Pressan - 07.11.1991, Síða 38

Pressan - 07.11.1991, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. NÓVEMBER 1991 Olafsfirðingur í húð og hár segir Jón Þorsteinsson tenórsöngvari sem búið hefur erlendis í um 20 ár ?íí)jiu* íSlenSftat; jjjóöðögm* Maöur sem heitir Krist- mundur var þekktur skip- stjóri á fiskibát. Hann eyddi eitt sinn jólunum á sólar- s*rönd ásamt eiginkonu sinni og vinafólki. Krist- mundur var fengsæll skip- stjóri og maður hamingju- samur og hægt að segja að lífið léki við hann. Þrátt fyrir kosti Krist- mundar hafði hann ekki lært ensku og reyndar kunni hann aðeins eitt tungumál, íslensku. Jæja, áfram með sög- una. Kristmundur og ferða- félagar komu til Spánar 23. desember, á Þorláksmessu. A jóladag gekk hann niður á hótelbarinn og keypti sér í eitt glas. Fátt var af fólki á barnum og Kristmundur sat góða stund einn og drakk úr glasinu. Þegar hann hafði lokið við drykk- inn gekk hann af stað og setti stefnuna á lyftuna. Á leið sinni þangað mætti hann fólki sem kink- aði kolli og sagði „Merry Christmas'' Kristmundur varð mjög hissa en kinkaði kolli á móti og brosti. Hann fór upp með lyftunni. Þegar hann kom til ferðafélag- anna sagði hann þeim eftir- farandi sögu: „Eg veit að mér hefur gengið vel með bátinn, ég veit lika að ég er þekktur maður í minni heimabyggð, en nú er ég aldeilis hlessa. Þannig er, að þegar ég var að ganga að lyftunni, núna rétt áðan, mætti ég útlend- ingum. Ekki bara það. Hvað haldiði? Fólkið hneigði sig og sagði pent: Mister Krist- mundur. Þannig að það hefur þekkt mig." (Úr feröamannasógum) Þessi saga gerðist um borð í norðlenskum togara. Vel aflaðist og menn voru bjartsýnir á að senn færi veiðiferðinni að Ijúka, sér- staklega þar sem afli var mjög góður. Þetta var snemma morguns. Óneit- anlega voru mennirnir farn- ir að hugsa heim, en að sjó- mannasið hafði enginn orð um hugsanir sínar, nema einn, sem, eflaust óviljandi, sagði lágum rómi: „Með þessu áframhaldi verðum við í landi í hádegi i kvöld." (Úr mismœtasögum) Maður einn á Norður- landi hét Jón. Hann var aldrei kallaður annað en Jón, reyndar stöku sinnum Nonni. Þegar hann var kominn á miðjan aldur var brotist inn hjá Jóni. Litlu var stolið en samt sem áður varð hann fyrir nokkru áfalli, enda ekki skemmti- legt þegar brotist er inn hjá fólki. Sveitungar hans vissu vel að Jón átti ekki sjálfur aöild að innbrotinu, enda var brotist inn heima hjá honum og hann staddur í Reykjavík þegar innbrotið var framið. Eigi að síður var Jón kallaöur Jón þjófur eft- irleiðis. (Ur uppnefnisögum) Jón Þorsteinsson fór til Noregs árid 1973 meö þaö fyrir augum að lœra hjúkrun. Fljótlega eftir að hann kom út hóf hann söngnám í Tón- listarháskólanum í Osló jafn- hliða hjúkrunarnáminu, en eftir tuö ár ákuað hann að gefa hjúkrunina upp á bátinn enda þá löngu farinn að koma fram opinberlega sem sönguari. Nú fer tólfta starfs- árið að hefjast hjá Jóni sem tenórsönguara uið Ríkisóper- una í Amsterdam í Hollandi, þar sem hann er búinn aö syngja að minnsta kosti 50 hlutuerk. ,,Eg var farinn að syngja opinberlega sex eða átta mánuðum eftir að ég byrjaði að læra sönginn. Röddin opn- aði sig það fljótt enda var ég nokkuð vel undir búinn, ég söng nefnilega alllengi með Pólýfónkórnum hér heima. En fyrsta verkið sem ég söng opinberlega ytra var Magnif- icat eftir Bach." Jón gerði víðreist áður en leiðin lá til Hollands. Eftir tæplega fjögurra ára dvöl í Noregi fór hann til Árósa í Danmörku og var þar í þrjú ár í söngnámi í Tónlistarhá- skólanum. Þaðan lá leiðin til Ítalíu í einkatíma og því næst til Þýskalands, þar sem Jón söng um tveggja ára skeið fyrstur íslendinga í óperukór Wagner-tónlistarhátíðarinn- ar í Bayreuth. Frá Þýskalandi lá leiðin til Ríkisóperunnar í Amsterdam, þar sem vantaði tenórsöngvara. Jón er borinn og barnfædd- ur Ólafsfirðingur og fer ekki leynt með það — kemur því raunar að hvenær sem hann getur í viðtölum við annað fólk — og þrátt fyrir tæplega 20 ára útiveru er hugurinn ætíð með Ólafsfirði og Ólafs- firðingum. í tilefni af 75 ára vígsluaf- mæli Ólafsfjarðarkirkju söng Jón gamla íslenska kirkju- sálma inn á plötu sem nýlega kom í verslanir. „Ólafsfjörður er eini stað- urinn á jarðríki þar sem ég get sagt að ég eigi heima og mér þykir alveg óskaplega vænt um þann stað og fólkið sem býr þar. Þegar sóknar- nefndin á Ólafsfirði hafði samband við mig og bað mig að syngja inn á plötu í tilefni afmælisins var ég ekki lengi að ákveða mig, því mig hefur lengi langað til að gera þessu efni skil á hljómplötu. Að mínu viti hefur því alls ekki verið gert nægilega hátt und- ir höfði hér á landi. Ég efast um að þú finnir eina plötu með gömlum íslenskum sálmum í hljómplötuverslun- um.“ Sérðu eftir þuí á einhuern hátt að hafa ekki lokið hjúkr- unarnáminu á sínum tíma? ,,Já, ég gerði það vegna þess að mér þykir vænt um þetta starf, en ég hefði aldrei getað nýtt mér það samhliða söngnum. Það gengi aldrei upp." Jón segir það vissulega leiðinlegt fyrir sig að geta ekki verið meira heima á ís- landi nema lítinn hluta af ári, en þeir listamenn sem vilji lifa sómasamlegu lífi af starfi sínu kalli þetta yfir sig. Þann- ig sé það að minnsta kosti í sínu tilfelli, maður dæmi sig til útlegðar með þessari at- vinnu, því sé ekki að neita. En þrátt fyrir langa útiveru hefur Jón komið fram með mörgum listamönnum og kórum hér á landi í gegnum árin. Má þar nefna Kór Lang- holtskirkju, Fílharmóníukór- inn, Pólýfónkórinn, Sinfóníu- hljómsveit íslands, íslensku hljómsveitina og fleiri. Huenœr œtlarðu að flytja aft- ur heim til íslands? „Ég veit það ekki. Ég hef bara ekki efni á að koma heim til íslands og fara að starfa hér. Þarafleiðandi býst ég við að dveljast erlendis um óákveðinn tíma. Ég dáist hreinlega að því listafólki sem hefur lífsviðurværi sitt af því að starfa hérna heima." SJÚKDÓMAR OG FÓLK Neikvæd þjódfélagsumræda Ég var úti í Danmörku nokkra daga í haust. Kaup- mannahöfn skartaði sinu fegursta, lauf trjánna voru tekin að missa festu og lit og sólin speglaði sig í sléttum síkjunum. Á rölti um borgina staðnæmdist ég á Löngubrú og varð hugsað til allra þeirra íslensku harmleikja sem gerst hafa í þessari borg. Á ofanverðri átjándu öld bað Jón Eiríksson vagnstjórann sinn að biða andartak, fór síðan út á brúna, leit harmþrungnum augum yfir borgina og steypti sér í skítugt síkið. Hér drekkti Bertel Þorleifsson sér hundrað árum síðar, yfir- kominn af harmi og lífsleiða, ásamt fleiri löndum. En siki og knæpur borgarinnar virt- ist ekki hafa munað um að gleypa þessa umkomulausu Islendinga. Kaupmanna- höfn var söm við sig; dular- full og hlaðin rafmögnuðu seiðmagni, þó að hún væri ekki lengur lýst upp af ís- lenskum grút. í FRÍHÖFNINNI Á KASTRUP Á leiðinni heim fór ég um Kastrup. Vélinni hafði seink- að eitthvað svo ég vafraði stefnulaust um fríhöfnina og ÓTTAR GUDMUNDSSON virti fyrir mér glæsikonur við afgreiðslustörf, glitrandi Rólexúr og danska osta. Ég fékk mér kók á barnum, settist niður og horfði dreymnum augum yfir mannhafið. íslensk fjöl- skylda með þrjú börn á næsta borði vakti athygli mína. Hjónin voru á miðjum fertugsaldri, börnin 5—10 ára. Eg gaf mig á tal við þau. „Hvert er förinni heitið?" spurði ég. „Við erum að fara til Svíþjóðar," svöruðu hjón- in í kór. „Við erum alfarin af þessu helvítis skeri þarna heima," bætti hún við reiði- lega. „Það er ekki lifandi á íslandi lengur," sagði hann. „Brjáluð vertíð, óvissar at- vinnuhorfur, minnkuð kaup- geta. Nei, við erum farin til Svíþjóðar. Við seldum allt sem við áttum og erum nú á leið til Tommelilla í Suður- Svíþjóð. Ég fæ þar vinnu í kexverksmiðju og konan mín við skúringar. Hefurðu komið þangað?" „Já," svar- aði ég, „Tommelilla er álíka óspennandi og Hofsós á mánudagskvöldi í dynjandi rigningu en það er nú önnur saga. En af hverju segið þið að allt sé svo ómögulegt heima?" Þau voru greinilega orðin æst, eins og er siður þeirra sem reyna að sann- færa sjálfa sig um vafasaman málstað. „Sjáðu bara hvern- ig allt er orðið," sagði heimil- isfaðirinn og endurtók i langri ræðu síðasta blaða- viðtalið við véfrétt efnahags- lífsins, Vestfjarðagoðann Einar Odd Kristjánsson. um íslenskt atvinnulíf. Þetta var Ijót lesning; allt var í kaldakoli, kaupmáttarrýrn- un, dýrtíð, minnkandi hag- vöxtur, litil þjóðarfram- leiðsla, atvinnuleysi, fólks- flótti og hörmungar. Konan kinkaði kolli, tók stundum af honum orðið og botnaði hrakspárnar með tilvitnun- um í spámanninn að vestan. Úr augum þeirra skein sann- færingarglóð hinna heittrú- uðu, enda höfðu þau sér að leiðarljósi hatrammar böl- bænir og hrakspár íslenskra frammámanna um framtíð landsins. Þessir menn virð- ast sammála um að allt sé í kaldakoli á íslandi, þótt ekki séu þeir á eitt sáttir um hverjum um sé að kenna. VERIÐ ÞIÐ SÆL! „Við erum farin," sagði maðurinn. Hann tók upp poka sinn og pinkla, rak börnin á fætur og gekk hnar- reistur inn í framtíðina. Yngsa barnið grét. „Vertu sæll,“ sögðu þau. „Verið þið sæl og gangi ykkur vel," sagði ég. Mér leið illa þegar þau voru farin. Gat þetta verið satt að fólki fyndist ólift á íslandi i mestu velsæld sem ríkt hefur á þessu landi? Loksins þegar íslendingar voru hættir að svelta heilu hungri, hættir aö vera að- hlátursefni Dana og Svía vegna vesaldóms og fáfræði, farnir að búa i mannsæm- andi húsum og ferðast á áreiðanlegum farskjótum. streymdu þeir frá landi sínu og báðu andskotann að sökkva því, eins og Jón HreggviAsson forðum. En þessum hjónum var vor- kunn. Þau tóku mark á mis- vitrum stjórnmálamönnum og málpípum þeirra sem telja flokkum sínum og sjálf- um sér það til framdráttar að sverta sem mest ástand mála í landinu og draga allan kjark úr fólki. Neikvæð þjóð- félagsumræða er til þess eins fallin að skapa þjóðern- islega minnimáttarkennd og efasemdir um eigin framtíð. Vondum stjórnvöldum hefur um aldir verið kennt um þá harmleiki sem víða er að finna í íslenskri sögu. Hjónin á Kastrup eru einn slíkur harmleikur, því að enn er verið að drekkja íslending- um í útlöndum. Þeir Jón og Bertel drukknuðu í skítug- um síkjum Kaupmannahafn- ar, þetta fólk á flugvellinum á eftir að drukkna í ólgandi mannhafi Evrópu, þar sem íslenskt þjóðerni á sér lítiilar viðreisnar von. Ég kláraði kókið mitt, tók upp töskuna og gekk þungum skrefum um borð. Á leiðinni tuldraði ég fyrir munni mér þessar línur eftir Halldór Lax- ness: Sumir fóru fyrir jól, — fluttust burt úr tandi. heillum snauöir heims um ból hús þeir byggja ú sandi. I útlöndum er ekkert skjól. — eitifur slormbeljandi.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.