Morgunblaðið - 04.03.2004, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 04.03.2004, Qupperneq 15
w w w .d es ig n. is © 20 04 Yfir 32.000 sjúkrafljálfarar, kírópraktorar og læknar um heim allan mæla me› Tempur Pedic, fl.á.m. á Íslandi. Heilsud‡nur Hei lsukoddar Barna - hei lsukoddar fiægindakoddar Vi›urkenndur lífsstíll Faxafeni 5 Sími 588 8477 www.betrabak.is Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 15 Hámarksrefsing í báðum tilvikum er tveggja ára fangelsi en saksóknari fer einungis fram á sektir. Sagði af sér í júní Jäätteenmäki er 49 ára gömul og lögfræðingur að mennt. Hún sagði af sér eftir að hafa verið sökuð um að ljúga að þingheimi varðandi það að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla ANNELI Jäätteenmäki, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, vísaði í gær á bug ákæru um að hún hefði hvatt aðstoðarmann forseta til að brjóta lög. Réttarhöld hófust í gær í máli Jäätteenmäki en með embætt- istöku hennar sem forsætisráðherra urðu Finnar á sínum tíma fyrstir lýð- ræðisþjóða til að hafa konur í tveim- ur æðstu embættum landsins, emb- ættum forseta og forsætisráðherra. Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi, Martti Manninen er sakaður um að hafa látið Jäätteenmäki hafa leynileg gögn um stefnu Paavos Lipponens, þáverandi forsætisráðherra, gagn- vart Íraksdeilunni fyrir þingkosning- ar á síðasta ári. Manninen er ákærð- ur fyrir að hafa brotið lög er kveða á um leynd opinberra gagna. Jäätteen- mäki, sem neyddist til að segja af sér í júní í fyrra eftir að hafa verið við völd í fáeina mánuði, var sökuð um að hafa hvatt hann eða stutt til að brjóta lög. um stefnu Finnlands gagnvart Íraksdeilunni fyrir þingkosningarn- ar í mars 2003. Hún varð forsætis- ráðherra í apríl eftir að hafa leitt flokk sinn, Miðflokkinn, til naums sigurs í kosningunum. Í kosninga- baráttunni notaði hún upplýsingarn- ar til að saka Lipponen um að tefla í tvísýnu hlutleysisstefnu Finna með því að styðja stríð bandamanna gegn Írak. Máli sínu til stuðnings birti Jäätteenmäki útdrætti úr leynilegu gögnum á vefsíðu sinni um fund Lipponens og George W. Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í desember 2002. Jäätteenmäki ítrekaði í gær fyrri ummæli sín um að hún hefði ekki beðið Manninen um gögnin og henni hefðu óvænt borist þau í hendur. Hún hefði talið nauðsynlegt að al- menningur vissi um efni þeirra. Bú- ist er við að vitnaleiðslum ljúki á morgun, föstudag, og að dómur verði kveðinn upp hálfum mánuði síðar. Réttarhöld hafin yfir Jäätteenmäki Reuters Anneli Jäätteenmäki á leið inn í réttarsalinn í Helsinki í gær. Helsinki. AP, AFP. SVO tryggir hafa gamlir hlustendur hans sumir verið að þeir hafa ekki misst úr einn einasta þátt af Bréfi frá Ameríku. En nú er Bretinn Al- istair Cooke orð- inn 95 ára gamall og heilsan að bila, hann flytur sinn síðasta þátt á föstudaginn kem- ur. „Í 58 ár hef ég notið þess mjög að flytja þessa þætti og vona að ég hafi miðlað einhverju af ánægj- unni til hlustenda. Þeim vil ég nú þakka fyrir tryggðina – og góðar stundir,“ verða síðustu orð Cookes, að því er kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá breska ríkisútvarpinu, BBC. Sjálfur hafði hann reyndar hugsað sér að flytja tíðindin sjálfur í síðasta þættinum. Cooke er verkamannssonur frá Blackpool en lauk námi við Cam- bridge, Harvard og Yale. Hann varð kvikmyndagagnrýnandi hjá BBC ár- ið 1934 en fluttist til New York og varð bandarískur borgari árið 1941. Fimm árum síðar bauðst hann til að flytja vikulega 15 mínútna þætti fyrir BBC um bandarísk málefni, allt milli himins og jarðar, og átti verk- efnið að standa í sex vikur. En að sögn AFP-fréttastofunnar fullyrðir Cooke að yfirmenn BBC hafi „gleymt“ að stöðva þáttinn! Menn sáu hann fyrir sér í hug- anum, prúðmannlegan Bretann, með hljóðnemann í bókaherbergi sínu með útsýni yfir Central Park. Cooke fræddi landa sína handan hafsins og aðra um það sem efst var á baugi vestra en ekki síður banda- ríska sögu og stjórnmál, lífgaði upp á frásögnina með ýmsum frum- legum athugasemdum, sagði frá mörgu kynlegu og reyndi af þol- inmæði að skýra það sem var að ger- ast í þessu geysistóra og undarlega landi. En hann var líka á staðnum þegar dramatískir atburðir gerðust. Sem dæmi má nefna morðið á Ro- bert Kennedy í Kaliforníu árið 1968. Cooke var einnig höfundur að þrettán sjónvarpsþáttum um banda- ríska sögu og árið 1973 ritaði hann bók um sama efni. Hún heitir ein- faldlega Ameríka og varð met- sölubók. Aðeins þrisvar hefur það gerst að þáttur Cookes hafi fallið niður. Síðast var það um síðustu helgi og þá heyrðu hlustendur að röddin var veik og hann var þjáður. Síðasta Ameríkubréf í loftið Alistair Cooke hefur haldið uppi vikulegu útvarps- rabbi í 58 ár Alistair Cooke

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.