Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 300 KR. MEÐ VSK. KÖRFUKNATTLEIKSMENN og -konur gerðu sér glaðan dag á föstu- daginn er lokahóf Körfuknattleiks- sambands Íslands, KKÍ, fór fram á Hótel Sögu í Reykjavík. Þar var kjöri leikmanna og þjálf- ara í efstu deild karla og kvenna lýst. María Ben Erlingsdóttir úr Keflavík var útnefnd besti ungi leik- maðurinn í fyrstu deild kvenna, en hún lét mikið að sér kveða í Íslands- og bikarmeistaraliði Keflavíkur. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, var útnefnd besti leikmaðurinn í fyrstu deild kvenna, annað árið í röð. Páll Axel Vilbergsson úr Grindavík var útnefndur besti leik- maður úrvalsdeildar karla og er þetta í fyrsta sinn sem hann fær þessa viðurkenningu, en félagi hans úr Grindavík, Helgi Jónas Guðfinns- son, hlaut þessa viðurkenningu í fyrra. Sævar Haraldsson úr Haukum var útnefndur besti ungi leikmað- urinn í úrvalsdeild karla. Morgunblaðið/Sverrir Glatt á hjalla hjá körfu- knattleiksfólki unarviðs Norðuráls, sagði samning- inn á svipuðum nótum og þeir samningar sem Norðurál væri með við Landsvirkjun. „Þetta er mjög mikilvægur og skemmtilegur áfangi fyrir okkur, enda mikilvægasti samningurinn sem við þurftum að gera. Nú getur vinna hafist af fullum krafti við stækkunina,“ sagði Ragnar en að hans sögn eru fjármögnunar- og hráefnissamningar langt komnir. Fyrst þyrfti að ganga endanlega frá SKRIFAÐ var undir samninga í Svartsengi í gær um öflun raforku frá Orkuveitu Reykjavíkur og Hita- veitu Suðurnesja til stækkunar Norðuráls á Grundartanga úr 90 í 180 þúsund tonn. Um tímamóta- samning er að ræða í raforkusölu hér á landi þar sem þetta er í fyrsta sinn sem önnur fyrirtæki en Lands- virkjun gera samning um orkusölu til stóriðju af þessari stærðargráðu. Samanlögð fjárfesting við þessar framkvæmdir er tæpir 50 milljarðar króna en Orkuveitan mun reisa 80MW jarðvarmavirkjun á Hellis- heiði, auk stækkunar Nesjavalla- virkjunar, og Hitaveitan reisir 80– 100MW virkjun á Reykjanesi. Fjár- festing í virkjunum og flutnings- virkjum verður rúmlega 20 milljarðar og í stækkun álversins rúmir 23 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að miðað við meðalverð á áli og núverandi gengi íslensku krónunnar muni stækkunin auka verðmæti útflutnings um 12 millj- arða króna á ári. Á svipuðum nótum og samningar við Landsvirkjun Samningurinn er til 20 ára, með möguleika á framlengingu um 10 ár. Sjálft orkuverðið er ekki gefið upp en talsmenn fyrirtækjanna sem Morgunblaðið ræddi við í gær sögð- ust vera mjög sáttir við samning- inn. Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og stjórn- emborg og banka í Þýskalandi. Júlíus Jónsson, forstjóri Hita- veitu Suðurnesja, sagði samninginn í gær vera langstærsta einstaka verkefnið sem fyrirtækið hefði ráð- ist í. Þó að alltaf væri hægt að biðja um meira væri orkuverðið viðun- andi og nægilegt til þess að Hita- veitan teldi þetta arðbært verkefni. Júlíus sagði vilyrði liggja fyrir frá NIB um fjármögnun allt að helm- ings framkvæmda á Reykjanesi og unnið væri að frekari fjármögnun. ur,“ sagði Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Að hans sögn er samningur við Lands- virkjun um flutning orkunnar frá virkjununum til Grundartanga frá- genginn og verður undirritaður eft- ir helgi. Aðspurður um fjármögnun framkvæmda á Hellisheiði sagði Guðmundur hana ganga vel. Búið væri að fjármagna stækkun Nesja- vallavirkjunar með aðstoð Norræna fjárfestingabankans (NIB), Evr- ópska fjárfestingabankans í Lúx- sölu Norðuráls til Century Alumin- um Company, sem stefnt væri að fyrir næstu mánaðamót. Ragnar sagði eigendur Century einnig vera mjög sátta við raforkusamninginn. Mátti ekki seinna vera „Við erum mjög ánægðir með þennan samning og að hann skuli loksins vera kominn á. Það mátti heldur ekki seinna vera ef við eig- um að standast öll tímamörk. Orku- verðið er vel viðunandi fyrir okk- Skrifað undir tímamótasamninga í gær um raforkusölu til stækkunar Norðuráls á Grundartanga Fyrsti orkusamningur án þátttöku Landsvirkjunar Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson Mynduð var „Reyðarálskeðja“ að lokinni undirritun samninga í Svartsengi í gær af þeim Guðmundi Þóroddssyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, Alfreð Þorsteinssyni, stjórnarformanni OR, Ragnari Guðmundssyni frá Norður- áli, Ellerti J. Eiríkssyni, stjórnarformanni Hitaveitu Suðurnesja, og Júlíusi Jónssyni, forstjóra Hitaveitunnar. TALIÐ er að á uppbyggingartíma skapist 800 störf við virkjunar- og álversframkvæmdir í tengslum við stækkun Norðuráls, en taka á 180 þúsund tonna álver í notkun vorið 2006. Að framkvæmdum loknum munu um 30 manns starfa við virkj- anirnar á Hellisheiði og Reykjanesi og 320 manns hjá Norðuráli, þar af bætast þar við um 130 ný störf vegna stækkunarinnar. Eru þá ótal- in afleidd störf í ýmsum þjón- ustugreinum. Alfreð Þorsteinsson, stjórn- arformaður Orkuveitu Reykjavík- ur, sagði við undirritunina að fram- kvæmdin kæmi á mjög góðum tíma og myndi vonandi virka eins og vítamínsprauta fyrir atvinnulífið, nú þegar nýjar tölur frá Vinnu- málastofnun sýndu að atvinnuleysi væri að aukast á höfuðborgarsvæð- inu og Suðurnesjum. Vinna við stækkun Norðuráls hefst fljótlega en nýlega voru opn- uð tilboð í jarðvegsframkvæmdir þar sem Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð. 800 störf skapast BUSLARAR, sem eru hópur hreyfihamlaðra unglinga sem starfa innan Sjálfsbjargar – landssambands fatlaðra, áætla að fara til Sví- þjóðar 28. júní til 4. júlí og hafa unnið að því að fjármagna ferðina. Í því skyni hófu þeir snemma í gærmorgun maraþonspilamennsku sem ljúka á kl. 10 í dag. BUSL er félagsstarf fyrir hreyfihamlaða unglinga á aldrinum 13–18 ára og er allt starf- ið byggt á sjálfboðavinnu. Eru leiðbeinendur bæði frá Sjálfsbjörg og Rauða krossinum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Maraþon- spilamennska FLEST bestu minkaóðul er setin af afkom- endum minka sem sluppu 1932 og árin þar á eftir. Aliminkar í dag eru vel ræktuð húsdýr og hafa ekki nema 2⁄3 af heilarúmmáli villtu ættingjanna. Lífslíkur þeirra eru því hverf- andi úti í náttúrunni. Þetta segir Karl Skírn- isson dýrafræðingur. Hann telur erfitt ef ekki ómögulegt að stjórna stofnstærð villiminks. En vilji menn halda minknum í skefjum af al- vöru sé árangursríkast að beina mesta veiði- átakinu á veturna og undir vor þegar stofninn er minnstur. Nefnd á vegum umhverfisráðherra hefur nú lagt fram tillögur um auknar rannsóknir á mink og lagt til að gerð verði tilraun til þess að útrýma honum á vel afmörkuðum svæðum. Illmögulegt að stjórna stofnstærð villiminks  Útsmoginn/16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.