Morgunblaðið - 04.03.2004, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.03.2004, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Svona, inn með þig, það verða ekki fleiri skíðaferðir. Nú verðum við bara með þig sem for- rit í tölvunni, góði. Möguleikar karlmennskunnar krufðir Nýjar rann- sóknir kynntar Ráðstefna með yfir-skriftina „Mögu-leikar karl- mennskunnar: karl- mennskur í fortíð, nútíð og framtíð“ verður haldin í aðalbyggingu Háskóla Ís- lands á föstudag og laug- ardag, 5.–6. mars, og hefst kl. 14.00 á föstudag. Morg- unblaðið ræddi við Irmu Erlingsdóttur hjá Rann- sóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum, sem stend- ur að ráðstefnunni. – Hver er tilurð þessar- ar ráðstefnu? „Eftir að kvennarann- sóknir tóku að aukast upp úr 1970 varð fræðimönn- um fljótlega ljóst að það var ekki hægt að skoða stöðu kvenna án samheng- is við það þjóðfélagskerfi sem þær bjuggu í og þar með var farið að skoða valdakerfin og hvernig kyn- ið mótar stöðu manneskjunnar. Það á að sjálfsögðu bæði við um konur og karla. Hvað mótar hug- myndir um karlmennsku og hvaða hugmyndir eru þar á ferð. Fyrst þarf að greina hugmyndirn- ar til þess að hægt sé að breyta þeim. Það var ástralski fræðimað- urinn Robert W. Conell sem reið á vaðið í karlmennskurannsóknum. Hann varpaði fram þeim spurn- ingum hvernig karlmenn verða karlmenn, hvernig karlmenn verða valdameiri en konur, hvern- ig mótast hugmyndir um karl- mennsku og hvernig verða þær ríkjandi. Ein meginniðurstaða hans er sú að karlmennska sé mótuð af menningunni á hverjum stað og tíma og því er hún breyt- anleg. Í kjölfarið á rannsóknum hans hafa karlarannsóknir farið vaxandi og þar er ekkert heilagt. Okkur á Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) fannst nauðsynlegt að efla um- ræðuna hér á landi og kynna nýj- ar rannsóknir.“ – Hvers vegna er stofnun um kvennarannsóknir að halda ráð- stefnu um karlarannsóknir? „Eins og nafn stofunnar felur í sér, Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, eru ekki aðeins stundaðar kvennarannsóknir. Kynjafræði, þar sem bæði kynin og tengslin þeirra á milli eru skoðuð, fela í sér bæði kvenna- og karlarannsóknir.“ – Hvaða tilgangi þjóna allar þessar kynjarannsóknir? „Það er löngu viðurkennt að kynin standa misjafnlega að vígi og að þar hallar verulega á konur. Það þarf að kortleggja stöðuna, greina hana og benda á leiðir til úrbóta. Á hverjum tíma þurfa tölulegar staðreyndir að liggja fyrir en þær duga skammt. Við þurfum að kafa niður í djúpgerð samfélagsins, greina valdaupp- bygginu þess og skoða orðræðuna á hverjum tíma til að átta okkur á hvernig valdi karla er viðhaldið og hvernig við getum jafnað stöðuna. Það er vinsælt nú um stundir að segja að ekki þurfi annað en að leiðrétta launamisréttið og senda feður í fæðingar- orlof þar með sé mis- rétti kynjanna úr sög- unni. Kynjarannsóknir sýna að málið er alls ekki svona einfalt. Við byggjum á aldagömlum hefð- um og hagsmunum sem er við- haldið með kynjaðri hugmynda- fræði og kerfi sem m.a. speglast vel í tvískiptingu vinnumarkaðar- ins hér á landi. Kynjarannsóknir eru verkfæri sem á að nota til þess að breyta þessari stöðu, báð- um kynjum til hagsbóta, til þess að gera samfélagið betra.“ – Hverjar verða helstu áherslur á ráðstefnunni? „Þar verður fjallað um mjög spennandi efni. Fyrst er að nefna að við fáum þrjá erlenda gesti í heimsókn. Opnunarfyrirlesturinn flytur Jeff Hearn, prófessor við Háskólann í Helsinki. Hann kynnir gagnrýnar karlarannsókn- ir. Marie Nordberg er frá Svíþjóð og fjallar um femíniska gagnrýni og karlarannsóknir á laugar- dagsmorugn. Og lokafyrirlestur- inn flytur Jörgen Lorentzen um hinn norræna karlmann. Jafn- framt eru málstofur þar sem fjöl- margir fræðimenn taka þátt. Á föstudeginum eru málstofur um karla og drengi í skólum en und- anfarin ár hefur verið töluverð umræða um líðan drengja í skól- um og hvað hægt sé að gera til að bæta hana. Meðal efna í þessari málstofu er erindi um samkyn- hneigð og einelti. Þá verður fjallað um karla og karlmennsku í auglýsingum nútímans og karl- mennsku og karlamenningu en þar á meðal eru erindi um áhættu- hegðun t.d. í hjálparsveitum, kaup karla á vændi og karla sem syngja í kórum. Á laugardeginum fyrir hádegi verða málstofur um velferð karla, umhyggju, umönn- un og heilbrigði þar sem m.a. verður fjallað um karla í hjúkrun, seinfæra feður og ekkla. Ein mál- stofa fjallar um karlmennsku í miðaldbókmenntum og loks verð- ur málstofa á ensku í samvinnu við Hinsegin bíódaga sem kallast The Invisible Man. Eftir hádegi verður fjallað um karl- mennsku í ljósi sögunnar, allt frá miðöldum fram á þriðja og fjórða áratug 20. aldar. Síðasta málstof- an er svo um karla og fæðingaror- lof.“ – Fyrir hverja er þessi ráð- stefna? „Þetta er þverfagleg ráðstefna, opin öllu áhugafólki, lærðum og leikum, og við búumst við fjörug- um og skemmtilegum umræðum.“ Irma Erlingsdóttir  Irma Erlingsdóttir er fædd í Reykjavík 1968. Hún lauk BA- prófi í bókmenntum og frönsku frá Háskóla Íslands 1992, li- cenceprófi 1993, mastersprófi 1994 og DEA-prófi í bók- menntum frá Háskólanum París VIII árið 1995. Hún var fastráð- in stundakennari í frönsku við HÍ 1997–2001. Deildarstjóri Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum frá 1998–2000 og forstöðumaður síðan 2000. Irma er í sambúð með Geir Svans- syni, framkvæmdastjóra Ný- listasafnsins, og eiga þau tvær dætur. Málið er alls ekki svona einfalt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.