Morgunblaðið - 04.03.2004, Side 1
Reuters
Kerry var vel fagnað í Orlando á Flórída í gær
og fékk hann meðal annars að hampa einum
framtíðarkjósanda, sex mánaða gamalli stúlku.
JOHN Kerry, öldungadeildarþingmaður og fram-
bjóðandi demókrata í forsetakosningunum í Banda-
ríkjunum í haust, hóf í gær kosningbaráttuna með
táknrænni heimsókn í Flórída, þar sem gert var út
um sigurvonir demókrata fyrir fjórum árum.
Kerry vann stórsigur í forkosningum demókrata
í fyrradag, sigraði í níu ríkjum af 10, og varð það til
þess, að eini keppinautur hans, öldungadeildarþing-
maðurinn John Edwards, ákvað að leggja árar í bát.
Virðast demókratar ganga sameinaðir til kosn-
ingabaráttunnar en Kerry sagði í gær, að leiðin
framundan yrði torsótt.
„Við þekkjum öll áróðursaðferðir repúblikana og
vitum hvað þeir hafa gert og hvað þeir munu reyna
að gera. Boðskapur okkar til þjóðarinnar er hins
vegar skýr: Það er breyting í aðsigi í Bandaríkj-
unum,“ sagði Kerry í gær á fundi með stuðnings-
mönnum sínum.
Repúblikanar og George W. Bush forseti eru
einnig komnir á fullt í kosningabaráttunni og dag
munu þeir hleypa af stokkunum tveggja mánaða
áróðursherferð í sjónvarpi. Verður henni sérstak-
lega beint að þeim 17 ríkjum þar sem baráttan er
líklegust til að verða hvað jöfnust.
Hugað að varaforsetaefni
Búist er við, að Kerry muni nú snúa sér að því að
velja sér varaforsetaefni en margir telja, að John
Edwards komi þar sterklega til greina. Fór Kerry
mjög lofsamlegum orðum um hann í fyrradag og
Edwards galt í sömu mynt með því að kalla Kerry
vin sinn.
Annað meginverkefni demókrata á næstunni
verður að afla meira fjár til kosningabaráttunnar en
repúblikanar ráða nú þegar yfir 140 milljónum doll-
ara, 9,8 milljörðum ísl. kr.
Kerry byrjar bar-
áttuna á Flórída
Segir breytingu í aðsigi í Bandaríkjunum
Washington. AP, AFP.
Bush blæs/31
STOFNAÐ 1913 63. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Rautt er
liturinn
Rauði liturinn er áberandi í
brúðkaupum í ár | Daglegt líf
Viðskipti | Tækifæri fyrir flugfélög og farþega Aukin upplýsingagjöf bætir
stjórnunarhætti Snýst ekki bara um peninga Úr verinu | Fjárfest í föstum
rótum Sala á saltfiski í fullum gangi Háannatími í hrognunum
Viðskipti og Úr verinu í dag
„ÞETTA er skelfilegt ástand. Ég
veit ekki hvað við höldum þetta út
lengi,“ segir Gyða Kristinsdóttir
sjúkraliði en hún hefur starfað við
heimahjúkrun í 28 ár. Gyða var í
vitjun í gær ásamt Maríu Teresu
Jónsson hjúkrunarfræðingi sem
hefur starfað við heimahjúkrun í
25 ár, þegar ljósmyndara Morg-
unblaðsins bar að garði.
Gyða segist aldrei hafa kynnst
öðru eins álagi og nú, þrátt fyrir
að hafa einna lengstan starfsaldur
þeirra sem starfa við heima-
hjúkrun. Hún segir starfsfólk að-
eins hafa tök á að sinna allra brýn-
ustu verkefnunum, annað verði
einfaldlega að bíða. Allir, bæði
starfsfólk og aðstandendur, reyni
að leggjast á eitt til að leysa sem
best úr vandanum sem skapast
hefur vegna deilu við Heilsugæsl-
una í Reykjavík um aksturssamn-
inga starfsfólks sem varð til þess
að um helmingur starfsfólks í
heimahjúkrun hætti störfum. Hún
segir þær sem starfa við heima-
hjúkrun bæði sárar og reiðar yfir
ummælum forstjóra Heilsugæsl-
unnar í Reykjavík, Guðmundar
Einarssonar, í hádegisfréttum Út-
varpsins í gær og kveðst telja að
með þeim hafi hann sakað starfs-
fólk hreint og beint um þjófnað.
Gyða segir deiluna hafa mikil
áhrif á skjólstæðinga heimahjúkr-
unar. „Skjólstæðingar eru
áhyggjufullir því þeir vita aldrei
hvað morgundagurinn ber í skauti
sér. Þetta fólk hefur miklar
áhyggjur af því að það séu ekki
vanar manneskjur sem sinna
þeim. Við reynum að redda einum
degi í einu. Ég vona bara að þessi
deila leysist sem allra fyrst því
þetta ástand getur ekki varað
mikið lengur að mínu mati,“ segir
Gyða. /4
„Veit ekki hvað við
höldum þetta út lengi“
Morgunblaðið/Sverrir
María Theresa Jónsson og Gyða Kristinsdóttir hlúa að Láru Magnúsdóttur á heimili hennar við Sléttuveg.
Þriðja kyn-
slóð farsíma
fyrir þingið
SÍÐAR í þessum mánuði verður lagt
fram á Alþingi frumvarp til laga um
þriðju kynslóð farsíma. Ísland er
talsvert á eftir flestum löndum Vest-
ur-Evrópu í þessu efni og virðist sem
lítill þrýstingur sé á það af hálfu ís-
lensku símafyrirtækjanna og við-
skiptavina þeirra að greiða fyrir
þessari tækni.
Frumvarp um þriðju kynslóð far-
síma var lagt fyrir Alþingi í fyrra en
var ekki afgreitt. Í því var gert ráð
fyrir að úthluta mætti leyfum til að
reka þriðjukynslóðarkerfi með „feg-
urðarsamkeppni“ en þá verða þau
fyrirtæki hlutskörpust sem hyggjast
bjóða upp á mesta og hraðasta út-
breiðslu farsímanetsins, bestu þjón-
ustu o.s.frv. Gert var ráð fyrir föstu
tíðnigjaldi.
Karl Alvarsson, lögfræðingur í
samgönguráðuneytinu, segir að nú
sé verið að leggja lokahönd á nýja út-
gáfu frumvarpsins. Ekki verði stór-
vægilegar breytingar en þó nokkrar
frá fyrra frumvarpi. Hann segir enn
gert ráð fyrir útboði á grundvelli feg-
urðarsamkeppni.
Símafyrirtækin/C4
BRESKT herlið verður að vera í Írak „í tvö
ár að minnsta kosti og líklega lengur“
vegna upplausnarinnar í landinu eins og
hryðjuverkin í Karbala og Bagdad eru til
marks um. Kom þetta fram í gær hjá Jer-
emy Greenstock, fulltrúa bresku stjórnar-
innar í Írak. Paul Bremer, ráðsmaður
Bandaríkjanna í Írak, sagði í gær, að gæsla
á landamærum Íraks yrði stóraukin.
Greenstock sagði í viðtali við BBC,
breska ríkisútvarpið, að mikil ögurstund
væri runnin upp fyrir Írökum, sem nú yrðu
að sameinast gegn ofbeldisöflunum. Sagði
hann, að þeir, sem vildu koma í veg fyrir
uppbyggingu nýs Íraks, ætluðu sér „að
herða á ofbeldinu“ þá mánuði, sem enn
væru til formlegra valdaskipta í landinu.
Greenstock sagði, að breska herliðið yrði
áfram í Írak eftir valdatöku íraskrar bráða-
birgðastjórnar á miðju sumri og spáði því,
að það yrði þar enn næstu tvö árin og hugs-
anlega lengur. Sagði hann, að í því yrði þó
fækkað eftir því sem Írakar sjálfir næðu
betri tökum á ástandinu.
Landamæra-
vörðum fjölgað
Bremer sagði í gær, að 60 millj. dollara,
4,2 milljörðum ísl. kr., yrði varið til að efla
gæslu á landamærunum og landamæra-
vörðum fjölgað um helming sums staðar.
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands,
sagði í gær á þingi í umræðum um hryðju-
verkin í Írak, að þangað „streymdu nú
hryðjuverkamenn alls staðar að frá Mið-
Austurlöndum“.
Breskt
herlið í
Írak nokk-
ur ár enn
Gæsla á landamærum
Íraks verður stóraukin
London. AFP.
Ódæðum ætlað/16
Vilja flytja
vatn úr landi
út í Flatey
FRAMFARAFÉLAG Flateyjar á
Breiðafirði er að skoða möguleika á
því hvernig megi flytja ferskt vatn
til eyjarinnar. Er til skoðunar að
leggja plastlögn 20 km leið frá
Skálmarnesi í Reykhólahreppi, en
slík framkvæmd er talin myndi
kosta um 5–6 milljónir og gefa tvö
tonn af vatni á klukkustund.
Kristinn Nikulásson hefur skoð-
að lagningu vatnsleiðslu til eyj-
arinnar. Hann vill leggja leiðslu í
land eða 20 km. Virkja á sem renn-
ur af fjallinu, grafa brunn við ána
og láta fallhæðina knýja vatnið út í
Flatey. Hann segir vatnsskort vera
vandamál í Flatey. „Í dag er safnað
vatni úr brunnum og hefur verið
reynt að dæla í tanka en vatnið
þrýtur yfir sumarið og vandræða-
ástand skapast. Þegar flest fólk er í
eynni eru þurrkarnir mestir. Það
hefur verið þannig að það hefur
orðið að flytja vatn úr Stykkishólmi
til að anna þessum toppum.“