Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ flytjendur á svæðinu eru svo líkir Svíum í útliti og háttum að erfitt er að sjá muninn. Í austurhlutanum búa innflytjendur og lágstéttin. Í sumum hverfum eru innflytjendur svo fjöl- mennir að manni líður eins og maður sé komin til Mið-Austurlanda – sé ekki lengur staddur í Svíþjóð,“ svar- ar Gunnel augljóslega óánægð með þróunina. „Þessi skipting í borginni er ákaflega neikvæð og alveg sér- staklega fyrir yngstu kynslóð inn- flytjenda. Þessi hópur fær ekki nægi- lega þjálfun í sænsku af því að hann umgengast svo fáa Svía í skólanum. Samskiptin eru í lágmarki og bjóða því heim alls kyns fordómum og árekstrum.“ Móðurmálið nýtt í kennslu Sum barnanna í hverfum innflytj- enda tala nánast enga sænsku fyrstu árin. „Vandamálið var að þau kunnu oft ekki sænsku við upphaf skóla- göngu sinnar í 7 ára bekk,“ segir Gunnel og útskýrir að við því hafi verið brugðist með því að bjóða öllum 6 ára börnum upp á sérstakan tungu- málaforskóla, þ.e. nám með áherslu á sænsku og undirbúning undir alvöru skólanám í 7 ára bekk. Forskólinn sé öllum opinn þó aðsóknin sé einna best meðal innflytjenda. „Þegar eldri börn með annað móðurmál en sænsku flytjast til landsins sækja þau eins konar undirbúningsdeild í bóklegu greinunum þar til þau eru tilbúin að fylgja bekkjarfélögum sín- um eftir í öllum greinum.“ – Fá börn móðurmálskennslu? „Rannsóknir í Svíþjóð hafa sýnt fram á að best sé að byggja annað tungumál á móðurmáli barnanna. Þess vegna hefur verið lögð áhersla á að bjóða upp á móðurmálskennslu fyrir börn af erlendum uppruna í grunnskólunum. Hvað sænskuna varðar hefur orðið ákveðin þróun innan skólakerfisins á síðustu árum. Lengi vel töldum við að best væri að kenna börnum af erlendum uppruna alfarið á sænsku. Smám saman fór- um við svo að átta okkur á því að þó börnin töluðu lýtalausa sænsku skildu þau oft ekki til hlítar merkingu allra orðanna. Af þeirri ástæðu hefur í sumum greinum verið farið að vinna með orð úr móðurmáli barnanna meðfram sænskunni,“ segir Gunnel. „Við höfum komið upp svokölluðum „work-shops“ í mörgum skólum. Þar aðstoða kennarar af erlendum upp- runa nemendur á unglingastiginu við að yfirfæra merkingu sænsku orðanna á móðurmálið.“ Afturhvarf til móðurmálsins hefur ekki aðeins orðið í barnaskóla- kennslu. „Ólæsi hefur verið talsvert algengt meðal fullorðinna innflytj- enda í Svíþjóð,“ segir Gunnel. „Eins og gefur að skilja er mikið átak fyrir fullorðið fólk að læra að lesa og skrifa alveg nýtt tungumál – sænsku. Lengi vel var heldur ekki óalgengt að fólk sæti hvert námskeiðið á fætur öðru án þess að ná umtalsverðum árangri. Nokkrar slíkar konur voru orðnar leiðar á því að hjakka sífellt í sama farinu. Þær báðu því leikskólakenn- ara frá Afganistan að hjálpa sér að ná tökum á námsefninu. Leikskólakenn- arinn, Hamida Nambi, ákvað að styðjast við sömu aðferðir í kennsl- unni og notaðar eru í fyrstu bekkjum grunnskólans. Hún dró upp stafi, benti á hluti í umhverfinu, fór í leiki með nemendunum og var óspör á að nota móðurmálið til að þýða og út- skýra. Skemmst er frá því að segja að konurnar voru farnar að lesa blöð- in og senda stutt bréf til ættingja sinna í Afganistan nokkrum mánuð- um síðar. Fjölskyldur þeirra áttu ekki orð til að lýsa hrifningu sinni á framförunum. Árangurinn varð Nambi hvatning til að halda áfram og stofna sérstakan skóla fyrir ólæsa innflytjendur. Skólinn heitir Malalaj- skólinn og starfar enn. Fleiri skólar tóku hugmyndina upp og nýta móð- urmálið meira við tungumálakennslu en gert var í upphafi.“ Fordómar á vinnumarkaði – Eiga konur í hópi innflytjenda við einhver sérstök vandamál að stríða? „Ég held að innflytjendakonur séu oftar einangraðari í samfélaginu heldur en karlarnir. Annars er erfitt að alhæfa um jafn stóran og fjöl- breyttan hóp og allar innflytjenda- konur í Málmey. Ekki má heldur gleyma því hvað menntun hefur mikil áhrif á stöðu fólks í samfélaginu. Inn- flytjendakonur í Málmey eru allt frá því að vera ólæsar upp í að vera há- menntaðar,“ segir Gunnel og tekur fram að menntunarstig kvennanna fari eftir því frá hvaða landi þær komi, úr hvaða stétt og fjölskyldu. „Menntun er heldur engin trygging fyrir því að innflytjendakonur fái vinnu og brjótist með þeim hætti út úr félagslegri einangrun heimilisins. Hér í Málmey eru miklir fordómar á vinnumarkaðinum og alveg sérstak- lega í garð múslima, t.d. eru hverf- andi líkur á því að afrísk músl- imakona með blæju fái nokkurn tíma vinnu. Líkurnar á því að innflytjend- ur fái vinnu aukast í réttu hlutfalli við hversu líkur innflytjandinn er Svíum í útliti, tali og öðru hátterni.“ Gunnel segir að starfsmenn deild- arinnar hafi komist að því að sérstak- lega mikilvægt sé að styðja konur. „Konurnar mynda oft eins konar kjarna fjölskyldunnar og skila stuðn- ingnum gjarnan beint áfram til barnanna og annarra í fjölskyld- unni,“ heldur Gunnel áfram og tekur fram að mestur skortur virðist vera á tvenns konar stuðningi. „Annars vegar skortir konurnar oft fræðslu um málefni allt frá sinni eigin líkams- starfsemi upp í uppbyggingu sam- félagsins – strauma og stefnur. Hins vegar þurfa konurnar oft á stuðningi að halda til að ná að létta af sér þung- um byrðum af áhyggjum, t.d. af manninum, fjármálunum og stórfjöl- skyldunni í gamla landinu. Við höfum unnið sérstaklega með konum með ýmsum hætti, t.d. höfum við skapað þeim vettvang til að gera eitthvað fal- legt fyrir sjálfar sig í einhvers konar föndursmiðju til þess að dreifa hug- anum og losa sig við allar áhyggj- urnar í smá stund. Annað skemmtilegt verkefni var kvennamaraþon. Við hlupum ekki heldur héldum maraþon kvennamál- fund. Öllum konum var gefinn kostur á að halda 10 mínútna ræðu á mál- fundinum. Svo tók hver við af annarri í marga klukkutíma. Heimurinn er fullur af hrífandi konum.“ Vinatengsl árangursrík „Ég má ekki gleyma að segja þér frá Contakt (Samband),“ segir Gunn- el. „Contakt-verkefnið gengur út á að mynda raunveruleg vinatengsl á milli Svía og innflytjenda. Umsækjendur um verkefnið eru valdir saman á grundvelli sameiginlegra áhugamála. Ég er sjálf þátttakandi í verkefninu. Vinkona mín heitir Shekiba. Hún er 45 ára gömul múslimakona frá Írak. Við vorum valdar saman af því að við höfum báðar gaman að því að fara út að ganga. Við náum ákaflega vel saman og förum ýmist út að ganga í nágrenni við heimili mitt eða hennar. Shekiba fluttist ásamt eiginmanni sínum og 13 ára syni til Svíþjóðar fyr- ir 3 árum. Maðurinn hennar var höf- uðsmaður í her Saddams Hussein í áratugi. Hann fékk kúlu í bakið og var ekki vinnufær aftur fyrr en ný- lega. Þau hafa bæði staðist próf í sænsku en hvorugt fengið vinnu,“ segir Gunnel og bætir við að fyrir ut- an að vera vinkona Shekibu sé hún orðin eins konar þjálfari fjölskyld- unnar. „Og mitt fyrsta verk verður að sjá til þess að hjónin fái vinnu.“ – Hvers vegna leggur þú svona mikla áherslu á vinnuna? „Sonur Shekibu gengur í hverfis- skólann í hverfi innflytjenda – Ros- engård. Upp á síðkastið hefur hann orðið fyrir þrýstingi frá ákveðinni klíku í skólanum um að taka upp slæma siði, t.d. að taka þátt í slags- málum og reykja. Eina leiðin til að losa hann úr klóm þessara stráka er að færa hann í annan skóla. Vanda- málið er að hjónin geta ekki fært son sinn í annan skóla nema skipta um hverfi. Þau geta ekki flutt í annað hverfi af því að þau hafa ekki efni á því að flytja. Af hverju hafa þau ekki efni á því að flytja?“ spyr Gunnel. „Þau hafa ekki vinnu.“ Gunnel segir að hjónin hafi ætlað að leysa vandamálið með því að hóta syni sínum að senda hann aftur til Íraks ef hann tæki ekki upp betri siði. „Ég minnti Shekibu og manninn hennar á að þau hefðu lent í vand- ræðum og tekið ákvörðun um að flytja frá Írak. Sonur þeirra hefði þurft að skilja eftir allt sem honum hefði þótt vænt um í gamla landinu, skólann, vinina, ömmuna og dýrin sín. Núna hefði hann lent í vandræð- um og þau ætluðu að hræða hann. Þau yrðu að reyna að setja sig í hans spor og koma honum í skilning um að í Svíþjóð væri falið ákveðið tækifæri fyrir hann. Þau ákváðu í framhaldi af því að fara með son sinn í stutt frí til Íraks til að sýna honum fram á hversu erfitt væri að lifa, menntast og fá vinnu þar. Ég hjálpaði þeim að koma upp „arabískum banka“. Þau söfnuðu saman 20 vinum sínum og allir lögðu 1.000 kr. á borðið til að lána einni fjölskyldu. Þau fengu fyrsta lánið af því að þau þurftu á peningunum að halda. Fjölskyldan fór í framhaldi af því til Íraks og upp- lifði þar alveg hræðilega hluti, t.d. drápu Bandaríkjamenn bróður eig- inmanns Shekibu af slysni á meðan þau voru í landinu. Eftir ferðina varð sonur Shekibu allt annar og betri drengur. Breytingin var þó aðeins tímabundin því að fljótlega fór hann aftur að láta undan þrýstingi klík- unnar. Sama ástandið blasir því við hjónunum. Þau verða að fá vinnu og Shekiba fær ekki vinnu nema hún leggi niður blæjuna. Ég hef sagt henni að guð hljóti að fyrirgefa henni að hún hætti að bera blæju því mál- staðurinn sé svo góður. Hún hefur áhyggjur af því hvað vinir hennar segi. Ég segi henni að hún komist þá að því hverjir séu vinir hennar. Núna er hún að hugsa um að skipta blæj- unni út fyrir slæðu,“ segir hún og upplýsir að Contakt sé að skila frá- bærum árangri víðsvegar í samfélag- inu. „Við erum búin að koma saman 140 pörum og þeim fjölgar stöðugt. Eina vandamálið er að sumir halda að Contakt sé hjúskaparmiðlun og því er auðvitað alls ekki þannig farið. Við tengjum ekki saman fólk af gagn- stæðu kyni nema mikill aldursmunur sé á milli fólksins.“ Gunnel var að lokum spurð að því hvaða tilfinningu hún hefði fyrir því hvað Svíum þætti um fjölgun útlend- inga í borginni. „Almannarómur seg- ir að Svíar hafi veitt of mörgum út- lendingum landvistarleyfi of hratt á síðustu 10 árum. Margir eru þeirrar skoðunar að við ættum ekki að taka við fleiri útlendingum því að við höf- um ekki tök á að sinna þeim sem fyrir eru nægilega vel fyrir utan hvað at- vinnuleysi er áberandi. Atvinnuleys- istölur segja þó ekki alla söguna því að í sumum greinum er skortur á vinnuafli. Meginhlutverk stjórnvalda hlýtur að vera að sjá til þess að hægt sé að uppfylla þörf fyrir vinnuafl í þessum greinum. Við skulum heldur ekki gleyma að sænska eftirstríðs- árakynslóðin er að fara út af vinnu- markaðnum á næstu 5 til 10 árum. Sú blóðtaka skapar vandamál á vinnu- markaði víða um Svíþjóð. Ekki þó í Málmey – vegna útlendinganna er aldurssamsetningin í borginni mjög hagstæð.“ AP Etniske relationer vinnur að því að stuðla að jákvæðum samskiptum Svía og innflytjenda. Að ofan sést fólk af ólíkum uppruna mótmæla kyn- þáttafordómum í göngu undir yfir- skriftinni „Kyndill umburðarlyndis“. ago@mbl.is ÞAÐ VEIÐISVÆÐI sem kannski hefur komið hvað skemmtilegast á óvart á þessari vorvertíð eru Efri- Steinsmýrarvötn sem komu á opinn markað í fyrsta skipti er Jakob Hrafnsson tók þau á leigu og hóf að selja í þau veiðileyfi. Þar eru fjórar stangir að veiða sjóbirting, sem er að stórum hluta vænn geldfiskur, og bleikju. „Ég gerði mér vissulega vonir með svæðið, en þessi útkoma hefur komið mér skemmtilega á óvart. Það hafa hópar verið að fá þarna 10 til 50 fiska, allt eftir ástundun og skil- yrðum, en stundum hafa þau verið erfið eins og búast má við snemma á vorin,“ sagði Jakob í samtali við Morgunblaðið. Steinsmýrarvötn eru í Meðallandi, nokkur grunn vötn sem eru tengd með lækjum og skurðum og renna þau á endanum í Eldvatn. Fyrir all- mörgum árum voru þau þekkt fyrir mikla veiði líkt og Eldvatnið, en svo kom lægð sem stóð árum saman. Nú mætti ætla að einhver uppsveifla væri, því svo virðist sem talsvert sé af fallegum 2 til 5 punda birtingi sbr. veiðitölur sem borist hafa að austan og á það raunar við um flest eða öll birtingssvæðin í Vestur-Skaftafells- sýslu um þessar mundir. Auk þess- ara fallegu birtinga, hafa menn feng- ið þó nokkrar stórar bleikjur í Steinsmýrarvötnum, 3 til 5 punda og að sögn Jakobs, eykst bleikjuveiði þegar líður fram á sumar, en þá er birtingurinn líka á bak og burt til hausts. „Ég var að spjalla við Magn- ús Jóhannsson fiskifræðing um þennan sjóbirting í vötnunum og taldi hann að ég gæti gert mér vonir um að hann héldi til á svæðinu eitt- hvað fram eftir maí, a.m.k. ef miðað er við svipað veiðisvæði í Fitjaflóði í Grenlæk,“ bætti Jakob við. Önnur vötn … Gunnar Óskarsson sagði að veiði hefði verið góð í Geirlandsá, en þar hefði þó lítið verið stunduð veiði allra síðustu daga. Fyrstu hollin fengu 55 og 40 fiska, en þau tvö næstu 10 og 14 stykki, en þá stóðu vaktina harðir fluguveiðimenn við afar erfið skilyrði. „Þetta fiskmagn í Geirlandinu kemur mér nokkuð á óvart, því þegar við lokuðum ánni síðastliðið haust var ekki mikið líf að sjá. Þetta sýnir hins vegar hvað veið- in er óútreiknanleg og við vitum jú að geldfiskur getur verið að ganga í árnar fram eftir öllum vetri, fram undir vor ef því er að skipta. Hins vegar er ógerningur að átta sig á því hvað hann heldur mikið lengur til í ánni. Einn góðan veðurdag verður hann á bak og burt, genginn aftur til sjávar. Í fyrra gerðist það mjög snemma, spurning hvað verður nú,“ sagði Gunnar. Og víða eru menn að setja í fiska. Í síðustu viku voru menn talsvert að skreppa í stutta túra í Varmá/ Þorleifslæk og fengust fallegir fisk- ar víða á svæðinu, bæði birtingar og bleikjur sem hafa sumar verið óvenjuvænar í vor, allt að rúm 7 pund. Í Vatnamótunum er enn mikill fiskur, en rétt eins og með Geir- landsá er spurning hvað veislan var- ir. Þar hafa menn verið að fá hörku- veiði síðustu daga. Loks sagði Þröstur Elliðason, leigutaki Minnivallalækjar, að hann væri sáttur við gang mála í ánni þó veiðin væri eitthvað minni en í fyrra. Stöðvarhylurinn, sem jafnan hefur Nýtt veiðisvæði kemur á óvart ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.