Pressan - 07.11.1991, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. NÓVEMBER 1991
21
JEPPAR
Sigþór: Þaö er verra aö umgangast bílinn eftir breytingarnar en
þaö er svo skrítiö að maður leggur þetta á sig til að komast á
fjöll.
„Við jepþamenn liggjum nú
á bæn á hverju kvöldi og biðj-
um þess að alit verði á kafi í
snjó þegar við vöknum að
morgni. Það er best að vera á
jeppunum þegar mikill snjór
er, en það er því miður sjaldn-
ast svo hér sunnanlands,"
sagði Sigþór Árnason, sem á
Toyota 4Runner.
„Ég er búinn að breyta
honum mikið og bæta og
setja í hann alls konar græjur.
Ég hef búið hann sérstaklega .
til vetrarferða, því mér finnst
skemmtilegra að ferðast á
veturna. Þá fer ég til dæmis
mikið syðri fjallabaksleið,
sem er mjög skemmtilegt
svæði og snjóþungt. Svo för-
um við félagarnir í 4x4 mikið
í skálann okkar, sem er upp-
undir Hofsjökli að sunnan-
verðu, og þar er mikill snjór
sem er forsenda þess að okk-
ur líði vel. Auðvitað eyðir bíll-
inn miklu meira þegar hann
er svona breyttur. Hann er
heldur ekki eins góður í
akstri og ef hann væri
óbreyttur og það er verra að
umgangast hann, en það er
svo skrítið að maður leggur
allt þetta á sig bara til að geta
komist á fjöll," sagði Sigþór.
— Hve mikils virði í pen-
ingum eru svona gæðingar?
„Ætli minn standi ekki í
svona tveimur milljónum, en
það er erfitt að verðleggja
alla þá vinnu sem ég er búinn
að leggja í hann. Breytingarn-
ar eru upp á svona fimm
hundruð þúsund og bíllinn
sjálfur um eina og hálfa millj-
ón. En það er helmingi dýr-
ara að breyta bíl hér en í Am-
eríku, því allt í bQana er svo
rosalega dýrt hér. Við höfum
því farið út í það að panta
sjálfir gegnum póstverslanir
og flytja hlutina inn, borgum
af þeim toll en spörum samt
umtalsvert með þessu móti.“
Sigþór sagðist telja íslenska
jeppaeigendur vera í farar-
broddi í heiminum hvað
varðar breytingar og lagfær-
ingar á jeppum til að auka
notagildi þeirra. Hins vegar
fylgdi auðvitað gott útlit með,
svo sem krómaðar felgur og
fleira aukreitis.
fiiiPi
Oft má sjá gamlan og virðu-
legan Wiílysjeppa á hægri
ferð um götur borgarinnar.
Þetta er bíll sem heldur ein-
kennum sínum og hefur ekki
verið breytt. Undir stýri situr
höfðinglegur fullorðinn mað-
ur, Torfí Hjartarson, fyrrver-
andi tollstjóri og sáttasemjari
ríkisins, tæplega níræður að
aldri.
„Þetta er gamall herjeppi
með íslensku húsi, árgerð
1952 að mig minnir. Hann
hafði verið notaður á Kefla-
Torfi Rað08''
Sm*f»
átti *'ona ‘®Ppa
I VEIÐIFERÐIR „Ég nota minn jeppa einkum til veiðiferða — hér innanbæjar."
Ámundi Ámundason
víkurflugvelli en lenti þar í
einhverju óhappi. Níls Svane
viðgerðarmaður keypti hann
þá, gerði við hann og seldi
mér hann svo fyrir einhverj-
um áratugum," sagði Torfi.
Hann sagði að Willysinn
hefði reynst vel og væri
ódrepandi bíll. En hefur Torfi
farið víða um land á þeim
gamla?
„Við vorum tveir sem
þvældumst oft á jeppanum
alls konar óvegi. Það var
Guðjón Valgeirsson, lögfræð-
ingur og fógeti hjá mér,
semvar drjúgur við að
hvetja til ferðalaga á
jeppanum og við]fórum
oft saman þegar tími
gafst til. Ég man að við
fórumj meðal annars
norður Sprengisand og
sá videre. Það væri
líklega ekki vel séð
núna ef menn væru
að keyra sums
staðar þar sem við
lögðum leið okkar,"
sagði Torfi og hló
hressilega.
„Ragnar í Smára
átti líka svona
jeppa og ég sá
hanníaldrei í öðru
farartæki. Þess
vegna var minn
jeppi fenginn
að láni og settur
upp á svið í
Borgarleikhúsinu þegar þar
fór fram hátíðardagskrá í
minningu Ragnars ekki alls
fyrir löngu. Hann lék þar
jeppa Ragnars. En ég veit
ekki hvað ég keyri hann lengi
úr þessu. Sjónin er að byrja
að daprast," sagði Torfi Hjart-
arson.
Willys í flugtaki
Fyrir nokkrum árum fór bóndi einn ,
i utanlandsferð oq birti ferðasÖQÚna pArvi in nnf oi Án*l'B i
/ ónefndu bændablaði, Hanh lýsti uUUUK ÍIL 3LA1 lll
flugtaki af Keflavikurflugvelli á „pað ar eiginlega nauðsynlegt að vera á nokkurra
þessaleið: milljóna krónajáppa þegar farið er i laxinn. Maður
„Þegar flugválin var komin út á hittir þama marga bankastjóra og aðra ráðamenn
enda flugbrautarinnar var allt gefið peningamala. Þeir fylgjast betur með þvi á hvaða
i botn og válin þaut eftir brautinni bil maður er en hver staðan er á tákkheftinu. Góð-
á ofsaferð eins og Willysjeppi." ur jeppi er þvi góður til sláttu, ef svo má segja."
Verslunareigandi i borginni.
Skúli: Viröulegur bíll og mjög þaegilegur
„Ég hef verið nokkuð stað- ast. Hann kvaðst geta ferðast
fastur í sambúð minni við um landið þvert og eridilangt
Range Rover og er búinn að_ á bíl sínum og hann ætti
margar skemmtilegar minn-
ingar frá ferðalögum á Rang-
ernum.
„Hann hefur kosti og galla,
en þetta er virðulegur bíll og
mjög þægilegur. Ég nota
hann í akstur innanbæjar, í
kringum hestamennsku og í
veiðiferðir og jeppinn sinnir
þörfum mínum mjög vel.
Hann er skráður sem tor-
færubíll í skoðunarskírtein-
inu og af því er ég mjög stolt-
ur, þótt ég keppist raunar
ekki við að komast á honum
upp á hæstu fjöll,“ sagði Skúli.
eiga slíkan bíl með fáum und-
antekningum síðustu 20 árin.
Þetta hefur alltaf verið dýr
blll en dálítið sérstakur og
hefur nær ekkert breyst í öll
þessi ár. Þetta er sígildur bíll
sem ég kann mjög vel að
meta. Hann er eins og enskur
lord í mínum huga,“ sagði
Skúli G. Jóhannesson for-
stjóri, sem á nú Range Rover
'88.
Skúli sagði hörðustu jeppa-
menn kalla bíl sinn malbiks-
jeppa, en þetta væri bíll sem
kæmist allt sem til væri ætl-
MILLJARÐAR í
ALDRIFSBÍLA
Mikil aukning hefur
orðið á innflutningi bíla
með alhjóladrifi síðustu
ár, en þar eru jeppar með-
taldir.
Árið 1989 voru fluttir
inn 1.849 bílar með al-
hjóladrifi fyrir 941 milljón
króna. í fyrra jókst inn-
flutningur þessara bila
verulega, en þá voru þeir
2.567 talsins að verðmæti
1.474 milljónir króna. Á
þessu ári stefnir í enn
meiri kaup á alhjóladrifs-
bílum, því fyrstu átta
mánuði ársins voru flutt
inn 2.480 stykki að verð-
mæti 1.573 milljónir.