Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 44
MINNINGAR
44 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
GRÓA AXELSDÓTTIR,
Hlévangi,
Keflavík,
lést föstudaginn 9. apríl.
Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju mánu-
daginn 19. apríl kl. 14.00.
Þorbjörg Ágústa Birgisdóttir, Soffía Axelsdóttir,
Sigríður Vilhjálmsdóttir, Már Sigurðsson,
Ásmundur G. Vilhjálmsson, Ragnheiður Björnsdóttir,
Axel Arndal Vilhjálmsson, Kristbjörg G. Ólafsdóttir.
Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir og amma,
frú JÓNA BÁRÐARDÓTTIR,
sem lést laugardaginn 10. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
mánudaginn 19. apríl kl. 15.00.
Fjölskylda hinnar látnu.
Vinur okkar,
GUÐJÓN EINARSSON
frá Laugabóli,
lést á Hrafnistu Hafnarfirði mánudaginn
12. apríl.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 20. apríl kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rebekka Aðalsteinsdóttir,
Garðar Smári Vestfjörð.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÓSKAR GUNNAR ÓSKARSSON,
Ásvallagötu 42,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 9. apríl, verður jarðsung-
inn frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn
20. apríl kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hans, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins.
Kolbrún Valdemarsdóttir,
Gísli Óskarsson, Vala Valtýsdóttir,
Margrét Óskarsdóttir, Simone Parker,
Óskar Bjarni Óskarsson, Arna Þórey Þorsteinsdóttir
og barnabörn.
Okkar ástkæra,
ELÍNBORG SIGURÐARDÓTTIR,
Hraunbæ 34,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn
21. apríl kl. 13.30.
Ingvar Ágústsson,
Sigurður Ingvarsson,
Kristinn Ingvarsson
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ANTON EINARSSON,
Hraunbæ 85,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju mánudag-
inn 19. apríl kl. 13.00.
Marta S. Hermannsdóttir,
Hörður Antonsson, Ingibjörg Helga Sigurðardóttir,
Sólveig Antonsdóttir,
Hanna Sólrún Antonsdóttir, Jón Halldór Guðmundsson,
Daníel Freyr Kjartansson,
Eyrún Huld Harðardóttir,
Sigurður Helgi Harðarson,
Eva Hlín Harðardóttir.
Föðurbróðir okkar,
SVAVAR KRISTINSSON
úrsmiður,
Siglufirði,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar fimmtudaginn 8. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju mánudaginn 19. apríl kl. 14:00.
Júlíus Jónsson,
Jóhann Jónsson
og Jónína K. Jónsdóttir.
Svafar Þjóðbjörns-
son er þungur á brún
og brá og jafnvel að
hann þeyti neftóbakinu
þannig að minnst af
því fari þær slóðir sem
ætlað var. Færra er
sagt og mátti þó tæpast við bæta.
Hvað íþyngir slíkum manni hóf-
semdar, lítillætis og sem vandar svo
mjög til orða að ekkert megi að
meini verða. – Sjómaður hefur knúið
dyra og hann skal nú nauðugur vilj-
ugur láta af hendi gimstein sinn,
perluna dýru sem aldrei verður til
fjár metin; hann skal lúta því lög-
máli sem allir feður kynnast fyrr
eða síðar.
En ef ég þekki rétt til þessarar
ættar þá hefur varla liðið nema einn
dagur að hann vissi jafnframt að þar
fór frækinn íþróttamaður, þekktur
að drengskap og hafa það einungis
frammi er rétt var í hverju máli.
Skemmst er frá því að segja að þeir
tengdafeðgar, Ólafur Þórðarson frá
Bessatungu í Saurbæ og Svafar
Þjóðbjörnsson bundust órjúfanleg-
um böndum og sameiginlega
byggðu þeir stórhýsi á þeirra tíma
mælikvarða, Sandgerði, og bjuggu
þannig í haginn fyrir þá fjölskyldu
sem þeir unnu öllu öðru fremur. –
Guðríður var glæsileg kona, kvenna
fríðust; sálin var raunverulega sú
ómetanlega perla sem enginn fær
haldið eða misst. – Nú á dögum þeg-
ar minnst er á breytingar á stjórn-
arskrá og sett eru lög á hinu háa Al-
þingi verður mér oft hugsað til
Guðríðar, því þar þurftu menn ekk-
ert að vera að ofrauna sér við orða-
lag eða breytingar; það sem Guð-
GUÐRÍÐUR
SVAFARSDÓTTIR
✝ Guðríður Svaf-arsdóttir fæddist
á Akranesi 19. sept-
ember 1915. Hún lést
á Sjúkrahúsi Akra-
ness 30. júní 2003 og
var útför hennar
gerð frá Akranes-
kirkju 11. júlí.
ríður hafði að segja
voru einfaldlega lög og
eftir þeim skyldi farið.
Hún stjórnaði með litla
fingri hverfinu og
skipti engu hvort þar
áttu fullorðnir eða
börn hlut að máli.
Þessi stjórnsemi var
auðvitað misvel þegin
en varla til sá fáviti að
setja sig upp á móti
henni. – Guðríður Svaf-
arsdóttir eða Gauja í
Sandgerði svo sem hún
var jafnan nefnd átti
marga strengi í hörpu
sinni sem hún lék jafnlistilega vel á.
Það er engin tilviljun að fólk úr
hennar ætt hafi komist til metorða
og enn síður tilviljun að það hefur
sjálft ekkert af því vitað né með það
gert en umfram allt kynnt sig sem
manneskjur sem mark er takandi á;
lagt sig fram um að styðja hinn
brákaða reyr. – Ég er ekki í nokkr-
um vafa um að ekki einasta nábýlið
heldur fyrst og fremst sameiginleg
sýn til þess sem ekki yrði prófað í
tilraunaglösum né fest á filmur
heldur þvert á móti handan eða
meðfram þeirri veröld sem við lifum
í, – það var þetta sem gerði okkur að
vinum fyrir lífstíð. – Margs er að
minnast frá liðnum tíma, góðvild,
greiðasemi og jafnvel umhyggju
sem gekk jafnlangt elsku til eigin
barna. Ég varð 54 ára gamall án
þess að vita um helming af því öllu
saman. – Gauja bjó að óbilandi
kjarki, hugrekki hennar slíkt að
margur mætti prísa sig sælan að
búa við það hálfa af því. – Þrátt fyrir
dauðsföll nánustu ættingja stóð hún
jafnvel enn sterkari en áður en lagði
veigamikið lóð á vogarskálina oftar
en einu sinni til að lina þann sárs-
auka sem því fylgdi meðal eftirlif-
enda; trúlegast eftirminnilegast sú
ákvörðun hennar og eiginmanns
hennar að taka að sér uppeldisdótt-
ur þá er systir Guðríðar, Steinunn,
ól en Steinunn féll frá langt um ald-
ur fram. – Sjálf fór Guðríður ekki
varhluta af veikindum en bar það
allt af hugprýði og þrautseigju þess
er ætlar sér og skal lifa, ekki af því
að hún vissi ekki að hún væri for-
gengileg rétt sem aðrir heldur
vegna þess að taugar hennar voru
svo sterkar til eiginmanns, barna og
ættingja; hún vildi og ætlaði sér að
sjá velfarnað þeirra og fá að taka
þátt í þeim velfarnaði sem þá þegar
var orðinn staðreynd. – Gauja í
Sandgerði með allan sinn vilja hefði
þó tæpast séð nema hluta af því ef
hún hefði ekki notið þess að eig-
inmaður hennar var vakinn og sof-
inn yfir velferð hennar og sá til þess
að nauðsynleg lyf væru ætíð til taks
og aðstoðaði hana alfarið síðustu ár-
in hvað það varðaði.
Hann var slíkur drengskapar-
maður og lagði sig svo fram í þessu
efni að fágætt er og var það við-
urkennt af læknum að hann vissi
a.m.k. jafnmikið þeim sjálfum á til-
teknum sviðum. Þetta er ekki nefnt
hér af einhverri fordild heldur af því
að það er satt og rétt. Vonandi mega
einhver okkar njóta sannmælis í lif-
anda lífi – er það ekki? – Lífið geng-
ur sinn gang og lögmál þess verður
ekki sniðgengið.
Við erum svo lánsöm að kynnast
fólki sem er okkur til eilífrar bless-
unar. Svo eru það hinir sem fyrir
náð guðs og heilags anda hverfa
okkur sjónum bráðlifandi, ef til vill
til hagsbóta fyrir alla. – Stór skörð
hafa verið hoggin á árinu 2003 með-
al ættingja og vina. – Ég drúpi höfði
yfir dauðans ró því ég veit að dauð-
inn er spegilmynd lífsins og hvorugt
verður aðskilið. Og ég get ekki að
því gert að mér verður hugsað til
orða Steins Steinarrs í kvæðinu „Í
kirkjugarði“ þar sem hann segir
sem svo margir vildu sagt hafa en
komu aldrei orðum að og var ein-
mitt það sem gerði hann að því
skáldi sem hann var: „Hvort heldur
er ég sá sem eftir lifir eða hinn sem
dó.“
Um leið og beðist er velvirðingar
á því hversu mjög það hefur dvalist
fyrir mér að skrifa þessi eftirmæli
þá vil ég að lokum votta eiginmanni,
börnum, venslafólki og vinum sam-
úð mína.
Guðni Björgólfsson.
Látinn er á nítug-
asta og fyrsta aldurs-
ári læknirinn og pró-
fessor emeritus
Ólafur Bjarnason.
Ólafur var stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1935
og lauk læknaprófi frá læknadeild
Háskóla Íslands 1940. Hann lagði
stund á sérfræðinám í meinafræði
ÓLAFUR
BJARNASON
✝ Ólafur Bjarna-son fæddist á
Akranesi 2. mars
1914. Hann lést á
Hjúkrunarheimilinu
Sóltúni 2 hinn 5. apr-
íl síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Hallgrímskirkju 15.
apríl.
og þá einkum í Stokk-
hólmi og London og
fékk sérfræðingsleyfi
hér á landi í þeirri
fræðigrein 1953. Ólaf-
ur hefur tengst Rann-
sóknastofu Háskólans
í meinafræði sterkum
böndum allt frá því að
hann lauk læknaprófi,
fyrst sem aðstoðar-
læknir og síðan sem
yfirlæknir 1963.
Ólafur varði dokt-
orsritgerð sína um
leghálskrabbamein á
Íslandi við Háskóla
Íslands 1965. Ólafur gegndi fjölda
trúnaðarstarfa við læknadeild Há-
skóla Íslands. Hann starfaði sem
aukakennari við deildina 1947–59,
dósent frá 1959 til 1966 er hann var
skipaður prófessor í meinafræði og
forstöðumaður Rannsóknarstofu í
meina- og sýklafræði. Árið 1978
var Ólafur skipaður prófessor í
réttarlæknisfræði og yfirlæknir
Rannsóknastofu í meina- og sýkla-
fræði. Ólafur lét opinberlega af
störfum 1984 þegar hann varð sjö-
tugur.
Hann var kjörinn deildarforseti
læknadeildar í tvö ár 1968–70 og
aftur í fjögur ár 1974–78 og sinnti
þeim störfum með miklum sóma.
Eftir Ólaf liggja fjölmargar rann-
sóknagreinar í innlendum og er-
lendum læknaritum þar sem hann
ýmist skrifar einn eða í samstarfi
við aðra. Rannsóknirnar eru eink-
um á sviði meinafræði, erfðafræði
og þá einkum um krabbamein.
Læknadeild Háskóla Íslands send-
ir fjölskyldu Ólafs samúðarkveðjur
og þakkir fyrir að hafa fengið að
njóta starfskrafta hans.
Stefán B. Sigurðsson,
forseti læknadeildar.
Minningargreinum þarf að
fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka
og börn og loks hvaðan útför-
in verður gerð og klukkan
hvað.
Ætlast er til að þetta komi að-
eins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í
greinunum sjálfum.
Formáli
minning-
argreina