Pressan - 07.11.1991, Page 9

Pressan - 07.11.1991, Page 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. NÓVEMBER 1991 9 Jón Baldvin: Töfin á EES kostar 26,6 milljonir eða jafngildi 633 hatta á Dalvíkur- verði. arútvegsráðuneytið að fá verðlaun fyrir aðgæslu í fjármálum. Það fer nefnilega fram á lækkun fjárheim- ilda upp á 1,5 milljónir króna! Sjávarútvegsráðuneytið þarf hins vegar tvær milljónir aukalega vegna nefndar um fiskveiðistjórn- un, sem Þorsteinn ftílsson er nýbú- inn að skipa, með Magnús Gunnars- son í forystu. Þessar tvær milljónir ætlar ráðuneytið hins vegar að ná í hjá átakinu: Gæðaátak — starfs- menntun, markaðsöflun og tilraunir í sjávarútvegi. Og ef við viljum tala um það sem fiskurinn étur má geta þess að rauð- átumengunin á Ströndum í sumar kostaði 3,7 milljónir króna, sem Eid- Svavar Ólafur Ragnarog Steingrim- ur J. eyddu 12,4 milljónum umfram fjárlög í upphafi ársins i útgáfu- og auglýsingakostnað vegna kosninga- baráttunnar. ur Guönason neyðist til að biðja um. Miðað við alla dálksentimetrana sem fóru undir málið má kannski segja að það sé vel sloppið. Beðið er um viðbótarheimildir á fjárlögum vegna þriggja ráðherrabíla sem þeir Friðrik, Olafur G. og Davið hafa keypt. Verslunarferðir þeirra í Heklu kosta 8J> Hæsta aukafjárveitingin til utanrík- isráðuneytisins er síðan 70 milljóna króna framlag í neyðaraðstoð við kúrdíska flóttamenn. ÞARF 390 MILLJÓNIR TIL AÐ SELJA KINDAKJÖTIÐ TIL MEXÍKÓ Landbúnaðarráðuneytið er frekt til aukafjárveitinga samkvæmt venju. Það þarf hvorki meira né minna en 890 milljónir króna til að borga útflutningsbætur á landbún- aðarvörur. Niðurstaða þessa liðar verður því tæplega þrír milljarðar eða um 36% framúrakstur. Þar af þarf 390 milljónir króna vegna dilkakjötsins sem selt var til Mexíkó. Þessi upphæð er til að greiða mismuninn á söluverðinu og því sem kostaði að framleiða það. En gamlar syndir sækja landbún- aðarráðuneytið heim. Nú þarf að biðja um aukapening upp á 180 milljónir til að gera upp lán frá 1988, sem Framleiðsluráð landbúnaðar- ins tók þá til greiðslu útflutnings- bóta. Auk þess er framúrakstur upp á 127 milljónir vegna útflutnings- bóta og ónotaðs framleiðsluréttar á kindakjöti, 193 milljónir vantar til að geta flutt mjólkurafurðir úr landi og 10 milljónir til leigu fullvirðisrétt- ar. í sumar var haldin alþjóðleg bændaráðstefna hér á landi þar sem Halldór Blöndal hélt ræðu. Fyrir það þurfti landbúnaðarráðuneytið að greiða þrjár milljónir. HVÍTÁRBÆNDUR FÁ 15,3 MILLJÓNIR FYRIR AÐ VEIÐA EKKI Ein aukafjárveitingarbeiðni land- búnaðarráðuneytisins vekur sér- staka athygli. Það er 15,3 milljóna króna greiðsla vegna sáttar við bændur vegna lögbundinnar tak- mörkunar á netaveiðum í Hvítá. Þetta mál mun eiga sér langa sögu, en bændur þarna hafa fengið árlega greiðslu vegna þess að landbúnað- arráðuneytið setti reglugerð fyrir nokkrum árum sem takmarkaði netaveiði þeirra. Það var vegna þrýstings frá bændum ofar í ánni sem vildu fá laxinn til sín svo þeir gætu veitt hann á stöng. Fyrir þessa góðmennsku hefur landbúnaðar- ráðuneytið orðið að borga, en nú er búið að ákveða að Ijúka málinu. Þetta á að vera síðasta greiðslan. Og talandi um fisk þá hlýtur sjáv- Halldór Blöndal bað um 390 milljónir, sem hann eyddi til að koma Mexikó- kjötinu úr landi. Auk þess fer hann fram á 3 milljónir vegna alþjóðlegrar bændaróðstefnu í sumar. ÁÆTLANAGERÐIN 31 MILUÓN FRAM ÚR ÁÆTLUN Einn liður fjáraukalaganna hefur hvorki meira né minna en kallað á stofnun sérstakrar nefndar til að taka á vandanum. Það er skýrslu- vélakostnaður stjórnarráðsins, sem hefur farið langt fram úr áætlun. Nú verður fjármálaráðuneytið að biðja um 130 milljónir til viðbótar vegna pappírsflóðsins. í fjárlögum var gert ráð fyrir 395,9 milljónum í þennan lið. Þarna er því um 32,8% hækkun að ræða. Nýskipuð nefnd á að gera tillögur um hvernig verður dregið úr vexti skýrsluvélakostnaðar ríkis- ins, en svo virðist sem menn hafi staðið í þeirri trú að ein aukaút- prentun frá SKÝRR kostaði ekkert. Mikið af þessum aukakostnaði er rakið til skattkerfisbreytinganna á undanförnum árum. Þessar 130 milljónir skiptast þannig: 8 milljónir eru vegna launa- greiðslukerfisins, 45 milljónir vegna tekjubókhaldsins, 46 milljónir vegna skattvinnslukerfisins og bók- halds- og áætlanakerfi ríkisins er búið að gúmma fyrir 31 milljón króna. En Parkinson-lögmálið gildir víð- ar. Friðrik þarf að biðja um 30 millj- ónir aukalega vegna þess að síma- kostnaður og póstburðargjöld Stjórnarráðsins hafa farið fram úr áætlun. Það er kannski bót í máli að þetta fer í hinn vasann á ríkinu. Sigurður Már Jónsson milljónir i aukafjarveitingu. um tekjur af sölu auglýsinga á brýrnar yfir Kópavogsgjánni. í haust sótti íþróttafé- lagið Gerpla um að fá hlutdeild í tekjun- um, sem Knatt- spyrnudeild Breiða- bliks hefur setið ein að síðan 1985 og munu nema um 3 milljónum á ári. Beiðnin kom flatt upp á íþróttaráð Kópavogs, sem vissi hreinlega ekki af þessum tekj- um UBK. Koma þær hvergi fram í reikningum félagsins. Þegar gengið var eftir skýringum kom í Ijós að til var sérstök Brúarnefnd hjá Breiða- bliki og er formaður hennar Guð- mundur Oddsson, oddviti krata í Kópavogi. Hafði nefndin notað þessar tekjur til að fjárfesta í iðnað- arhúsnæði í bænum. Það er því ekki néma von að Blikar telji sig eiga nóga peninga til að ráðast í bygg- ingu íþróttahúss. íþróttaráð hefur ákveðið að mæla með því að Blik- arnir haldi þessum tekjum en leyfið verði stílað á aðalstjórn félags- ins... F i-4igendaskipti hafa orðið a Sportklúbbnum við Borgartún. Nýi eigandinn er Hallgrímur Marin- ósson. En Hallgrím- ur kemur víðar við. Hann er að setja upp byssuverksmiðju á Hellu ogsvo er hann einn af hluthöfunum í Kringlusporti... N 1 ^ ú er verið að vinna að lokafrá- gangi golfsalar í Skeifunni. Salurinn verður á tæplega 900 fermetra gólf- fleti og meðal annars verða þar 70—80 metra löng golfbraut og golf- hermir. Staðurinn á að heita „Golf- heimar" og verður opnaður á morg- un, ef allar áætlanir standast... Ijandsbankinn er enn að reyna að selja Bílaborgarhúsið á Fosshálsi 1. Þetta hús var banabiti Mazda- umboðsins á sínum tíma og var kallað „byggt og búið" af gárungunum. Húsið er ákaflega þungt í rekstri fyrir Lands- bankann og munu Sverrlr Her- mannsson og aðrir bankastjórar bankans leggja mikla áherslu á að selja það, enda ófært fyrir bankann að eiga það miklu lengur. Bankinn leysti það til sín á um 600 milljónir en óvíst er hvort hann fær nokkurn tímann það verð fyrir húsið. Þrátt fyrir að hafa verið byggt fyrir bí- laumboð þykir það í raun óhentugt fyrir bílasölu, enda á mörgum hæð- um. Húsið er rúmlega 7.000 fer- metrar en ákaflega litil starfsemi hefur verið í því síðasta árið.. . Flest bendir til að nýir leikmenn gangi til liðs við Fram fyrir næsta keppnistímabil. Þegar mun ákveðið að Valdimar Krístófersson fari frá Stjörnunni og yfir til Fram. Valdimar er í landsliðinu sem skipað er leik- mönnum 21 árs og yngri. Það eru fleiri en Valdimar á leið til Fram, en talið er líklegt að Andrí Marteins- son hætti að leika með FH og fari yfir til Fram . . .

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.