Morgunblaðið - 26.02.2004, Qupperneq 44
MINNINGAR
44 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
hefði verið eini íslenski sósíalistinn
sem reis undir nafni, en mótmælti því
ekki heldur. Kannski hefur hann í
reynd verið mér sammála þótt málið
væri of viðkvæmt til að viðurkenna
það. Héðinn hefur lengi verið við-
kvæmt umræðuefni. Hann lét m.a.
reisa á kreppuárunum nær 900 íbúðir
handa fátæku fólki í vesturbænum í
Reykjavík og þakkirnar voru brott-
rekstur úr Alþýðuflokknum og síðar
einnig úr Sósíalistaflokknum, sem
hann tók þátt í að stofna, og loks úr
formannsembætti Dagsbrúnar. Í ná-
grannalöndunum unnu verklýðs-
hreyfing og samvinnuhreyfing sam-
an að mótun samfélagsins undir
forystu sósíalista, en ekki hér. Kaup-
félögin hér voru nær eingöngu
bændakaupfélög og flest horfin.
Byggðastefnan drap samvinnuhreyf-
inguna.
Oft ræddum við hina frægu ’68-
kynslóð sem spratt upp er bandarísk
stjórnvöld höfðu ráðist inn í Víetnam
og heimtuðu unga fólkið í herinn.
Margt ungt fólk neitaði, ekki síst
stúdentar, og hóf mótmæli. Ráða-
menn reyndu að brýna námsmenn
með nauðsyn baráttunnar gegn
kommúnismanum. Við erum sjálf
kommúnistar söng unga fólkið og
sótti alls kyns pönk í skúmaskot stór-
borganna og stillti upp á svið í rifnum
fötum lét það öskra í hljóðnema; við
erum alþýðan, við viljum frið. Og
bissnessinn sá þarna nýtt tækifæri
og dreifði þessu um allan heim. Þann-
ig tókst það ótrúlega, að gera komm-
únismann að amrískri tískustefnu.
Stríðinu lauk og fólkið sneri sér aftur
að námi og vinnu og samþykkti loks á
fundi að kommúnisminn væri bull og
nú kæmi í staðinn pólitík árangurs-
ins. Þá pólitík verðum við nú að þola.
Ef árangursmenn eru spurðir um
kommúnismann núna nefna þeir
strax fataræflana og kalda stríðið.
Lengra nær vitundin ekki.
Ég kynntist Helga fyrst persónu-
lega er ég flutti Leigjendasamtökin í
Alþýðuhús Reykjavíkur árið 1991, en
þar var hann húsvanur. Nú hafa ár-
angursmenn selt auðvaldinu húsið
undir hótel, húsið sem alþýðan
byggði sjálf handa samtökum sínum.
Helgi Sæmundsson fór út í lífið þjáð-
ur af meðfæddum sjúkdómi og gat
ekki unnið hvað sem var. Það setti
örugglega mark sitt á störf hans og
afstöðu. Það er dýrt að reka stórt
heimili. Helgi kom víða við sögu, ekki
síst í menningarmálum, og gaf sjálfur
út margar ljóðabækur. Er ég tíndi
saman einskonar úrval úr ljóðakver-
um mínum og Jóhann í Skákprenti
gaf út sá Helgi um útgáfuna. Líf
Helga Sæm. var áreiðanlega ekki
létt, en hann lét ekki baslið smækka
sig og hélt sinni reisn hvað sem yfir
gekk. Það er sjónarsviptir að Helga
Sæmundssyni, hann var einn
skemmtilegasti maður sem ég hef
kynnst.
Ég sendi fjölskyldu hans samúðar-
kveðjur.
Jón frá Pálmholti.
Dauðann óttast ég ekki
óðum þó birta dvíni
að þegar feigð mín fer.
Horfinna vina hendur
handanvið myrkur grafar
taka á móti mér.
(Helgi Sæmundsson.)
Um og eftir miðja öldina, sem leið,
jafnvel fram á níunda áratuginn, var
Helgi Sæmundsson þjóðkunnur sem
snjall hagyrðingur, beinskeytur
greinahöfundur og einn skemmtileg-
asti og skopvísasti maður þjóðarinn-
ar. Þegar honum tókst best upp gat
hann verið heillar spaugstofu virði.
Hitt var ekki á margra vitorði að
hann var skáld gott, átti jafnvel til að
yrkja betur en páfinn þegar þannig lá
á honum.
Gott var að eiga Helga Sæmunds-
son að vini. Hann var ekki einungis
heimamaður í íslenskum skáldskap
allra alda heldur einnig vel heima í
erlendum bókmenntum. Einkum
voru honum kærir norrænir höfund-
ar enda málvinur ýmissa bestu
skálda Skandinava á tuttugustu öld.
Og hann var kunnugur mörgu öðru
en rithöfundum og bókmenntum.
Fátt mannlegt var honum óviðkom-
andi. Hann var hafsjór af fróðleik um
menn og málefni, hann var gjörkunn-
ugur sögu þjóðar okkar og minnið
svo trútt að hann virtist ekki gleyma
neinu sem hann hafði einhvers staðar
og einhvern tímann heyrt eða lesið
um menn og mannlíf annars staðar í
heiminum. Hann var sem sé allra
manna fjölfróðastur. Að því leyti var
hann ef til vill líkari nítjándu aldar
mönnum eins og Benedikt skáldi
Gröndal en samtímamönnum sínum.
Hvar sem Helgi kom fyllti hann
andrúmsloftið gleði og fróðleik. Oft
fannst okkur að andríki hans sæti eft-
ir í stofum okkar löngu eftir að hann
var horfinn á braut. Það var einnig
gaman að fara í bílferð með honum og
konu hans. Hann var bílglaður mað-
ur, sparaði ekki spaugsyrðin, ræddi
margt og fræddi um það sem fyrir
augu bar. Síðustu ferð okkar með
honum fórum við um Suðurnes í sum-
ar sem leið. Þá kom hann meðal ann-
ars í kirkjugarðinn á Stað í Grindavík
þar sem ýmsir forfeður hans hvíla.
Þar þótti honum gott að vera þótt
næðingur blési af hafi. Nú hefur hann
haldið á vit þeirra vonum fyrr.
Í kvæðinu Að leiðarlokum segir
Helgi Sæmundsson:
Trúarinnar traust og styrkur
tendrar von í döpru hjarta.
Eilífðin er ekki myrkur;
eilífðin er ljósið bjarta.
Nú er hann sjálfur horfinn inn í
ljósið bjarta. Við Björg minnumst
góðs vinar með virðingu og þökk og
vottum Valnýju og öðrum ástvinum
hans dýpstu samúð.
Ólafur Haukur Árnason.
Á lífsleiðinni kynnist maður fólki
sem verður manni misminnisstætt og
miskært.
Ég kynntist Helga Sæmundssyni
fyrst fyrir rúmum tuttugu árum, er
ég gerðist félagi í félaginu Akoges í
Reykjavík, en þar hafði Helgi verið
félagi lengi.
Í þessi tuttugu ár höfum við átt
margar góðar stundir saman. Ég
verð að viðurkenna að ég bar ótta-
blandna virðingu fyrir þessum mikla
menningarvita er ég hitti hann fyrst,
en eftir því sem tíminn leið gleymdi
ég því reyndar fljótt.
Helgi Sæm. er einhver skemmti-
legasti maður sem ég hef kynnst. Það
var sama hvar borið var niður og um
hvað var rætt, atvinnumál, stjórnmál,
menningarmál eða hvað eina, alls
staðar var hann heima. Hans ótrú-
lega skarpa hugsun kom fram í hans
stuttu hnitmiðuðu og skemmtilegu
tilsvörum.
Helgi var einn af aðal menningar-
vitum þjóðarinnar á seinni hluta síð-
ustu aldar og var aðkoma hans að
menningarmálum okkar mikil á
þessu tímabili. Eitt af því sem mér
fannst þó skemmtilegast var að
heyra hann með sína sérkennilegu
rödd fara með kvæði, þar var meist-
ari á ferð og öllum ógleymanlegur
sem á hlýddu.
Það eru forréttindi að hafa kynnst
og umgengist mann eins og Helga.
Ég kveð hann með virðingu og þökk.
Við Edda sendum Valnýju konu
hans og fjölskyldu allri okkar innileg-
ustu samúðarkveðju.
Blessuð sé minning Helga Sæ-
mundssonar.
Magnús Ólafsson.
Einhvern veginn er eins og hans
gæti hvergi sterkar en við suður-
ströndina, þessa eilífðar útsjávar, sem
Stephan G. orti um forðum tíð. Og
óvíða er hann máttugri, en þar sem
hann öldum saman hefur sorfið skerin
rétt utan við fjöruna við hinn forna
Eyrarbakka, þ.e.a.s. á svæðinu milli
ósa stórfljótanna, Ölfusár og Þjórsár.
Og kúra þar þorpin Stokkseyri og
Eyrarbakki, eins og til að minna
mannskepnuna á smæð hennar og for-
gengileika gagnvart sköpunarverki al-
mættisins, – móður náttúru.
Það var einmitt í fjörunni á Stokks-
eyri, að Helgi Sæm. skildi eftir spor í
sandi og hélt með fjölskyldu sinni út
til Eyja, hálf tvítugur maðurinn. En
árin í Eyjum urðu ekki mörg. Nítján
ára settist hann á skólabekk í Sam-
vinnuskólanum í Reykjavík. Á samri
stundu var hann orðinn eitt þessara
fórsturbarna Reykjavíkur, sem
henni hefur verið svo tamt að laða að
sér, ýmist til ásta eða tómlætis.
Helgi Sæm. setti jafnan svip á
mannlífið, ekki aðeins í Reykjavík,
heldur um land allt. Maðurinn var
nokkuð sérkennilegur í háttum og út-
liti og röddin án samjöfnunar við
raddir annarra manna. Og hann hafði
til að bera þá spaugsemi, sem aðeins
fylgir alvörugefnum mönnum. En
undir gamansömu yfirborðinu, ólgaði
eldur heitra hugsjóna, sem víða gætir
í ljóðum hans. Helgi Sæm. var nefni-
lega manngildissinni í anda jafnaðar-
stefnunnar.
Enda þótt Helgi væri einlægur
jafnaðarmaður, var hann ekkert að
sýta það, þótt aðrir hefðu frábrugðn-
ar stjórnmálaskoðanir, svo fremi þeir
sýndu af sér þann manndóm, að gam-
an væri að kljást við þá. „Pólitíkin á
að vera skeiðvöllur gæðinga,“ sagði
hann í Morgunblaðsviðtali, sem und-
irritaður tók við hann árið 1997. Því
Helgi Sæm. var bardagamaður og
hafði sem slíkur dálæti á hraustum
andstæðingum. En það var með hann
eins og aðra, sem líta stjórnmálin
augum hins listræna bardagamanns;
honum leiddust framsóknarmenn.
Og nú skal kvaddur Helgi Sæm. í
Stokkseyrarfjörunni, þar sem eilífð-
ar útsærinn minnist við sker og fjöru-
sand. Það mun lengi móta fyrir spor-
um unglingsins í fjörunni þeirri arna.
Pjetur Hafstein Lárusson.
Ég átti því láni að fagna að kynnast
Helga Sæmundssyni. Leiðir okkar
lágu saman fyrir tilstuðlan Ingvars
Ásmundssonar sem þá var formaður
Sambands iðnmenntaskóla. Um
nokkurra ára skeið las Helgi fyrir
okkur prófarkir margvíslegra bóka
og rita sem unnið var að til útgáfu.
Það má kannski orða það svo að ég
hafi verið í hlutverki vinnuveitandans
og er skemmst frá því að segja að það
hlutverk varð mér einstaklega
ánægjulegt. Helgi var afburða próf-
arkalesari svo að aldrei skeikaði hon-
um. Það er ekki ætlunin hér að fara
mörgum orðum um færni hans á
þessu sviði, því þegar við kynntumst
var hann löngu þjóðkunnur fyrir
margra hluta sakir, m.a. snilld sína í
meðferð tungumálsins. Það vakti
fljótt athygli mína hversu víðsýnn og
frjálslyndur hann var, ekki aðeins í
viðhorfi til máls og stíls, þar sem
hann á hinn bóginn var mjög kröfu-
harður, heldur til allra mögulegra
hluta annarra; – og svo var hann ekki
aðeins einstaklega skemmtilegur
þegar hann lét gamminn geisa heldur
og ekki síður fyrir það hversu gífur-
lega fróður hann var og átti auðvelt
með að koma fróðleiknum á fram-
færi. Við settumst oft á eintal og
ræddum þá ýmislegt, langmest þó að
ég hygg um tungumálið, bókmenntir
og margan snillinginn á því sviði;
sumum hverjum þeirra höfðum við
reyndar báðir kynnst á lífsleiðinni.
Eftir að Helgi hætti að vinna fyrir
okkur kom fyrir að hann heimsótti
mig í vinnuna eða að ég hitti hann á
förnum vegi. Það urðu mér a.m.k.
ævinlega fagnaðarfundir og nokkurs
virði. Þar kom oftast, að í samræðum
okkar rak hann mig á gat á sinn ljúfa
hátt og svo þegar við skildum og
gengum til annarra verka þá strauk
hann mér gjarnan um vangann um
leið og hann horfði í augun á mér.
Mér fannst vissulega auðvelt að
skynja það sem hvorttveggja uppörv-
un og einlæga vináttu. Einu sinni
ákváðum við að fara að Apavatni, þar
sem ég á mér afdrep, og rifja upp
liðna atburði sem vörðuðu á sínum
tíma örlög Íslands. Tillaga Helga var
m.a. sú að við mættum í þeirri ferð
ekki láta undir höfuð leggjast að
finna okkur einhvern góðan hól til
þess að setjast upp á með viskípela í
hendi og líta þaðan sögusviðið. Þessi
Apavatnsför var því miður aldrei far-
in. Mikið óskaplega hefði það nú verið
gaman. – Í mennta- og menningar-
legu tilliti var Helgi Sæmundsson
einn af stórhöfðingjum okkar á tutt-
ugustu öld. – Aðstandendum hans
votta ég innilega samúð mína.
Atli Rafn Kristinsson.
HELGI
SÆMUNDSSON
Elskulegur fósturfaðir minn, bróðir og frændi,
KRISTINN GESTUR KRISTJÁNSSON
frá Bárðarbúð,
verður jarðsunginn frá Hellnakirkju laugar-
daginn 28. febrúar kl. 14.00.
Rútuferð frá BSÍ kl. 10.00 sama dag.
Ólafur Magnússon,
Sigurbjörg Farrell,
Elín Guðrún Gunnlaugsdóttir,
Ólína Gunnlaugsdóttir,
Kristjana Leifsdóttir,
Kristján Leifsson,
Þorvarður Gunnlaugsson,
Kristján Gunnlaugsson.
Ástkær dóttir okkar, systir og barnabarn,
LINDA GUÐJÓNSDÓTTIR,
Dunhaga 11,
Reykjavík,
er lést af slysförum föstudaginn 20. febrúar,
verður jarðsungin frá Neskirkju við Hagatorg
mánudaginn 1. mars kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
líknarfélög.
Ellen Ólafsdóttir, Guðjón Kárason,
Ólöf Ása Guðjónsdóttir,
Hulda Ólafsdóttir, Ólafur Sveinsson,
Lillý Ása Kjartansdóttir.
Hjartkær eiginkona mín, móðir mín og amma
okkar,
SVAVA JAKOBSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju mánu-
daginn 1. mars kl. 13.30.
Jón Hnefill Aðalsteinsson,
Jakob S. Jónsson,
Jón Hnefill Jakobsson,
Svava Jakobsdóttir,
Anton Freyr Jakobsson,
Ásta María Jakobsdóttir.
Eiginmaður minn, faðir, bróðir, tengdafaðir
og afi,
ANTON PROPPÉ
frá Þingeyri
við Dýrafjörð,
lést laugardaginn 21. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Mýrakirkju við Dýra-
fjörð laugardaginn 28. febrúar kl. 14.00.
Gréta Gunnlaugsdóttir,
börn, systir,
tengdabörn og barnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GESTUR KRISTJÁN JÓNSSON,
Vesturbraut 2,
Grindavík,
lést á heimili sínu mánudaginn 16. febrúar.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hins látna.
Aðstandendur þakka öllum þeim er auðsýndu
samúð og vinarhug. Guð blessi ykkur öll.
Elín H. Hafdal, Pétur Sigurbjörnsson,
Sólrún Ó. Gestsdóttir, Sigurður Árnason,
Steinunn J. Gestsdóttir, Henrik Pedersen,
Jón A. Gestsson, Jóna Ó. Vignisdóttir,
Friðrún H. Gestsdóttir, Guðmundur H. Sigvaldason,
barnabörn og barnabarnabörn.