Morgunblaðið - 04.03.2004, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 04.03.2004, Qupperneq 31
John F. Kerry, öldungadeild-arþingmaður fyrir Massa-chusetts, sigraði í níu ríkjumaf tíu í forkosningum demó- krata í fyrradag og ljóst er því að hann verður forsetaefni þeirra í kosningunum í nóvember. Baráttan um Hvíta húsið er hins vegar rétt að hefjast og öldungadeildarþingmað- urinn stendur nú frammi fyrir hættulegasta áfanga hennar því að repúblikanar hefja í kvöld mikla auglýsingaherferð í sjónvarpi. Kerry verður þar lýst sem of frjálslyndum stjórnmálamanni og of óstaðföstum til að hægt sé að treysta honum til að verja öryggishagsmuni Bandaríkj- anna á hættulegum tímum. George W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur safnað 142 milljónum dala, tæpum tíu milljörðum króna, og aug- lýsingaherferð hans hefst á versta tíma fyrir Kerry sem er illa í stakk búinn að svara fyrir sig þegar í stað. Hann hefur nú aðeins úr fimm millj- ónum dala, 350 milljónum króna, úr að spila og þarf að kasta mæðinni eftir tveggja mánaða látlausa kosn- ingabaráttu. Kerry naut góðs af „ókeypis fjöl- miðlaumfjöllun“ á þessum tíma en nú þarf hann að leggja allt kapp á að safna meira fé og óhjákvæmilegt þykir að hlé verði á baráttu hans í vor fyrir landsfund demókrata í sumar. Bush hyggst fylla þetta tómarúm með auglýsingaherferð- inni og stendur einnig betur að vígi að því leyti að hann getur alltaf kom- ist í kvöldfréttir sjónvarpsstöðvanna með störfum sínum sem forseti. Vita enn fátt um Kerry Fyrir forkosningarnar var Kelly álitinn sigurstranglegastur um skeið, átti síðan á brattann að sækja en þegar á hólminn var komið sigr- aði hann keppinauta sína á sex vik- um. Á þessum tíma komst hann hjá verulegum pólitískum áföllum og einhugurinn hefur verið óvenju mik- ill meðal demókrata sem hafa fylkt sér um Kerry þar sem þeir telja hann líklegastan til að geta sigrað Bush. Allar fylkingarnar í flokki demókrata – þeirra á meðal fulltrúar minnihlutahópa og verkalýðsfélaga – telja Kerry viðunandi og jafnvel góð- an kost. Nýlegar skoðanakannanir benda til þess að Kerry myndi sigra Bush ef kosið væri nú. „Kerry kom mjög vel út úr forkosningunum, er álitinn öflugt forsetaefni og í góðri aðstöðu til að etja kappi við Bush,“ sagði Bill Carrick, ráðgjafi fulltrúadeildar- þingmannsins Richards A. Gep- hardts í forkosningunum. Hann bætti við Kerry nyti góðs af því að vera reyndur öldungadeildarþing- maður og álitinn stríðshetja. Margir Bandaríkjamenn, ef ekki flestir, vita þó enn fátt um viðhorf Kerrys, sem er sextugur, hefur setið í öldungadeildinni í fjögur kjörtíma- bil og barðist í Víetnamstríðinu. Nið- urstaða kosningabaráttunnar næstu átta mánuðina gæti því að miklu leyti ráðist af því hvort Kerry tekst að verjast gagnsókninni sem repúblik- anar hafa blásið til. Mjög harðvítug barátta framundan „Það er viðtekin regla í stjórnmál- um að þegar sitjandi forseti kemst í hann krappan þá reynir hann að láta baráttuna snúast um keppinautinn. Ég tel að þetta sé það sem Bush og repúblikanar reyni,“ sagði David Axelrod, ráðgjafi öldungadeildar- þingmannsins Johns Edwards sem ákvað að draga framboð sitt til baka eftir forkosningarnar á þriðjudag. „Ég tel líka að þetta verði mjög harðvítug barátta.“ Fyrstu sjónvarpsauglýsingar Bush verða sýndar í kvöld. Búist er við að auglýsingaherferðin kosti yfir 100 milljónir dala, sjö milljarða króna, og verði hin dýrasta í sögu forsetakosninganna í Bandaríkjun- um. Þótt talið sé nánast öruggt að Kerry geti ekki safnað jafnmiklu fé segjast aðstoðarmenn hans bjart- sýnir á að fjársöfnun hans gangi vel vegna þess að demókratar séu mjög ákafir í að koma í veg fyrir að Bush nái endurkjöri. Búist er við að fyrstu auglýsingar forsetans verði fremur hófstilltar og lögð verði áhersla á að það sé landinu fyrir bestu að Bush verði við völd í fjögur ár til viðbótar. Kosningasér- fræðingar í báðum flokkum telja þó að Bush beiti síðar sömu aðferð og Bill Clinton þegar hann náði endur- kjöri 1996 og sigraði forsetaefni repúblikana, Bob Dole öldungadeild- arþingmann. Bush reyni þá að finna veika bletti á Kerry eftir langan feril hans í öldungadeildinni og dragi upp neikvæða mynd af honum sem stjórnmálamanni. Í svipaðri stöðu og Dole Kerry er í svipaðri stöðu og Dole sem naut mests fylgis í skoðana- könnunum um það leyti sem hann tryggði sér sigur í forkosningum repúblikana. Kjósendurnir þekktu nafn hans en vissu fátt um hann og viðhorf hans. Demókratar notfærðu sér þennan veikleika í auglýsingum og tengdu Dole við Newt Gingrich, einn af óvinsælustu stjórnmála- mönnum Bandaríkjanna á þeim tíma. „Þótt Dole hafi tekið þátt í þjóð- málunum í 25 ár má segja að enginn hafi vitað hver hann var,“ sagði Scott Reed, kosningastjóri Doles 1996. „Ég tel að Kerry sé kominn að þess- um áfanga núna þegar hann reynir að sameina flokk sinn og stendur frammi fyrir gagnsókn Bush.“ Reed sagði að sigur Kerrys væri líkastur ævintýri og nefndi Ösku- busku í því sambandi. Hann bætti þó við Kerry væri ekki vel undir það bú- inn að heyja harðvítuga baráttu við repúblikana þar sem hann hefði ekki þurft að verjast harðri gagnrýni frá keppinautum sínum úr röðum demó- krata. Bent á mótsagnir og frjálslynda afstöðu Kerrys Líklegt þykir að í auglýsingaher- ferðinni leggi repúblikanar áherslu á að Bandaríkin heyi nú stríð og kjós- endur geti ekki treyst Kerry til að verja öryggishagsmuni landsins. Í ræðu sem hann flutti í vikunni sem leið sakaði hann Bush um að hafa ekki gert nóg til að efla herinn og byggja upp heimavarnir en búist er við að repúblikanar bendi á ýmsar mótsagnir í afstöðu Kerrys í örygg- ismálum í öldungadeildinni. Þeir veki til að mynda athygli á að hann greiddi atkvæði með því að fjárfram- lög til njósnastofnana yrðu skert og gegn því að auknu fé yrði varið til að þróa ný vopn, auk sem hann lagðist gegn Persaflóastyrjöldinni 1991. Líklegt þykir að repúblikanar veki einnig athygli á frjálslyndri af- stöðu Kerrys í atkvæðagreiðslum á þinginu um samfélagsmál. Líkt og flestir stjórnmálamenn Massachu- setts þykir hann mjög frjálslyndur á bandarískan mælikvarða, er til að mynda andvígur dauðarefsingum, á móti hjónabandi samkynhneigðra en styður staðfesta sambúð, auk þess sem hann er hlynntur rétti kvenna til fóstureyðinga og takmörkunum við byssueign. Nýleg úttekt vikublaðsins Nation- al Journal bendir reyndar til þess að í atkvæðagreiðslunum hafi Kerry verið frjálslyndari í samfélagsmálum en nokkur annar þingmaður sem á nú sæti í öldungadeildinni. Kerry vísaði þessari lýsingu á bug, sagði hana „hlægilega“, „kjána- lega“ og „það alfáránlegasta“ sem hann hefði heyrt á ævinni. Merle Black, stjórnmálafræðing- ur við Emory-háskóla, telur þó að Kerry þurfi að koma fram með „betri svör en þetta og verja þá af- stöðu sem hann hefur tekið í ein- stökum málum“. Bush blæs til snarprar sóknar gegn Kerry Washington. The Baltimore Sun, Newsday, The Washington Post. John F. Kerry sigraði í baráttunni við keppi- nauta sína úr röðum bandarískra demókrata en hún kann að reynast barnaleikur miðað við það sem koma skal því að Bush forseti hefur blásið til stórsóknar gegn honum með mik- illi auglýsingaherferð sem hefst í kvöld. Reuters John F. Kerry með dóttur sinni, Vanessu (t.v.), stjúpsyninum Chris og eiginkonu sinni, Teresu Heinz, á sig- urhátíð í Washington í fyrrakvöld. Kerry verður formlega útnefndur forsetaefni demókrata í sumar. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 31 ðum RA- r á dreif- na greiði n íbúar í nig greiði uverð og tekið. 2,5% verið um a á orku- þar skipti sé miðað. ða eigi við aðsávöxt- kisskulda- tun slíkra amkvæmt við 3 til an hækka m tíma er ækin hafi l hagræð- ætlað að ræðingar juramma ss að það til flutn- u, segir í Út frá þessum forsendum hefur Orkustofnun kannað áhrif nýs fyr- irkomulags á raforkuverðið og kom- ist að þeirri niðurstöðu að það geti í mesta lagi hækkað um 2,5% miðað við almennan taxta, en ekki 20–30% eins og orkufyrirtækin hafa sum hver haldið fram. Hækkunin verði mest hjá Hitaveitu Suðurnesja, um 1% hækkun hjá meðalfjölskyldu á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur, um 1,5% hækkun hjá Orkubúi Vest- fjarða og Norðurorku en allt að 2,6% lækkun á veitusvæðum Rarik. Í greinargerð Orkustofnunar með tillögum 19 manna nefndar er þess freistað að skipta niður kostnaði orkufyrirtækjanna við framleiðslu, sölu og dreifingu á rafmagninu, mið- að við hverja framleidda kílóvatt- stund. Er þar byggt á upplýsingum á gögnum orkufyrirtækja frá árinu 2002 en ýmsir fyrirvarar gerðir við útreikninga. Þannig giskar Orku- stofnun á sjálft orkuverðið, þ.e. framleiðslukostnaðinn, og hefur hann 2,50 kr. á kílóvattstund (kr/ kWst) á öllum veitusvæðum þar sem verðið á að vera óháð búsetu kaup- enda. Flutningskostnaðurinn er yf- irleitt rúmlega 1 kr/kWst, samanber meðfylgjandi töflu, en dreifingar- kostnaður mismunandi eftir svæð- um. Mestur er hann í dreifbýlinu hjá RARIK og Orkubúi Vestfjarða og mörk á niðurgreiðslu kostnaðar mið- ast við rúmar 7 kr/kWst. 14 hlynntir af 19 Svo fór að 14 nefndarmenn af 19 stóðu að áliti meirihlutans, þegar til- lögur voru lagðar fyrir iðnaðarráð- herra. Þar af voru fimm með sér- stakar bókanir og þeirra á meðal Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, sem skilaði ekki séráliti eins og útlit var fyrir að hann gerði sökum andstöðu við til- lögurnar. Höfðu hann og Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suður- nesja, haft uppi harða gagnrýni inn- an nefndarinnar og svo fór að Júlíus var meðal þeirra sem skiluðu sér- áliti, auk fulltrúa vinstri-grænna, ASÍ og BSRB. Einn nefndarmaður sat hjá, Steinunn Valdís Óskarsdótt- ir borgarfulltrúi, sem lét bóka að hún lýsti efasemdum um allar tillög- ur sem leiddu til hækkunar raforku- verðs á höfuðborgarsvæðinu. Stein- unn var einnig með sameiginlega bókun með Óla Jóni Gunnarssyni, bæjarstjóra í Stykkishólmi, um að kostnaður vegna niðurgreiðslu á raf- orkudreifingu yrði greiddur úr rík- issjóði. Óli Jón ritaði hins vegar und- ir álit meirihlutans. Í bókun Guðmundar segir m.a. að það sé mikilvægt að fjárfestingar sem studdar hafa verið af sameig- inlegum sjóðum landsmanna verði ekki metnar á fullu endurstofnverði inn í Landsnetið og litlar raforkulín- ur verði skoðaðar sérstaklega. Það sé einnig mikilvægt við verðlagn- ingu flutnings að líta til þess hve af- hendingarstaðirnir séu misstórir og að þeir staðir sem séu hagstæðir kerfinu fái að njóta þess. Segir Guð- mundur að iðnaðarráðhera hafi full- vissað sig um að fullur skilningur sé á þessum sjónarmiðum og að vilji sé til að koma til móts við þau. resta af- umvarpa ar Gauti tækis s og ng- nn til örn rpin. bjb@mbl.is   , ! *+  " "  % ! .  .   inlandi Evrópu. Ríkisstjórnin hefði átt að sækja um undanþágu frá tilskipuninni á þeirri for- sendu að Ísland væri sjálfstætt og einangrað raf- orkukerfi. Þá benti Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna, á það í umræðum á Alþingi á haustdögum 2002 að þrjú ríki hefðu fengið eða hefðu farið fram á undanþágu frá til- skipuninni. Iðnaðarráðherra svaraði því til í sömu þingumræðu að framkvæmdastjórn ESB hefði gefið þau svör á sínum tíma að und- anþágur frá tilskipun varðandi vinnslu á raf- orku hefðu ekki komið til greina, ekki einu sinni fyrir lítil eða einangruð raforkukerfi. Því hefði ekki verið unnt að fá undanþágu frá tilskip- uninni í heild sinni. un ESB JOHN F. Kerry hóf baráttuna við repúblikana fyrir forseta- kosningarnar 2. nóvember í ræðu sem hann flutti í fyrra- kvöld, gagnrýndi stefnu George W. Bush Bandaríkjaforseta harðlega og kvaðst ekki hræðast „árásarvél repúblikana“. Kerry sakaði Bush um að kljúfa þjóðina með hægristefnu sinni og lofaði því að breytingar væru í nánd, meðal annars í skattamálum. Hann sakaði for- setann um „klaufalegustu, ófyr- irleitnustu og hrokafyllstu“ ut- anríkisstefnu í nútímasögu Bandaríkjanna og hét því að bæta þann skaða sem Íraks- stríðið hefði valdið samstarfi þeirra við önnur lönd. „Við ætlum að ganga aftur til liðs við samfélag þjóðanna … og byggja upp ný bandalög vegna þess að þau eru nauðsynleg til að tryggja lokasigur og árangur í baráttunni gegn hryðjuverka- starfsemi,“ sagði Kerry. Hann sagði síðar við frétta- mann AFP að hann væri ein- dreginn stuðningsmaður al- þjóðlegs samstarfs og hefði mikinn hug á að bæta samskiptin við önnur ríki, einkum í Evrópu. Í ræðunni varaði Kerry einnig stuðningsmenn sína við því að baráttan við repúblikana um Hvíta húsið yrði mjög harðvítug. „Við gerum okkur fulla grein fyrir árásarvél repúblikana, því sem andstæðingar okkar hafa gert til þessa og því sem þeir kunna að gera þegar fram líða stundir,“ sagði hann. „En ég veit að við erum fær um að takast á við þetta verkefni í sameiningu. Ég er baráttumaður.“ Búist er við að Bush leggi mesta áherslu á öryggismálin í kosningabaráttunni og Kerry kvaðst ekki hræðast þá umræðu. „Ég get sagt við hann þrjú orð sem ég veit að hann skilur: látum þá koma,“ sagði Kerry og skír- skotaði til orða sem forsetinn lét falla í júlí um skæruliða sem héldu uppi árásum á bandaríska hermenn í Írak. Forystumenn demókrata sögðu ræðuna í raun marka upp- haf kosningabaráttu Kerrys þótt hann verði ekki valinn forseta- efni demókrata formlega fyrr en á landsþingi þeirra í Boston í júlí. Kerry kveðst ekki hræðast „árásarvél repúblikana“ Wahington. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.