstakan skatt á gosdrykki í ljósi gífurlegrar aukningar á neyslu þeirra, segir Laufey Steingríms- dóttir næringarfræðingur og sviðs- stjóri rannsókna hjá Lýðheilsustöð. Enginn starfsmaður er nú hjá Manneldisráði, sem enn mun vera starfandi sem fagráð, samt sem áð- ur. Greint var frá því í Morgun- blaðinu að breska ríkisstjórnin íhugaði að setja sérstakan „fitu- skatt“ á óhollan mat, vegna sívax- andi offitu meðal þjóðarinnar. Seg- ir Laufey slíka ráðstöfun „eitthvað sem við þurfum að líta á með opnum huga“. „Heilbrigðisráðherra fór með er- indið um skatt á gosdrykki í fjár- málaráðuneytið, eftir því sem ég best veit, og þar er það statt,“ segir Laufey. Hún segir gosdrykki einn af þeim þáttum sem stuðlað hafi að því að þjóðin sé að fitna, en engan veginn þann eina. Hvað fituskatt varðar, segir Laufey hann jafnframt erf- iðan í framkvæmd. „Það er mjög erfitt að flokka matvæli í heilsusamleg og óheilsu- samleg því allt mataræðið kemur við sögu og það er pláss fyrir allt, ef menn neyta þess eðlilega og í hófi. Á móti kemur að menn eru nánast ráðþrota og það er heldur ekki hægt að horfa upp á þessa þróun án þess að bregðast við. Offita er orðin vandamál hjá fjölda þjóða og við- eigandi ráðstafanir eru til umræðu hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun og víðar. Í þeim er talað um að huga þurfi að markaðssetningu og sölu matvara. Bandarísk stjórnvöld hafa sett sig mjög upp á móti aðgerða- áætlun Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar og eru Bandaríkin eina ríkið sem hefur gert það. En menn horfa upp á þessa framvindu og eitthvað þarf að gera,“ segir hún. Skattur eða frjálsræði Laufey segir ennfremur ljóst að mjög erfitt sé að snúa framvindunni við. „En það þarf að koma í veg fyrir að þessi þróun haldi áfram. Þá er spurt hvað sé hægt að gera. Skatt- lagning er ein leið og þá þurfa menn að velja á milli hennar og frjálsræðis á markaði. Það er líka hægt að segja sem svo að menn eigi að bara að vera ábyrgir og fjöl- skyldan og einstaklingurinn eigi að velja af skynsemi. Auðvitað hlýtur það að vera grundvallaratriði.“ Lífsstíll nútímamannsins krefst fljótlegra og tilbúinna rétta og seg- ir Laufey hægt að gera þá kröfu að heilsusamlegir kostir séu fyrir hendi í þannig mataræði líka. „Mér finnst alveg sjálfsagt að skoða möguleika [á skattlagningu] en átta mig á því að það er erfitt að hrinda henni framkvæmd og flokka matvæli í „vond“ og „góð“. Sú flokkun er huglæg og það sem er vont fyrir einn þarf ekki að vera svo slæmt fyrir einhvern annan.“ Aðspurð hvort nota megi mann- eldismarkmið til hliðsjónar, segir Laufey þau ekki til lengur. „Manneldismarkmið hafa verið lögð niður. Nú er talað um ráð- leggingar um mataræði og þar er ekki talað um að eitt sé bannað og annað ekki. Horft er á heildar- samsetninguna og því erfitt að draga í dilka. Skattlagning verður alltaf umdeild en ég held að við þurfum að líta á þennan mögu- leika með opnum huga,“ segir Laufey Steingrímsdóttir að síð- ustu.  HEILSA | Sviðsstjóri rannsókna hjá Lýðheilsustöð segir Manneldisráð hafa lagt til sérstakan skatt á gosdrykki Þurfum að líta á fitu- skatt með opnum huga Morgunblaðið/Sverrir Neysla Íslendinga á ávöxtum hefur aukist á liðnum árum, en ofneysla og hreyfingarleysi ógna heilsu landsmanna, samkvæmt nýjustu könnun. Breska ríkisstjórnin íhugar „fituskatt“ á óhollan mat, vegna vax- andi offitu meðal þjóð- arinnar. Laufey Stein- grímsdóttir segir slíka ráðstöfun „eitthvað sem við þurfum að líta á með opnum huga“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.