Morgunblaðið - 26.02.2004, Síða 58
ÍÞRÓTTIR
58 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
ELDSPRENGJU var í fyrrakvöld kastað í veitingastað í Míl-
anó á Ítalíu en Christian Vieri, sóknarmaður knatt-
spyrnuliðs Inter, er einn af eigendum staðarins. Sprengjan
olli nokkrum skemmdum á vegg og auglýsingaskiltum. Svip-
að atvik átti sér stað við annan veitingastað í borginni í gær
en annar leikmanna Inter, Fabio Cannavaro, á hlut í honum.
Árásinni á stað Vieris fylgdi hótunarbréf með eftirfarandi
orðum:
„Vieri, þolinmæðin er þrotin, þú ert ekki verðugur þess
að leika með Inter. Þú verðskuldar ekki stuðning frá borg-
inni okkar því þú kærir þig ekkert um okkur. Við skömm-
umst okkar fyrir þig. Nú byrjar þú að borga,“ stóð í bréf-
inu.
Árásin var fordæmd á vef Inter í gær. „Við lítum ekki á
þetta sem verknað sannra stuðningsmanna Inter. Við erum
mjög leiðir yfir þessum ódæðisverkum gagnvart leik-
mönnum okkar og við verðum að sjá til þess að þeir njóti
fullkomins öryggis,“ sagði í tilkynningu frá félaginu.
Inter tapaði, 3:2, fyrir nágrönnunum í AC Milan í ítölsku
1. deildinni um helgina, eftir að hafa komist í 2:0.
Ráðist á veitingahús í
eigu leikmanna Inter
JÓN Arnar Magnússon, fjölþraut-
armaður úr Breiðabliki, verður á meðal
keppenda í sjöþraut á heimsmeist-
aramótinu innanhúss í frjálsíþróttum
sem fram fer í Búdapest í ungverjalandi
5.–7. mars nk. Alþjóða frjálsíþrótta-
sambandið, IAAF, staðfesti þetta við
Frjálsíþróttasamband Íslands í gær, en
IAAF býður aðeins átta keppendum til
þess að spreyta sig í sjöþrautarkeppni
mótsins.
Þar með er ljóst að a.m.k. tveir Íslend-
ingar taka þátt í mótinu því nokkuð er
síðan Þórey Edda Elísdóttir, stang-
arstökkvari úr FH, tryggði sér keppn-
isrétt með því að lyfta sér yfir 4,35
metra, en það er lágmarkshæð til þess að
vinna sér inn keppnisrétt á mótinu.
„Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður
með að þátttökurétturinn er í höfn eftir
að hafa verið á tæpasta vaði,“ sagði Jón
Arnar í gær. „Ég er í fínum málum um
þessar mundir, er í fínu líkamlegu formi
og miðað við árangur minn á Meist-
aramóti Íslands á dögunum á ég að geta
gert mikið, náð mikið betri þraut á HM
en ég náði í Tallin á dögunum,“ sagði Jón
Arnar. Þetta verður í sjöunda sinn sem
Jón Arnar tekur þátt í HM innanhúss,
þar af í fimmta skipti í sjöþraut en á
fyrsta heimsmeistaramótinu sem hann
tók þátt í árið 1995 var hann á meðal
keppenda í langstökki. Jón hefur tvisvar
sinnum unnið til verðlauna í sjöþraut á
HM, árið 1997 vann hann brons í París og
síðan silfurverðlaun í Lissabon árið 2001.
Hann setti hins vegar Norðurlandamet
sitt, 6.293 stig, á HM í Japan 1999 en það
nægði honum samt aðeins til 5. sætis í
sterkustu sjöþrautarkeppni sögunnar.
Jón Arnar verður með
á HM í Búdapest
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeildin, Intersportdeildin:
Ásvellir: Haukar – Þór Þ. .....................19.15
Ísafjörður: KFÍ – Breiðablik................19.15
DHL-höllin: KR – Keflavík ..................19.15
Sauðárkrókur: Tindastóll – ÍR.............19.15
Stykkishólmur: Snæfell – UMFN .......19.15
Í KVÖLD
KNATTSPYRNA
Meistaradeild Evrópu
16-liða úrslit, fyrri leikir:
Deportivo La Coruna - Juventus ........... 1:0
Alberto Luque 36. - 30.000.
Porto - Manchester United..................... 2:1
Benni McCarthy 29., 78. - Quinton Fortune
14. Rautt spjald: Roy Keane (Man.Utd) 87.
- 49.977.
Real Sociedad - Lyon............................... 0:1
Gabriel Schurrer 18. (sjálfsm.) - 29.000.
Stuttgart - Chelsea .................................. 0:1
Fernando Meira 12. (sjálfsm.) - 50.000.
England
1. deild:
Nottingham Forest - Gillingham............ 0:0
Staða neðstu liða:
Crewe 32 11 7 14 40:44 40
Burnley 32 9 11 12 45:52 38
Rotherham 32 9 11 12 38:45 38
Walsall 32 9 10 13 35:43 37
Watford 32 9 10 13 35:44 37
Gillingham 31 10 7 14 33:45 37
Derby 32 8 10 14 35:52 34
Nottingham F. 32 7 11 14 38:42 32
Bradford 33 7 5 21 26:49 26
Wimbledon 31 5 3 23 28:61 18
Bikarkeppnin, 5. umferð:
Birmingham - Sunderland ..................... 0:2
Tommy Smith 99., 115. - 25.645.
Eftir framlengingu. Sunderland mætir
Sheffield United í 8-liða úrslitum.
Holland
Den Haag - Roda ...................................... 1:0
Breda - Groningen.................................... 1:1
Heerenveen - Ajax ................................... 4:1
Staða efstu liða:
Ajax 22 18 1 3 52:22 55
PSV Eindhoven 22 15 4 3 58:19 49
Alkmaar 22 13 3 6 43:22 42
Feyenoord 22 11 6 5 40:31 39
Heerenveen 22 11 4 7 32:27 37
Roda 22 9 7 6 37:25 34
Willem II 22 9 7 6 33:31 34
Twente 22 10 2 10 38:35 32
Breda 22 8 6 8 36:33 30
Roosendaal 22 8 6 8 25:28 30
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla
ÍBV - Þór............................................... 43:21
Mörk ÍBV: Robert Bognar 7, Josef Böse 7,
Sigurður A. Stefánsson 5, Björgvin Rún-
arsson 5, Zoltán Belánýi 5, Guðfinnur
Kristmannsson 4, Kári Kristjánsson 3,
Michael Lauritsen 2, Erlingur Richardsson
2, Sindri Haraldsson 2, Sigurður Bragason
1.
Mörk Þórs: Goran Gusic 7, Árni Sigtryggs-
son 7, Bergþór Morthens 3, Þorvaldur Sig-
urðsson 2, Sigurður Sigurðsson 1, Arnór
Gunnarsson 1.
Staðan:
Selfoss 4 4 0 0 131:109 8
FH 4 3 0 1 125:110 6
ÍBV 3 2 1 0 99:71 5
Víkingur 4 2 1 1 120:97 5
Afturelding 5 1 0 4 123:139 2
Þór 4 1 0 3 97:141 2
Breiðablik 4 0 0 4 108:136 0
Þýskaland
Nordhorn - Kronau/Östringen............ 36:30
Pfullingen - Magdeburg....................... 29:36
Kiel - Göppingen................................... 35:26
Wetzlar - Essen .................................... 22:25
Flensburg - Eisenach........................... 38:20
Staðan:
Flensburg 21 17 2 2 684:550 36
Lemgo 21 16 2 3 701:589 34
Magdeburg 20 16 1 3 616:520 33
Kiel 21 15 2 4 655:557 32
Hamburg 22 16 0 6 621:555 32
Gummersb. 22 14 1 7 620:575 29
Essen 21 12 2 7 576:523 26
Nordhorn 20 10 2 8 599:574 22
Wallau 21 9 3 9 653:649 21
Grosswallst. 22 8 4 10 535:581 20
Wetzlar 22 8 3 11 550:603 19
Minden 22 8 0 14 579:641 16
Stralsunder 22 7 0 15 489:602 14
Wilhelmshav. 21 5 2 14 550:586 12
Göppingen 22 5 1 16 562:620 11
Pfullingen 22 4 2 16 576:650 10
Eisenach 22 4 2 16 566:678 10
Kr-Östringen 22 4 1 17 574:653 9
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin
Úrslit í fyrrinótt:
Indiana - Golden State........................107:96
New Jersey - Toronto ...........................86:74
Atlanta - Philadelphia ...........................86:75
Portland - Orlando ................................94:91
Eftir framlengdan leik.
Dallas - LA Clippers ...........................116:91
San Antonio - Houston..........................86:77
Minnesota - Milwaukee.....................108:102
Utah - Seattle.........................................99:86
Sacramento - New York .....................107:99
United byrjaði vel í gær, lék meðtvo frammi og náði að skora
snemma leiks. En eftir það tóku
heimamenn völdin og héldu þeim til
loka leiksins. Ekki bættir úr skák
fyrir meistara United að fyrirliðinn,
Roy Keane, var rekinn af velli þegar
skammt var til leiksloka og verður
því í banni í síðari leiknum. Mark-
vörður Porto varð á undan honum í
boltann inni í teig, renndi sér í hann
og greip boltann en Keane stökk upp
og steig ofan á markvörðinn í stað
þess að stökkva yfir hann. Fyrir
þetta fékk þessi leikreyndi leikmað-
ur rautt spjald.
Leikmenn United áttu erfitt upp-
dráttar í gær, vörnin var óörugg ef
undan eru skildar fyrstu mínútur
leiksins þegar hún virtist ætla að
leika vel. En þegar heimamenn
höfðu náð sér eftir fyrstu mínúturn-
ar jókst hraði þeirra og tækni á þann
veg að vörn United átti í miklum erf-
iðleikum.
Benni McCarthy var hetja Porto,
skoraði tvívegis og átti mjög góðan
leik. Bæði mörk McCarthy voru fal-
leg, sérstaklega síðara markið þar
sem hann skallaði fast í slána og inn.
Quinton Fortune gerði mark United.
„Það sem Benni gerði var frábært.
Hann átti mjög góðan leik en þetta
var sigur liðsheildarinnar og ég
hlakka til síðari leiksins því við ætl-
um að leika jafn vel í Manchester,“
sagði Jose Marinho, þjálfari Porto,
alsæll í leikslok.
Alex Ferguson var hins vegar ekki
eins kátur. „Ég er svekktur vegna
þess að við byrjuðum svo vel. En svo
gerðist eitthvað, menn urðu óþolin-
móðir og þegar við höfðum boltan
töpuðum við honum allt of fljótt. Á
útivelli verða menn að sýna þolin-
mæði þegar þeir eru með boltann og
halda honum. En það er mikið eftir
enn í þessari viðureign, þetta var
fyrri hálfleikur, og við gerðum mark
á útivelli. Ég er ekki í vafa um að við
getum komist áfram og það ætlum
við okkur,“ sagði Ferguson.
Deportivo með tak á Juve
Á Spáni skoraði Albert Luque
eina mark leiksins á 37. mínútu og
tryggði Deportivo sigur á Juventus.
Markið var fallegt því Luque tók
boltann á lofti og sendi hann í netið.
Greinilegt að spánski landsliðsmað-
urinn ætlaði að sýna að hann væri
verðugur þess að vera í liðinu, en á
mánudaginn strunsaði hann út af æf-
ingu hjá félaginu eftir deilur við Jav-
ier Irureta þjálfara.
Svo virðist sem Deportivo hafi
ákveðið tak á Juve því liðin hafa
mæst sjö sinnum síðustu fjögur árin
og Juve hefur aðeins einu sinni
sigrað. Að þessu sinni réðu
heimamenn lögum og lofum í leikn-
um og gestirnir fengu ekki mörg
tækifæri.
Lyon í góðum málum
Það ríkti ekki jafn mikil hamingja
meðal heimamanna á hinum leiknum
sem fram fór á Spáni, en þar gerði
franska liðið Lyon sér lítið fyrir og
lagði heimamenn í Real Sociedad
með sjálfsmarki argentínska varnar-
mannsins Gabi Schurrer á 18. mín.
Frakkarnir standa því vel að vígi
fyrir síðari leikinn og eiga það skilið
því þeir bundu enda á 26 leikja sig-
urgöngu Sociedad á heimavelli í Evr-
ópukeppninni, en liðið hafði ekki tap-
að heima í Evrópukeppni síðan 1975.
Xabi Alonso, fyrirliði Sociedad,
sagði eftir leikinn að úrslitin þýddu
aðeins eitt. „Við höfum aðeins um
eitt að velja í Frakklandi eftir hálfan
mánuð, við verðum að sækja. Það er
enginn annar möguleiki í stöðunni en
að sækja og sigra því við ætlum okk-
ur áfram,“ sagði fyrirliðinn.
Erfitt hjá United
eftir tap í Porto
Reuters
Benni McCarthy frá Suður-Afríku fagnar fyrra marki sínu gegn Manchester United í gær.
ÞAÐ er alveg ljóst eftir fyrri leik
Manchester United og Porto í
Portúgal í Meistaradeildinni í
gærkvöldi, þar sem heimamenn
höfðu betur 2:1, að síðari leik-
urinn verður United erfiður.
Tveir leikir voru á Spáni,
Deportivo lagði Juventus og
Lyon gerði sér lítið fyrir og vann
Real Sociedad, 1:0.
Sunderland fór áfram
SUNDERLAND komst í gærkvöld í átta liða úrslit ensku bikarkeppn-
innar í knattspyrnu með því að sigra úrvalsdeildarlið Birmingham,
2:0, á útivelli. Bæði mörkin voru skoruð í framlengingu og varamað-
urinn Tommy Smith var á ferðinni í bæði skiptin. Með þessum úrslit-
um er ljóst að tvö lið utan úrvalsdeildar komast í undanúrslit keppn-
innar því Sunderland mætir öðru liði úr 1. deild, Sheffield United, í
átta liða úrslitunum og Millwall mætir Tranmere. Um leið varð Paul
Peschisolido, sóknarmanni Sheffield United, að ósk sinni því hann
vildi helst forðast að mæta Birmingham þar sem eiginkona hans, Kar-
en Brady, er þar í áberandi starfi sem framkvæmdastjóri.