Morgunblaðið - 26.02.2004, Side 56
ÍÞRÓTTIR
56 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSLENSKA landsliðið í handknatt-
leik mætir Grikkjum í tveimur æf-
ingaleikjum fyrir leikina gegn Ítöl-
um sem skera úr um hvor þjóðin
kemst á heimsmeistaramótið í Tún-
is á næsta ári. Leikirnir við Grikki
verða ytra 25. og 26. maí en fyrri
leikurinn við Ítalíu verður laug-
ardaginn 29. maí og sunnudaginn 6.
júní fer síðari leikurinn fram í
Laugardalshöll.
Helgina 21.–23. maí er áætlað að
íslenska landsliðið taki þátt í móti í
Belgíu og að sögn Guðmundar
Þórðar Guðmundssonar landsliðs-
þjálfara verður uppistaðan í því liði
leikmenn sem spila hér heima
ásamt þeim leikmönnum sem eru á
„lausu“ erlendis. Eftir mótið í Belg-
íu verður haldið til Grikklands.
Guðmundur er að bíða eftir að fá
í hendur upptökur af leikjum Ítala í
undankeppni HM en Ítalir voru í
riðli með Austurríkismönnum og
Hvít-Rússum og stóðu uppi sem sig-
urvegarar á hagstæðari markatölu
en allar þjóðirnar hrepptu fjögur
stig.
„Ítalir eru með mjög frambæri-
legt lið og það segir sína sögu að
þeim hafi tekist að vinna bæði Aust-
urríkismenn og Hvít-Rússa. Við
þurfum að vanda okkur gegn Ítöl-
unum og við getum ekki gengið að
því vísu að það verði létt verkefni. Í
liði Ítala eru fyrrum Rússar og
Júgóslavar, þrír talsins, svo þetta
eru andstæðingar sem við verðum
að taka með fullri alvöru,“ sagði
Guðmundur Þórður.
Ísland mætir Grikklandi
fyrir Ítalíuleikina
FÆREYINGAR hafa samið
við Hollendinga um að leika
gegn þeim landsleik í knatt-
spyrnu 1. júní. Leikurinn fer
fram í Sviss, þar sem Hollend-
ingar verða í æfingabúðum
fyrir Evrópukeppni landsliða í
Portúgal. Leikurinn verður
fyrsta viðureign Hollands og
Færeyjar í knattspyrnu.
Færeyingar
gegn Hollandi
HERMANN Hreiðarsson lék sinn
150. leik í ensku úrvalsdeildinni á
laugardaginn þegar Charlton vann
Blackburn, 3:2. Hann er fyrsti Ís-
lendingurinn sem nær þessum
leikjafjölda í deildinni. Guðni Bergs-
son spilaði 135 leiki með Bolton og
Tottenham í úrvalsdeildinni, en að
auki lék hann 67 leiki með Totten-
ham í gömlu 1. deildinni.
JAMES Hayter, leikmaður
Bournemouth, komst í metabæk-
urnar í Englandi á þriðjudagskvöld-
ið er hann skoraði þrjú mörk á
tveimur mín. og tuttugu sek. Hayter,
24 ára, sem kom inn á sem varamað-
ur á 84. mín., skoraði mörk sín á 86
mín. – tvö – og á 88. mín. Enginn
leikmaður hefur verið svo fljótur að
skora þrennu í sögu ensku deilda-
keppninnar. Hayter og félagar fögn-
uðu sigri á Wrexham, 6:0. Hann
bætti met Jock Dodd, Blackpool,
sem var frá 1943, um 10 sek.
WERDER Bremen, toppliðið í
þýsku 1. deildinni í knattspyrnu, er
við það að ná samningum við þýska
landsliðsmiðherjann Miroslav Klose
hjá Kaiserslautern um að hann
gangi í raðir Bremen í sumar. Fjög-
urra ára samningur liggur tilbúinn á
borðinu en Klose er ætlað að fylla
skarð Brasilíumannsins Ailtons sem
hefur gert samning við Schalke.
BREMEN hefur gert samning við
brasilíska varnarmanninn Gustavo
Nery sem leikur með Sao Paolo í
Brasilíu. Nery er 26 ára gamall en
hann þykir ákaflega öflugur og fjöl-
hæfur leikmaður.
FÓLK
leik Wetzlar og Essen. Í dag kemur
Guðmundur að máli við Ólaf Stef-
ánsson á Spáni og Patrek Jóhann-
esson hittir hann á laugardaginn en
Guðmundur ætlar að sjá Patrek og
Heiðmar Felixson í leik með Bida-
soa gegn Teucro á laugardaginn.
Guðmundur lýkur svo við að ræða
við lærisveina sína í Frankfurt á
sunnudaginn þegar hann spjallar
við Guðmund Hrafnkelsson og Jal-
iesky Garcia.
Hvað vakir fyrir þér að hitta
landsliðsmennina og ræða við þá
undir fjögur augu?
„Ég er að fara yfir Evrópumótið
og ræða ýmsa hluti við þá varðandi
keppnina og það sem fram undan
er. Mér finnst nauðsynlegt að fara
yfir Evrópumótið með leikmönnun-
um núna þegar ég er búinn að fara
yfir leiki okkar til hlítar. Það eru
hlutir sem ég vil ræða við leikmenn-
ina einslega svo sem frammistöðu
þeirra sjálfra og liðsins. Mér finnst
mjög mikilvægt að gera þetta núna
og taka stöðuna á þeim gagnvart
framhaldinu. Þetta er bara eins og á
vinnustöðum. Það er nauðsynlegt að
Guðmundur heldur til Spánar ídag í sömu erindagjörðum og
ræðir við landsliðsmennina sem þar
leika.
Guðmundur sá
Sigfús Sigurðsson
fara á kostum með
Magdeburg í leikn-
um við ungverska liðið Fotex Vespr-
ém í Meistaradeildinni um síðustu
helgi og í fyrrakvöld fylgdist hann
með Snorra Steini Guðjónssyni í
leik Grosswallstadt gegn Lemgo
þar sem Snorri Steinn átti mjög
góðan leik og skoraði 8 mörk.
„Ég var virkilega ánægður með
frammistöðu Sigfúsar og Snorra.
Báðir áttu þeir afbragsleik og virka
í mjög góðu formi,“ sagði Guðmund-
ur við Morgunblaðið í gær.
Guðmundur hóf fundarherferð
sína á mánudaginn þegar hann hitti
Sigfús Sigurðsson. Í gærdag sátu
Snorri Steinn, Rúnar Sigtryggsson
og Einar Örn Jónsson á fundi með
landsliðsþjálfaranum í Frankfurt og
í gærkvöldi ræddi hann við Guðjón
Val Sigurðsson, Róbert Sighvatsson
og Gunnar Berg Viktorsson eftir
ræða við þá aðila sem maður starfar
með. Ég vil að menn opni sig og láti
sínar skoðanir í ljós, bæði gagnvart
því sem ég er að gera og öðru sem
lýtur að liðinu.“
Guðmundur segist hafa ákveðið
að hitta leikmenn sína og ræða við
þá einn og einn eftir Evrópumótið í
Slóveníu. „Þegar ég var búinn að
horfa á leikina og kryfja þá frá a til
ö fannst mér ég verða að fara yfir
ákveðin atriði með leikmönnunum.
Ég hef svo sem áður farið út og
fylgst með mönnum í leikjum en
núna er ég kominn út á aðeins öðr-
um forsendum. Ég er að hitta hvern
og einn og ræða við þá sérstaklega.“
Eftir að hafa skoðað leiki ykkar á
Evrópumótinu mjög ítarlega, hvað
finnst þér helst hafa farið úrskeiðis?
„Það sem var gegnumgangandi
hjá okkur var að við spiluðum varn-
arleikinn ekki nægilega vel og þá
var mjög áberandi hversu illa við
fórum með upplögð marktækifæri
hvort sem það var eftir venjulegar
sóknir eða hraðaupphlaup. Þetta
eru hlutir sem ég vil fara yfir með
strákunum og fleiri sem snúa að lið-
inu sem ég vil bara hafa milli mín og
leikmannanna. Það byggðust upp
miklar væntingar fyrir Evrópumót-
ið og mönnum fannst nánast forms-
atriði að vinna riðilinn. Eftir á að
hyggja held ég að allir sjái það að
það var ekki raunhæft.“
Þið settuð ykkur sjálfir þau
markmið að vinna riðilinn. Voru það
þá of háleit markmið?
„Að mörgu leyti tel ég svo hafa
verið.“
Eitthvað hefur kvisast út að
ósætti hafi verið í landsliðshópnum í
Slóveníu. Er það rétt?
„Þetta er ekki rétt og ég ræddi
þetta mál við Sigfús. Hann lét í
veðri vaka í sjónvarpsviðtali að eitt-
hvert slíkt hefði verið í gangi en það
á alls ekki við rök að styðjast. Við
áttum ekki við nein slík vandamál
að glíma. Það var ekkert ósætti í
hópnum á nokkurn hátt en það er
kannski eðlilegt að menn hafi pir-
rast inni á vellinum þegar hlutirnir
gengu ekki eins og þeir áttu að
ganga
Það verður í nógu að snúast hjá
íslenska landsliðinu á komandi mán-
uðum. Í lok maí og byrjun júní
mæta Íslendingar Ítölum í tveimur
einvígisleikjum um þátttökurétt á
HM í Túnis á næsta ári og í ágúst
eru Ólympíuleikarnir á dagskrá en
þar verða Íslendingar fulltrúar
Norðurlandanna.
„Áætlunin fyrir sumarið og und-
irbúningurinn fyrir Ólympíuleikana
er klár en þó hefur ekki verið geng-
ið frá leikjaplani. Ég reikna með að
undirbúningurinn fyrir Ólympíu-
leikana hefjist upp úr miðjum júní,“
segir Guðmundur.
Ljósmynd/Günter Schröder
Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari sá Snorra Stein Guðjónsson skora átta mörk
fyrir Grosswallstadt gegn Lemgo, en það dugði ekki til sigurs – heimamenn unnu 31:25.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari á ferðalagi í Þýskalandi og á Spáni
Ræðir við landsliðs-
menn undir fjögur augu
GUÐMUNDUR Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknatt-
leik, hefur undanfarna daga verið í Þýskalandi þar sem hann hefur
ekki aðeins fylgst með íslensku landsliðsmönnunum í leikjum liða
sinna heldur hefur hann rætt við þá undir fjögur augu. Nýafstaðið
Evrópumót hefur verið krufið til mergjar og verkefnin sem fram
undan eru kynnt fyrir þeim.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
Ármúla 36, 108 Reykjavík,
sími 588 1560.
Rýmum fyrir nýju fótboltaskónum
Fótboltaskór með miklum afslætti - 20-40% afsláttur af innanhúss- og gerfigrasskóm - Takkaskór frá 1.000 kr.l i l f l i f l f i fi f . .