Morgunblaðið - 04.03.2004, Side 22

Morgunblaðið - 04.03.2004, Side 22
AUSTURLAND 22 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433 Flott föt fyrir konur á öllum aldri Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Fiðlunámskeið | Tónlistarnámskeiðið Fiðlan sem þjóðlagahljóðfæri hefst á föstu- dagskvöld í grunnskólanum á Eiðum. Nám- skeiðið er á vegum Tónlistarskóla Austur- Héraðs og verða leiðbeinendur þau Charles Ross lágfiðluleikari og Wilma Young fiðlu- leikari. Á námskeiðinu verða einkum þátt- takendur frá Reykjavík og Austurlandi. Því lýkur á sunnudag með tónleikum á Eiðum og hefjast þeir kl. 14, en aðgangur er ókeypis og öllum heimill.    Bikarmót á skíðum | Bikarmót Skíða- sambands Íslands fyrir 13 til 14 ára verður haldið m helgina á skíðasvæðinu í Stafdal. Skíðafélag Fjarðabyggðar skipuleggur mótið ásamt skíðadeild Hugins á Seyð- isfirði. Reiknað er með á áttunda tug kepp- enda til mótsins auk föruneytis.    Virkjunarmolar | Aðeins á eftir að setja tæp 10% fyllingarefnis í svokallaða varn- arstíflu í Hafrahvammagljúfri og um 35 þúsund rúmmetrar af fyllingarefni bættust í síðustu viku við Kárahnjúkastíflu. Þar af fóru um 12 þúsund rúmmetrar í botn gljúf- ursins. Vel gengur með frárennslisgöng í Fljótsdal en nokkuð hægar með vinnu við aðkomugöng og er sprungum og misgengi þvert á göngin kennt um. Egilsstaðir | Nú er að fara í gang umfangsmikil leik- starfsemi í gamla skólahúsinu á Eiðum og hefst hún um helgina með sýningu Arnars Jónssonar á Sveinsstykki eftir Þorvald Þorsteinsson. Verkið var frumsýnt í Loftkast- alanum í Reykjavík skömmu fyrir jól og er sérstaklega ritað fyrir Arnar, en með sýningunni í Loftkastalanum minntist hann fjörutíu ára starfsafmælis. Leikritið hlaut lofsamlega dóma gagnrýnenda og þykir áhrifamikið verk í meðförum Arnars, sem leikur manneskjuna Svein á ýmsum æviskeið- um. Búnaður hússins endurbættur Leiksýningar á Eiðum eru sérstakt átaksverkefni á veg- um undirbúningsnefndar fyrir lista- og menningarsetur á Eiðum og er Páll Baldvin Baldvinsson verkefnisstjóri. Hann segir að fyrirhugaðar séu á Eiðum leiksýningar að staðaldri næstu þrjá mánuði. Hann vill þó ekki að svo stöddu tjá sig um hvaða aðrar sýningar verði á Eiðum næstu vikurnar, en undirbúningsnefndin sé í viðræðum við nokkra sjálfstæða leikhópa um framhaldið. Gamla skólahúsið á Eiðum hefur undanfarin ár verið nýtt undir uppfærslur Óperustúdíós Austurlands á óperuverkum Mozarts, en ljóst er að búnaður hússins til leikverka- og tón- listarflutnings er klénn. Páll segir búið að flytja sérstakan búnað í húsið, sem tryggja á betri sjónlínur í salnum og einnig hefur ljósabúnaður verið settur í húsið vegna fyr- irhugaðra leiksýninga. Páll segir mikinn áhuga meðal leikhúsfólks á sýning- arhaldi fyrir austan og reiknar með að fólk úr fleiri list- greinum sýni Eiðum áhuga í framhaldinu. Tvær sýningar verða á Sveinsstykki á Eiðum; á laugardag og sunnudag og hefjast báðar kl. 20.30. Forsala að- göngumiða er á Eiðum frá kl. 17 sýningardaga og í síma 552 3000 frá kl. 13–18 virka daga. Leiksýningar undirbúa jarðveginn fyrir lista- og menningarsetur Lifnar yfir Eiðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Sveinsstykki verður sýnt á Eiðum um helgina: Arnar Jónsson minntist fjörutíu ára ferils með sýningunni Sveinsstykki sem frumsýnt var í Loftkastalanum í desember sl. Djúpivogur | Ásta Birna Magnúsdóttir hef- ur verið valin íþróttamaður ársins 2003 hjá Umf. Neista á Djúpavogi. Ásta Birna er fædd árið 1988 og hefur stundað íþróttir frá unga aldri. Hún æfir sund af kappi og hefur unnið til margra verðlauna í frjálsum íþróttum. Fyrir fimm árum fór hún að stunda golf og þykir í dag einn efnilegasti kylfingur landsins. Árið 2003 keppti hún á ýmsum mótum á vegum Golfklúbbs Djúpavogs og vann oftar en ekki til verðlauna.    Efnilegust: Ásta Birna Magnúsdóttir, íþróttamaður Neista á Djúpavogi 2003. Með efnilegustu kylfingum Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Fáskrúðsfjörður | „Þeir eru montn- ir Fáskrúðsfjarðarmegin yfir hvernig gengur og við erum hissa á því að þeir séu ekki komnir lengra, miðað við hvernig þeir láta,“ segir Þórir Sigurðsson, verkstjóri hjá Ís- taki í Fáskrúðsfjarðargöngum. Albert Kemp, fréttaritari Morg- unblaðsins á Fáskrúðsfirði, brá sér í göngin Reyðarfjarðarmegin á dög- unum og komst að því að nokkurt kapp er hlaupið í gangamenn og metast þeir um hvort gengið fer fljótar gegnum fjallið með tækjum sínum og tólum. „Það er fínt að vera í vinnu hérna,“ segir Þórir. „Vinnuaðstað- an er góð, fyrirtækið ágætt og við erum með góð tæki. Fengum nýjan þriggja bóma borvagn í fyrra. Hann er tölvuvæddur og menn sitja bara í þægilegum sætum meðan miðað er út fyrir borana með leysigeisla og borað í.“ Sprengt tvisvar á sólarhring „Mesta hættan fyrir mennina í göngunum er grjóthrun úr stafni og lofti,“ heldur Þórir áfram. „Þegar verið er að hlaða sprengiefninu í holurnar í stafninum er mest hætt- an á hruni. Bergið vill líka losna í borun.“ Þórir lýsir verkferlinu svo að fyrst sé hafist handa um að losa burtu lausa steina í lofti. „Svo förum við að bora. Boraðar eru tæpar 100 holur, fimm metra inn og það tekur hátt í fjórar klukkustundir. Allir fara út úr göngunum og við sprengjum. Þegar sprengt er kast- ast megnið af berginu 10–15 metra út í göngin í einn haug, en svo geta steinar skotist 200–300 metra fram í göngin. Þegar reykurinn er farinn byrjar útmokstur og eftir það för- um við með fleyga eða vélsprota á bergið til að ná því niður sem situr laust. Þegar því er lokið þvoum við bergið og sprautusteypum og bolt- um til styrkingar í framhaldinu, þannig að klappirnar inni í berginu hreyfist ekkert. Eftir það getum við farið að bora aftur og þá er kominn einn hringur. Við höfum náð því að sprengja einu sinni á vakt sem er þá tvisvar á sólarhring. Það er svipað hinum megin. Reyndar höfum við komist upp í að sprengja þrisvar á sólar- hring en það verður að vera mjög gott fjall til þess og þeir ná þessu oftar Fáskrúðsfjarðarmegin, þar sem fjallið er betra.“ Bergið allt á hreyfingu Þórir segir sex menn vera á vakt- inni inni í fjallinu á hverjum tíma. „Inni í göngunum er öryggisbúnað- ur, svokallaður lífgámur, ef eitthvað gerist. Til dæmis ef hrynur úr berg- inu, göngin lokast eða kviknar í.“ Tvíbreiður vegur verður í göng- unum og eru útskot með 500 m bili og jafnframt tvö stærri útskot þar sem hægt verður að snúa við drátt- arbílum. Er þetta sambærilegt við hvernig háttar til í Hvalfjarðar- göngum. Þórir segir jarðgangavinnu mikið breytta frá því sem áður var. „Leisi- geisli sér um að stilla vagninn inn og halda okkur á réttri stefnu svo við lendum nú örugglega á Fáskrúðs- firði!“ Þegar lokið verður við að bora göngin, sem gæti orðið seint í sum- ar, er töluverð vinna eftir við loka- styrkingu og frágang. „Það er auð- vitað mikil spenna í berginu sem þarf að taka tillit til,“ segir Þórir. „Þegar svona hátt fjall er ofan á göngunum myndast spenna í berg- inu, þannig að maður heyrir smelli þegar fjallið pressast saman. Í svona spennu geta blokkir í veggj- um þrýst inn og við komum sjálf- sagt til með að styrkja veggina bet- ur eftir því sem að þrýstingurinn eykst. Það gerist í jöfnu hlutfalli við fargið ofan á, eftir því sem hærra er upp í fjallstoppinn.“ Ánægðir með hversu vel gengur að sprengja Ljósmynd/Páll Björgólfsson Hægt og bítandi fara gangamenn gegnum fjallið og þegar þeir mætast í miðju í sumar eru Fáskrúðs- fjarðargöng orðin að veruleika. Á minni myndinni er Þórir Sigurðsson, verkstjóri hjá Ístaki. Skyggnst inn í Fá- skrúðsfjarðargöng

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.