Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Elsku langamma. Vonandi held ég að þú heyrir miklu betur núna. Ég sakna þín svolítið. Og mjög mikið. Þegar þú ert uppi hjá guði þá kannski hitt- irðu Dindu og Nóru. Kannski hitt- irðu einhvern sem þú manst eftir, kannski kynnistu fólki, kannski líður þér nokkru betur núna. Ef þú ert betri núna þá er það bara gott. Ég bið að heilsa Dindu og Nóru og kannski geturðu séð mig og kannski Kormák Mána líka. Bless langamma, hafðu það bara gott uppi hjá guði, Kormákur biður líka að heilsa. Þín stelpa Steinrós Birta. HINSTA KVEÐJA Það er einkennilegt hvað tölurnar einn og ellefu komu oft fyrir í lífi ömmu. Hún var fædd 11.11. 1911, afi var fæddur 11.3. 1901, Einar bróðir hans átti sama afmæl- isdag og amma, 11.11., hún var ein ellefu systkina, eignaðist ellefu börn, bjó lengi í Fannborg 1, svo Gull- smára 11, meira að segja fyrir örfá- um árum þegar hún fór inn á spítala var hún sett á rúm 1, herbergi 1. Nú síðast bjó hún að Sunnuhlíð, Kópa- vogsbraut 1 (og þetta er bara það sem ég man í fljótu bragði). Minningarnar sem ég á um hana ömmu mína eru margar. Búðarleik- ur. Spil. Prjónarnir. Vettlingar. Pönnukökur. Stykki. Svíþjóðarferð og sátum hlið við hlið á kamrinum. Sameiginleg hneykslan okkar á brennda kjúklingnum hans Stulla og svo hráa daginn eftir. Bláu augun hennar. Varalitur, ilmvatn, rúllur í hárið og lita augabrúnirnar. Rifnu gallabuxurnar mínar úr Spútnik sem hún saumaði saman og skammaði mömmu fyrir að gefa mér ekki nýjar buxur en ég tætti þær allar upp aftur því að sjálfsögðu áttu þær að vera rifnar. Amma mátti þola margt um æv- ina, hún missti afa ung og saknaði RÓSA GUNNLAUGS- DÓTTIR ✝ Rósa Gunnlaugs-dóttir fæddist á Eiði á Langanesi 11. nóvember 1911. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð 17. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogs- kirkju 27. mars. hans mikið. Þegar hann dó gekk hún með tí- unda barn þeirra, nokkrum árum seinna kom Einar bróðir afa og hjálpaði ömmu með allan barnaskarann, reyndist hann börnun- um vel og eignuðust þau eitt barn saman. Hún var glæsileg kona og stjórnsöm, síkát og fallega hárið hennar varð seint grátt. Hún varð fyrir því slysi að detta og bak- brotna 1992 og náði sér aldrei eftir það. Eftir það fór ég að koma til hennar minnst vikulega, til að hjálpa henni við húsverkin og kaupa í matinn. Það varð mér dýr- mæt reynsla. Mamma kom oft með mér til hennar og þá settumst við amma niður til að spjalla á meðan mamma lagaði til, fór í búðina og náði í grillaðan kjúkling og ég setti upp kartöflur og bjó til sósu. Svo borðuðum við saman allar þrjár og þegar við fórum þakkaði amma mér kærlega fyrir alla hjálpina og spjallið en rétti mömmu óhreina tauið og hafði orð á því að það þyrfti að þvo þetta. Hún hafði gott minni og mundi ótrúlegan fjölda afmælisdaga afkom- enda sinna sem í dag eru um hundr- að talsins. Síðustu ellefu árin var amma ekki eins kát og áður enda heilsan ekki góð en þó gat hún skellt uppúr þegar dóttir mín, hún Steinrós Birta (6 ára) skemmti henni. Litla hnátan dansaði og söng, hoppaði og hljóp og þá skellti sú gamla uppúr og bláu augun hennar ljómuðu. Ekki þótti henni það heldur leiðinlegt hvað bæði börnin mín, Steinrós Birta og Kormákur Máni (sem hún alltaf kallaði Danna litla) voru góð við hana, struku kinnar hennar og hend- ur, kysstu og föðmuðu hana, meira að segja litla tíkin hún Jósí fékk að koma með og fara upp í til hennar, það líkaði báðum vel. Síðustu fjóra mánuðina svaf amma nánast allan sólarhringinn, en ef hún vaknaði og einhver var hjá henni sagði hún: Er þetta Rósa? Ef svarið var neikvætt þá spurði hún: Hvar er Rósa? Mamma hugsaði langmest systkina sinna um ömmu og heimsótti hana daglega, hennar er missirinn mestur þó svo að tímabært hafi verið fyrir ömmu að fá hina langþráðu hvíld. Með þessum orðum kveð ég hana ömmu mína, sem mér þótti svo vænt um. Við kistulagninguna sneri móð- ursystir mín sér að mér og hafði orð á því að hún væri nú á sveimi hjá okkur en ég gat engu svarað, tárin runnu niður kinnarnar. Nú þegar hún hefur loks fengið hina langþráðu hvíld er hún er ekki hér á sveimi, hún er sko farin í fangið á afa sem svo lengi hefur mátt bíða. Gríma Sóley. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA KRISTÍN ÁMUNDADÓTTIR, áður til heimilis á Hverfisgötu 30, Hafnarfirði, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtu- daginn 8. apríl, verður jarðsungin frá Víði- staðakirkju mánudaginn 19. apríl kl. 13.30. Hjalti Gunnarsson, Ámundi Gunnarsson, Anna Sæmundsdóttir, Sigurjón Gunnarsson, Helga Vilhjálmsdóttir, Kristbjörg Gunnarsdóttir, Guttormur Páll Sölvason, Ásgeir Gunnarsson, Sólveig Gunnarsdóttir, Hafsteinn Sigurjónsson, ömmubörn og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og systir, SIGRÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR, Hverafold 138, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju þriðju- daginn 20. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarsjóð krabbameinsfélagsins. Steindór Jónsson, Þórunn Steindórsdóttir, Sveinbjörn S. Hilmarsson, Jón Elvar Steindórsson, Anna Guðmundsdóttir, Júlíus Hafsteinn Sveinbjörnsson, Jón Kristján Sveinbjörnsson, Tinna Marín Jónsdóttir og systkini. Við þökkum öllum þeim, er sýndu okkur hlý- hug, samúð og samstöðu við fráfall eiginkonu minnar og móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR PÉTURSDÓTTUR, Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi. Ragnar Ágústsson, Ágúst A. Ragnarsson, Katrín Pálsdóttir, Rafn A. Ragnarsson, Gunnlaug L. Thorarensen, Ragnar H. Ragnarsson, Ása Linda Guðbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Útför ÞÓRUNNAR BJARNADÓTTUR frá Mosfelli, fer fram frá Mosfellskirkju þriðjudaginn 20. apríl kl. 14.00. Ýr Þórðardóttir, Hlynur Þórisson, Aðalbjörg S. Guðmundsdóttir, Aðalbjörg Egilsdóttir, Bjarki Bjarnason, Þóra Sigurþórsdóttir, Sif Bjarnadóttir og systkinabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR HALLDÓRSDÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík, áður Framnesvegi 7. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Reykjavík. Þóra Stefánsdóttir, Jóhann Ágústsson, Valdimar Stefánsson, Guðrún Erla Ingimagnsdóttir, Bryndís Stefánsdóttir, ömmu- og langömmubörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför hjartkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, STEINUNNAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Ennisbraut 8, Ólafsvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks og vistfólks á dvalarheimilinu Jaðri. Kristín Lárusdóttir, Snæbjörn Aðalsteinsson, Þórheiður Lárusdóttir, Kurt Hilbrecht, Þorsteinn Reynir Hauksson, Kristín Bjargmundsdóttir, Guðbjörn Smári Hauksson, Rut Hauksdóttir, Peter Lund, Hilmar Þór Hauksson, Sigurbjörg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Við fráfall kærs vin- ar leita á hugann ýms- ar minningar. Sigurður Ó. Helgason hafði til að bera einstaka jákvæðni í garð náungans og kærleika til sam- ferðamanna sinna. Komu þessir kostir fram í uppbyggjandi viðræð- um við samferðafólk og ekki hvað síst við ungt fólk og börn. Það voru ekki aðeins börn hans og afkomend- ur sem fengu af að njóta heldur og okkar börn. Hann hafði til að bera skapfestu og markvissan og heil- brigðan mælikvarða á manngildi ein- staklingsins og á þau siðferðisgildi sem mestu máli skipta í fari sérhvers manns. Hann stóð vörð um jafnrétt- ishugsjónina um sanngjörn skipti SIGURÐUR ÓSKAR HELGASON ✝ Sigurður ÓskarHelgason fædd- ist í Reykjavík 4. sept. 1921. Hann lést á heimili sínu Álf- hólsvegi 98 24. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskapellu 31. mars í kyrrþey að ósk hins látna. þegnanna, var fastur fyrir ef honum fannst hallað á þá sem minna máttu sín í samfélag- inu. Hann var ekki langskólagenginn en var sjálfmenntaður og víðlesinn. Trúr sínu starfi og vinnustað og var snemma kallaður til ábyrgðar í fé- lagsmálum samstarfs- manna sem hann gegndi af hugsjón um áratugaskeið. Hann var listhneigður, hrif- næmur og tilfinninga- ríkur maður þó hann flíkaði þeim til- finningum ekki enda hófsamur í öllu sínu lífi. Léttur á fæti og kvikur í hreyfingum, íþrótta- og dansmaður mikill. Bros hans var einstakt og samhygð hans mikil. Vinátta og gildi vináttunnar er það sem leitar á huga okkar við andlát Sigurðar. Um áratuga skeið hafa þau sem þetta rita orðið þeirra gæfu að- njótandi að eiga í sjóði minningar um órjúfanlega vináttu Sigga og Stínu. Minningabrot þjóta um sviðið frá liðnum dögum, ógleymanlegar ferðir heima og erlendis og ýmsar skemmtilegar samverustundir. Stór- atburðir í fjölskyldum beggja, gagn- kvæm vinátta og hjálpsemi. Minn- ingar frá ferðalögum í góðra vina hópi leita á hugann. Þessi hópur gekk undir nafninu Tían. Það vorum við fjögur ásamt Baldri, Viggu, Braga, Grétu, Hönnu og Ósk. Ferðir þessa hóps voru yndislegar. Dvalið var í sumarhúsum víðs vegar um landið. Fyrstu árin oftast í Munaðar- nesi. Síðast ferðin var farin sumarið 2002 í Skagafjörð. Landið skoðað, spilað á spil og slegið á létta strengi. Sagðar sögur og ýmis léttvæg sem alvarleg mál krufin, dvalið jafnt við fortíð sem nútíð og spáð í spil til framtíðar. Þá sem endranær var vísukorn sem lýsti dvöl og hughrif- um fært til bókar af listaskrifaranum og höfundinum Sigurði í lok dvalar. Í þennan hóp er nú höggvið stórt skarð við fráfall þessa góða drengs. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Við sendum elsku vinkonu okkar Stínu og fjölskyldu kveðjur og biðj- um Guð að blessa minningu vinar okkar Sigurðar Ó. Helgasonar. Guðmunda og Þórhallur. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.