Morgunblaðið - 18.04.2004, Page 14

Morgunblaðið - 18.04.2004, Page 14
14 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ HÆKKANDI sól og hlýnandi veður eru fastir fylgifiskar vorsins. Og með góða veðrinu fjölgar þeim líka sem njóta þess að vera úti við, hvort sem er til að teiga að sér súrefni á gönguferðum, skeggræða menn og málefni í skjóli fyrir vornepjunni, eða til að sinna árvissri vorhreingerningu sem ekki eru síður nauðsynleg á strætóskýlum en á venjulegum heimilum. Sólin dregur þá ekki síður út börnin eftir langa inniveru á vetrardögum. Hjólin eru þá gjarnan dregin fram, langar vegalengdir lagðar að baki og nærsveitir kannaðar af nýjum eldmóð. Rykið er líka dustað af fótboltanum sem sem brúað getur bekkja- og jafnvel aldursbil á skólavellinum í frímínútunum þar sem allt fyllist af lífi á ný. Náttúran býður líka upp á fjölda for- vitnilegra fyrirbæra sem gaman er að skoða. Þeir skemmtu sér líka einkar vel í fjörugarði Stykkishólms á dögunum, félagarnir Arnar, Eiður Smári og Hafsteinn. Fjaran er líka skemmtilegur leikstaður, ríkulega skreytt bæði skeljum og kuðungum sem gaman er að nota í skapandi leik þar sem einu takmarkanirnar liggja hjá endimörkum ímyndunaraflsins. Rispur Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Eggert Arnar, Hafsteinn og Eiður Smári í fjörunni í Stykkishólmi. Morgunblaðið/RAX Lífsins notið í sól og sumaryl í Hallargarðinum. Morgunblaðið/RAX Skugga ber við eitt af bárujárnshúsunum á Njálsgötu. Morgunblaðið/Jim Smart Strætóskýli við Eiðsgranda spúlað fyrir sumarkomuna. Hressilegar stúlkur á hjólum við Langholtsskóla bruna niður Holtaveg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.