Morgunblaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 53 Skoðaðu ferðatilboðin! nordur.is Nú er snjórinn... Útivist! Skíðaparadís! Sundlaugarfjör! Huggulegheit! Rómantík!Vélsleðaferðir! jarðböðin við mývatn THE ICELANDIC FOOD AND HOSPITALITY SHOW FÍFAN SÝNINGARHÖLL, SMÁRANUM, KÓPAVOGI FEBRÚAR, 2004 KAUPSTEFNA DAGSKRÁ FIMMTUDAGUR KL. 16.00 - 20.00 FÖSTUDAGUR KL.10.00 - 20.00 FIMMTUDAGUR 26/2 KL. 16.00 - HÚSIÐ OPNAÐ - Opnunarhóf í boði landbúnaðarráðherra KL. 16.30 - SETNING SÝNINGARINNAR MATUR 2004 ÁVÖRP FLYTJA: Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogsbæjar Magnús Hreggviðsson, stjórnarformaður Fróða hf. Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra KL. 16.00 - 20.00 KJÖTIÐNAÐUR -Útstilling og dæming KL. 16.00 - 20.00 Svæði matreiðslu- og framreiðslumanna -Nemakeppni í matreiðslu og framreiðslu FÖSTUDAGUR 27/2 KL. 11.00 - 20.00 ELDHÚS 1-5 -Forkeppni í keppninni um Matreiðslumann ársins 2004 KJÖTIÐNAÐUR -Útstilling og dæming Kl. 12.00 - 18.00 Þjóna- og kokkasvæði -Æfing nema í framreiðslu vegna Norrænu nemakeppninnar KL. 13.00 ELDHÚS 6-10 -Skólakynning á vegum matartækna KL. 16.00 ELDHÚS 6-10 -Skólakynning á vegum matartækna OPI‹ UM HELGINA FYRIR ALMENNING NÝLEGA afhenti Síminn svæðis- stjórn björgunarsveita Slysavarna- félagsins Landsbjargar á höfuð- borgarsvæðinu tvo GPRS-farsíma að gjöf. Símarnir munu nýtast svæðisstjórninni til að tengjast frá vettvangi björgunar- og leitar- starfa í stjórnstöð aðgerða í Skóg- arhlíð. GPRS-farsímar gera svæð- isstjórninni mögulegt að tengjast þar sem farsímasamband er inn á Internetið og með því geta stjórn- endur á vettvangi haft aðgang að tölvukerfum svæðisstjórnar þar sem upplýsingar um hvaða björg- unarsveitir eru að störfum og hvar þær eru staðsettar erufærðar inn, segir í fréttatilkynningu. Gísli Rafn Ólafsson frá svæðisstjórn og Eva Magnúsdóttir Símanum. Færir Lands- björg GPRS- farsíma FÉLAG lögfræðinga á Vest- fjörðum hefur áhyggjur af nið- urskurði fjárveitinga til Hér- aðsdóms Vestfjarða og segir að hann muni auka álag á dómara og koma til með að tefja af- greiðslu mála, en ný mál við dómstólinn hafi aldrei verið fleiri en á nýliðnu ári. Í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi segja vestfirskir lögmenn að vegna niðurskurð- arins verði að leggja niður stöðu aðstoðarmanns héraðs- dómara eða starf annars af tveimur löglærðum starfs- mönnum dómsins. Í bréfi sem félagið sendi til Björns Bjarnasonar dómsmála- ráðherra skora lögmenn á Vestfjörðum á stjórnvöld að beita sér fyrir nægjanlegum fjárveitingum til að tryggja trausta og greiða meðferð mála við dóminn. Fleiri hafa lýst áhyggjum af fjárhag héraðsdómstólanna. Áhyggjur af niður- skurði hjá héraðsdómi 80. ársþing UMSK verður haldið hjá HK í Íþróttamiðstöðinni Digra- nesi fimmtudaginn 26. febrúar kl. 18. Á dagskrá eru m.a. umræður um Landsmót UMFÍ 2007 sem fram fer í Kópavogi. Í DAG Má raflýsa Gullfoss? Landvernd og Bláskógabyggð boða til hádegis- fundar á Hótel Borg föstudag 27. febrúar kl. 12–13 til að ræða hug- myndir sem fram hafa komið um raf- lýsingu á Gullfossi. Fjallað verður um hvað kalli á raflýsingu við Gullfoss og hvernig lýsingu verði komið fyrir og hver yrðu áhrif lýsingar á ferðamenn og ferðaþjónustu o.fl. Þátttakendur í pallborði verða m.a. Oddur Her- mannsson landslagsarkitekt, Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur og leiðsögumaður, Árni Bragason, forstöðumaður á Umhverfisstofnun, og Hjörleifur Guttormsson náttúru- fræðingur. Fundarstjóri verður Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður Landverndar. Á MORGUN Námskeiðið Frá trú til trúar – yfirlit yfir trúarbrögð heimsins hefst 2. mars nk. hjá Háskóla Ís- lands. Á námskeiðinu „Frá trú til trúar“ er varpað ljósi á hvað átrún- aður og trúarbrögð eru, gefið stutt yfirlit yfir forn trúarbrögð á borð við fornegypskan átrúnað, Zara- þústratrú, forngrískan, fornróm- anskan, fornnorrænan og fornkelt- neskan átrúnað. Þá er gefið stutt yfirlit yfir hindúisma, jainisma, búddisma, shikisma, kínversk og japönsk trúarbrögð. Kennari á námskeiðinu er Haukur Ingi Jónasson, guðfræðingur og sálgreinir. Frekari upplýsingar er að finna á vef Endurmenntunar www.endurmenntun.is. Íslandsmeistarakeppni hjá Naglaskólanum í Kópavogi, undir vörumerkinu Professionails, verð- ur haldin að Hjallabrekku 1 í Kópa- vogi laugardaginn 28 febrúar. Keppt verður í tveimur flokkum, naglaásetningu, sem byrjar kl. 10, dæming og sýning kl. 12–13, og naglaskreytingu sem byrjar kl. 13.30, dæming og sýning kl. 16. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin. Fræðslufundur um sölu á ljós- myndum verður haldinn í Gerðu- bergi laugardaginn 28. febrúar kl. 14. Yfirskrift fundarins er: Gerðu mat úr þínum myndum. Athyglinni verður einkum beint að því hvað þurfi til að selja myndir. Hvernig myndir seljast, hverjir kaupa myndir, hvernig á að verð- leggja myndir, hvað þarf viðkom- andi að eiga mikið af myndum, hvernig á að skipuleggja safnið o.fl. Fyrirlesarar eru þeir Pálmi Guð- mundsson, sem rekur Íslensku ljósmyndaþjónustuna, auk þess að vera umsjónarmaður vefsíðunnar www.ljosmyndari.is og námskeiðs- haldari, og Kjartan Dagbjartsson, sölustjóri hjá Nordic Photos. Þátttökugjald er 3.000 kr. og geng- ur sú upphæð sem greiðsla upp í ljósmyndanámskeið á vegum www.ljosmyndari.is (ath. ekki er tekið á móti greiðslukortum). Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.ljosmyndari.is. Útstillingar í Garðyrkjuskól- anum. Garðyrkjuskólinn á Reykj- um í Ölfusi heldur námskeið í út- stillingum fimmtudaginn 4. og föstudaginn 5. mars. Námskeiðið er ætlað starfsfólki í blómaversl- unum og verður haldið í húsakynn- um skólans. Námskeiðið verður bæði bóklegt og verklegt. Leið- beinendur verða Þórlaug Hildi- brandsdóttir og Ylfa Pétursdóttir en þær eru báðar útstillinga- hönnuðir. Fjöldi þátttakenda tak- markast við 15. Skráning og nánari upplýsingar um námskeiðið fást á skrifstofu skólans eða á heimasíðu hans, www. reykir.is. Á NÆSTUNNI Úrslitin í enska boltanum beint í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.