Pressan - 03.11.1988, Side 11

Pressan - 03.11.1988, Side 11
11 PRESSU Þ að er háleitt markmið að bjarga lífi blásnauðs fólks. Og það er heldur ekki forkastanlegt að reyna að skemmta því svoiitið um leið. Rauði kross íslands virðist hafa það alveg á tœru að þessi tvö markmið má samþætta, jafnvel þótt þau séu dálítið ólík við fyrstu sýn. Eða hvaða skýring önnur getur verið á þessari kyndugu auglýsingu sem birtist í ei'nu dagblaðanna í vik- unni — „Hingó í Kþíópíu"? Varla er Rauði krossinn farinn að afrækja hjálparstarfiö og reka í staðinn spilavíti suður í svörtustu Afríku? AFSLÁTTUR RÝMING ARSAL A!! Viö eigum nokkra MAZDA626 árgerö 1988, sem viö seljum í dag og næstu daga meö VERULEGUM AFSLÆTTI: ■ Fullt verð VERÐ NÚ Þú sparar 2 stk. 4 dyra LX 1.8 L 5 gíra/vökvast. 826.000 710.000 116.000 5 stk. 4 dyra GLX 2.0 L sjálfsk./vökvast. 956.000 844.000 112.000 3 stk. 5 dyra LX 1.8 L 5 gíra/vökvast. 845.000 725.000 120.000 5 stk. 5 dyra LX 1.8 L sjálfsk./vökvast. • 903.000 773.000 130.000 5 stk. 5 dyra GLX 2.0 L sjálfsk./vökvast. 989.000 852.000 137.000 V 2 stk. 5 dyra GLX 2.0 L sjálfsk./vökvast. m/álfelgum og sóllúgu 1.088.000 945.000 143.000 1 stk. 5 dyra GTi 2.0 L 16v 5 gíra/vökvast. m/álfelgum og sóllúgu 1.134.000 968.000 168.000 2 stk. 2 d. Coupe GLX 2.0 L sjálfsk./vökvast. 959.000 839.000 120.000 - 1 stk. 2 d. Coupe GLX 2.0 L sjálfsk./vökvast. m/sóllúgu 999.000 870.000 129.000 3 stk. 2 d. Coupe GTi 2.0 L 16v 5 gíra/vökvast. m/álfelgum og vindskeiðum 1.100.000 954.000 146.000 1 stk. 2 d. Coupe GTi 2.0 L 16v 5 gíra/vökvast. m/álfelgum, vindskeið og sóllúgu 1.170.000 998.000 172.000 Þetta eru án efa bestu bílakaup ársins. Tryggid ykkur því bíl strax!! OPIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 10~5. ^^BÍLABORG H.F. ÆSSméP FOSSHÁLSI 1.SÍMI6812 99 Eða er þetta liður i að flytja vest- ræna menningu inn í Afríku? Bingó hefur reyndar aldrei verið talið neitt sérstaklega menningarlegur leikur, svo kannski væri skákþjóðinni nær að flytja þangað töfl og klukkur? Og enn er manni spurn: Ef bingóið á annað borð skilar sér til Rauða krossins, þarf þá ekki líka einhverja frækna bingómenn til að kenna innfæddum að leika eftir settum reglum? í iklar framkvæmdir voru í alþingishúsinu áður en þing var loks sett í haust. Lagt var kapp á að Ijúka við að innrétta háaloftið fyrir aðstöðu handa fréttamönnum sjónvarpsstöðvanna. betta hafði m.a. verið krafa þeirra um nokkurt skeið, en engin sérstök aðstaða hef- ur verið i húsinu fyrir sjónvarps- upptökur. Frétta- og tæknimenn hafa þurft að húka á göngum og oft lagt kringluna undirsig fyrir minni- háttar viðtöl við þingmenn. Þetta hefur verið til mikilsama fyrir þing- menn og starfsmenn þingsins, sem ekki hafa getað hvislast á af ótta við hljóðnema og linsur. Nú, þegar allt er klárt, halda fréttamenn þó upp- teknum hætti og eru sagðir forðast stúdióið eins og heitan eldinn. Þingforséfar munu því láta málin til sin taka og eru sagðir ætla að kalla til sín fulltrúa fréttastolanna 'og setja fram skilyrði um að annað- hvort verði aðstaðan notuð eða fréttamennirnir standi úti. Nýja aðstaðan mun liafa kostað sex milljónir króna... M llt er enn í Iausu lolti á Þjóð- viljanum, þrátt fyrir að Ólafi Ragn- ari Grimssyni flokksformanni tæk- ist að fá Úlfar Þormóðsson stjórn- arformann til að fresta fundi, þar sem ganga átti frá ráðningu tveggja nýrra ritstjóra í stað Óttars Proppé og Marðar Árnasonar. Þeir höfðu báðir verið ráðnir til eins árs. Óttar hugðist ekki halda áfram og virðist ákveðið að ráða Silju Aðalsteins- dóttur í hans stað. Þá virðist sem stjórnarformaðurinn vilji losna við Mörð, en sú ráðstöfun nýtur hvorki stuðnings á vinnustaðnum né hjá Ólafi Ragnari. Álflieiður Ingadótt- ir framkvæmdastjóri, fyrrum blaðamaður á Þjóðviljanum, er sögð kandídat Úlfars i stólinn... öðrum Pressumolavett- vangi er fjallað um hæstarétt. í því sambandi er vert að geta þess að hæstaréttardómarar eiga formlega séð að hætta 65 ára aldur en mega hætta 70 ára. Ástæðan fyrir því að þeir hætta yfirleitt um 65 ára er sú, að þá fá þeir tvöföld laun eða hátt i það. Þeir halda sínum fullu laun- um og fá lífeyrinn að auki sem er 70"/o af launum. Þetta minnir á að árið 1991 á að afnema að lullu pró- sentur sýslumanna og bæjarfógeta af nauðungaruppboðum og slíku, en fyrir tveimur árum var þessunt embættismönnum gefinn 5 ára frestur til að laga sig að þessari kjararýrnun. Hún er nefnilega mik- il þvi talið er að t.d. Jón Skaftason yfirborgarfógeti fái allt að 2 millj- ónum króna á mánuði vegna þess- arar prósentureglu. Fyrir Jón var aðlögunartíminn heppilega langur, því árið 1991 er hvort sem er kom- inn tími fyrir hann að fara á eftir- laun, þá verður hann 65 ára... Leiðrétting Hvimleið mislök urðu við fni- gang síðasla tölublaðs Pressunnar. Þar birtist grein um skákmeistara og skákgáfur undir fyrirsögninni „Konur œttu ekki að tefla skák“, sem er tilvitnun í viðtal við Bobby Fischer, fyrrum heimsmeistara. AJ misgáningi hnýtti þessi fyrirsögn, reyndar í örlítið breyttri mynd, sig aftan við greinina, þannig að henni lauk á feitletruðum orðunum: „Konur kunna ekki að tefla skák! “ Sem var alls ekki œtlunin.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.