Morgunblaðið - 26.02.2004, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 26.02.2004, Qupperneq 59
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 59 ÍSLAND hefur hækkað sig um tvö sæti á styrkleikalista evrópskra félagsliða karla í handknattleik fyrir tímabilið 2004-2005 sem gef- inn var út í vikunni. Ísland er í 22. sæti en var í 24. sæti fyrir yf- irstandandi keppnistímabil. Góð frammistaða Hauka í vetur hækkar Ísland á listanum en þeir komust í riðlakeppni Meist- aradeildar Evrópu og síðan áfram í Evrópukeppni bikarhafa eftir það. HK komst ennfremur í gegn- um eina umferð í Evrópukeppni bikarhafa. Ísland á möguleika á sama fjölda liða í Evrópumótunum næsta vetur. Einu í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, einu í EHF-bikarinn, einu í Evrópu- keppni bikarhafa og tveimur í Áskorendabikarinn. Spánverjar hafa náð efsta sæt- inu úr höndum Þjóðverja en báð- ar þjóðirnar fá að senda þrjú lið í meistaradeildina. Í næstu sætum eru Ungverjar, Slóvenar, Króatar og Danir, eins og á síðasta ári, en þessar þjóðir mega senda tvö lið hvert í meistaradeildina. Frakkar fara úr 10. sætinu upp í það sjöunda og síðan er röðin þessi: 8. Serbía, 9. Rússland, 10. Noregur, 11, Svíþjóð, 12. Portú- gal, 13. Makedónía, 14. Pólland, 15. Sviss, 16. Ítalía, 17. Rúmenía, 18. Úkraína, 19. Grikkland, 20. Tyrkland, 21. Austurríki, 22. Ís- land. Alls eru 46 þjóðir á listan- um. Ísland í 22. sæti á Evrópu- lista félagsliða í handbolta CIUDAD Real náði á ný fimm stiga forystu í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld með því að sigra botnliðið Pilotes Posada á heimavelli, 30:22. Staðan var 18:12 í hálfleik og leikmenn Ciudad tóku lífinu með ró eftir það. Ólafur Stefánsson hafði sig ekki mikið í frammi og skoraði tvö mörk fyrir Ciudad en markahæstir voru Egypt- inn Hussein Zaky með 7 mörk og Slóveninn Ales Pajovic með 5 mörk. Ciudad Real er með 34 stig en síðan koma Barcelona, Ademar Leon og Portland með 29 stig hvert og á etir þeim eru Valladolid og Altea með 25 stig. Auðvelt hjá Ciudad Real  RÓBERT Gunnarsson, landsliðs- maður í handknattleik, skoraði 9 mörk fyrir Århus GF og Þorvarður Tjörvi Ólafsson tvö gegn AaB í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Lið þeirra beið þó lægri hlut á heimavelli, 32:34, en siglir lygnan sjó í níunda sæti deildarinnar.  GÍSLI Kristjánsson og félagar í Fredericia náðu óvæntu jafntefli, 26:26, gegn toppliðinu Kolding og skoraði Gísli 3 mörk í leiknum. Fredericia er í 7. sæti dönsku úr- valsdeildarinnar.  RÓBERT Hlöðversson, leikmaður Stjörnunnar í blaki karla, mun taka út eins leiks bann þegar Stjarnan mætir ÍS á laugardaginn. Róbert var rekinn af velli í leik Stjörnunnar og HK í síðustu viku.  BRYNJAR Björn Gunnarsson lék fyrri hálfleikinn með Nottingham Forest sem gerði markalaust jafn- tefli við Gillingham á heimavelli í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Forest er þar með áfram í fallsæti deildarinnar.  JÓHANNES Harðarson sat á varamannabekk Groningen allan tímann þegar lið hans gerði jafn- tefli, 1:1, við Breda á útivelli í hol- lensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld.  PABLO Cavallero, markvörður spænska knattspyrnuliðsins Celta Vigo, gekkst undir aðgerð á nefi í gær. Cavallero nefbrotnaði í árekstri við Edu, leikmann Arsenal, í leik liðanna í Meistaradeild Evr- ópu í fyrrakvöld, í sömu andrá og Edu skoraði fyrsta mark leiksins. Gert var fjögurra mínútna hlé á leiknum til að gera að sárum mark- varðarins en Cavallero sýndi af sér mikla hörku og spilaði leikinn á enda.  GRIT Jurack frá Þýskalandi er orðin langdýrasta handknattleiks- kona heims. Viborg í Danmörku hefur fest kaup á henni frá Leipzig fyrir 18,5 milljónir íslenskra króna. FÓLK MAGDEBURG vann góðan úti- sigur á Pfullingen, 36:29, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær- kvöld. Lærisveinar Alfreðs Gísla- sonar sækja því áfram að efstu liðunum, Flensburg og Lemgo, og hafa tapað næstfæstum stigum allra liða í deildinni. Sigfús Sig- urðsson skoraði 6 mörk fyrir Magdeburg en hinn pólski Grzeg- orz Tkaczyk gerði 11 af mörkum liðsins.  Essen vann Wetzlar, 25:22, á útivelli í Íslendingaslag og styrkti stöðu sína í 7. sæti deildarinnar. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk fyrir Essen en Róbert Sighvatsson gerði 3 mörk fyrir Wetzlar og Gunnar Berg Vikt- orsson 2.  Jaliesky Garcia var marka- hæstur hjá Göppingen sem sótti Kiel heim. Garcia skoraði 7 mörk en þau dugðu skammt því Kiel vann öruggan sigur, 35:26. Johan Pettersson skoraði 12 mörk fyrir Kiel.  Guðmundur Hrafnkelsson og félagar í Kronau-Östringen töp- uðu, 36:30, í Nordhorn og sitja áfram á botni deildarinnar. Kron- au hafði yfirhöndina lengi vel en gaf eftir þegar leið á leikinn. Jan Filip skoraði 8 mörk fyrir Nord- horn.  Sören Stryger skoraði 11 mörk fyrir topplið Flensburg sem burstaði Eisenach, 38:20. Flens- burg náði um tíma 20 marka for- ystu í leiknum. Sigfús með sex mörk í Pfullingen Það má segja að Chelseamenn hafiverið stálheppnir í gærkvöldi því heimamenn sóttu mun meira og fengu nokkur ákjósanleg færi í fyrri hálfleik á meðan gestirnir áttu í mikl- um erfiðleikum og komust vart fram fyrir miðju. Eiður Smári fékk reynd- ar dauðafæri á 31. mínútu en skaut hátt yfir einn á móti markverði. Hann lék með ágætum í fyrri hálf- leiknum. Chelsea átti líka sókn á 12. mínútu þegar Glen Johnson átti fína send- ingu frá hægri kanti fyrir markið. Varnarmaðurinn Fernando Meira var fyrir framan Hernan Crespo, teygði sig í knöttinn og það tókst ekki betur til en svo að hann sendi boltann í bláhornið. „Við byrjuðum illa, strákarnir virt- ust taugaveiklaðir og við lékum hreinlega illa,“ sagði Claudio Ranieri stjóri Chelsea. Samkvæmt tölfræði leiksins átti Chelsea ekki eitt einasta skot sem hitti á mark mótherjanna. Heimamenn fengu hins vegar nokk- ur færi en tókst ekki að skora. „Við börðumst eins og við gátum en því miður dugði það ekki til,“ sagði Kevin Kuranyi, sóknarmaður Stuttgart. Það sem vantaði hjá Stuttgart er nákvæmlega það sama og hefur vant- að hjá liðinu í deildinni, að skora mörk og telja margir að ef liðinu hefði gengið betur upp við markið í vetur væri það með betri stöðu en raun ber vitni, en liðið er sem stendur í þriðja sæti og hefur aðeins gert 27 mörk. „Við lékum vel en það vantaði að skora eins og svo oft áður hjá okkur í vetur. Ljósið í myrkrinu er að Chelsea hefur leikið verr á heimavelli í vetur en útivelli þannig að við telj- um okkur enn eiga möguleika,“ sagði Felix Magath, þjálfari Stuttgart. Reuters Silvio Meissner, leikmaður Stuttgart, og Eiður Smári Guðjohn- sen eigast við í leik liðanna í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Frábær úrslit fyrir Chelsea CHELSEA náði frábærum úrslitum í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar liðið heimsótti Stuttgart í Þýskalandi og sigraði, 1:0. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea og átti ágætan leik en honum var skipt út af fyrir Jimmy Floyd Hasselbaink á 76. mínútu. Leikmenn Chelsea mæta því með góða stöðu í síðari leikinn eftir tvær vikur. Þetta er nánast frágengið og égfer til La Manga til að sýna að ég sé með tvo fætur og í góðri æf- ingu. Samningurinn er tilbúinn og ég reikna með því að það verði skrifað undir hann mjög fljótlega. Það á reyndar eftir að greiða úr málum gagnvart KR, ég var búinn að skrifa undir samning við KR-inga en ekki undir KSÍ-samning, þannig að það þarf að finna lausn á því. En ég held að það verði allt gert á góðum nótum, enda hef ég átt hreint frábæran tíma í KR undanfarin tvö ár,“ sagði Veig- ar Páll við Morgunblaðið í gær. Sta- bæk hefur einnig samið við danska miðjumanninn Mads Jörgensen sem kemur frá Ancona á Ítalíu og félagið ætlar sér stóra hluti á komandi tíma- bili. Liðið varð í þriðja sæti úrvals- deildarinnar í fyrra, leikur í UEFA- bikarnum í ár og í nýju Norður- landadeildinni sem hleypt verður af stokkunum næsta vetur. „Þetta er eitt af þremur bestu lið- um Noregs og spilar mjög skemmti- legan fótbolta, ekki þessa dæmi- gerðu norsku knattspyrnu, og íslensku leikmennirnir sem hafa spil- að með Stabæk bera félaginu mjög vel söguna,“ sagði Veigar. Hann lék með Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni árið 2001 en hafði fram að því spilað með Stjörn- unni. Veigar hefur orðið meistari með KR undanfarin tvö ár, hefur leikið lykilhlutverk hjá Vesturbæjar- liðinu og skoraði 14 mörk í 30 deilda- leikjum. Hann á fimm A-landsleiki að baki, þrjá þeirra á síðasta ári. Veigar Páll fer til Stabæk VEIGAR Páll Gunnarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu úr KR, gengur að öllu óbreyttu frá þriggja ára samningi við norska félagið Stabæk í næstu viku. Veigar Páll hefur komist að samkomulagi við Norðmennina og fer til móts við liðið á laugardag en það dvelur í æfingabúðum á La Manga á Spáni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.