Morgunblaðið - 04.03.2004, Síða 12

Morgunblaðið - 04.03.2004, Síða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ SÉRA Bjarni Karlsson, sóknarprest- ur í Laugarneskirkju, gerði samkyn- hneigð að umræðuefni í predikun sinni í messu á sunnudag og sagðist ekki skilja hvers vegna andstaðan við réttindabaráttu samkynhneigðra væri hvað sterkust í nafni kristinnar trúar. Sagðist hann vonast til að þjóð- in og leiðtogar kirkjunnar í landinu mættu skjótt finna farsælar lausnir í þessum efnum því sú tregða sem enn ríkti ylli skelfilegum þjáningum. Sr. Bjarni vitnaði í fjallræðu Jesú Krists sem sagði: „Dæmið ekki, og þér munuð eigi dæmdir verða. Sak- fellið eigi, og þér munuð eigi sakfelld- ir verða.“ Sagði hann að í þessu ljósi fyndist honum það skrýtið og óskilj- anlegt að mjög margt gott fólk, sem opinberlega kallaði sig kristið, væri alveg sannfært um að samkyn- hneigðu fólki væri ekki treystandi í þjóðfélaginu. „Ég skil ekki af hverju andstaðan við réttindabar- áttu sam- kynhneigðra er hvað sterkust í nafni kristinnar trúar. Mér finnst það í sannleika sagt óskiljanlegt. Ítrekað hef ég rætt við góðar og grandvarar manneskjur, fólk sem aldrei myndi vilja vinna nokkurri manneskju ógagn, og ver jafnvel stórum hluta frí- tíma síns í kærleiks- og líknarþjón- ustu úti í bæ, en þegar talið berst að réttindum samkynhneigðra þá myrkvast svipur þess og yfir varir sem venjulega blessa allt og alla, velta orð sem virka meiðandi og dæmandi á mig,“ sagði sr. Bjarni. Sagði hann að margir yrðu pirrað- ir, reiðir og smeykir um hitt og þetta í þessari umræðu. „Það eru staðreynd- ir sem ekki verður á móti mælt að samkynhneigt fólk er á engan hátt öðruvísi en annað fólk að því frátöldu að það hneigist til að elska sama kyn. Þau langar til að eiga ævifélaga af sama kyni. Samkynhneigðir eru ekki síðri uppaldendur en gagnkynhneigð- ir, nema síður sé, og börn þeirra eru ekki líklegri en börn annarra til að verða sjálf samkynhneigð, ef einhver skyldi nú óttast það.“ Jesú bannar fólki að dæma líf annarra Sr. Bjarni sagði ástæðu þess að hjónabönd væru almennt af hinu góða að með stofnun þess lýsti fólk yfir þeirri hugsjón að lifa saman í trúnaði, ást og virðingu og axla ábyrgð á eigin lífi. Hann spurði hvað væri svo hræði- legt við að tvær konur eða tveir karl- menn tækju þetta skref, og hver leyfði fólki að velta þeim tilfinningum yfir á ókunnugt fólk, sem væri bara að reyna að lifa sínu lífi. „Það getur ekki verið úr Biblíunni, það getur ekki ver- ið frá Jesú Kristi sú hugmynd, að banna fólki að lýsa yfir gagnkvæmum trúnaði, ást og virðingu og axla op- inbera ábyrgð á heimili sínu. Ég hafna því,“ sagði hann og benti á að Jesú bannaði fólki að dæma um líf annarra. Í Guðspjöllunum fjórum sé ekki að finna eina frásögn þar sem Jesús skammar einhvern fyrir siðferði hans eða efast um ábyrgð fólks á eigin lífi. „Einu mennirnir sem hann ávítaði voru þeir sem töldu sjálfa sig réttláta en fyrirlitu aðra. Það er þess vegna sem mér finnst svo nöturlegt þegar fólk tortryggir samkynhneigða í nafni trúarinnar. Vil ég loks láta í ljós þá bæn að þjóðin og leiðtogar kirkjunnar í landinu megi skjótt finna farsælar lausnir í þessum efnum. Því sú tregða sem enn ríkir veldur skelfilegum þjáningum,“ sagði sr. Bjarni. Sr. Bjarni Karlsson sóknarprestur í predikun í Laugarneskirkju Nöturlegt þegar fólk tortryggir samkynhneigða í nafni trúarinnar Bjarni Karlsson hefur formlegt gildi að lögum. Biskup sagði að kirkjan þyrfti auðvitað að leggja sitt lóð á vogarskálarnar. „Sem stendur höfum við meðal annars sett okkur að efla fræðslu meðal starfsmanna kirkjunnar, innan sálgæslunnar, um samkyn- hneigð með það í huga að vera betur í stakk búin til að taka á móti þeim sem glíma við vanda vegna hennar, bæði samkyn- hneigt fólk og aðstandendur þeirra. Einnig fylgj- umst við grannt með umræðu um þessi mál hjá systurkirkjum okkar. Prestafélag Íslands hélt nýlega málþing með Samtökum foreldra og aðstandenda samkyn- hneigðra þar sem tekinn var púlsinn á stöðunni og sú umræða heldur áfram innan þeirra vébanda. Hér er íslenska þjóðkirkjan samstiga þeim kirkjum sem þjóðkirkjan er í samstarfi við austan hafs og vestan og fylgist náið með þeim umræðum sem þar eiga sér stað. Þar eru miklar umræður og deilur um þessi mál, en formlega hefur engin ná- grannakirknanna vígt samkynhneigða sem hjón,“ sagði biskup. „SAMKYNHNEIGT fólk er líkt og annað kristið fólk velkomið til starfa innan kirkjunnar, hvort heldur sem leikmenn eða vígðir. Prestastefnur og Kirkjuþing hafa fjallað um samkynhneigð og kirkju og hvatt til umræðu, samtals og fræðslu á vettvangi kirkjunnar. Samkynhneigðir eru velkomnir í sam- félag kirkjunnar,“ segir Karl Sigurbjörnsson, bisk- up Íslands. Karl sagði að þjóðkirkjan viðurkenndi staðfesta samvist sem sambúðarform og hún hefði á sínum tíma fagnað þeirri réttarbót sem lögin um staðfesta samvist voru. Prestar þjóðkirkjunnar hefðu blessað samkynhneigð pör, þó að það væri ekki athöfn sem Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, um málefni samkynhneigðra Velkomnir í samfélag kirkjunnar Karl Sigurbjörns- son biskup MIKILL fjöldi fólks lagði leið sína í aðalbyggingu Háskóla Íslands á þriðjudag til að kynna sér þær leiðir sem þar standa til boða í framhalds- námi, en Háskólinn býður nú upp á um áttatíu námsleiðir í framhalds- námi auk hátt í fjörutíu leiða í við- bótarnámi til starfsréttinda. Kennarar og nemendur í hinum ýmsu fræðigreinum voru á staðnum og veittu upplýsingar um námið og kynntu það fyrir viðstöddum. Fengu gestir tækifæri til að fræðast um námið frá báðum hliðum, bæði um námsefnið og tilhögun námsins og þá reynslu sem nemendur hafa af nám- inu. Ennfremur kynntu nemendur sum af þeim rannsóknarverkefnum sem unnin eru á framhaldsstigi. Rannsóknartengt framhaldsnám er einn helsti áhersluþáttur í starfi HÍ, en uppbygging framhaldsnáms- ins styrkir stöðu skólans í sam- keppni við erlenda háskóla um starfsfólk, stúdenta og fé til rann- sókna úr alþjóðlegum sjóðum. Mikill vöxtur hefur verið í fram- haldsnámi við Háskólann undanfarin ár, bæði hefur nemendum fjölgað og námsframboð aukist. Allar deildir skólans bjóða nú upp á framhalds- nám og hefur framhaldsnemum fjölgað um 150% á síðustu fimm ár- um. Nú stunda um 1240 manns framhaldsnám við Háskóla Íslands, þar af um 110 í doktorsnámi. Sífellt vaxandi áhugi Guðrún J. Bachman, kynning- arstjóri Háskólans, segir mikinn vöxt framhaldsnáms endurspegla aukna þörf fyrir menntað vinnuafl í landinu. „Kröfur um nám eru að verða sífellt meiri og þörf á vel menntuðu fólki. Gárungarnir kalla þetta stundum menntunarverð- bólgu. Mesti vaxtarbroddur Háskól- ans er í framhaldsnáminu. Fram- haldsnemar eru nú yfir tólf hundr- uð, en við gerum ráð fyrir því að sú tala nálgist fimmtán hundruð á næstu tveimur árum,“ segir Guð- rún. Aðstaða Háskólans hefur þó ekki vaxið samhliða fjölgun nemenda og hefur því þrengt nokkuð að bæði nemendum í grunn- og framhalds- námi. Guðrún segir þetta allt stefna til bóta með nýja náttúrufræðihús- inu Öskju og Háskólatorgi, sem komi til með að rísa á næstu árum og tengja saman nemendur skólans á nýjan hátt. „Það er mikil uppbygg- ing framundan og aðstaðan verður sífellt betri. Háskóli Íslands er í raun samfélag nemenda og kennara, lifandi og í stöðugri mótun. Þar er hlutverk rannsóknarnáms auðvitað mjög mikilvægt.“ Guðrún segist ennfremur ákaf- lega ánægð með þær undirtektir sem kynningardagurinn hefur feng- ið. „Þetta er í fjórða sinn sem við höldum kynningu af þessu tagi og gestirnir verða fleiri með hverju árinu. Hér var allt orðið fullt út úr dyrum um leið og kynningin hófst klukkan fjögur. Við höfðum örlitlar áhyggjur af því að veðrið myndi setja strik í reikninginn, en fólk lét það greinilega ekki aftra sér,“ segir Guðrún að lokum. Meðal nýrra námsleiða sem kynntar voru má nefna meistaranám í blaða- og fréttamennsku, meistaranám í bókasafns- og upplýsingafræði, þverfaglegt meistaranám í upplýs- ingatækni á heilbrigðissviði auk þess sem Lagadeild býður nú upp á alþjóðlegt meistaranám í alþjóða- og umhverfislögfræði. Framhaldsnemum fjölgar ört við HÍ Morgunblaðið/Árni Sæberg Margir nýttu sér tækifærið og kynntu sér fjölbreytilega möguleika á framhaldsnámi við HÍ. PERSÓNUVERND hefur úr- skurðað miðlun mynda af kynlífsathöfnum þriggja ung- menna í sundlaug Bolung- arvíkur í ágúst sl. ólöglega. Tildrög málsins voru þau að tveir piltar og ein stúlka fóru að næturlagi í heitan pott við sundlaugina og áttu þar ástarleik sem tekinn var upp á myndband með eftir- litsmyndavél við laugina. Myndbandið bar síðan fyrir augu ótilgreinds fjölda fólks í bænum og var kvartað yfir þeirri meðferð. Þess var kraf- ist að myndbandinu yrði eytt og að starfsfólk sundlaugar- innar yrði látið sæta ábyrgð fyrir brot á trúnaðar- og þagnarskyldum sínum. Ekki var um það deilt að sú rafræna vöktun sem fram færi í sundlauginni væri í ör- yggis- og eignavörsluskyni og ætti sér því málefnalegan til- gang. Fór í bága við persónuverndarlög Persónuvernd taldi á hinn bóginn að miðlun þeirra per- sónuupplýsinga sem hér um ræddi gæti ekki talist sam- rýmanleg almennum viðhorf- um um það hvað teldist vera sanngjörn notkun persónu- pplýsinga né yrði komið auga á að hún hefði þjónað mál- efnalegum tilgangi. Fór um- rædd miðlun því í bága við persónuverndarlög. Miðlun mynda af kynlífs- athöfnum ólögleg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.