Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 48
FRÉTTIR 48 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ 1. Hvaða ár dó Kurt Cobain? 2. Í hvaða rappdúói er Andre 3000? 3. Hvað heitir bók Stefáns Jóns Hafsteins um Kristin Jón Guðmundsson? 4. Hver er hinn íslenski undirtitill lokamyndarinnar í þríleiknum Hringadróttinssögu? 5. Hvað heitir nýjasta mynd Viggos Mortensens? 6. Hvað heitir meint hjákona Davids Beckhams? 7. Söngkonan Soname Yangch- en söng á hljómleikum með Steintryggi í vikunni. Hvaðan er hún? 8. Hvað heitir væntanleg plata Slipknot? 9. Hvers lensk er hljómsveitin Exhumed? 10. Hver hefur leikið James Bond undanfarin ár? 11. Hvers lenskur er leikstjórinn Ingmar Bergman? 12. Hvað er nýkrýnd Ungfrú Banda- ríkin gömul? 13. Hvaða hljómsveit sendi frá sér plötuna Icons of the Dark fyrir stuttu? 14. Hver er höfundur bókarinnar Olivia Joules and the Overactive Imagination? 15. Hvað heitir þessi hljómsveit? 1. 1994. 2. Outkast. 3. New York, New York. 4. Hilmir snýr heim. 5. Hidalgo. 6. Rebecca Loos. 7. Hún er frá Tíbet. 8. Volume 3: (The Subliminal Verses). 9. Hún er bandarísk. 10. Pierce Brosnan. 11. Sænskur. 12. Tuttugu og fimm ára. 13. Myrk. 14. Helen Fielding. 15. Maus. Spurt er Spurningakeppni um efni sem finna má á síðum Fólks í fréttum í Morgunblaðinu. STJÓRN Geðhjálpar mótmælir harð- lega fyrirhuguðum hækkunum á lyfja- verði til sjúklinga, sem Geðhjálp segir að bitni ekki hvað síst á geðsjúkum og fólki með geðraskanir. Þetta sé enn ein atlagan að sjúklingum sem þurfi í sí- vaxandi mæli að standa sjálfir undir kostnaði af veikindum sínum. „Réttur fólks til heilsugæslu og læknisþjónustu án tillits til efnahags, sem á að vera tryggður með almanna- tryggingum, er fyrir borð borinn. Með þessum aðgerðum stjórnvalda er verið að velta svokölluðum sparnaði hjá rík- issjóði yfir á sjúkinga. Að þessu sinni á að sækja hundruð milljóna króna eink- um og sér í lagi í vasa örorku- og lífeyr- isþega þar sem verð á algengum lyfj- um til þeirra fimmfaldast,“ segir í ályktun stjórnar. Geðhjálp bendir á að aðgerðir af þessu tagi einkennist af ábyrgðarleysi og skammsýni, þær bitni á sjúklingum og oft bágum efnahag þeirra, en ekki sé hreyft við hagnaði lyfjafyrirtækja. Geðhjálp mótmælir lyfjaverðs- hækkun LEIKRITIÐ Yndislegt kvöld eftir Pál Hersteinsson verður frumsýnt í Iðnó í Reykjavík í dag klukkan 15 en var ekki frumsýnt í gær eins og greint var í blaðinu í gær. Höfundaleikhús Draumasmiðj- unnar stendur að sýningunni og er þetta þriðja sýningin á vegum þess. Páll Hersteinsson er prófessor í líf- fræði við Háskóla Íslands en hann hefur einnig gefið út smásagnasafn og fræðibækur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikrit Páls Hersteins- sonar frumsýnt í dag Leikararnir Hjalti Rögnvaldsson, Margrét Ákadóttir, Rósa Guðný Þórs- dóttir og Árni Pétur Guðjónsson ásamt leikstjóranum, Sigrúnu Sól Ólafs- dóttur, og höfundinum, Páli Hersteinssyni. UNDIRRITAÐUR hefur verið samstarfssamningur milli útibús Landsbanka Íslands á Húsavík og knattspyrnudeildar Völsungs. Í samningnum, sem er til tveggja ára, felst stuðningur við knatt- spyrnudeildina m.a. í formi auglýs- inga, bæði á búningum félagsins og við knattspyrnuvöll þess. Undir samninginn rituðu þeir Sigurður Árnason útibússtjóri fyrir hönd bankans og og Víðir Svans- son, stjórnarmaður í knatt- spyrnudeildinni, fyrir hönd Völsungs. Sigurður sagði það ánægjulegt fyrir Landsbankann að geta stutt íþróttastarfið í bænum og taldi báða aðila hafa hag af samn- ingnum. Víðir Svansson og nafni hans Pétursson knattspyrnudeild- armenn voru hæstánægðir með samninginn. Þeir sögðu mikilvægt að hann væri til tveggja ára þannig að menn gætu aðeins horft fram í tímann. Landsbankinn styrkir knattspyrnulið Völsungs Þorgrímur Aðalgeirsson og Sigurður Árnason frá Landsbankanum og Víðir Svansson og nafni hans Pétursson frá Völsungi við samningsundirritunina. Húsavík. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.