Morgunblaðið - 04.03.2004, Page 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÍRAKSDVÖLIN LENGIST
Jeremy Greenstock, fulltrúi
bresku stjórnarinnar í Írak, sagði í
gær að líklega yrði breska herliðið
um kyrrt í landinu í tvö ár enn og
hugsanlega lengur. Sagði hann að
upplausnin í landinu gerði það nauð-
synlegt. Paul Bremer, ráðsmaður
Bandaríkjanna í Írak, sagði í gær að
gæsla á landamærum Íraks yrði
stórhert og verulega fjölgað í liði
landamæravarða. Tony Blair, for-
sætisráðherra Bretlands, sagði í um-
ræðum um hryðjuverkin að nú
streymdu til Íraks hryðjuverka-
menn alls staðar að frá Mið-Austur-
löndum.
Fundu blóð úr Vaidas
Blóð úr Vaidas Jucivicus fannst í
BMW-bifreið annars Íslendinganna
sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna lík-
fundarmálsins. Litháinn sem situr í
gæsluvarðhaldi mun hins vegar hafa
haft bifreiðina til umráða. Héraðs-
dómur Reykjavíkur úrskurðaði
mennina þrjá í áframhaldandi
gæsluvarðhald í gær en lögmenn
þeirra hyggjast kæra þann úrskurð.
Barátta Kerrys hafin
John Kerry, sem verður fram-
bjóðandi bandarískra demókrata í
forsetakosningunum í haust, hóf í
gær kosningabaráttuna í Flórída og
þykir það táknrænt. Þar var gert út
um sigurvonir demókrata í síðustu
kosningum. John Edwards, síðasti
keppinautur Kerrys í forkosninga-
baráttunni, hefur nú lagt árar í bát.
Fimm frumvörp um verðbréf
Fimm frumvörp til breytinga á
reglum um verðbréfamarkaðinn á
næstu tveimur árum eru í undirbún-
ingi hjá viðskiptaráðuneytinu. Þau
verða unnin samkvæmt tilskipunum
ESB.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Þjómusta 33
Erlent 15/17 Viðhorf 34
Minn staður 18 Minningar 36/41
Höfuðborgin 19 Kirkjustarf 43
Akureyri 20 Myndasögur 44
Suðurnes 21 Bréf 44
Austurland 22 Dagbók 46/47
Landið 23 Staksteinar 46
Daglegt líf 24 Íþróttir 48/51
Neytendur 25 Fólk 52/57
Listir 26/28 Bíó 54/57
Umræðan 29/35 Ljósvakamiðlar 59
Forystugrein 30 Veður 59
* * *
Kynningar – Með Morgunblaðinu í
dag er prentað auglýsingablað frá
Nettó.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir
sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
dæmdi í gær Bjarna Sigurðsson í 3½
árs fangelsi fyrir skjalafals og fjár-
svik í tengslum við rekstur á fast-
eignasölu. Bjarni var ákærður fyrir
að hafa dregið sér um 158 milljónir
króna. Þá var ákærði sviptur löggild-
ingu til að starfa sem fasteigna-, fyr-
irtækja- og skipasali. Hann var einn-
ig dæmdur til að greiða 11,3 milljónir
í sekt til ríkissjóðs og til að greiða
Íbúðalánasjóði rúmar 37 milljónir í
bætur, Verðbréfastofunni 27,8 millj-
ónir í bætur, Sparisjóði Keflavíkur
rúmar 10 milljónir, Virðingu hf. tæp-
ar 3,5 milljónir, S. Grétarssyni ehf.
rúmar 3,2 milljónir og nokkrum ein-
staklingum samtals tæpar 4,5 millj-
ónir.
Ákærði var löggiltur fasteignasali,
framkvæmdastjóri og stjórnarmað-
ur Fasteignasölunnar Holts ehf. í
Kópavogi. Hann var ákærður fyrir
skjalafals og fjársvik gagnvart
Íbúðalánasjóði, Verðbréfastofunni
hf. og Virðingu hf. með því að hafa á
tímabilinu frá janúar 2002 til október
2002 notað fasteignaveðbréf Íbúða-
lánasjóðs og yfirlýsingar um ráðstöf-
un andvirðis viðbótarlána frá Íbúða-
lánasjóði, eftir að hann hafði falsað
og breytt framsölum á fasteignaveð-
bréfunum og upplýsingum um ráð-
stöfun andvirðis viðbótarlána á
yfirlýsingunum, sem hann hafði
fengið í hendur frá viðskiptavinum
fasteignasölunnar.
Með þessu hafði ákærði samtals
96 milljónir króna af viðskiptavinum
fasteignasölunnar þegar hann ýmist
tók sér andvirði veðbréfanna eða
blekkti aðila til að ráðstafa andvirð-
inu á grundvelli falsananna.
Dró sér 62,4 milljónir
króna í 24 skipti
Þá var ákærði sakaður um fjár-
drátt með því að hafa dregið sér í 24
skipti, á tímabilinu frá 29. nóvember
2001 til 24. október 2002, samtals
62,4 milljónir sem hann fékk í eigin
vörslur og Fasteignasölunnar Holts
frá viðskiptavinum fasteignasölunn-
ar í tengslum við milligöngu hennar
um sölu á fasteignum.
Ákærði játaði sakir fyrir dómi.
Hann var einnig sakfelldur fyrir að
hafa sem fyrirsvarsmaður Fast-
eignasölunnar Holts ekki staðið skil
á virðisaukaskatti, sem lagður var á
félagið vegna tímabilsins frá nóvem-
ber 2001 til og með apríl 2002, sam-
tals 2,8 milljónir króna, og stað-
greiðslu opinberra gjalda, sem hann
hélt eftir af launum starfsmanna fé-
lagsins frá janúar til og með júlí
2002, alls 2.826.739 krónur.
Ákærði hefur ekki áður sætt refs-
ingu og segir í dómnum að hann hafi
verið samvinnufús við lögreglurann-
sókn málsins og gengist greiðlega
við þeim sakargiftum sem hann var
borinn. Að þessu frágengnu eigi
hann sér engar málsbætur.
„Þau brot sem hann hefur hér ver-
ið sakfelldur fyrir og tengjast skjöl-
um og fjármunum sem honum hafði
verið trúað fyrir vegna starfs síns
sem fasteignasali eru mjög stórfelld.
Með háttsemi sinni braut ákærði
gróflega gegn hagsmunum skjól-
stæðinga sinna í skjóli opinberrar
löggildingar sem honum hafði verið
veitt til að starfa sem fasteigna-, fyr-
irtækja- og skipasali og olli umtals-
verðu tjóni sem hann hefur ekki
bætt nema að óverulegu leyti. Til
þyngingar á refsingu horfir enn-
fremur að brotavilji ákærða var ein-
beittur,“ segir m.a. í dómnum.
Málið dæmdi Þorgeir Ingi Njáls-
son héraðsdómari. Verjandi ákærða
var Gylfi Thorlacius hrl. og sækjandi
Helgi Magnús Gunnarsson, fulltrúi
efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu-
stjóra.
Fyrrverandi fasteignasali dæmdur í 3½ árs fangelsi
fyrir fjárdrátt, skjalafals, fjársvik og skattabrot
Mjög stórfelld brot og
einbeittur brotavilji
LOÐNUVEIÐAR hófust á ný í gær
eftir bræluna í fyrrinótt og veiðist
loðnan nú í grennd við Ingólfshöfða.
Loðnufrystingu hefur víða verið
hætt þar sem loðnan er komin það
nálægt hrygningu. Nú tekur við
loðnukreisting en góður markaður
er fyrir loðnuhrogn í Japan þetta
árið.
Sighvatur Bjarnason VE landaði
1.500 tonnum í Vestmannaeyjum í
gærmorgun og fór strax á miðin aft-
ur að sögn Guðna Ingvars Guðna-
sonar, útgerðarstjóra Vinnslustöðv-
arinnar. Ísleifur VE var á miðunum
í gær en Kap VE heldur til veiða í
dag. Í gær var verið að frysta loðnu-
hrogn úr Sighvati Bjarnasyni VE og
Berg VE. Guðmundur Elíasson,
framleiðslustjóri í Vinnslustöðinni,
sagði að búið væri að frysta 770
tonn af loðnu á Japan og 290 tonn á
Rússlandsmarkað. Hann reiknaði
með að frystingu á loðnu væri lokið
þar sem hrognafylling væri ekki
nægileg lengur.
Áhersla á hrognatöku
Antares VE, Sigurður VE og
Harpa VE voru á miðunum þegar
rætt var við Eyþór Harðarson hjá
Ísfélaginu í gær. Síðast landaði Ant-
ares 700 tonnum í Eyjum á þriðju-
dag. Lítið var hægt að frysta af
loðnunni og þar af leiðandi lögð
áhersla á hrognatöku.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Vinnsla og frysting loðnuhrogna hófst hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum í gær og létu starfsmenn hendur
standa fram úr ermum, enda mikil verðmæti í húfi og stuttur tími til stefnu á loðnuvertíðinni.
Frysta loðnuhrogn í Eyjum
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
LEITIN að björgunarskipinu sem
skolaðist fyrir borð af Skaftafelli í
stórsjó í fyrrakvöld bar ekki árangur
í gær og fundust engin ummerki um
skipið. Leitað var meðfram strönd-
inni frá Selatöngum að Krýsuvíkur-
bergi ásamt því að Fokker-flugvél
Landhelgisgæslunnar leitaði úr lofti.
Björgunarskipið er 43 tonn að
stærð og rúmlega 16 metra langt.
Um 10–12 metra ölduhæð var þeg-
ar skipið fór útbyrðis og var beðið
með leit vegna veðurs fram til mið-
vikudagsmorguns. Óvíst er hvort
skipið er sokkið eður ei, en skip af
þessu tagi eru illsökkvanleg og eiga
að geta rétt sig við ef þeim hvolfir.
Hins vegar gæti hafa komið gat á
skrokkinn og það sokkið, að því er
segir í tilkynningu frá Landsbjörg.
Björgunar-
skipið enn
ófundið
FRANZ Fischler, framkvæmda-
stjóri sjávarútvegsmála hjá Evrópu-
sambandinu, segist gjarnan vilja að
Ísland og Noregur sæki um aðild að
sambandinu. Hann segir að ekki eigi
aðeins að stækka sambandið til aust-
urs.
Evrópusambandsþjóðunum fjölg-
ar um tíu í maí nk. en nýju aðildar-
þjóðirnar eru einkum í Mið- og Aust-
ur-Evrópu. Í samtali við sjávar-
útvegsvefinn IntraFish minnir
Fischler á að þjóðir á borð við Ís-
land, Noreg og Sviss standi enn utan
ESB.
Hann segir hefð fyrir samvinnu
sambandsins við Ísland og Noreg
um stjórn fiskveiða en gerir sér
samt grein fyrir að í þessum löndum
hafi margir efasemdir um fiskveiði-
stefnu sambandsins.
Hann telur að fiskveiðistefnan sé
samt sem áður ekki ástæða þess að
þjóðirnar standi enn utan ESB. Það
eigi einkum við um Noreg en málin
séu hins vegar flóknari þegar kemur
að hugsanlegri aðild Íslendinga.
ESB tilbúið að koma til móts
við kröfur Íslendinga
Segir Fischler að ESB líti til að
mynda hvalveiðar Íslendinga horn-
auga, auk þess sem fiskveiðistjórn-
unarkerfi Íslendinga sé nokkuð frá-
brugðið fiskveiðistefnu ESB.
Fischler segir útilokað að ESB
breyti fiskveiðistjórnunarkerfi sínu
til samræmis við það íslenska, aðeins
til að Ísland geti fengið aðild að sam-
bandinu. Íslendingar þyrftu frekar
að breyta sínu kerfi.
Hann segir ESB engu að síður
tilbúið að koma til móts við kröfur
Íslendinga.
Ísland
þyrfti að
breyta fisk-
veiðistjórn-
un sinni