Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 21
eignaðist ég son og svo dóttur. Öll- um þessum breytingum varð ég að aðlagast. Eftir taugaáfallið tók ég það ró- lega um tíma, en fór svo að vinna á skóladagheimili og hélt þó áfram að syngja. Nokkru síðar fór ég svo að vera með vikulegan þátt um vísna- tónlist í útvarpinu, „Pálína með prikið“ hét hann og gekk í heilt ár. Í þeirri vinnu naut ég mín, þar gat ég sameinað tónlistina og fræðsluna. Ég er þrátt fyrir allt kennari í eðli mínu. Smám saman komst jafnvægi á líf mitt. Jafnhliða þessu unnum við Aðal- steinn saman í tónlistinni og gáfum út fyrstu plötuna okkar. Okkar sam- starf hefur jafnan verið á þá leið að hann semur texta og oft lögin, hann er mjög góður lagasmiður – en ég syng og sé um þá hlið málsins. Þann- ig hefur þetta verið og er enn, við vinnum alltaf vel saman og höfum víða spilað og komið fram. Vísnatónlistin er mér dýrmæt, í mínum huga er hún einlæg og hrein og hún segir líka sögu og það líkar mér vel. Ég held að ég sé fædd með „vísnagen“. Við hlustum á nýtt efni og höfum tekið hliðarskref í átt að miðaldatónlist sem við höfum verið að vinna að með sænsku tríói. Það er skemmtilegt en ég finn sterkt fyrir því að það er hliðarskref. Ég er fyrst og fremst vísnasöngkona með hrein- an tón en hef í seinni tíð stundum reynt að hnika söngnum svolítið til. Mig langar að ná sem dýpstri túlk- un. Okkur Aðalsteini hefur frá upp- hafi gengið vel að vinna saman í tón- listinni, okkur gengur vel að finna hvenær við erum samstarfsfélagar og hvenær við erum hjónin. Það hefur alltaf ríkt fullkomið jafnræði á heimilinu, ég ber ekki meiri ábyrgð en hann á heimilis- verkum eða börnum, við rekum heimilið okkar eins og fyrirtækið okkar. Greinist með krabbamein Við Aðalsteinn höfum ekki aðeins unnið saman í tónlistinni og rekið saman heimilið. Við höfum líka unn- ið saman við að gera upp tvö hús. Hið fyrra var sem sagt í Hafnarfirði. Það hús gerðum við upp og ég undi mér þar vel. En svo kom þar sögu að Aðalsteinn kvaðst vera orðinn þreyttur á ferðalögunum milli Hafn- arfjarðar og Reykjavíkur. Við ákváðum að breyta til og keyptum íbúð í Úthlíð sem var beinlínis full- komin fyrir okkur þá – sitt hvort herbergið fyrir börnin tvö, góð stofa og svefnherbergi. – En þetta ár fengum við „aukaverðlaunin“ – ég varð ófrísk og nýja, fullkomna íbúð- in var fyrirsjáanlega of lítil. Þá keyptum við gamalt hús að Laufásvegi 64 og tókum aftur til við að gera upp, bæta og laga. Á end- anum tókum við þetta hús nánast „í nefið“, það var varla meira en fok- helt, við rifum allt út úr því og inn- réttuðum allt upp á nýtt. Svo gerðist það 1999 að ég greind- ist með krabbamein í brjósti. Skatt- urinn gerir ekki ráð fyrir slíkum uppákomum í lífi fólks. Það tóku að hlaðast upp skuldir vegna veikinda minna. Aðalsteinn er alinn upp við mikla reglusemi í fjármálum og skuldirnar fóru illa í hann. Við tókum að tala um að við gæt- um selt húsið, keypt okkur þægilega hæð og losað okkur við mestu skuld- irnar. Svo var það á vorkvöldi að við vor- um í kvöldgöngu. Við gengum eins og ósjálfrátt að þessu húsi, sem vinafólk okkar hafði skoðað íbúð í og var hrifið af. Allt í einu kom konan heim sem átti íbúðina og hún bauð okkur umsvifalaust inn að skoða. Tveimur dögum síðar vorum við bú- in að kaupa íbúðina og daginn þar á eftir vorum við komin til Spánar. Húsið seldum við svo þegar heim kom á ný. Þetta voru örlögin – við áttum að gera þetta. Ég er á vissan hátt forlagatrúar, maður græðir aldrei neitt á að hugsa: Ég hefði átt … Krabbameinið greindist seint hjá mér. Eftir að ég eignaðist yngsta barnið gekk brjóstagjöfin illa, þetta var óvænt, ég hafði mjólkað vel hin- um börnunum tveimur, fékk „Ljómalindarverðlaunin“ í bæði skiptin. Þegar drengurinn var rösklega ársgamall fannst mér einhvern veg- inn að það væri ekki allt í lagi með annað brjóstið á mér, það var ein- hvern veginn þykkra en það hafði verið. Ég fór í krabbameinsrann- sókn en það sást ekki neitt nema það að brjóstvefurinn væri þéttari í öðru brjóstinu. Mér var sagt að koma aft- ur eftir hálft ár. Þá var brjóstið orð- ið greinilegur klumpur. Það var gerð ástunga en ekkert fannst, loks var tekið skurðsýni og þá fannst krabbameinið. Ég fór fyrst í fimm mánaða lyfja- meðferð af því meinið var stórt, síð- an í aðgerð og loks í geisla. Þetta var mikið ferli og nokkuð erfitt, mér leið stundum eins og litlu barni sem vörubílshlassi hefur verið sturtað yfir. En ég fann fljótt að mér leið betur ef ég ýtti frá mér ógleði, sjálfsvorkunn og óþægilegum hugs- unum. Ætla að vera heilbrigð áfram Ég tók að hugsa með mér, „ég ætla að halda áfram að vera heil- brigð“. Ég fór mikið út að ganga og mér fannst ég upplifa mikinn frið og ró, dundaði mér mikið heima og var í raun full trúnaðartrausts. Ég tók þessu eins og hringt hefði verið inn á þetta námskeið sem ég hefði pantað mér og ég ætlaði ekki að skrópa. Ég fór í heilun til Sigurlaugar Guðmundsdóttur og hún hjálpaði mér að halda huganum á réttu róli. Ég er stundum spurð hvort ég hafi reykt. Það var reykt á mínu æskuheimili. Faðir minn reykti mik- ið og ég fór sjálf að fikta við reyk- ingar en fann fljótt að ég var of mikil fíkill til að geta haft stjórn á þeim og reyndi því að hætta. Svo var það einu sinni á fjölskyldumóti að ég hafði sungið og var komin niður af sviðinu og kveikti mér í sígarettu. „Reykir þú – söngkonan?“ spurði fjarskyldur frændi minn, Geir Gunnarsson fyrrum alþingismaður. Ég var mjög vandræðaleg, fannst eins og hann hefði afhjúpað mig. „Nei, ég er bara að fikta,“ svaraði ég og drap í sígarettunni snarlega og hef ekki kveikt í annarri síðan, þetta var töfrastund – reykinga- löngunin hvarf. Ég er mjög fegin að eiga reyklaust heimili. Ég hef líka verið spurð hvort það sé krabba- mein í ættinni. Það er ekki mikið um slíkt, amma mín dó að vísu úr krabbameini en hún var komin und- ir sjötugt. Ég var hins vegar 36 ára þegar það greindist í mér. Það leið sem fyrr sagði hálft ár frá því ég fékk grunsemdir og þar til krabba- meinið greindist en ég hef ekki mik- ið verið í því að hugsa: „bara að ég hefði …“ Þetta eru bara þau spil sem ég fékk á hendi og ég spila úr þeim. Svo við förum hratt yfir sögu þá kom í ljós eftir aðgerðina að meinið hafði dreift sér í eitlana og ég fékk fram- haldsmeðferð. Þú þarft að elska krabbameinið! Þegar allri meðferðinni var lokið þá upplifði ég þann mikla ótta sem margir kannast við sem gengið hafa í gegnum um krabbameinsmeðferð. Nú átti allt að vera farið og ég frísk – en ég var full ótta um að þetta væri ekki búið. Óttinn grúfði yfir mér eins og skuggi daga og nætur. Hann náði æ ríkari tökum á mér. Mér fannst erfitt að burðast með slíkan „pakka“, ég vil vera hrein, losa mig við allt sem hvílir á mér. Ég velti mikið fyrir mér hvernig ég gæti náð tökum á þessum ótta. Systir mín sem mikið hefur verið með mér í andlegum „pælingum“, hvatti mig til að senda þetta frá mér en það gekk ekki þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Ekki fyrr en ég rakst á setningu í bók: „Þú þarft að elska krabbamein- ið“. Það var eins og ég hefði verið slegin utan undir. Það er ekki hægt að elska eitthvað sem maður hatar og ógnar manni. En allt í einu áttaði ég mig á að mér hafði verið kennt að elska, ég hafði upplifað skilyrðis- lausan kærleika. Ég vissi því um hvað málið snerist og ég fór inn í þetta með þessu hugarfari – og þá snerist allt við. Krabba frænka birtist og hún fékk sitt pláss hér. Fólk elskar ým- islegt sem er því til vandræða – en það elskar það samt. Krabbameinið var orðið hluti af mér, það var komið til mín og bjó í líkama mínum – ég gat ekki hatað hluta af mér. Í þessum sporum á maður í raun um tvennt að velja, óttast og finna óttann ala af sér hatur, stríð og bar- áttu. Eða að elska og sigra með að- stoð þess ljóss sem kærleikurinn kallar fram og þannig unnið. Ég hafði vikum saman liðið mikið þunglyndi en á einni klukkustund hvarf það og Krabba frænka birtist á sjónarsviðinu. Hún fékk vist hér í einu herbergi, ég borða minn mat með henni, við förum og hittum lækninn reglulega. En hún stjórnar ekki lífi mín, hún er ekki boðin þeg- ar ég fer eitthvað og hún kemur ekki fram þegar eru gestir. Þá heldur hún til í sínu herbergi. Það krefst sí- felldrar vinnu að láta hana ekki stjórna sér. Þeir skilja mig best sem hafa séð frönsku myndina Daníella frænka – hún var verulega and- styggileg við ættfólk sitt, hrein ótukt. Svo hvarf Krabba frænka um tíma og ég var satt að segja óskap- lega fegin að geta kvatt hana. Það var dásamlegt hálft ár sem ég var laus við hana. Við settum upp ljóða- kabarettsýningu í Kaffileikhúsinu um konur í íslenskum ljóðum og fylgdum eftir barnaefninu okkar, vorum að spila á fullu í leikskólum og skólum víða um land. En svo greindist ég aftur með krabbamein eftir þetta hálfa ár. Þá var ég allt í einu komin með tak í gegnum mig og það reyndust komn- ir blettir í beinin. Þá tók við lyfja- meðferð á ný sem ég er enn í. Hún gengur furðu vel, ég geng að vísu ekki í efsta gír, ég hef þurft að hægja á mér, en ég hef haldið áfram með það sem ég var að gera. Bókina sem er að koma út, Ótukt- in heitir hún, skrifaði ég í kjölfar er- inda sem ég flutti um viðhorf mín til krabbameinsins. Viðbrögðin við er- indunum urðu sterk og í framhaldi af því hafði bókaútgáfan Salka sam- band við mig og spurðist fyrir um hvort ég vildi skrifa sögu um það hvernig hugleiðslan og hugarfarið hefur leitt mig í gegnum þennan tíma sem ég hef lifað og klifið „krabbameinsfjöllin“. Þeim skriftum hef ég lokið og bókin er að koma út næstu daga. Í tilefni þess ætla ég að vera með op- inn fund næsta þriðjudagskvöld á Sólon Íslandus, efri hæð, þar sem ég les úr bókinni og fólki gefst tækifæri til að koma með fyrirspurnir.“ hef á hendi Ótuktin er fyrsta bók Önnu Pálínu Árnadóttur og er gefin út af bóka- forlaginu Sölku. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 21 MICRA Áttu hann í gulu? Nýja Micran er bíll sem sker sig úr. Smábíllinn stóreygði býr yfir lipurð listdansarans og afli kraftlyftingamannsins. Micran er stútfull af hugvitssamlegum lausnum sem létta þér lífið. Innanrýmið er svo haglega hannað að þetta er rúmbesti bíll í sínum stærðarflokki. Nissan Micra – æðislegur bíll í öllum regnbogans litum. Komdu við hjá Ingvari Helgasyni og kynntu þér málið nánar. Sævarhöfða 2 · 525 8000 · ih@ih.is F í t o n / S Í A 0 0 9 2 0 3 Verð frá 1.390.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.