Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 31 ÞÓR MAGNÚSSON Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður, rifjar upp minningar af „gamla safninu“ á sýningunni Þjóðminjasafnið - svona var það, í Þjóðmenningarhúsinu sunnudaginn 18. apríl kl. 14.00 Ókeypis aðgangur www.thjodmenning.is Þjóðmenningar- húsið kl. 14 Þór Magnússon, fyrr- verandi þjóðminja- vörður, rifjar upp minningar af „gamla safninu“ á sýning- unni Þjóðminjasafn- ið – svona var það. Þór mun ganga með gestum um sýn- inguna og spjalla um æskuminn- ingar sínar af heimsóknum á Þjóð- minjasafnið síðasta árið sem það var til húsa í risi Þjóðmenningarhússins (1949–1950). Einnig hugleiðir hann hlutverk og eðli safna í tímans rás. Aðgangur er ókeypis. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Þór Magnússon ÞORGERÐUR Katrín Gunn- arsdóttir, menntamálaráðherra, kom nýlega í heimsókn í Lands- bókasafn Íslands – Háskólabókasafn ásamt aðstoðarmanni sínum, Stein- grími Sigurgeirssyni, til að kynna sér starfsemi safnsins. Landsbókasafn hefur sett sér nýja stefnu og framtíðarsýn undir kjörorðinu: Þekkingarveita á norð- urslóð. Er safnið að byggja upp staf- rænt háskólabókasafn með aðgengi að erlendum tímaritum og gagna- söfnum á öllum sviðum vísinda og tækni. Vefur safnsins bok.hi.is er mjög víðtæk upplýsingagátt þar sem veittur er aðgangur að stafrænu efni safnsins og kennt á leitir í gagna- söfnum. Landsbókasafn stýrir Landsaðgangi að gagnasöfnum þar sem landsmönnum gefst tækifæri til að afla sér þekkingar um öll hugs- anleg þekkingarsvið í gegnum heimasíðuna hvar.is. Verið er einnig að byggja upp stafrænt þjóðbókasafn með því að yfirfæra eldra prentað efni svo sem dagblöð, kort og handrit yfir í staf- rænt form og veita aðgang að því um Netið inn á hvert heimili á landinu. Eru t.d. öll gömul íslensk dagblöð nú aðgengileg á Netinu og verið er að mynda Morgunblaðið og setja á Net- ið. Landsbókasafn er brautryðjandi á þessu sviði og er þátttakandi í mörgum alþjóðlegum verkefnum. Gamalt og nýtt í Landsbókasafni Menntamálaráðherra skoðar blaðakost á Landsbókasafninu. Alþýðumenning á Íslandi 1830– 1930. Ritað mál, menntun og fé- lagshreyfingar hefur að geyma tíu ritgerðir eftir sjö fræðimenn sem flestir eru sagnfræðingar, auk inngangsritgerðar og niðurlags- kafla eftir ritstjórana. Bókin er ávöxtur rannsóknarverkefnis sem unnið hefur verið að undanfarin ár. Leitast er við að varpa ljósi félagslegrar menning- arsögu á þróun íslensks þjóðfélags til nútímalegra hátta á þeim hundrað ár- um er fylgdu á eftir því tímabili sem vanalega er kennt við upplýsinguna, hina fjölþjóðlegu hugmyndastefnu. Í brennidepli er ritvæðing samfélags- ins samfara bættri alþýðumenntun og eflingu félagshreyfinga. Höfundar ritgerða eru Eiríkur Þor- móðsson, Erla Hulda Halldórsdóttir, Hulda S. Sigtryggsdóttir, Ingi Sigurðs- son, Jón Jónsson, Loftur Guttorms- son og Ólafur Rastrick. Ritstjórar eru Ingi Sigurðsson og Loftur Guttorms- son Bókin er 18. bindi ritraðar Sagn- fræðistofnunar Háskóla Íslands, Sagnfræðirannsóknir – Studia histor- ica. Ritstjóri er Gunnar Karlsson. Bók- in er 351 bls. kilja og innbundin. Dreifing: Háskólaútgáfan. Verð á kilju 3.790 kr. innbundin 4.490 kr. Sagnfræði Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.