Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Svona, inn með þig, það verða ekki fleiri skíðaferðir. Nú verðum við bara með þig sem for- rit í tölvunni, góði. Möguleikar karlmennskunnar krufðir Nýjar rann- sóknir kynntar Ráðstefna með yfir-skriftina „Mögu-leikar karl- mennskunnar: karl- mennskur í fortíð, nútíð og framtíð“ verður haldin í aðalbyggingu Háskóla Ís- lands á föstudag og laug- ardag, 5.–6. mars, og hefst kl. 14.00 á föstudag. Morg- unblaðið ræddi við Irmu Erlingsdóttur hjá Rann- sóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum, sem stend- ur að ráðstefnunni. – Hver er tilurð þessar- ar ráðstefnu? „Eftir að kvennarann- sóknir tóku að aukast upp úr 1970 varð fræðimönn- um fljótlega ljóst að það var ekki hægt að skoða stöðu kvenna án samheng- is við það þjóðfélagskerfi sem þær bjuggu í og þar með var farið að skoða valdakerfin og hvernig kyn- ið mótar stöðu manneskjunnar. Það á að sjálfsögðu bæði við um konur og karla. Hvað mótar hug- myndir um karlmennsku og hvaða hugmyndir eru þar á ferð. Fyrst þarf að greina hugmyndirn- ar til þess að hægt sé að breyta þeim. Það var ástralski fræðimað- urinn Robert W. Conell sem reið á vaðið í karlmennskurannsóknum. Hann varpaði fram þeim spurn- ingum hvernig karlmenn verða karlmenn, hvernig karlmenn verða valdameiri en konur, hvern- ig mótast hugmyndir um karl- mennsku og hvernig verða þær ríkjandi. Ein meginniðurstaða hans er sú að karlmennska sé mótuð af menningunni á hverjum stað og tíma og því er hún breyt- anleg. Í kjölfarið á rannsóknum hans hafa karlarannsóknir farið vaxandi og þar er ekkert heilagt. Okkur á Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) fannst nauðsynlegt að efla um- ræðuna hér á landi og kynna nýj- ar rannsóknir.“ – Hvers vegna er stofnun um kvennarannsóknir að halda ráð- stefnu um karlarannsóknir? „Eins og nafn stofunnar felur í sér, Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, eru ekki aðeins stundaðar kvennarannsóknir. Kynjafræði, þar sem bæði kynin og tengslin þeirra á milli eru skoðuð, fela í sér bæði kvenna- og karlarannsóknir.“ – Hvaða tilgangi þjóna allar þessar kynjarannsóknir? „Það er löngu viðurkennt að kynin standa misjafnlega að vígi og að þar hallar verulega á konur. Það þarf að kortleggja stöðuna, greina hana og benda á leiðir til úrbóta. Á hverjum tíma þurfa tölulegar staðreyndir að liggja fyrir en þær duga skammt. Við þurfum að kafa niður í djúpgerð samfélagsins, greina valdaupp- bygginu þess og skoða orðræðuna á hverjum tíma til að átta okkur á hvernig valdi karla er viðhaldið og hvernig við getum jafnað stöðuna. Það er vinsælt nú um stundir að segja að ekki þurfi annað en að leiðrétta launamisréttið og senda feður í fæðingar- orlof þar með sé mis- rétti kynjanna úr sög- unni. Kynjarannsóknir sýna að málið er alls ekki svona einfalt. Við byggjum á aldagömlum hefð- um og hagsmunum sem er við- haldið með kynjaðri hugmynda- fræði og kerfi sem m.a. speglast vel í tvískiptingu vinnumarkaðar- ins hér á landi. Kynjarannsóknir eru verkfæri sem á að nota til þess að breyta þessari stöðu, báð- um kynjum til hagsbóta, til þess að gera samfélagið betra.“ – Hverjar verða helstu áherslur á ráðstefnunni? „Þar verður fjallað um mjög spennandi efni. Fyrst er að nefna að við fáum þrjá erlenda gesti í heimsókn. Opnunarfyrirlesturinn flytur Jeff Hearn, prófessor við Háskólann í Helsinki. Hann kynnir gagnrýnar karlarannsókn- ir. Marie Nordberg er frá Svíþjóð og fjallar um femíniska gagnrýni og karlarannsóknir á laugar- dagsmorugn. Og lokafyrirlestur- inn flytur Jörgen Lorentzen um hinn norræna karlmann. Jafn- framt eru málstofur þar sem fjöl- margir fræðimenn taka þátt. Á föstudeginum eru málstofur um karla og drengi í skólum en und- anfarin ár hefur verið töluverð umræða um líðan drengja í skól- um og hvað hægt sé að gera til að bæta hana. Meðal efna í þessari málstofu er erindi um samkyn- hneigð og einelti. Þá verður fjallað um karla og karlmennsku í auglýsingum nútímans og karl- mennsku og karlamenningu en þar á meðal eru erindi um áhættu- hegðun t.d. í hjálparsveitum, kaup karla á vændi og karla sem syngja í kórum. Á laugardeginum fyrir hádegi verða málstofur um velferð karla, umhyggju, umönn- un og heilbrigði þar sem m.a. verður fjallað um karla í hjúkrun, seinfæra feður og ekkla. Ein mál- stofa fjallar um karlmennsku í miðaldbókmenntum og loks verð- ur málstofa á ensku í samvinnu við Hinsegin bíódaga sem kallast The Invisible Man. Eftir hádegi verður fjallað um karl- mennsku í ljósi sögunnar, allt frá miðöldum fram á þriðja og fjórða áratug 20. aldar. Síðasta málstof- an er svo um karla og fæðingaror- lof.“ – Fyrir hverja er þessi ráð- stefna? „Þetta er þverfagleg ráðstefna, opin öllu áhugafólki, lærðum og leikum, og við búumst við fjörug- um og skemmtilegum umræðum.“ Irma Erlingsdóttir  Irma Erlingsdóttir er fædd í Reykjavík 1968. Hún lauk BA- prófi í bókmenntum og frönsku frá Háskóla Íslands 1992, li- cenceprófi 1993, mastersprófi 1994 og DEA-prófi í bók- menntum frá Háskólanum París VIII árið 1995. Hún var fastráð- in stundakennari í frönsku við HÍ 1997–2001. Deildarstjóri Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum frá 1998–2000 og forstöðumaður síðan 2000. Irma er í sambúð með Geir Svans- syni, framkvæmdastjóra Ný- listasafnsins, og eiga þau tvær dætur. Málið er alls ekki svona einfalt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.