Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 49
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 49
ÍSLANDS- og bikarmeistarar ÍBV í
handknattleik kvenna leika báða
leiki sína gegn Salonastit Vranjic
frá Króatíu í átta liða úrslitum
Áskorendabikarsins á heimavelli
sínum í Vestmannaeyjum. Samn-
ingar um það tókust við króatíska
félagið í gær og verður fyrri leikur-
inn laugardaginn 13. mars klukkan
16.30 og sá síðari daginn eftir
klukkan 12 á hádegi.
Hlynur Sigmarsson, formaður
kvennaráðs ÍBV, sagði við Morgun-
blaðið að það væri heldur dýrari
kostur að fá Króatana hingað í
báða leikina, en að spila heima og
heiman. „En við höfum mikinn
metnað fyrir því að komast í undan-
úrslit keppninnar og leggjum allt í
sölurnar til þess. Það er frábært
fyrir stúlkurnar og kvennahand-
boltann yfirleitt að fá þessa leiki
hingað, við höfum fengið góð orð
frá Vestmannaeyjabæ og fyrir-
tækjum hér í Eyjum um stuðning
og vonandi gengur það eftir. Eins
vonumst við til þess að Eyjamenn
fjölmenni á leikina og styðji liðið af
krafti en það komast 700–800
manns í húsið með góðu móti,“
sagði Hlynur.
Ágætir möguleikar hjá ÍBV
Hann telur að ÍBV eigi ágæta
möguleika á að komast áfram.
„Samkvæmt þeim upplýsingum sem
við höfum aflað okkur eigum við að
geta slegið þetta lið út. Það er með
fjórar landsliðskonur innanborðs,
sem léku á HM í fyrra, og er í öðru
sæti deildarinnar, en meiðsli hafa
sett einhver strik í reikninginn,“
sagði Hlynur Sigmarsson.
Vranjic mætti öðru króatísku
liði, Virovitica, í 32 liða úrslitum
keppninnar og vann báða leikina,
24:22 á útivelli og 34:25 á heima-
velli. Í 16-liða úrslitum lék Vranjic
gegn Motor 2 Zaporoshje frá Úkra-
ínu og vann báða leikina, sem báðir
fóru fram í Króatíu. Fyrst 31:28 og
síðan 26:25.
Vranjic hefur ekki leikið í Evr-
ópumótum félagsliða undanfarin
ár. Króatísk kvennalið hafa af og til
náð langt og tvívegis spilað úrslita-
leiki á síðustu þremur árum, í
Áskorendabikarnum og Evrópu-
keppni bikarhafa, en beðið lægri
hlut í bæði skiptin.
Báðir leikir ÍBV og Salonastit Vranjic
fara fram í Vestmannaeyjum
„ÞETTA virðist vera hörkunagli
og er vonandi maðurinn sem þarf
til þess að rífa liðið upp,“ sagði
Patrekur Jóhannesson, hand-
knattleiksmaður hjá Bidasoa, um
nýjan þjálfara liðsins, Julian Ruiz,
sem kom til starfa hjá liðinu á
mánudaginn, en forvera hans,
Jordi Ribera, var sagt upp í síð-
ustu viku. Bidasoa hefur ekki náð
sér á strik á leiktíðinni og er á
meðal neðstu liða en lánaðist að
lyfta sér upp úr fallsæti með sigri
á Teucro um síðustu helgi. Mikið
starf er samt framundan hjá nýj-
um þjálfara og leikmönnum Bida-
soa við að tryggja áframhaldandi
veru í deildinni.
„Ribera tókst aldrei að ná sér á
strik með okkur. Hann var ráðinn
síðastliðið sumar og fékk sjö nýja
leikmenn. Honum tókst aldrei að
hrista mannskapinn saman af
ýmsum ástæðum. Lélega frammi-
stöðu okkar á leiktíðinni er ekki
alfarið hægt að skrifa á hann en
það er nú oft þannig að þegar lið-
um gengur illa þá blæðir þjálf-
aranum fyrir það og sú varð raun-
in að þessu sinni,“ segir Patrekur.
Ruiz er þrautreyndur þjálfari
sem hefur víða unnið, bæði á
Spáni og í Þýskalandi, og er von-
andi rétti maðurinn í starfið, að
sögn Patreks. Hann þjálfaði síðast
hjá 1. deildarliðinu Cantabria en
sagði upp þar til þess að taka við
Bidasoa.
„Næstu leikir verða afar mik-
ilvægir fyrir okkur því þeir eru
flestir gegn liðum í neðri hluta
deildarinnar. Takist okkur að
vinna flesta þeirra þá eigum við
möguleika á að að komast upp í
miðja deild og bjarga þannig and-
litinu,“ segir Patrekur. Heiðmar
Felixson leikur einnig með Bida-
soa.
Patrekur vonar að þjálfara-
skiptin hjálpi Bidasoa
FRANZ Beckenbauer, forseti Bay-
ern München og varaformaður þýska
knattspyrnusambandsins, er efins
um að Afríkuríki getið haldið heims-
meistarakeppnina í knattspyrnu, en
Túnis, Marokkó, Egyptaland, Líbýa
og Suður-Afríka hafa sótt um að
halda HM 2010. „Ráða Afríkuþjóðir
við að taka á móti landsliðum 32 þjóða
og um milljón knattspyrnuunnend-
um, sem koma til að vera viðstaddir
keppnina?“ spurði Beckenbauer í
Dubai í gær, er hann var að ganga frá
samningum við flugfélagið Emirates
Airlines, sem er eitt að stuðningsfyr-
irtækjum HM í Þýskalandi 2006.
LOTHAR Matthäus, fyrrum fyrir-
liði þýska landsliðsins, sem nú gegnir
starfi landsliðsþjálfara Ungverja í
knattspyrnu, segist eiga sér þann
draum að þjálfa einhvern tímann á
Ítalíu og þá lið Inter, en Matthäus lék
með Inter í fjögur ár. ,,Tíminn hjá
Inter var einn sá besti á ferli mínum
og það yrði gaman að koma þangað
aftur og gerast þjálfari hjá liðinu,“
segir Matthäus.
MANCHESTER United réð í gær
Walter Smith, fyrrum þjálfara Glas-
gow Rangers og Everton, í starf að-
stoðarframkvæmdastjóra félagsins
út leiktíðina. Smith á að fylla skarð
Carlosar Quieroz sem hætti störfum
hjá United síðastliðið sumar til að við
þjálfarastarfinu hjá Real Madrid.
,,Þegar tækifæri gefst til að koma til
starfa hjá liði eins og Manchester
United þá er ekki hægt að hafna því,“
sagði Walter Smith, en honum og Sir
Alex Ferguson hefur verið vel til vina
undanfarin ár.
JACQUES Freitag frá Suður-Afr-
íku, heimsmeistari í hástökki karla,
keppir ekkert næstu sjö mánuði
vegna meiðsla í ökkla og missir þar af
leiðandi af Ólympíuleikunum í Aþenu
í sumar. Freitag segir að það séu í
raun gömul meiðsli sem séu að plaga
hann en hann fór í uppskurð á ökkla
fyrir þremur árum en hefur aldrei
náð fullum bata. „Ég er aðeins 22 ára
gamall og ætti því að óbreyttu að geta
verið með á Ólympíuleikunum 2008
og 2012, þannig að það verður bara að
hafa það þótt ég geti ekki verið með í
Aþenu,“ segir Freitag.
FÓLK
Njarðvík er með 26 stig gegn 24hjá Tindastóli en Sauðkræk-
ingar unnu fyrri leik liðanna sem
fram fór í Njarðvík. Það mun samt
sem áður ekki skipta neinu máli
þegar uppi er staðið. Verði liðin
jöfn fær Njarðvík heimaleikjarétt-
inn ef liðin mætast í átta liða úrslit-
um.
Haukar eru með 24 stig en þeir
geta ekki náð fjórða sætinu vegna
óhagstæðrar útkomu í innbyrðis
leikjum við Njarðvík. Tindastóll á
það á hættu að falla niður í sjötta
sæti verði liðið með jafn mörg stig
og Haukar eftir lokaumferðina.
Að öðru leyti eru nokkuð hreinar
línur í deildinni fyrir þessa síðustu
umferð. Útséð er um að Snæfell er
deildarmeistari, Grindavík í öðru
sæti og Keflavík í því þriðja. Njarð-
vík hreppir 4. sætið, en Haukar
gætu jafnframt náð 5. sætinu af
Tindastóli. Síðan verða KR og
Hamar í 7. og 8. sæti en þau eru
jöfn að stigum og KR verður fyrir
ofan ef staðan verður þannig eftir
leikina annað kvöld.
ÍR og KFÍ eru í níunda og tíunda
sæti og eru komin í sumarfrí eftir
lokaumferðina, ásamt Breiðabliki
og Þór úr Þorlákshöfn sem eru
bæði fallin úr úrvalsdeildinni.
Í kvöld mætast Grindavík –
Breiðablik, Haukar – Keflavík, KFÍ
– Snæfell, KR – ÍR, Tindastóll –
Njarðvík og Þór Þ. – Hamar.
Ef röð liðanna breytist ekkert,
munu þessi lið leika saman í 8-liða
úrslitunum:
Snæfell – Hamar
Grindavík – KR
Keflavík – Haukar
Njarðvík – Tindastóll
Snæfell gæti einnig mætt KR og
þá myndi Grindavík mæta Hamri.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ungu stúlkurnar sem sjá um dansatriði á milli leikhluta í Stykk-
ishólmi hafa gaman af því sem þær eru að gera og Björg Guð-
rún Einarsdóttir leyndi ekki ánægju sinni.
Tindastóll í
vandræðum
TINDASTÓLL og Njarðvík áttu samkvæmt öllu að berjast um fjórða
sætið í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í lokaumferð hennar í
kvöld. En í gær úrskurðaði eftirlitsnefnd KKÍ að Tindastóll getur
ekki endað ofar í deildinni en lið sem er með jafnmörg stig og þeir.
Ástæðan er sú að fyrr í vetur braut Tindastóll reglur um launaþakið
sem sett var á síðastliðið sumar og var liðinu refsað með þeim
hætti að liðið var sektað.
ar að næsta stóra verkefni kemur,
sem eru leikirnir við Ítala í undan-
keppni HM í vor og síðan Ólympíu-
leikarnir. Auðvitað getur ýmislegt
sett strik í reikninginn svo sem
meiðsli og eins það að Guðmundur
taki aðra leikmenn framyfir mig. Ég
tel hins vegar að báðir aðilar séu á
því að halda áfram, en vissulega er
aldrei hægt að fullyrða um það. Guð-
mundur velur sitt landslið vegna
undankeppni HM og Ólympíuleik-
anna í vor og þá verðum við að sjá til
hvernig ástandið verður á mönnum.
Kannski hef ég leikið minn síðasta
landsleik, þá verður svo að vera en
auðvitað þætti mér það slæmt. Ég
vildi hætta á annan og betri hátt með
landsliðinu.“
Patrekur segir að þrátt fyrir að
hann búi á Spáni og hafi þar af leið-
andi verið aðeins utan skotlínunnar
hér heima hafi hann ekki komist hjá
því að verða var við harða gagnrýni á
sig og aðra leikmenn liðsins. „Þegar
vel hefur gengið hjá landsliðinu þá
hefur mér og öðrum verið hælt á
hvert reipi og stundum höfum við
fengið meira hól en við verðskuld-
uðum í samanburði við suma sam-
herja okkar í liðinu. Þá er ekki óeðli-
legt að ég, Ólafur og Dagur fáum
stærri hluta af gagnrýninni þegar
illa gengur. Menn verða líka að vera
menn til þess að taka skítnum og ég
færist ekki undan því, enda lærir
maður einnig mikið af því að lenda í
mótbyr. Þá kemur maður oft sterk-
ari til baka og það tel ég að við getum
gert að þessu sinni,“ segir Patrekur
Jóhannesson, handknattleiksmaður
hjá Bidasoa á Spáni.
Morgunblaðið/Sverrir
Patrekur Jóhannesson sækir að marki Slóvena í leik í
Evrópukeppninni í Slóveníu sem fram fór í byrjun ársins.