Pressan - 07.11.1991, Blaðsíða 4
4
dömu- og herrailmurinn er loksins
fáanlegur á íslandi. Bijan-ilmurinn hefur
verið mjög vinsæll meðal fyrirsæta um
allan heim og svo er þetta
uppáhaldsilmurinn hennar Díönu
prinsessu. Stórstjarnan Roger Moore
notar einungis Bijan-herrailminn svo og
Juan Carlos Spánarkonungur, svo
einhverjir séu nefndir. Strákar! Ég hef
heyrt svona utan að mér að þetta sé
toppilmur - sem hrífur.
Fæst í Clöru-búðunum.
Anna Magga súpermódel og Solla Grétars
INGÓLSCAFÉ AÐALSTAÐURINN HJÁ JET-SETTINU í
DAG. ÞARNA ÚIR OG GRÚIR AF FLOTTUM MÓDELUM
OG LISTAMÖNNUM OG KARLPENINGURINN VAR SVO
GÆÐALEGUR AÐ VIÐ
STELPURNAR
FÓRUMÁ
SKJÁLFTAVAKTINA;
ANNAR EINS
SKJÁLFTI HEFUR
EKKI SÉST Á
SVÆÐINU SÍÐAN Á
ÁRSHÁTÍÐINNI HJÁ
SHAKIN' STEVENS
HÉRUMÁRIÐ. OGÉG
MÁ TIL MEÐ AÐ
NEFNA
DISKÓTEKARANN -
HANN KOM
SKEMMTILEGA Á
ÓVART.
SvaVa Johansen og Brynja Nordquist.
fflllPO
■ U ■ ■ og uönduð veski eru
álíka áríðandi fyrir konur og fallegar
tennur eða réttir skartgripir. Fallegustu
ueskin sem ég fann uoru YSL-ueskin, sem
fást íleonard, og Etienne Aigner-ueskin
hjá s æ v a r i k a r l i. Ég uil benda konum
á að það er alueg hroðalega „out“ að
ganga með Chanel-ueski, - það er suo
mikið um eftirlíkingar.
Efþú ert ofboðslega
þyrstur þá mœli
ég eindregið með
Löwenbrau
- ísköldum. Einnig
effólk er að skella
sér út á kvöldin -
t.d. í
vinnukvöldverð
þá er þetta hinn
besti bjór - og þú
getur keyrt heim á
eftir.
Plötukeðjan
og ævintýri hans
í Reykjavík
Frá því sagði síðast að ég
var tekinn í hljómsveit sem
söngvari þegar til stóð að
prófa Reimar sem gítarista.
Það lá við að frændi minn
legði fæð á mig fyrir vikið.
Hann lagðist í rúmið og reis
ekki úr rekkju fyrr en tveim
tímum síðar. Reimar sagði:
— Nasi, það var gott að ég
var ekki valinn í þessa skíta-
grúppu. Ég kann heldur ekki
við að spila fyrir sauðdrukk-
ið fólk. Ég fer frekar í stúdíó
og tek upp sólóplötu.
— Ha ha ha, ég lá á gólfinu
og hélt um magann. — Þú
hefur ekki spilað á einu ein-
asta balli maður, og ætlar
strax að fara að draga þig í
hlé. Gerðu það frændi
dreptu mig ekki. Gerðu það.
Ég bið þig.
— Hvað heldurðu að sé
varið í að vera frægur mað-
ur?
— Ja, er von þú segir það
Reimar Eiríksson. Ha ha ha.
Er von þú segir það. Eftir
þetta svar varð Reimar svo
foxillur að hann talaði ekki
við mig það sem eftir var
dagsins heldur lagðist undir
feld eins og Þorgeir Ljós-
vetningagoði, sem ég kunni
bestu skil á eftir próflestur-
inn. Rétt fyrir fjögur skrapp
hann út úr bælinu og sótti
sér stílabók og páraði eitt-
hvað í hana. Korter fyrir
fimm brá hann sér út og kom
svo aftur um sexleytið með
bréfastafla sem ísfirski
prentarinn Speni, sem
reyndar hét Atli, hafði prent-
að fyrir hann. Efni bréfsins
var þetta: íslendingar, þetta
er öðruvísi keðja. Til skóla-
félaga sem kunna að meta
mússíkk og vilja skapa sér
sinn eigin tónlistarlega
smekk.
Yfirleitt tek ég ekki þátt í
keðjubréfa-klikkuninni, ég
veit sem er, það er óprúttið
fólk að hafa af mér aur og
muni. Ég þekki mann úti í
bæ sem tapaði konunni sinni
í keðjubréfi og það var mikill
skaði. En eitthvað segir mér
að plötukeðjan sé öðruvísi
og þess vegna er ég með. Já,
þetta er aðeins til skólafé-
laga og frá skólafélaga til
skólafélaga. Við vitum hver
við erum krakkar og hvaða
mússíkk við viljum hlusta á.
Mundu að skrifa uppáhalds-
hljómsveitina þína á listann.
Mick Jagger segir frá því
hvernig hann bæði löglega
og rösklega tók við heilum
farmi af plötum sjálfs sín á
seinasta ári. (Ekki ein ein-
asta með Shadows.)
Ringo Starr var einnig
glaður með keðjuna. Hann
sagði í blaðaviðtali við mann
frá Melody Maker: Ég er
hress með þessa keðju. Væg-
ast sagt mjög hress. Það hef-
ur áhrif.
Ekki slíta keðjuna. Henni
er komið af stað til gæfu.
Negri frá Ameríku, Ken Jon-
es, gerði það og bar óbætan-
lega skaða af. Sendið eina
Bítlaplötu til þess skólafé-
laga sem ykkur þykir mest
til koma innan 24 klukku-
stunda og þá munum við öll
rokka jólin út. Því krakkar.
við kunnum öll að meta
hvert annað! (Skrifað með
upphrópunarmerki svo þið
skiljið það.)
Þegar ég hafði lokið lestr-
inum sagði bjartsýnismað-
urinn:
— Nasi! Hverjir eru töffar-
ar skólans, ha? Það erum
við. Við munum drukkna í
Bítla- og Stonesplötum fé-
lagi. Ég hefði átt að setja
neðst í bréfið: Ef þið sinnið
ekki þessu keðjubréfi sitjiði
eftir í bekk eða fáið renn-
andi ræpu til vors. Ég ætla
mér að verða mér úti um
Bítlaplötur og skipta um tón-
listarlega stefnu. Við látum
skrílinn koma með Bítlana
til okkar. Og þar sem við er-
um efstir á bréfinu fáum við
obbann af öllu draslinu.
— Af hverju segirðu að
Ken Jones, hann pabbi
minn, hafi borið óbætanleg-
an skaða? spurði ég áhyggju-
fullur.
— Ekki af neinu sérstöku.
Ég notaði bara nafnið.
Mikil veisla var skipulögð
daginn eftir. Kvöldmatur.
Mamma stóð í eldhúsinu og
reykti pípu með löngu
munnstykki. Reimar hafði
þurft á allri sinni snilld að
halda til að sannfæra hana
um að einhverju yrði að
fagna. Eiki Strandamaður
leit inn um morguninn og
von var á Jósteini um kvöld-
ið. Ég hafði viljað bjóða
Spena prentara, sem hafði
skaffað okkur prófin, en
Reimar sagði að vonlaust
væri að fá hann til að halda
kjafti. Hann mundi taka
heiðurinn af öllu saman áð-
ur en kæmi að búðingnum.
Við áttum að fá sítrónubúð-
ing. Uppáhald okkar beggja.
Eiki Strandamaður var eitt-
hvað svartsýnn og sagði í sí-
fellu við Reimar:
— O, það er nú ekki fyrir
mestu að vera góður á bók-
ina, Kútur minn. Lífið hefur
upp á margt annað að bjóða.
Sjáðu hann Jóstein bróður
þinn. Hún mamma þín gerði
hann vitlausan. Hann lærði
og lærði og hvað veit hann?
Ekki neitt.
Við dúxarnir höfðum risið
árla úr rekkju tifandi af
taugabilun. Við áttum að
mæta út í skóla klukkan tíu
til að taka við einkunnum.
Reimar fór um eins og felli-
bylur og dreifði keðjubréf-
inu. Allir voru sestir og hver
einasti einn var að skoða
bréfið. Það fór obbolítið um
mig þegar yfirkennarinn sté
í pontu og sagði að skóla-
stjórinn ætlaði að mæta á sal
og halda ræðu vegna undra-
verðs árangurs nokkurra
nemenda, einkum þó og sér
í lagi eins.
Ólafur Cunnarsson