Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ HÆKKANDI sól og hlýnandi veður eru fastir fylgifiskar vorsins. Og með góða veðrinu fjölgar þeim líka sem njóta þess að vera úti við, hvort sem er til að teiga að sér súrefni á gönguferðum, skeggræða menn og málefni í skjóli fyrir vornepjunni, eða til að sinna árvissri vorhreingerningu sem ekki eru síður nauðsynleg á strætóskýlum en á venjulegum heimilum. Sólin dregur þá ekki síður út börnin eftir langa inniveru á vetrardögum. Hjólin eru þá gjarnan dregin fram, langar vegalengdir lagðar að baki og nærsveitir kannaðar af nýjum eldmóð. Rykið er líka dustað af fótboltanum sem sem brúað getur bekkja- og jafnvel aldursbil á skólavellinum í frímínútunum þar sem allt fyllist af lífi á ný. Náttúran býður líka upp á fjölda for- vitnilegra fyrirbæra sem gaman er að skoða. Þeir skemmtu sér líka einkar vel í fjörugarði Stykkishólms á dögunum, félagarnir Arnar, Eiður Smári og Hafsteinn. Fjaran er líka skemmtilegur leikstaður, ríkulega skreytt bæði skeljum og kuðungum sem gaman er að nota í skapandi leik þar sem einu takmarkanirnar liggja hjá endimörkum ímyndunaraflsins. Rispur Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Eggert Arnar, Hafsteinn og Eiður Smári í fjörunni í Stykkishólmi. Morgunblaðið/RAX Lífsins notið í sól og sumaryl í Hallargarðinum. Morgunblaðið/RAX Skugga ber við eitt af bárujárnshúsunum á Njálsgötu. Morgunblaðið/Jim Smart Strætóskýli við Eiðsgranda spúlað fyrir sumarkomuna. Hressilegar stúlkur á hjólum við Langholtsskóla bruna niður Holtaveg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.