Morgunblaðið - 04.03.2004, Side 17

Morgunblaðið - 04.03.2004, Side 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 17 LÖGREGLAN í Austurríki til- kynnti í gær að 113 kg af heróíni hefðu fundist falin í rúmönskum flutningabíl sem var á leið til Frakklands. Er þetta mesta magn eiturlyfja, sem lagt hefur verið hald á í einu í Austurríki. Lögreglan fékk ábendingu frá lögreglunni í Þýskalandi og stöðvaði vörubílinn á hraðbraut á mánudag. Tveir Rúmenar, 28 og 52 ára, voru í bílnum en þeir sögðust ekki hafa vitað um fíkniefnið. Austurríska lögregl- an segir að heróínið sé metið á um 56 milljónir evra eða um 5 milljarða króna í götusölu. Föngum ekki sleppt? TALSMENN bandaríska varn- armálaráðuneytisins hafa stað- fest, að hugsanlega verði föng- um í Guantanamo ekki sleppt, þótt þeir verði sýknaðir fyrir herrétti. Bandarísk yfirvöld réttlæta þessa stefnu með því, að fangarnir geti verið hættu- legir áfram þótt engin sök verði fundin hjá þeim. Kom þetta fram á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins. Yfirvöld segja, að málið sé tvíþætt. Annars vegar sé föng- unum haldið vegna þess, að þeir séu grunaðir um að vera óvina- hermenn í yfirstandandi stríði, og hins vegar vegna þess, að sumir kunni að verða ákærðir fyrir stríðsglæpi eða önnur af- brot. Verði einhver fundinn sek- ur um stríðsglæpi verði hann að sitja af sér dóminn þótt öðrum yrði sleppt að hryðjuverka- stríðinu loknu. Mannfall í Nepal MINNST 41 maður féll í hörð- um átökum öryggislögreglu- manna og uppreisnarmanna maóista í Nepal aðfaranótt mið- vikudags, að sögn talsmanns hersins í gær. Sagði hann að um 2.000 vopnaðir uppreisnarmenn hefðu ráðist á borgina Bhojpur í austurhluta landsins. Þar eru aðalstöðvar héraðsstjórnar á svæðinu og var skorið á símalín- ur og reynt að ræna ríkisrekinn banka. Uppreisnarmenn náðu ekki að leggja borgina undir sig. Afnema ferðabann BANDARÍSK stjórnvöld hafa slakað verulega á refsiaðgerð- um gegn Líbýu og fellt úr gildi tveggja ára- tuga gamalt bann við ferð- um banda- rískra borg- ara þangað. Með þessu er Banda- ríkjastjórn að launa Muammar Gaddafi, leið- toga Líbýu, þá ákvörðun hans að hætta öllum áætlunum um smíði gereyðingarvopna og taka upp fullt samstarf við Alþjóða- kjarnorkumálastofnunina. George W. Bush Bandaríkjafor- seti tilkynnti einnig, að banda- rísk fyrirtæki, sem haft hefðu einhver ítök í Líbýu áður en refsiaðgerðirnar voru ákveðnar, mættu endurvekja þau við- skipti. Hann skoraði á Líbýu- stjórn að senda sendiherra til Washington. STUTT Yfir 100 kg af heróíni Muammar Gaddafi BELGÍSKI barnaníðingurinn Marc Dutroux bar fyrir rétti í gær að hann væri óheppinn blóraböggull barna- níðingagengis. Fullyrti hann í vitnis- burði sínum, á þriðja degi „réttar- halda aldarinnar“ í Belgíu þar sem réttað er yfir Dutroux og meintum samverkamönnum hans, meðal ann- ars að tveir lögreglumenn hefðu átt þátt í að ræna tveimur stúlkum sem hann er sakaður um að hafa rænt, nauðgað og myrt. Hann er alls ákærð- ur fyrir að ræna og nauðga sex stúlk- um og myrða fjórar þeirra. Er þetta í fyrsta sinn sem Dutroux lýsir opinberlega því sem gerðist í þeirri hryllingsatburðarás sem haldið hefur belgísku þjóðinni hálflamaðri af hryllingi og hneykslan frá því málið tók að skýrast í ágúst 1996. Þá bjarg- aði lögreglan tveimur stúlkum, þá 12 og 14 ára, úr leynilegu herbergi í kjallara húss sem Dutroux átti og fann lík hinna fjögurra grafin í jörðu. Dutroux ávarpaði réttinn innan úr skotheldum glerklefa. Lýsti hann sín- um þætti í atburðarásinni. Í eina skiptið sem hann virtist við það að vikna í þriggja tíma löngum vitnis- burðinum var þegar dómarinn bað hann að lýsa hvernig honum liði er hann minntist þessara atburða. „Ég gerði mistök, ég drýgði jafnvel glæpi. Ef það bara væri hægt að fara aftur til þess sem var áður en … en það er ekki hægt,“ sagði hann. Dutroux innréttaði falið kjallara- rými í húsi sínu sem dýflissu þar sem stúlkum var haldið og þær beittar ólýsanlegu kynferðislegu ofbeldi. En maðurinn sem belgískir fjöl- miðlar hafa nefnt „skrímslið frá Charleroi“ neitaði aðild að morðunum á stúlkunum fjórum, og neitaði jafn- framt að hafa átt nokkurn þátt í rán- inu á tveimur átta ára stúlkum, en fréttir af örlögum þeirra vöktu á sín- um tíma viðbjóð um allan heim. Fullyrti Dutroux að meginsökin lægi hjá meðsakborningunum, þ. á m. eiginkonu hans, og hjá manni sem Dutroux sjálfur síðar drap. Lögmenn fórnarlambanna og eins meðsakborn- ingsins, kaupsýslumannsins Michel Nihoul, hneyksluðust á því hvernig Dutroux reyndi að varpa sök á aðra. Réttarhöld hafin yfir belgíska barnaníðingnum Marc Dutroux Varpar sök á samverkamenn Arlon. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.