Morgunblaðið - 04.03.2004, Síða 10
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÞINGMENN Samfylkingarinnar
kölluðu eftir afstöðu Þorgerðar K.
Gunnarsdóttur menntamálaráð-
herra til innheimtu afnotagjalda
Ríkisútvarpsins í fyrirspurnatíma á
Alþingi í gær. Ráðherra svaraði því
til að það væri óábyrgt ef hún gæfi
það út hér og nú að afnema ætti
gjöldin. Hún sagði að það þyrfti að
fara gaumgæfilega yfir þessi mál og
skoða hvaða valkostir væru í stöð-
unni. Í máli hennar kom aukinheld-
ur fram að rekstravandi Ríkisút-
varpsins hefði verið til sérstakrar
umfjöllunar í ráðuneytinu um nokk-
urt skeið. Sagði hún að skoða þyrfti
málefni RÚV í heild sinni. Afnota-
gjöld væru þar engin undantekning.
„Við verðum að gera okkur grein
fyrir því hvaða kosti við eigum ef við
segjum nei við afnotagjöldum,“ út-
skýrði hún. Ítrekaði hún síðar í um-
ræðunni að hún vildi ekki segja af
eða á um það hvort afnema bæri af-
notagjöldin.
Vilja afnotagjöldin burt
Ágúst Ólafur Ágústsson, þing-
maður Samfylkingarinnar, var máls-
hefjandi umræðunnar. Hann sagði
að afnotagjöld hefðu margs konar
ókosti. „Innheimtuaðferðin er dýr
en nefnt hefur verið að það kosti um
80 milljónir króna árlega að reka
innheimtudeild Ríkisútvarpsins.“
Hann sagði að afnotagjöldin væru
einnig óskilvirk innheimtuaðferð.
Talið væri að allt að 9% gjaldenda
kæmust hjá því að greiða gjöldin.
Menntamálaráðherra leiðrétti þetta
hlutfall síðar í umræðunni og sagði
það 5,5%. Ágúst sagði að mun væn-
legra væri að standa undir rekstri
Ríkisútvarpsins með framlagi á fjár-
lögum og með þjónustusamningi til
langs tíma. Hann sagði að einnig
mætti skoða aðrar leiðir til tekjuöfl-
unar s.s. auðlindagjald á útvarpsrás-
um og gjald á tilteknar auglýsingar
sem rynnu til stofnunarinnar.
Nokkrir þingmenn tóku til máls í
umræðunni um þessi mál og kvaðst
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður
Framsóknarflokksins, algjörlega
ósammála því sjónarmiði að fella
eigi niður afnotagjöld. „Ég tel það
nauðsynlegan tekjustofn fyrir Rík-
isútvarpið, bæði til að tryggja afl
þess og sjálfstæði.“
Björgvin G. Sigurðsson, Samfylk-
ingu, sagði að stefna ætti að því að
fella niður afnotagjöld, sem væru
úrelt og gamaldags innheimtuaðferð
og Mörður Árnason, samflokksmað-
ur hans, sagði mikilvægt að ráð-
herra gerði grein fyrir afstöðu sinni
til þessa máls. Jóhann Ársælsson,
Samfylkingu, tók í sama streng.
Birkir J. Jónsson, Framsóknar-
flokki, sagðist telja að það myndi
ógna sjálfstæði RÚV ef það yrði sett
á fjárlög. Einar Már Sigurðarson,
þingmaður Samfylkingarinnar,
sagði það athyglisvert að framsókn-
armenn óttuðust það að RÚV yrði
sett á fjárlög. Hann sagði að það
hlyti að segja nokkuð um það hvern-
ig rætt væri um RÚV meðal rík-
isstjórnarflokkanna.
Gott samstarf milli
stjórnarflokka
Sigurjón Þórðarson, þingmaður
Frjálslynda flokksins, sagði að sinn
flokkur styddi það að fundin yrði
önnur tekjuöflunarleið en afnota-
gjöldin. Jafnvel kæmi til greina að
setja RÚV á fjárlög. Jón Kr. Ósk-
arsson, varaþingmaður Samfylking-
arinnar, sagði að ekki mætti van-
meta það sjónarmið að
Ríkisútvarpið væri mikilvægur ör-
yggisventill og Valdimar L. Frið-
riksson, sem einnig er varaþingmað-
ur Samfylkingarinnar, velti því fyrir
sér hvort ekki ætti að skoða það
hvernig þessi 5,5% sem ekki greiddu
til RÚV væru hundelt.
Hjálmar Árnason, þingmaður
Framsóknarflokksins kom einnig í
pontu undir lok umræðunnar og
sagði það ekki rétt að Framsókn-
arflokkurinn héldi Ríkisútvarpinu í
gíslingu. Hann sagði að það væri af-
skaplega gott samstarf milli ríkis-
stjórnarflokkanna um RÚV.
Þingmenn kölluðu eftir afstöðu menntamálaráðherra til afnotagjalda
Rekstrarvandi RÚV til
skoðunar í ráðuneytinu
Morgunblaðið/Þorkell
Þingmenn fylgjast grannt með umræðum á Alþingi. Fremstir sitja Guðjón Hjörleifsson og Magnús Stefánsson.
IÐNAÐARRÁÐHERRA, Valgerð-
ur Sverrisdóttir, hefur lagt fram á
Alþingi lagafrumvarp þar sem lagt
er til að lög um jöfnun flutnings-
kostnaðar á sementi falli úr gildi og
að jöfnunin verði afnumin frá og
með 1. júní 2004. Samkvæmt frum-
varpinu er gert ráð fyrir því að
stjórn flutningsjöfnunarsjóðs annist
uppgjör og frágang vegna skuld-
bindinga hans, s.s. gerð ársreikn-
ings, og skal því lokið fyrir 1. októ-
ber 2004.
Skv. gildandi lögum er flutnings-
jöfnunargjald lagt á hvert selt tonn
af sementi og er gjaldið lagt í flutn-
ingsjöfnunarsjóð sements. Í athuga-
semdum frumvarpsins segir að út-
gjöld flutningsjöfnunarsjóðs hafi
verið 156 milljónir árið 2002. „Sam-
kvæmt upplýsingum flutningsjöfn-
unarsjóðs sements fór hlutfallslega
stærstur hluti tekna sjóðsins miðað
við innheimt gjöld sjóðsins í að
jafna kostnað vegna flutning sem-
ents til Norðurlands eystra og
Austurlands. Stærstur hluti tekna
sjóðsins kom hins vegar af inn-
heimtu flutningsjöfnunarsjóðs-
gjalda af sementi sem flutt var til
Reykjavíkur og á Reykjanes eða
tæpar 105 milljónir króna,“ segir í
athugasemdunum.
Hafi leitt til hærra verðs
Lög um jöfnun flutningskostnað-
ar á sementi tóku gildi 24. maí
1973. Iðnaðarráðherra skipaði
nefnd, í lok ágúst 2003, til að end-
urskoða þau lög. Pétur Örn Sverr-
isson frá iðnaðarráðuneytinu var
formaður hennar. „Í áliti nefndar-
innar kemur fram að frá því lög um
jöfnun flutningskostnaðar á sementi
voru sett hafi markaðsaðstæður og
leikreglur á markaði gjörbreyst,
hvort sem horft er til samkeppn-
isreglna eða viðhorfa til afskipta
ríkisins af atvinnulífi. Þá hafi bygg-
ingaraðferðir, samgöngur og dreifi-
leiðir gjörbreyst,“ segir í athuga-
semdum frumvarpsins.
„Þá telur nefndin að núverandi
kerfi hafi leitt til hærra sements-
verðs en ella þar sem það hafi í för
með sér að flutningskostnaður sé
hærri en vera þyrfti. Fyrirkomulag-
ið leiði til þess að aðilar á markaði
leiti ekki leiða til að auka hag-
kvæmni í flutningum.“ Í athuga-
semdunum segir ennfremur að af-
nám flutningsjöfnunar muni að
öllum líkindum leiða til einhverrar
lækkunar sementsverðs á suðvest-
urhorni landsins þar sem um 85%
sements, sem ekki fer til stórfram-
kvæmda, er notað. Jafnframt megi
vænta einhverrar hækkunar á sem-
entsverði á öðrum stöðum.
„Líkur bendi hins vegar til þess
að hagræðing í flutningum og sam-
keppni á sementsmarkaði leiði til
þess að hækkun sementsverðs á
landsbyggðinni verði óveruleg.“
Telur fyrrgreind nefnd iðnaðarráð-
herra því umrædd lög úrelt og er
hún sammála um að leggja til að
starfsemi flutningsjöfnunarsjóðs
sements verði lögð niður og hætt
verði sérstakri jöfnun flutnings-
kostnaðar sements.
Iðnaðarráðherra leggur fram frumvarp um sement
Afnumin verði jöfnun
flutningskostnaðar
BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð-
herra sagði í umræðu utan dagskrár á
Alþingi í gær að enginn þyrfti að ótt-
ast það að hættuástand skapaðist um
sjúkraflutninga Landhelgisgæslunn-
ar vegna þess að samningum Land-
spítala – háskólasjúkrahúss, þriggja
ráðuneyta og Landhelgisgæslunnar
um þyrlulækna hefði verið sagt upp.
Læknum sem starfa á þyrlu Land-
helgisgæslunnar hefur verið sagt upp
störfum frá og með 1. maí næstkom-
andi. „Það ríkir ekkert hættuástand,“
sagði ráðherra, „samningurinn er í
gildi og það er verið að fylla það tóma-
rúm sem skapast ef þessi samningur
gildir ekki áfram. Og það þarf enginn
að óttast að það skapist eitthvert slíkt
tómarúm; að það verði hér hættu-
ástand vegna þess að það verði ekki
unnt að sinna þessari þjónustu á þann
veg að öryggi landsmanna sé tryggt.“
Guðjón A. Kristjánsson, formaður
Frjálslynda flokksins, var málshefj-
andi umræðunnar. „Störf fyrir þyrlu-
lækna eru í upnámi,“ sagði hann,
„ekki fer á milli mála að það getur
skipt sköpum um lífsvon slasaðra og
verndun lima að læknir sé í för. Þetta
vita starfsmenn Landhelgisgæslunn-
ar afar vel og bera eðlilega þá von í
brjósti að allir landsmenn fái notið
þjónustunnar.“ Hann og fleiri þing-
menn skoruðu á ráðherra að beita sér
fyrir því að útvega fé til Landhelg-
isgæslunnar svo hægt yrði að hafa
lækna á þyrlum hennar. Kristinn H.
Gunnarsson, þingmaður Framsókn-
arflokksins, var einn þeirra. „Ég
skora á hæstvirtan ráðherra að beita
sér fyrir því að útvega það fé til Land-
helgisgæslunnar þannig að við þurf-
um ekki að búa við óvissu um nokk-
urra vikna hríð til viðbótar við það
sem þegar er liðið á þessu ári. Hæst-
virtur dómsmálaráðherra hefur þeg-
ar sýnt það að hann getur beitt sér og
verið fundvís á fé þegar öryggismál
eru annars vegar. Og ég trúi ekki
öðru en að honum reynist það létt
verk að finna nauðsynlegt fjármagn
til að tryggja áframhaldandi rekstur
flugbjörgunarsveita Landhelgisgæsl-
unnar. Það er alveg jafn mikið örygg-
ismál eins og að fjölga í sérsveitum
lögreglunnar,“ sagði hann.
Dómsmálaráðherra um sjúkra-
flutninga Landhelgisgæslunnar
Enginn þarf að
óttast hættuástand
Í FRUMVARPI sex þingmanna
Framsóknarflokksins, sem lagt hef-
ur verið fram á Alþingi, er lagt til að
krafa um ábyrgðarmann á námslán-
um verði felld úr lögum um Lánasjóð
íslenskra námsmanna. Þess í stað
eigi hver námsmaður að ábyrgjast
endurgreiðslu eigin láns. „Eitt af
meginmarkmiðum ríkisstjórnarinn-
ar er að Lánasjóður íslenskra náms-
manna gegni áfram því hlutverki að
vera félagslegur jöfnunarsjóður sem
tryggi öllum tækifæri til náms,“ seg-
ir í greinargerð frumvarpsins. „Lið-
ur í að tryggja slík markmið er að
fella burt ábyrgðarmannakröfu á
námslánum,“ segir ennfremur. „Vit-
að er að nokkur fjöldi námsmanna
hefur ekki tök á að leita til aðstand-
enda eða annarra til að ábyrgjast
námslánin. Þessir námsmenn eiga
ekki kost á að stunda nám. Mikil-
vægt er að leiðrétta þetta óréttlæti.“
Fyrsti flutningsmaður frumvarps-
ins er Dagný Jónsdóttir. Meðflutn-
ingsmenn eru Birkir J. Jónsson,
Magnús Stefánsson, Kristinn H.
Gunnarsson, Hjálmar Árnason og
Jónína Bjartmarz.
Frumvarp um breyt-
ingar á lögum um LÍN
Krafa um
ábyrgðar-
mann verði
felld úr gildi
♦♦♦
AFNEMA á einkarétt ríkisins á inn-
flutningi og framleiðslu á tóbaki 1.
júlí nk. samkvæmt frumvarpi fjár-
málaráðherra. Áfengis og tóbaks-
verslun ríkisins (ÁTVR) mun þó
áfram hafa einkarétt á heildsölu.
Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR,
segir þetta leiða til þess að allir sem
vilja geti flutt inn tóbak að uppfyllt-
um tilteknum skilyrðum. Telur hann
líklegt að innflytjendum tóbaks muni
fjölga nokkuð. „Við munum sjá um
heildsöludreifinguna og innkaupa-
reglur okkar munu stýra flæði tób-
aks inn á markaðinn,“ segir Ívar.
Því muni ÁTVR kaupa tóbak af
innlendum aðilum í stað þess að
flytja það allt inn.
Innflutn-
ingur tóbaks
verði frjáls