Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 60
DAGBÓK
60 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Nuka Arctica kemur
og fer í dag. Hanseduo
og Venus koma í dag.
Fréttir
Fjölskylduhjálp Ís-
lands Eskihlíð 2–4 í
fjósinu við Miklatorg.
Móttaka á vörum og
fatnaði, mánudaga kl.
13–17. Úthlutun mat-
væla og fatnaðar,
þriðjudaga kl. 14–17.
Sími skrifstofu er
551 3360, netfang dal-
ros@islandia.is, gsm
hjá formanni 897 1016.
Mannamót
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Dansleikur í
kvöld kl. 20, Caprí-tríó
leikur fyrir dansi.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Opið hús í
Félagsmiðstöðinni
Gullsmára, laugardag-
inn 24. apríl, fyrir fé-
lagsmenn og gesti
þeirra kl. 14. Dagskrá:
Ferðanefnd FEBK
kynnir sumar- og
haustferðir félagsins,
Brynhildur Þóra Þórs-
dóttir 10 ára nemandi í
Tónlistarskóla Kópa-
vogs leikur á selló.
Leynigestur. Hring-
dansar: Stjórnandi
Sigurbjörg J. Þórð-
ardóttir. Don Felex frá
Spáni leikur á gítar og
syngur. Guðrún Lilja
Guðmundsdóttir og
o.fl. leiða fjöldasöng og
spila undir á gítar.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Reyk-
holtsferð þriðjudaginn
4. maí kl. 13. Skoðuð
Snorrasýning og kirkj-
an undir leiðsögn, kaffi
og síðan ekið að
Hvanneyri og skoðuð
ullarvöru- og búvéla-
sýning. Skráning og
upplýsingar í Hraun-
seli í síma 555 0142.
Félagsstarf eldri borg-
ara í Mosfellsbæ. Pútt-
kennsla í Íþróttahús-
inu Varmá, á sunnu-
dögum kl. 11–12.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Föstudaginn
23. apríl opnuð mynd-
listarsýning Erlu Jóns-
dóttur, m.a. syngur
Gerðubergskórinn.
Kristniboðsfélag
karla. Fundur verður í
Kristniboðssalnum,
Háaleitisbraut 58–60,
mánudaginn 19. apríl
kl. 20. Skúli Svav-
arsson hefur bibl-
íulestur. Allir karl-
menn velkomnir.
NA (Ónefndir fíklar).
Neyðar- og upplýs-
ingasími 661 2915.
Opnir fundir kl. 21 á
þriðjudögum í Héðins-
húsinu og á fimmtu-
dögum í KFUM&K,
Austurstræti.
Endurfundir skáta.
Næsta samvera verður
mánudaginn 19. apríl í
Laugardalshöllinni.
Þar verður Evr-
ópuþing skáta haldið
dagana 17.–21. apríl.
Þátttakendur hittast í
anddyri Laugardals-
hallarinnar kl. 13.15,
skoða kynningar á
skátastarfi í mörgum
Evrópulöndum
og borða síðan hádeg-
isverð eins og þing-
fulltrúar. Æskilegt að
bera einhver skátaein-
kenni.
Ferðaklúbbur eldri
borgara. Þriðjudaginn
4. maí er hringferð um
Reykjanes, 18. maí er
ferð á Akranes, Svína-
dal og Borgarnes, 25.
maí er söguferð í
Rangárþing, 21.–28.
júní ferð á Norðaust-
urland. Skráning er
hafin í þessar ferðir,
sími 892 3011.
Kvenfélagið Keðjan,
fundur verður mánu-
daginn 19. apríl í Flug-
virkjasalnum Borg-
artúni 22, kl. 20,
kenndur verður kántrí-
dans.
Félag aðstandenda
Alzheimerssjúklinga
og annarra minn-
issjúkra. Fræðslu-
fundur verður mánu-
daginn 19. apríl kl. 20 í
hjúkrunarheimilinu
Eir Grafarvogi, húsi B,
3. hæð. Ólafur Sam-
úelsson fjallar um
þunglyndi aldraðra og
hin nýja dagvist fyrir
minnissjúka verður
skoðuð.
Minningarkort
Minningarkort Félags
eldri borgara Selfossi
eru afgreidd á skrif-
stofunni Grænumörk 5,
fimmtudaga kl. 13–15,
sími 482 4477. Einnig
hjá Guðmundi Geir í
Grænumörk 5, s.
482 1134, og versl-
uninni Íris í Kjarn-
anum, Austurvegi 3–5.
Minningarkort Slysa-
varnafélagsins Lands-
bjargar fást á skrif-
stofu félagsins í
Skógarhlíð 14, Reykja-
vík. Hægt er að hringja
inn og panta minning-
arkort í s. 570 5900 á
milli kl. 9–17 á virkum
dögum eða á heimasíðu
félagsins, www.lands-
bjorg.is. Allur ágóði af
sölu minningarkorta
rennur til styrktar
björgunar- og slysa-
varnastarfi félagsins.
Minningarkort Rauða
kross Íslands eru seld í
sölubúðum Kvenna-
deildar RRKÍ á sjúkra-
húsum og á skrifstofu
Reykjavíkurdeildar,
Fákafeni 11.
Í dag er sunnudagur 18. apríl,
109. dagur ársins 2004. Orð dags-
ins: En án trúar er ógerlegt að
þóknast honum, því að sá, sem
gengur fram fyrir Guð, verður að
trúa því, að hann sé til og að hann
umbuni þeim, er hans leita.
(Hebr. 11, 6.)
Margrét Sverrisdóttirskrifar um jafnrétt-
ismál á vef Frjálslynda
flokksins.
„Það er mikið bakslag í
jafnréttisumræðunni.
Ungar og vel menntaðar
konur sem ætla að ná ár-
angri í lífinu telja sig ekki
þurfa að vera kvenrétt-
indakonur, það er bara
gamaldags,“ skrifar Mar-
grét. „Þær trúa því að
meiri menntun og mikill
metnaður í starfi muni
fleyta þeim áfram á
framabraut. Ungir karlar
og konur ljúka upp einum
munni og segjast ekki
vilja neina „mismunun“
kynjanna. Nú eigi konur
ekki að láta ýta sér áfram
(óverðugum) með sértæk-
um aðgerðum, það sé
beinlínis niðurlægjandi
fyrir þær. Nú séu konur
orðnar vel menntaðar og
hafi þær ögn af metnaði
og snefil af dugnaði hljóti
þær að komast áfram „á
eigin verðleikum“. Konum
hætti reyndar til að „velja
sér“ illa launuð störf og
þær megi til með að taka
sig saman í andlitinu og
biðja um hærri laun …
þær geti sjálfum sér um
kennt ef þær eru svona
miklu kjarklausari en
karlarnir!
Það er nefnilega það. Þá hljótum við kon-
ur að geta snúið þessu við.
Sú einfalda staðreynd
að það eru nær eingöngu
karlar í öllum helstu
stjórnunarstöðum í fjár-
málaheiminum, stjórnum
stærri fyrirtækja og
áhrifastöðum á fjölmiðl-
unum bendir alls ekki til
þess að karlarnir séu þar
allir „á eigin verðleikum“.
Þvert á móti, þá bendir
hreinn meirihluti karla
þar til þess að þeir hafi
ekki komist þangað á eig-
in verðleikum heldur
vegna rótgróins sam-
félagslegs misréttis
kynjanna.“
Margrét skrifar jafn-framt:
„Karlar í áhrifastöðum
hafa lýst því yfir að launa-
munur kynjanna verði
horfinn eftir 15–20 ár, og
því hefur verið hampað í
fjölmiðlum. Kvenrétt-
indakonur geta því miður
ekki leyft sér að vona það
í ljósi þess hve baráttunni
miðar hægt.
Fæðingarorlofslögin
eru mjög mikilvægt skref
í átt til jafnréttis en þau
hafa öðru fremur af-
hjúpað hrikalegan launa-
mun milli karla og
kvenna. Karlar eru með
rúmlega eitt hundrað þús-
und krónum hærri laun á
mánuði að meðaltali og í
190 manna hópi þeirra
sem voru með laun yfir
600 þúsund krónur á mán-
uði voru einungis 17 kon-
ur!“
Margrét segir loks: „Enjafnvel konur sem
geta beinlínis þakkað
kvennabaráttunni fyrir að
vera í áhrifastöðu sem
þær hefðu annars ekki
komist í gefa kynsystrum
sínum nú langt nef og
segja að konur eigi að
komast áfram „á eigin
verðleikum“. Hugsið ykk-
ur!“
STAKSTEINAR
Bakslag í jafnréttis-
umræðunni
Víkverji skrifar...
Víkverji var nær orðlaus þegarhann ræddi við unga konu á dög-
unum, sem er einn af yfirmönnum á
vinnustað sínum. Hún sagði að and-
rúmsloftið væri ekki eins og hún
vildi hafa það. Flestir aðrir yfir-
mennirnir væru karlar og sýndu
nokkrir þeirra henni lítilsvirðingu í
orði og æði. Þoldu ekki ef hún gerði
hlutina betur en þeir. Það tók á Vík-
verja að heyra frásögn ungu kon-
unnar. Það er vægast sagt ótrúlegt
að menn sem haga sér þannig við
samstarfsmenn sína séu í yfir-
mannastöðum.
Menn með þannig framkomu eru
alls ekki þeir sem skapa gott og létt
andrúmsloft á vinnustöðum – þvert á
móti, þá grafa þeir undan og vinna
skemmdarverk. Það eru menn sem
gera mannlífið leiðinlegt með því að
gera lítið úr öðrum með yfirgengi-
legum hroka. Ótrúlegt er að menn
komast upp með að skapa þannig
andrúmsloft á fjölmennum vinnu-
stöðum sem eru í eigu fjöldasamtaka
– kvenna og karla.
Fornaldarhugsunarháttur sem
þessi er þekktur frá klerkastéttinni í
Íran og talibanastjórninni í Afgan-
istan, sem komust upp með það í
skjóli einræðis og þröngsýni að níð-
ast á konum með boðum og bönnum.
Þær áttu ekki og fengu ekki – að
sýna hvað í þeim bjó – fengu ekki
tækifæri til að læra, heldur áttu þær
að vera golubelgdum körlum und-
irgefnar.
Það er hreint ótrúlegt að vita til
þess að hugsunarháttur af þessu
tagi hafi hreiðrað um sig í fyr-
irtækjum í almenningseign hér á Ís-
landi. Að reynt sé að gera lítið úr
ungum konum, brjóta skipulega og
viljandi niður sjálfstraust þeirra,
með drambshætti. Hér er um að
ræða einn anga af einelti sem æðstu
menn fyrirtækja eiga að taka hart á.
Ef það er ekki gert er eitthvað meira
en lítið að og það býður hættunni
heim.
Montrössum finnst þeir vera mjög
mikilvægir og merkilegir. Þeir eru
haldnir oflæti og þarfnast stöðugrar
aðdáunar annars fólks, dreymir um
frægð og frama – en sýna öðrum oft
hroka og fyrirlitningu. Að tala illa
um einhvern – ógna eða hæða með
niðrandi orðum og særandi at-
hugasemdum, er óþolandi fram-
koma, sem á ekki að koma mönnum
upp á. Já, margur elur dramb sitt á
annarra sveita.
x x x
Víkverji hlustaði á útvarpslýsinguá leik Fram og KA í úr-
slitakeppninni í handknattleik, þar
sem Framarar léku KA-menn grátt í
Safamýrinni. Það var sorglegt að
hlusta á þann sem lýsti leiknum hjá
RÚV. Greinilega var að þar var á
ferðinni Akureyringur, sem átti erf-
itt með að sætta sig við gang mála –
eins og oft áður þegar KA hefur tap-
að. Það er vægast sagt ekki hægt að
bjóða hlustendum upp á hlutdrægni,
eins og þarna var gert. Forráða-
mönnum RÚV ber skylda til að
grípa í taumana og koma í veg fyrir
að þannig gjörningur endurtaki sig.
Reuters
Fornaldarhugsunarháttur er við
lýði á vinnustöðum á Íslandi.
Hvaða Möðruvellir?
Í spurningaþættinum
Viltu vinna milljón? á Stöð
2 á páskadag var síðast
spurt um hvar Loftur ríki
Guttormsson hefði búið á
sínum tíma.
Fjórir valkostir voru
gefnir sem svör og einn af
þeim var Grund í Eyja-
firði, annar valkostur var
Möðruvellir en engin frek-
ari skilgreining varðandi
það bæjarheiti.
Keppendur veðjuðu á
Möðruvelli og fengu rétt
fyrir það svar.
En nú er það svo að tvö
fræg höfuðból heita
Möðruvellir og bæði eru í
Eyjafjarðarhéraði.
Til aðgreiningar er því
jafnan talað um Möðruvelli
í Hörgárdal og Möðruvelli
í Eyjafirði.
Möðruvellir í Hörgárdal
voru amtmanns- og skóla-
setur og þar bjuggu marg-
ir kunnir ríkismenn, en á
Möðruvöllum í Eyjafirði
bjuggu einnig höfðingjar
löngum, svo sem Guð-
mundur ríki um 1000 og
Loftur ríki á 15.öld.
Þarna virðist hafa skort
nokkuð á góð vinnubrögð í
þætti þessum.
Svarið Möðruvellir var
ekki nægilegt í þessu til-
felli og stjórnendur þáttar-
ins auðvitað í ábyrgð hvað
það snertir, en einnig vek-
ur undrun að keppendur
skyldu ekki koma fram
með neina athugasemd
varðandi þessa óná-
kvæmni. Þeir virðast eftir
því ekki hafa vitað af því að
Möðruvellirnir eru tveir.
Í Morgunblaðinu og
Fréttablaðinu voru fréttir
um spurningaþátt þennan
13. apríl án þess að athuga-
semd væri gerð við um-
rædda spurningu, sem
mér hefði fundist eðlilegt
að gerð væri. Virðast
menn þar ekki hafa áttað
sig á því að nokkuð vantaði
á nákvæmnina. En von-
andi viljum við Íslendingar
enn hafa það sem rétt er í
anda Ari hins fróða.
Nauðsyn ber til í þáttum
af þessu tagi að vandað sé
til verka, og þeirri þekk-
ingu skilað til áhorfenda
sem rétt er og nákvæm í
alla staði varðandi svörin.
Rúnar Kristjánsson.
Smárasól – þakkir
LANGAÐI að koma á
framfæri þakklæti til
stúlknanna á sólbaðsstof-
unni Smárasól í Sporthús-
inu fyrir frábæra þjónustu
og elskulega framkomu.
Ég ákvað að skella mér í
ljós og varð sko ekki fyrir
vonbrigðum. Bekkirnir
eru alveg frábærir og
sturturnar eru stórar og
rúmgóðar. Svo er líka boð-
ið uppá rafnudd sem er
notað til grenningar og
styrkingar og fékk ég að
prufa einn slíkan tíma og
ég sé fram á að ég komi
mér bara í gott form á
sama stað og ég get baðað
mig í sólinni.
Svo tala ég nú ekki um
þjónustuna sem er í alla
staði frábær, langaði að
setjast niður og fá mér
einn kaffisopa eftir öll her-
legheitin og það var bara
hellt uppá glænýtt kaffi
meðan ég tyllti mér og
kom mér vel fyrir. Takk
kærlega fyrir mig stúlkur.
Sáttur viðskiptavinur.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 skrýtið, 8 fugl, 9 held-
ur, 10 verkfæri, 11 karl-
dýra, 13 svarar, 15 hús-
dýrið, 18 grípa, 21
kraftur, 22 sólar, 23 óð-
an, 24 ráðagóða.
LÓÐRÉTT
2 snákur, 3 kaka, 4 smáa,
5 málms, 6 feiti, 7 skjót-
ur, 12 feyskja, 14 spil,
15 úrræði, 16 á, 17 karl-
dýrs, 18 blási, 19 veið-
arfærið, 20 geta gert.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 firar, 4 fimar, 7 aldin, 8 ættin, 9 ger, 11 alin, 13
laga, 14 öskra, 15 stef, 17 skáp, 20 art, 22 ósinn, 23 játar,
24 iðnað, 25 narra.
Lóðrétt: 1 flasa, 2 ruddi, 3 röng, 4 flær, 5 motta, 6
renna, 10 eykur, 12 nöf, 13 las, 15 sjóli, 16 efinn, 18 kát-
ur, 19 parta, 20 anið, 21 tjón.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16