Morgunblaðið - 26.02.2004, Page 63

Morgunblaðið - 26.02.2004, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 63 Charlize Theron: Golden Globe verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki Tilnefnd til Óskarsverðlauna Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16. MIÐAVERÐKR. 500. www.laugarasbio.is Kvikmyndir.com HJ MBL ÓHT Rás2 Kl. 8 og 10.15. B.i. 14. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Frábær gamanmynd frá höfundi Meet the Parents f f i t t t Sýnd kl. 6 Íslenskt tal. Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Tilnefningar til óskarsverðlauna Besta leikkona í aðalhlutverki Besti leikari í aukahlutverki 21 GRAMM www .regnboginn.is Sýnd kl. 5.30 og 10.30. B.i. 16. 2 HJ Mbl. Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. ÓHT Rás2 „Dýrmætt hnossgæti“ EPÓ Kvikmyndir.com Tilnefningar til óskarsverðlauna Besta mynd, besti leikstjóri, besta handrit og besti leikari í aðalhlutverki 4 BILL MURRAY SCARLETT JOHANSSON Allir þurfa félagsskap SV MBL Fréttablaðið ÓHT Rás 2 SV Mbl.l Kvikmyndir.com ÓHT Rás2 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára. H A L L E B E R R Y JÁ, ÞAÐ verður æsispennandi að fylgjast með spurningakeppninni Gettu betur í kvöld í sjónvarpinu, þar sem lið Menntaskólans í Hamra- hlíð mætir liði Menntaskólans í Reykjavík. Einn af liðsmönnum MR-liðsins, Atli Freyr Steinþórsson, segist ekki vilja kalla skólann sinn annað en Latínuskólann og að þar verði stunduð fornfræði og málvís- indi. Atli Freyr er ekki alveg hlut- laus í því að stefna að þessari breyt- ingu, þar sem hann er í fornmáladeild og nemur latínu og er mikill aðdáandi hennar. „En ég og fleiri viljum þetta líka út af því að skólinn hefur fengið á sig orð fyrir að vera stærðfræðiskóli og þeim misskilningi viljum við eyða.“ Ann- ars segir Atli Freyr að hann og hinir tveir félagar hans sem mynda keppnisliðið, þeir Oddur Ástráðsson og Snæbjörn Guðmundsson, séu mjög slakir fyrir keppnina, enda eru þeir að keppa saman í þriðja sinn í röð í Gettu betur og því sjóaðir í bransanum. „Við höfum eiginlega runnið saman í eina spurningasál og þekkjumst orðið ansi vel. En við er- um ekkert endilega vissir um að vinna þótt Latínuskólinn hafi unnið mörg ár í röð. Við gerum bara okkar besta og höfum gaman af þessu með- an á því stendur.“ Þeir þremenning- arnir fóru strax að undirbúa sig í haust þegar skólinn byrjaði og hitt- ust þá einu sinni í viku. „En það þéttist þegar nær dregur,“ segir Atli Freyr og vill ekki gangast við því að Latínuskólinn sé karlrembuskóli í ljósi þess að aðeins einu sinni hafi skólinn skartað kvenkyns veru í keppnisliðinu. „Við höfum einmitt hvatt stelpurnar til að taka þátt í forprófinu sem alltaf er haldið til að velja í liðið, en ég hef enga skýringu á hógværð þeirra.“ Þeir félagarnir hafa lagt áherslu á slökun á keppn- isdaginn. „Eiginlega er það orðin hefð hjá okkur að fara í sund og gufu og fá okkur bakkelsi á eftir, áður en við förum í upptöku. Við ætlum okk- ur ekki að láta það klikka í dag frek- ar en hin tvö árin á undan.“ Skiptir máli að líða vel Krakkarnir sem skipa lið Mennta- skólans í Hamrahlíð, þau María Helga Guðmundsdóttir, Andri Eg- ilsson og Jónas Örn Helgason, segj- ast hvorki vera með hnút í maga né þandar taugar, þótt þau séu að fara að takast á við sigurvegara til ellefu ára í keppninni. „Reyndar er mjög gott að fá að takast á við MR því þá er ekki ætlast til eins mikils af okk- ur. Það er minni skandall að tapa fyrir þeim en einhverjum öðrum. En við stefnum auðvitað að sigri, engin spurning,“ segir Andri, sem er fulltrúi liðsins. „Við erum líka svo heppin að keppa núna einmitt þegar þemadagarnir eru í skólanum hjá okkur og kallast Lagningardagar. Þá er engin kennsla, mikið um lif- andi tónlist og alls konar fræðslu og fyrirlestra og stemningin í skólanum mjög notaleg. Þá erum við slök og ekkert lærdómsálag, sem skiptir miklu máli. Og svo er árshátíðin líka til að hlakka til daginn eftir keppni.“ Andri segir það skemmtilega til- viljun að MH hafi líka keppt í fyrra í Gettu betur á miðjum Lagning- ardögum en þá unnu þau Versló, svo allt eykur þetta trú þeirra á vel- gengni. Stelpurnar í MH hafa verið ófeimnar við að taka þátt í keppninni og Andri segist stoltur af því að síð- astliðin fjögur ár hafi liðið þeirra æv- inlega skartað stelpu. „Þetta snýst líka um fjölbreytni því stelpurnar vita sumt betur en strákar. Og auð- vitað gefur stelpa liðinu ákveðinn lit. Það er svo einhæft að hafa bara stráka í þessu.“ Andri segir þau þríeykið taka upptökustundinni sem nálgast eins og þegar þau fara í próf. „Við lesum ekkert á keppnisdaginn, heldur slökum á, því það snýst ekki síst um að vera vel stemmdur, hvíld- ur og líða almennt vel. Ef við erum of stressuð getur verið erfitt að kalla fram það sem við vitum, og það er svo svekkjandi,“ segir Andri og bæt- ir við að þau ætli í sund og elda góð- an mat á keppnisdaginn. Bæði liðin segja það skipta öllu máli að hafa góðan stuðning úr saln- um og treysta á sitt fólk í þeim efn- um. Latínuskólinn (MR) og Hamrahlíðin (MH) mætast í kvöld í Gettu betur Stelpur vita ýmislegt sem strákar vita ekki Morgunblaðið/Jim Smart Lið Menntaskólans í Reykjavík/Latínuskólans: Oddur Ástráðsson, Snæ- björn Guðmundsson og Atli Freyr Steinþórsson. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Lið Menntaskólans við Hamrahlíð: Andri Egilsson, María Helga Guð- mundsdóttir og Jónas Örn Helgason. Gettu betur er í kvöld í Sjónvarpi allra landsmanna kl. 20:10. khk@mbl.is  ARI Í ÖGRI: Dúettinn Acoustics föstudag og laugardag.  ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Harmon- ikufélag Reykjavíkur heldur dansleik laugardag kl. 22. Fjórar hljómsveitir leika fyrir dansi. Ragnheiður Hauks- dóttir syngur. Fjölbreytt dansmúsik. Dansleikur kl. 8.00–23.30. Caprí-tríó leikur fyrir dansi sunnudag.  ÁSLÁKUR, Mosfellsbæ: Trúbador- inn Óskar Einarsson ásamt dóttur sinni laugardag.  BROADWAY: Shockwave-kvöld. Cassius Henry, Ryans Hope, The T.H.A.D. og Mpho Skeef frá London laugardag kl. 23. Opee og Igor frá Ís- landi.  BÚÁLFURINN, Hólagarði, Breið- holti: Hinn síungi Logamaður Her- mann Ingi föstudag og laugardag.  CAFE ROSENBERG: „Hilmar“ kynnir nýjan disk fimmtudag, Lifandi Django-djass föstudag, Snæ- fríður og stubbarnir laugardag kl. 23 til 3.  CAFÉ 22: Afmælishátíð. Óraf- mögnuðu helgi. Rúnar GK Ludwig o.fl. fimmtudag Dj Matti-X föstudag. Dj Biggi og Palli Maus á efri hæðinni laugardag. The Moody Company sunnudag.  CAFÉ AMSTERDAM: Skemmtidú- ettinn Buff fimmtudag kl. 22:30 til 3. Rokksveitin Buff leikur föstudag ásamt Einari úr Dúndurfréttum. Hljómsveitin Sixties laugardag.  CAFÉ ROSENBERG: Django á Café Rosenberg föstudag kl. 23 til 3. Lifandi Django-djass.  CATALINA, Hamraborg 11, Kópavogi: Rúnar Guðmundsson föstudag og laugardag.  CELTIC CROSS: Hljómsveitin 3- Some heldur uppi stuðinu á neðri hæðinni föstudag og laugardag.  DÁTINN, Akureyri: Dj Andri í búrinu fimmtudagskvöld kl. 22. MTV- tónlist á öllum tjöldum.  DUBLINER: Tríóið Fíklarnir föstudag og laugardag.  FELIX: Atli skemmtanalögga föstudag og laugardag.  GAUKUR Á STÖNG: Tónleikar með 200.000 naglbítum fimmtudag kl. 21. Sixties heldur uppi stuðinnu ásamt DJ Rikka föstudag. Á móti sól laugardag. Tónleikar með Dúndurf- réttum, bestu lög Pink Floyd og Led Zeppelin miðvikudagskvöld kl. 21.  GLAUMBAR: Gunnar Óla og Einar Ágúst til kl. 23, Dj Bjarki eftir það fimmtudag, Dj Þór Bæring föstudag og laugardag.  GRANDROKK: Dr. Gunni og Saktmóðigur fimmtudagskvöld kl. 22. Pub-Quiz kl. 17. 30, Heiða og Heið- ingjarnir, Post Mortem kl. 23 föstu- dag. Singapore Sling laugardag kl. 23.  GULLÖLDIN, Stuðsveit Ásgeirs Páls föstudag og laugardag.  HITT HÚSIÐ: Hljómsveitin Nec- ropoliz ásamt Brothers Majere, And- lát og Still Not Fallen troða upp fimmtudagskvöld kl. 20 á Fimmtu- dagsforleik í kvöld.  HÓTEL BORG: Angurgapi, HOD, Refleks, fimmtudag kl. 20 í tónleika- röð undir yfirskriftinni UNG Jazz í Reykjavík. Jogujo circuit, B3 Tríó, Rodent föstudag kl. 20 í tónleikaröð undir yfirskriftinni UNG Jazz í Reykjavík. Hljómsveitin Stefnumót með Ruth Reginalds og André Bachmann föstu- dag kl. 22 til 1. Stórsveit Reykjavíkur leikur Dizzy Gillespie laugardag kl. 15.  HÓTEL ÖRK: Hljómsveitin Papar laugardag.  HVERFISBARINN: Ferdinand leikur fimmtudag kl. 22:30. Bítlarnir fimmtudag. Dj Valdi föstudag og laugardag.  KAFFI LIST: Tríó Gregs Hopkins fimmtudag. Djasskvartettinn Kompa laugardag.  KAFFI STRÆTÓ: Njalli í Holti föstudag. Tú og ég laugardag.  KLÚBBURINN VIÐ GULL- INBRÚ: Í svörtum fötum laugardag.  KRINGLUKRÁIN: Rokksveit Rún- ars Júlíussonar föstudag og laugar- dag kl. 23.  LEIKHÚSKJALLARINN: 80’s- dansveisla föstudag. Gullfoss og Geysir laugardag.  NASA VIÐ AUSTURVÖLL: Hljómsveitinn Straumar og Stefán Hilmarsson föstudag og laugardag kl. 23.  NELLY’S CAFÉ: Hlynur með gít- arinn fimmtudagskvöld, Jón Gestur í búrinu, á sunnudag verður Nelly’s- bingó, á þriðjudaginn verður Bjarni Tryggva.  ODD-VITINN, Akureyri: Hljóm- sveitin Douglas Wilson laugardag.  PADDY’S, Keflavík: South River Band fimmtudag kl. 22.  PLAYERS-SPORT BAR, Kópa- vogi: Milljónamæringarnir, Bogomil Font og Páll Óskar föstudag. Geir- mundur laugardag.  RAUÐA LJÓNIÐ: Blátt áfram um helgina.  SJALLINN, Akureyri: Hljómsveit- in Von, Dj Leibbi á Dátanum laug- ardag kl. 00.  SJALLINN – DÁTINN: Hvann- dalsbræður, Skytturnar, Dr. Gunni, Dj Leibbi föstudag kl. 22.  SNÚLLABAR, Hveragerði: Feðg- arnir föstudag. Hraun laugardag.  SPORTBARINN, Sauðárkróki: Gunnar Óla og Einar Ágúst laugar- dag.  STÚDENTAKJALLARINN: Fær- eyska söngdívan Eivör Pálsdóttir með tónleika föstudag kl. 21:30 í boði FS. Aðgangur ókeypis. Djassbandið Angurgapi með tónleika laugardag.  SYSTRAKAFFI, Kirkjubæjar- klaustri: Hermann Ingi jr. laugardag. FráAtilÖ Morgunblaðið/Árni Torfason 200.000 naglbítar verða á Gauknum í kvöld, fimmtudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.