Morgunblaðið - 18.04.2004, Qupperneq 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 31
ÞÓR MAGNÚSSON
Þór Magnússon, fyrrverandi
þjóðminjavörður, rifjar upp
minningar af „gamla safninu“
á sýningunni Þjóðminjasafnið
- svona var það,
í Þjóðmenningarhúsinu
sunnudaginn 18. apríl kl. 14.00
Ókeypis aðgangur
www.thjodmenning.is
Þjóðmenningar-
húsið kl. 14 Þór
Magnússon, fyrr-
verandi þjóðminja-
vörður, rifjar upp
minningar af „gamla
safninu“ á sýning-
unni Þjóðminjasafn-
ið – svona var það.
Þór mun ganga með gestum um sýn-
inguna og spjalla um æskuminn-
ingar sínar af heimsóknum á Þjóð-
minjasafnið síðasta árið sem það var
til húsa í risi Þjóðmenningarhússins
(1949–1950). Einnig hugleiðir hann
hlutverk og eðli safna í tímans rás.
Aðgangur er ókeypis.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Þór Magnússon
ÞORGERÐUR Katrín Gunn-
arsdóttir, menntamálaráðherra,
kom nýlega í heimsókn í Lands-
bókasafn Íslands – Háskólabókasafn
ásamt aðstoðarmanni sínum, Stein-
grími Sigurgeirssyni, til að kynna
sér starfsemi safnsins.
Landsbókasafn hefur sett sér
nýja stefnu og framtíðarsýn undir
kjörorðinu: Þekkingarveita á norð-
urslóð. Er safnið að byggja upp staf-
rænt háskólabókasafn með aðgengi
að erlendum tímaritum og gagna-
söfnum á öllum sviðum vísinda og
tækni. Vefur safnsins bok.hi.is er
mjög víðtæk upplýsingagátt þar sem
veittur er aðgangur að stafrænu efni
safnsins og kennt á leitir í gagna-
söfnum. Landsbókasafn stýrir
Landsaðgangi að gagnasöfnum þar
sem landsmönnum gefst tækifæri til
að afla sér þekkingar um öll hugs-
anleg þekkingarsvið í gegnum
heimasíðuna hvar.is.
Verið er einnig að byggja upp
stafrænt þjóðbókasafn með því að
yfirfæra eldra prentað efni svo sem
dagblöð, kort og handrit yfir í staf-
rænt form og veita aðgang að því um
Netið inn á hvert heimili á landinu.
Eru t.d. öll gömul íslensk dagblöð nú
aðgengileg á Netinu og verið er að
mynda Morgunblaðið og setja á Net-
ið. Landsbókasafn er brautryðjandi
á þessu sviði og er þátttakandi í
mörgum alþjóðlegum verkefnum.
Gamalt og nýtt í
Landsbókasafni
Menntamálaráðherra skoðar blaðakost á Landsbókasafninu.
Alþýðumenning á
Íslandi 1830–
1930. Ritað mál,
menntun og fé-
lagshreyfingar
hefur að geyma
tíu ritgerðir eftir
sjö fræðimenn
sem flestir eru
sagnfræðingar,
auk inngangsritgerðar og niðurlags-
kafla eftir ritstjórana. Bókin er ávöxtur
rannsóknarverkefnis sem unnið hefur
verið að undanfarin ár. Leitast er við
að varpa ljósi félagslegrar menning-
arsögu á þróun íslensks þjóðfélags til
nútímalegra hátta á þeim hundrað ár-
um er fylgdu á eftir því tímabili sem
vanalega er kennt við upplýsinguna,
hina fjölþjóðlegu hugmyndastefnu. Í
brennidepli er ritvæðing samfélags-
ins samfara bættri alþýðumenntun og
eflingu félagshreyfinga.
Höfundar ritgerða eru Eiríkur Þor-
móðsson, Erla Hulda Halldórsdóttir,
Hulda S. Sigtryggsdóttir, Ingi Sigurðs-
son, Jón Jónsson, Loftur Guttorms-
son og Ólafur Rastrick. Ritstjórar eru
Ingi Sigurðsson og Loftur Guttorms-
son
Bókin er 18. bindi ritraðar Sagn-
fræðistofnunar Háskóla Íslands,
Sagnfræðirannsóknir – Studia histor-
ica. Ritstjóri er Gunnar Karlsson. Bók-
in er 351 bls. kilja og innbundin.
Dreifing: Háskólaútgáfan. Verð á kilju
3.790 kr. innbundin 4.490 kr.
Sagnfræði
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík