Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 62
AUÐLESIÐ EFNI 62 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁSGEIR Sigurvinsson og Logi Ólafsson landsliðsþjálfarar í knattspyrnu hafa valið 22 manna landsliðshóp fyrir vináttuleikinn gegn Lettum sem fram fer í Ríga miðvikudaginn 28. apríl. Endanlegur 18 manna hópur sem tekur þátt í leiknum verður valinn síðar í mánuðinum. Í 22 manna hópnum, sem þeir Ásgeir og Logi völdu, eru þeir sömu 17 leikmenn og voru í leiknum gegn Albönum á dögunum en við bætast: Eiður Smári Guðjohnsen, Hermann Hreiðarsson, Tryggvi Guðmundsson, Arnar Grétarsson og Helgi Sigurðsson. Hópurinn er þannig skipaður: Árni Gautur Arason, Man.City., Kristján Finnbogason, KR, Arnar Grétarsson, Lokeren, Hermann Hreiðarsson, Charlton, Helgi Sigurðsson, AGF, Þórður Guðjónsson, Bochum, Brynjar Björn Gunnarsson, Stoke, Tryggvi Guðmundsson, Örgryte, Arnar Þór Viðarsson, Lokeren, Pétur H. Marteinsson, Hammarby, Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea, Heiðar Helguson, Watford, Jóhannes K. Guðjónsson, Wolves, Ólafur Örn Bjarnason, Brann, Indriði Sigurðsson, Genk, Bjarni Guðjónsson, Coventry, Ívar Ingimarsson, Reading, Marel Baldvinsson, Lokeren, Gylfi Einarsson, Lilleström, Hjálmar Jónsson, Gautaborg, Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk og Kristján Örn Sigurðsson, KR. Ásgeir og Logi velja Ríga-farana Morgunblaðið/Brynjar Gauti Úr landsleik. SAFNHÚS Þjóðminja-safns Íslands við Suðurgötu verður opnað 1. september í haust, eftir miklar breytingar. Safnið hefur verið lokað í sex ár vegna breytinganna, eða allt frá árinu 1998. Kostnaður við endur-bætur á húsinu nema um 980 milljónum króna. Búið er að stækka sýningar-rými verulega en Þjóðminja-safnið á yfir 60 þúsund forngripi og um tvær milljónir ljósmynda. Einnig hefur gólf í jarðhæð hússins verið lækkað og nýtist hæðin nú fyrir kaffihús, safna-verslun og sýningarsal fyrir ljósmyndir. Fyrsti safn-gripurinn, landhelgis-báturinn Ingjaldur, var fluttur í húsið í vikunni. Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra Íslands, sem þá var sýslumaður, fékk þennan bát lánaðan þegar hann reyndi að taka breska landhelgis-brjóta á Dýrafirði árið 1899. Bretar sökktu bátnum og fórust með honum þrír menn, en þrír komust af og var Hannes einn þeirra. Morgunblaðið/Golli Þjóðminja- safnið opnað aft- ur í haust ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fór í heimsókn til George W. Bush Bandaríkjaforseta í vikunni. Í heimsókninni samþykkti Bush í raun að Ísraelar mættu leggja undir sig palestínskt land á Vesturbakkanum. Það er ekki í samræmi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna. Þetta er stefnubreyting hjá Bush. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-araba, brást mjög reiður við þessari stefnubreytingu Bandaríkjastjórnar. Aðrir leiðtogar araba urðu líka reiðir. Þeir segja að Bush hafi ekki umboð til að leyfa Ísraelum að gera þetta. Bush sagði að það væri óraunsætt að búast við því að Ísraelar skiluðu aftur öllu því landsvæði sem þeir hertóku árið 1967, eftir að þeir unnu stríð sem arabar höfðu hafið gegn Ísrael. Sharon vill að Austur-Jerúsalem, sem fyrir árið 1967 var undir stjórn Palestínu-araba, og fimm eða sex bæir gyðinga sem reistir hafa verið á Vesturbakkanum, verði í raun innlimaðir í Ísrael. Þá vill Sharon heldur ekki að palestínskir flóttamenn, sem bjuggu í Ísrael fyrir 1967, fái að flytjast aftur þangað sem þeir bjuggu. Í staðinn muni ísraelski herinn fara frá Gazasvæðinu og hluta Vesturbakkans. Þessi svæði eiga að vera undir stjórn Palestínu-araba. Talsmenn Palestínu-araba eru óánægðir. Þeir segja þessar fréttir eyðileggja vonir um frið milli Palestínumanna og Ísraela. Arafat Palestínuleiðtogi sagði að palestínskt flóttafólk myndi aldrei gefa frá sér réttinn til að snúa aftur til fyrri heimkynna sinna í Ísrael. Hann ítrekaði líka að hann vildi að búið yrði til sjálfstætt ríki Palestínu-araba með Jerúsalem sem höfuðborg. Margir Palestínu-arabar tóku þátt í mótmælum gegn tillögum Sharons og stefnubreytingu Bush. Bush samþykkir áætlun Ísraela AP George W. Bush, forseti Bandaríkjanna (til vinstri), og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, takast í hendur í Hvíta hús- inu í Washington á miðvikudag. GEIRMUNDUR Valtýsson tónlistarmaður bauð til veglegrar veislu í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki að kvöldi annars páskadags, í tilefni af sextíu ára afmæli sínu og útkomu nýrrar plötu. Eins og alþjóð veit þá er Geirmundur maður vinmargur og því var veislan með þeim fjölmennari sem um hefur getið í Skagafirðinum. Lauslega er áætlað að á þrettánda hundrað gestir hafi verið mættir til veislunnar, hlýtt á ræðuhöld, skagfirska sveiflu og þegið veitingar. Þegar íþróttahúsið var opnað klukkan átta var þegar kominn mikill mannfjöldi og mynduðust langar raðir við innganginn þar sem afmælisbarnið bauð gesti velkomna, ásamt eiginkonu sinni Mínervu Björnsdóttur. Geirmundur hefur verið landsþekktur tónlistarmaður og skemmtikraftur í á fimmta áratug en hann byrjaði að leika á böllum á fermingaraldrinum. Veislustjórinn í afmælinu, Þorgeir Ástvaldsson, kynnti fyrir gestum nýútkomna plötu Geirmundar og þá stigu á svið flytjendur, allir úr Skagafirðinum, sem hver af öðrum fluttu lög Geirmundar við undirleik hljómsveitar sem stjórnað var af Magnúsi Kjartanssyni. Sextugsafmæli Geirmundar Geirmundur með eiginkonu sinni Mínervu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.