Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 68
68 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
KRINGLAN
Sýnd kl. 4, 5.45, 8 og 10.15.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 6, 8 og 10.45. B.i.12 ára
AKUREYRI
Sýnd kl. 3.40 og 8.
Viggo Mortensen
í magnaðri
ævintýramynd
byggð á sannri
sögu!
Enginn trúir því að hann muni lifa af
þetta villta og seiðandi ferðalag.
i i í i lif f
ill i i f l .
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15.
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA
KL. 4, 8 OG 10.45.
Það vilja allir vera hún, en hún vil vera
„frjáls“ eins og allir aðrir.
Sprenghlægileg rómantísk gamanmynd um
forsetadóttur í ævintýraleit!
FRUMSÝNING
Kvikmyndir.is
Hann mun gera allt
til að verða þú!
Hágæða spennutryllir með Angelinu
Jolie, Ethan Hawke og Kiefer
Sutherland í aðalhlutverki.
t lli li
li , t i f
t l í l l t i.
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16.
Sýnd kl. 5. B.i. 16. Kl. 3 og 8.
Enginn trúir því að
hann muni lifa af þetta
villta og seiðandi
ferðalag.
Viggo Mortensen í magnaðri ævintýramynd
byggð á sannri sögu!
Sýnd kl. 2.30, 5.15, 8 og 10. B.i. 12 ára.
„Stórkostlegt
kvikmyndaverk“
HL. MBL
SV. MBL
Sýnd kl. 3 og 5. Með ísl taliSýnd kl. 10.Sýnd kl. 3, 8 og 10.
VG. DV
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 6 og 8.
Ævintýrahópurinn Ráðgáta hf er mætt
aftur til að leysa hin undarlegustu mál
eins og þeim einum er lagið!
Kvikmyndir.is
Sýnd kl.6.
BEYONCÉ Knowles og Jay-Z ætla að
gifta sig í dag, ef marka má heim-
ildamenn bresku götublaðanna. Eftir
þeim er haft: „Jay-Z er æstur í að
festa ráð sitt og krækja í Beyoncé.
Þau hafa aldrei talað um samband
sitt á þessum nótum en sjá þó fyrir
sér að eyða því sem eftir er af ævinni
saman.“ Jay-Z lýsti því yfir í gleði-
vímu í samkvæmi í janúar að hann
ætlaði sér að biðja unnustu sinnar og
að brúðkaup væri rétt handan við
hornið …
ANASTACIA, söngkonan raddsterka,
heldur því fram að söguþráðurinn í
lokaþáttaröð Beðmála í borginni með
baráttu Samönthu við brjósta-
krabbamein, sé byggður á hennar
eigin raunum. Söngkonan greindist
með brjóstakrabbamein þegar hún
ætlaði að láta lýtalækni minnka á sér
brjóstin. Það var einnig lýtalæknir
sem færði Samönthu tíðindin slæmu,
en munurinn er
þó sá að hún ætl-
aði að sjálfsögðu
að láta stækka á
sér brjóstin.
„Þetta gladdi mig
mjög að sjá því ég
er viss um að þeir
hafa fengið hug-
myndina að sögu-
þræðinum eftir að hafa séð viðtal við
mig þar sem ég rakti raunir mínar.
Ég veitti einmitt það viðtal til að
bjarga lífum annarra kvenna.“
Anastacia segir frábært að tekið sé á
þessu alvarlega máli í gamanþáttum
sem þessum. „Það er mikilvægt að
draga upp spaugilegar hliðar á þessu
viðkvæma máli, eins og vandamálinu
með hvaða hárkollur henti þegar hár-
ið er fokið.“
DREW Barrymore sér óskaplega eft-
ir því að hafa gift sig tvisvar sinnum
áður – vegna þess að hún þráir ekk-
ert heitar en að upplifa þá tilfinningu
að ganga upp að altari í fyrsta skiptið
við hlið síns heittelskaða og eina
sanna í dag, Fabrizo Moretti tromm-
ara rokksveitarinnar The Strokes.
Barrymore viðurkennir að hún hafi
verið alltof fljót á sér í fyrri skiptin,
enda segist hún mikil tilfinningavera.
Fyrsti maður hennar var Jeremy
Davis en svo var hún gift Tom Green
í fimm mánuði. Og eftir það klúðrið
segist Barrymore eiginlega vera orð-
in afhuga giftingu …
ENGUM er lengur treystandi. Nú
hefur naglasnyrtir Britney Spears
ljóstrað því upp að stelpan nagi tá-
neglurnar! Naglasnyrtirinn fullyrðir
að Spears hafi viðurkennt að hafa
þennan leiða ávana en hún nagar líka
neglurnar á fingrunum. Ávaninn á
víst að vera það slæmur að hún á að
hafa gengið til dáleiðara í þeirri von
að hann fengi hana til að hætta, en án
árangurs …
GAMLA rúmið hans Robbie Will-
iams seldist á uppboði á dögunum
fyrir 2 milljónir króna. Ágóðinn rann
til góðgerðarsjóðs sem hann rekur og
fjármagnar, sem heitir Give It
Sum …
EIN SKÆRASTA
stjarna hinna
geysivinsælu
Dallas-
sjónvarpsþátta,
Larry Hagman,
hefur neitað að
gangast undir
lifrarígræðslu
öðru sinni og seg-
ist ekki eiga hana skilið. Grædd var
ný lifur í leikarann, sem er 72 ára og
lék hinn harðsnúna JR Ewing í þátt-
unum sem vinsælir voru á níunda
áratugnum, árið 1995 þar sem hann
var með krabbamein í lifrinni í kjölfar
þriggja áratuga drykkju.
Hagman segist ekki vilja hafa nýja
lifur af einhverjum öðrum sem kynni
að þurfa á henni að halda. Hagman,
sem sestur er að sumbli á ný, segir:
„Ég myndi ekki þiggja hana þó svo að
það táknaði að ég gæti lifað 20 ár til
viðbótar. Ég er ekki hræddur. Maður
deyr hvort eð er á endanum.“
Þegar drykkja Hagmans stóð í sem
mestum blóma var hann sagður eyða
40.000 pundum, eða 5,3 milljónum
króna á ári í kampavín. Þá hefur hann
viðurkennt að hafa drukkið stíft á
meðan á tökum Dallas-þáttanna stóð.
Hann hélt því fram að hann hefði
hætt að drekka strax eftir lifr-
arígræðsluna og hefði sótt reglulega
fundi AA-samtakanna. Hins vegar
var það svo að á síðasta ári kom í ljós
að Hagman var farinn að drekka á ný
og orðinn fastagestur á knæpu í Los
Angeles.
Hagman gekkst undir aðgerð í des-
ember þar sem sýktir hlutar lifr-
arinnar voru fjarlægðir.
Hagman hefur gefið mjög ákveðin
fyrirmæli um hvað hann vilji láta
gera við sig eftir andlátið: „Ég vil láta
hakka mig niður og síðan láta dreifa
mér yfir hálfa ekru (0,2 hektara)
lands. Síðan vil ég láta sá hveiti og
marijúanafræjum í akurinn. Í lok árs-
ins vil ég að þið uppskerið mig og bú-
ið til gríðarstóra köku og berið hana
fram á afmælisdaginn minn. Ég vil
stóra veislu og dansiball sem stendur
í þrjá daga.“
FÓLK Ífréttum
TIL stendur að gera
leikna sjónvarpsmynd
byggða á lífi Kurts
Cobains, söngvara
rokksveitarinnar
Nirvana, sem framdi
sjálfsmorð fyrir 10 ár-
um.
Handritið mun
styðjast við eina af
fjölmörgum ævisögum
sem skrifaðar hafa
verið um Cobain,
Heavier Than Heaven
frá 2001 eftir Charles
Cross. Fagblaðið
Hollywood Reporter
greindi frá þessu fyrir
helgi. Ævisagan var líkt og flestar
aðrar skrifuð í óþökk fjölskyldu
Cobains og barnsmóður hans Co-
urtney Love. Búist er við að mynd-
in geti orðið tilbúin strax á næsta
ári. Ekki er enn búið að ráða leik-
stjóra en handritið mun rekja erf-
iða æsku Cobains í
smábænum Aber-
deen í Washington-
ríki allt þar til hann
verður stærsta
rokkstjarna í heimi
og bindur enda á líf
sitt. Farið verður
náið ofan í feril
Nirvana og tilurð
meistaraverks sveit-
arinnar Nevermind
og samband Coba-
ins við Love verður
ofarlega á baugi.
Framvindan verður
ekki í réttri tímaröð
heldur byggist á
glefsum úr lífi Cobains. Ekkert er
sagt um hver muni leika Cobain.
Fyrir skömmu lýsti verðlauna-
leikstjórinn Gus Van Sant yfir
áhuga sínum á að gera aðra mynd
um gruggband og byggja söngv-
ara þess á Cobain.
Bíómyndir um líf Cobains
Lífshlaup Kurts Cobains
var algjört bíó.