Morgunblaðið - 26.02.2004, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 26.02.2004, Qupperneq 52
52 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Risaeðlugrín HVAÐ ER ÞETTA? © DARGAUD Grettir Smáfólk ÉG ER DRAUGUR KÓNGULÓARINNAR SEM ÞÚ KRAMDIR EINU SINNI OG ÞETTA ER DRAUGUR DAGBLAÐSINS SEM ÉG NOTAÐI TIL ÞESS AÐ KERMJA HANA ÆI! ÉG BEIT MIG Í TUNGUNA ÞAÐ ER EKKI ALLTAF TEKIÐ ÚT MEÐ SÆLDINNI AÐ VERA EITRUÐ KÓNGULÓ AFHVERJU SEGIRÐU EKKI BARA FYRIRGEFU VIÐ HANN? KALLI SKILUR BARA EKKI AÐ INNST INNI ERTU BARA SKOTIN Í HONUM. ÉG VAR BÚIN AÐ SEGJA ÞÉR ÞAÐ! ÉG GÆTI ALDREI VERIÐ SKOTIN Í NEINUM EINS OG KALLA!! ÞETTA ER ÁSTÆÐAN FYRIR AÐ ÞETTA BYRJAÐI. ERTU BÚIN AÐ TAKA EFTIR ÞVÍ AÐ ÉG ER ALVEG HÆTT AÐ KALLA ÞIG HERRA? JÁ! ÉG ÞOLI ÞAÐ EKKI TÖLVA. ÉG VAR AÐ FINNA HANA UPP OG HVAÐ GERIR HÚN? ALLT MÖGULEGT... EÐA ÖLLU HELDUR ÝMISLEGT... TIL DÆMIS TIL AÐ TENGJA SIG VIÐ NET TIL ÞESS AÐ HAFA SAMBAND VIÐ AÐRA NOTENDUR KLIKK KLIKK EN ÞAÐ ERU ENGIR AÐRIR NOTENDUR ÞVÍ ÞÚ ERT SÁ EINI SEM HEFUR BÚIÐ TIL SVONA TÆKI EHEM... JÁ... EINS OG STENDUR ER ÞAÐ SATT AÐ ÉG ER EINI EIGANDINN EN BÍDDU BARA. BRÁÐUM EIGA ALLIR SÍNA EIGIN TÖLVU OG ÞAÐ VERÐUR ÓMÖGULEGT AÐ LIFA ÁN HENNAR. ÞETTA ER SVOKÖLLUÐ BYLTING NÆSTUMÞVÍFORSÖGUNNAR SEM ER HÉR AÐ HEFJAST!! MAÐUR GETUR NÚ ÞEGAR FARIÐ Í FULLT AF FRÁBÆRUM LEIKJUM! ÉG SKAL SÝNA ÞÉR KLIKK KLIKK KLIKK?... KLIKK KLIKK KLIKK ... ÞAÐ SÉST EKKI NEITT! KANNTU ÖRUGGLEGA Á ÞETTA? ÞAÐ Á AÐ GERA ÞAÐ... EÐA ÞETTA ER Í FYRSTA SKIPTI EN... KLIKK KLIKK KLIKK ÞÚ HEFÐIR KANNSKI ÁTT AÐ FINNA UPP RAFMAGNIÐ FYRST... (EF MÉR LEYFIST AÐ SEGJA ORÐ...) AUÐVITAÐ! ÉG HEFÐI ÁTT AÐ SJÁ ÞAÐ STRAX!! USS! ÉG ÞARF AÐ HUGSA! ÞAÐ ER MÚSIN SEM VIRKAR EKKI! SKEMMDARVARGUR!! KLIKK KLIKK PFFF... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÁSTÞÓR minn, hlífðu okkur nú við þessu! Ég tala hér við þig sem vinur, því það ertu alltaf. Því sá sem ég tek mér sem vin er það ævinlega þótt á móti blási. Athugaðu! Það kostar ríkið 20 milljónir ef þú ferð í fram- boð til forseta, ekki nóg með það því það kostar sveitarfélögin í landinu 80 milljónir í viðbót. Allir sjá að þú teflir fram vel myndarlegu og vel menntuðu forsetafrúarefni, en gerðu konunni ekki þetta, hún er alltof góð persóna til að láta nota sig svona. Þú veist líka eins og allir þetta. Ólafur er mjög svo frambærilegur fulltrúi þjóðarinnar sem forseti, sér í lagi á erlendri grund, kemur ákaflega vel fyrir, ekki skemmir Dorrit myndina, bæði falleg kona og vel gefin í alla staði. Þessvegna, taktu orð mín al- varlega, þú ert meiri maður á eftir ef þú nú tekur mína einlægu viðvörun og ferð eftir henni. Hitt er svo annað mál, það er rétt sem þú heldur fram, það mætti virkja Bessastaði miklu betur en gert er í almannaþágu. Það veit Ólafur líka, en ef til vill hlustar hann á mínar persónulegu ábend- ingar, það kemur í ljós. En Ástþór minn, eitt gerðum við þó til gagns saman 1998 þegar við stofnuðum Lýðræðisflokkinn með ágætum vinum okkar sem var hópur góðra drengja. Á fundum hjá okkur mætti nokkrum sinnum gamla kempan Sverrir Hermannson. Á seinasta fundi okkar mættu um milli 40 og 50 Vestfirðingar. Þetta var átakafundur og þjóðinni í heild mik- ið stórmál. Svo stórt að fáir gera sér grein fyrir umfangi þess í heild. Ég upplýsi það hér og nú, ég var búinn að hringja út um allt land og vinsa úr úrvalslið, að ég held sirka 700 manns. Þar á meðal voru þessir Vestfirðingar sem mættu þarna á fundinn. Málið var einfaldlega þetta. Ég var búinn að skipuleggja upp- reisn án átaka, án skerðingar á hári nokkurs manns. Allir skyldu róa þegar ég segði: Nú byrjar ballið. Við hefðum fengið kærur, verið dæmdir í fangelsi, farið inn, en beint á sjóinn aftur. Það eru nefnilega ekki til nógu stór fangelsi á Íslandi til að loka inni allt það fólk sem hefur stjórnar- skrárbundin atvinnuréttindi. Þarna átti að nota aðeins vistvæn veiðar- færi, þ.e. handfæri og línu. En það sem skeði var þetta: Sverrir stóð upp og taldi strákana ofan af þessari hugmynd. Ég sagði því þetta: Taktu við baráttunni Sverrir, gegn um- fangsmestu mistökum Íslands- sögunnar, kvótakerfinu. Upp frá þessum fundi var svo Frjálslyndi flokkurinnn stofnaður, og því er það svo, Ástþór minn, að upp úr samvinnu okkar fæddist þá spor í rétta átt til góðs í íslensku sam- félagi. Vertu svo blessaður, Ástþór minn, og gangi þér allt ævinlega sem best, en mundu: Hugsaðu allt gaumgæfi- lega sem þú gerir, þú mátt hringja og spyrja ráða ef þú vilt. GARÐAR H. BJÖRGVINSSON, framkvæmdastjóri Framtíðar Íslands. Ástþór forseti? Frá Garðari H. Björgvinssyni: FRÆÐSLUNEFND Náttúrulækn- ingafélags Íslands hélt á dögunum málþing sem bar yfirskriftina Erfðabreyttar afurðir. Mörg fróðleg erindi voru flutt þriðjudagskvöldið 27. janúar á Hót- el Loftleiðum og spunnust líflegar og athyglisverðar umræður í kjöl- farið. Fræðslunefnd NLFÍ hefur staðið fyrir málþingum um ýmis málefni sem jafnan hafa vakið athygli al- mennings og fengið umfjöllun í blöð- um og öðrum fölmiðlum. Má þar nefna málþing um ruslfæði, fæðu- bótarefni, lækningamátt jurta, skammdegisþunglyndi, streitu, of- fitu og lífsgleði. Frummælendur þetta kvöld voru Jónína Þ. Stefáns- dóttir matvælafræðingur, Þórður G. Halldórsson garðyrkjubóndi, Einar Mäntylä plöntuerfðafræðingur og Gunnar Á. Gunnarsson fram- kvæmdastjóri. Erindin verður hægt að lesa á heimasíðu Náttúrulækningafélags Íslands, www. heilsuvernd.is Auk frummælenda sátu Bjarni Guðleifs- son plöntulífeðlisfræðingur og Björn Sigurbjörnsson erfðafræðing- ur fyrir svörum í umræðunum. Inni- haldi þessarar umræðu voru gerð góð skil í dagskrárritinu Birtu, fylgiriti Fréttablaðsins, sem kom út 6. febrúar 2004. Svo virðist sem himinn og haf skilji að sjónarmið þeirra sem eru hlynntir erfðabreyttum afurðum og þeirra sem eru andvígir. Vísindaleg- ar rannsóknir virðast ekki geta sætt þessi sjónarmið. Lítið hefur farið fyrir umræðu um erfðabreytt matvæli hér á landi og er það einkennilegt miðað við það sem farið hefur fram í Bretlandi og víðar í Evrópu. Einhverjir urðu var- ir við umræðu síðastliðið sumar, þegar Orf – Líftækni hóf ræktun á erfðabreyttu byggi til lyfjafram- leiðslu hér á landi. Færri vita hins vegar að talið er að 70% matvæla í hillum verslana í Bandaríkjunum innihalda mismunandi magn af erfðabreyttum afurðum. Íslending- ar flytja inn töluvert af afurðum frá Bandaríkjunum og á þessum vörum eru engar upplýsingar um hvort þær innihaldi erfðabreyttar afurðir eða ekki. Við undrumst hvers vegna engin löggjöf er til hér landi um merkingar erfðabreyttra matvæla Við veltum fyrir okkur hverra hlut- verk það er að upplýsa almenning. Hefur neytandinn ekkert val? Hvert vilja Íslendingar stefna í þessum málum? Hefur notkun erfðabreyttra afurða til ræktunar hér á landi áhrif á ímynd Íslands sem hreint og ómengað land? Umræðan er hafin og viljum við hvetja landsmenn, lærða og leika, til að kynna sér málið og segja sitt álit. FRÆÐSLUNEFND Náttúrulækningafélags Íslands. Erfðabreyttar afurðir Frá Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.