Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 27
en eingöngu beztu tónlistarmönnum heims var boðið til þessara tónleika, næsta sjálfsagður, sé hann skoðaður í því ljósi, að Viktoría drottning og Al- bert prins voru afi og amma Vil- hjálms Þýzkalandskeisara. Viktoría drottning þekkti Ara Maurus, þó ekki væri nema fyrir það, að hann söng við Covent Garden í London, og ólíklegt er að Viktoría drottning hafi ekki heyrt þessa ástsæla hirðsöngv- ara getið hjá dóttursyni sínum Vil- hjálmi keisara eða Ágústu drottningu hans. Þrátt fyrir að Ari Maurus byggi mestan hluta ævi sinnar fjarri ætt- landi sínu Íslandi og honum hlotnað- ist frægð og heiður í Þýzkalandi, Englandi og eflaust víðar, auk þess að eiga danskan móðurafa (P. Duus, kaupmann í Keflavík), taldi hann sig alltaf Íslending, eins og sézt á auglýs- ingu frá honum, sem hann biður Vísi að birta. „Vísir 19. maí 1923 – Íslend- ingurinn Ari Jónsson, óperusöngvari, Leifsgade 7 (Islands Brygge), Kaup- mannahöfn, býður Íslendingum, sem ætla að stunda söngnám í Kaup- mannahöfn, tilsögn. Hann hefur sungið í Weimar, Leipzig, Hamborg, Dresden, Berlín og Covent Garden í London. 36 af lærisveinum hans, er lokið hafa fullnaðarnámi, syngja á leikhúsum bæði í Þýzkalandi og Dan- mörku. Dómar um listhæfileika hans eru til sýnis.“ Vitað er að nokkrir Íslendingar þekktust boð hans, en þeir voru: Ósk- ar Norðmann kaupmaður, Sigurður Skagfield óperusöngvari, Viggó Björnsson, bankastjóri í Vestmanna- eyjum, og Kjartan Ólafsson rakara- meistari. Danir eignuðu sér Ara aldrei Ari Maurus var auðvitað ekkert annað en Íslendingur, eða alheims- borgari, en sá skilningur á veröldinni er ekki óalgengur meðal okkar Ís- lendinga. Danir eignuðu sér Ara aldrei, átti hann þó danskan móður- afa, eins og áður er minnst á. Kemur þetta t.d. fram í dánartilkynningu I.O.F., en þar kallar I.O.F. Ara ís- lenzka óperusöngvarann, sem varp- aði ljóma á nöfn Íslands og Danmerk- ur úti í hinum stóra heimi með list sinni. Ísland og Danmörk voru eins og kunnugt er sambandsríki árið 1927 og I.O.F. undirstrikar þjóðerni Ara Maurusar með því að nefna Ís- land á undan „stóra bróður“ Dan- mörku. Ættartala Ara Maurusar Johnson sýnir, að sterkir íslenzkir „ stofnar standa að honum ásamt 4 útlending- um, sem voru: Þjóðverji, (Gyðingur) – prófastur – Englendingur – grasa- læknir – Bergenbúi – langamma – og Dani – kaupmaður. Íslenzku ættirn- ar, sem að honum stóðu, voru úr Reykjavík (Arnarhólsætt, Hlíðar- húsamenn – Ísafjarðarsýsla og Húnavatnssýsla), Árnessýslu, Rang- árvallasýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og Þingeyjarsýslu. Áar hans voru bændur, formenn, lóðs, söðlasmiður, grasalæknir, snikkari, prestar, bisk- upar, sýslumenn og kaupmenn. Ágætis blanda, ekki satt? Gamalt máltæki segir: „Römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til“. Og hverfum aftur að fæðingu Ara Maurusar 30. maí 1860 í Neðsta- kaupstað á Ísafirði. Frá fyrstu stundu lífs síns var Ari Maurus umvafinn kærleika og um- hyggju foreldra sinna, fóstru sinnar, systur, afa og ömmu, föðursystra og frændsystkina, sem hélzt alla ævi hans, meðan öll lifðu. Var þeim það einkar ljúft, því að Ari Maurus var að þeirra sögn ljúfur maður og hæverskur, kátur og skemmtilegur, eiginleikar sem hverjum söngvara eru nauðsynlegir til að geta sungið, eins og Frk. Guðmunda Nielsen frá Eyrarbakka lýsir söng Ara Maurus- ar í Lesbók Morgunblaðsins 32. tölu- blaði 1927: „Síðan ég sá Ara Johnson eru 26 ár liðin. Mér er fyrir löngu úr minni liðið hvernig maðurinn var í sjón – en söngnum hans gleymi ég aldrei meðan ég lifi. Það er þó sér- staklega meðferð hans á einu litlu sænsku lagi, sem mér er minnisstæð- ust. Ég á þetta lag í gamalli nótna- bók, og aldrei hefi ég svo í þessi 26 ár, blaðað í bókinni, að ég hafi ekki mun- að eftir Ara Johnson þegar ég kem að laginu, sem heitir „Liten fogel“ og er eftir óþekktan höfund.“ Og síðar í sömu grein: „En hafi hann oft, þ.e, Ari Maurus, haft slík áhrif og hlýjað mörgum jafnvel og mér um hjarta- ræturnar, í þetta eina skipti, sem ég heyrði hann syngja, þá hefur hann vissulega ekki til einskis lifað. Og ég gæti trúað að hann fengi þær stund- irnar endurgoldnar nú, ef til vill með því að hafa tækifæri til að syngja „Liten fogel“ og önnur fögur ljóð í áheyrn fjölda himneskra hersveita í landinu því, þar sem sólin aldrei gengur til viðar.“ Eða eins og gömlu konurnar í Hamborg minntust söngs hans tuttugu árum síðar og Pétur Jónsson, óperusöngvari, segir í ævi- sögu sinni „Pétur Jónsson óperu- söngvari 1954“, sem Björgúlfur Ólafsson skráði eftir frásögn hans. „Eitt sinn er Pétur hafði sungið í Hamborg (1916), fékk hann stutt en einkar vinsamlegt bréf frá tveimur gömlum konum þar í borginni. Þær þökkuðu honum innilega fyrir skemmtunina og voru öldungis hissa á því, hve vel hann héldi sér, hann væri bara alveg eins góður og hann hafði verið fyrir tuttugu árum. Þær héldu, blessaðar gömlu konurnar, að þar hefði Ari Jónsson verið að syngja en hann höfðu þær heyrt syngja, þeg- ar hann var óperusöngvari í Ham- borg, þá fyrir fjöldamörgum árum. Ari Jónsson var reyndar bariton- söngvari en Jónsson (Ari og Pétur) óperusöngvari hafði skemmt þeim yndislega í bæði skiptin.“ Sagt var að Victoría Bretadrottning hefði tregað mann sinn, Albert prins, og saknað hans sárt. Hún lét taka ljósmynd af sér, syni sínum og tengdadóttur við styttu Alberts á brúðkaupsdegi Alexöndru og „Berties“. Daníel Arason Johnson, verslunar- stjóri í Neðstakaupstað á Ísafirði, kaupmaður á Eskifirði og síðar stór- kaupmaður í Kaupmannahöfn. Faðir Ara Maurusar. Anna Guðrún Duus, dóttir Peters Duus, kaupmanns í Keflavík, og konu hans Ástu Tómasdóttur Bechs, söðlasmiðs í Reykjavík. Hannes Þorsteinsson, ritstjóri Þjóð- ólfs, hlýddi á söng Ara er hann hélt hljómleika í Reykjavík til ágóða fyrir minnisvarða Jónasar Hallgrímssonar árið 1901. Hann hrósaði Ara. Ása H. Þórðardóttir, frænka Ara M. Johnson óperusöngvara, hefir safnað miklum fróðleik um þennan fyrsta óperusöngvara Íslendinga. Höfundur er þulur. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 27 Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949 Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939 Afmælis- & opnunardagar í NÆS Fögnun nú 1 árs afmæli í Torginu, Grafarvogi og opnun nýrrar verslunar að Skipagötu 5, Akureyri 20% afmælis- og opnunarafsláttur af öllum vörum dagana 19.-24. apríl Úrval af glæsilegum fatnaði fyrir konur á öllum aldri Stærðir 36-52 Opnunartími mán.-fös. kl. 11-18 lau. kl. 11-14 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Úrval glæsilegra sérferða þar sem þú getur valið um spennandi ferðir með reyndum fararstjórum Heimsferða. Þeir kynna þér nýja sýn á land og þjóð og tækifæri til að upplifa menningu og fegurð heillandi áfangastaða. Við bjóðum þér spennandi valkosti hvort sem þú vilt stutta helgarferð til að njóta náttúrfegurðar Gardavatns, sigla um fegurðstu staði Evrópu, fara í menningarreisu um hjarta Evrópu eða ganga um í einstakri náttúrufegurð Alpanna. Munið Mastercard ferðaávísunina Kynntu þér sérferðabækling Heimsferða Sérferðir Heimsferða í maí og júní 20.–27. maí Vínsmökkun við Gardavatn Farastjóri: Arnbjörg María Danielsen. Kr. 63.500 4.–15. júní Bretland - Frakkland Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir. Kr. 159.900 10.–22. júní Sumar í Tírol Fararstjóri: Ása María Valdimarsdóttir. Kr. 99.500 22.–29. júní Gönguferð Austurríki Fararstjóri: Halldór Hreinsson. Kr. 89.900 24. júní–6. júlí Sumar í Sviss Fararstjóri: Ása María Valdimarsdóttir. Kr. 129.600 2.–13. júlí Sigling á Rín og Mósel Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir. Kr. 132.600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.