Pressan - 07.11.1991, Side 24

Pressan - 07.11.1991, Side 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. NÓVEMBER 1991 Kristján „The Broncó Kid": Allir slitfletir tætast upp ef ég er á Bronconum á götunum. Lengi vel var Wagoneer- jeppinn ímynd lúxusjeppans og gegnum árin hefur mátt sjá margan mætan manninn aka um á slíku farartæki. Einn af þeim sem hafa haldið tryggð við eina gerðina af þessum bíl er Þorvaldur Jónsson skipamiðlari. „Þessi Wagoneer sem ég á ; er af gerðinni Cherokee Chief, tvennra dyra og spor- breiðari en venjulegur Wag- oneer, — er svona aðeins meiri jeppi. Þetta er 12 ára gamall bíll sem hefur reynst frábærlega vel og gefur nýj- RÚSSNESKT LOFT Þegar farið var að flytja Rússajeppa til landsins voru ýmsir vinstrisinnar með þeim fyrstu til að festa kaup á slikri bifreið, enda sann- færðir um yfirburði alls þess sem framleitt væri austur i sæluríkinu. Bóndi á Norðuriandi og ákaf- ur stuðningsmaður Sováts- ins var svo stálheppinn að krækja i einn af fyrstu Rússa- jeppunum. Hann brá sér til Reykjavikur og sótti gripinn. Þegar heim kom lát hann það verða sitt fyrsta verk að rogast meö varadekkið inn á mitt stofugóH. Kallaði siðan á allt heimilisfólkið og hleypti úr dekkinu svo hið sováska loft mætti leika um vit fólksins. um bílum ekkert eftir. En til- fellið er að það þarf að breyta öllum þessum jeppum eitt- hvað til að þeir geti það sem við ætlumst til af þeim. Þú verður mjög leiður yfir því ef þú ert á jeppa og uppgötvar að aðrir jeppar geta_ gert miklu meira en þinn. Ég hef til dæmis hækkað minn og sett í hann loftlæsingar," sagði Þorvaldur. „Okkur finnst sem þessir jeppar bili miklu frekar á höktinu hérna í bænum en á ferðum út um land. Það er eins og þeir kunni betur við sig þegar malbikinu sleppir. Þess vegna er það auðvitað „ÉgáScout módel 1974, en hef reyndar breytt nær öllu í bílnum sem ég hef getað. Það er búið að breyta boddíinu og svo er til dæmis kominn í hann stór millikassi og drif- sköft með endum úr léttum vörubíl. Þá hef ég sett í hann 455 kúbika Buickmótor, eða rétt um sjö og hálfur lítri að rúmtaki, stóran vatnskassa og þannig mætti lengi telja. Ég er með renniverkstæði og hef gert þetta allt sjálfur," sagði Ægir K Bjarnason. Hann er búinn að eiga toppurinn ef menn geta átt Fíat í bæjaraksturinn og síð- an jeppa tilbúinn inni í skúr í ferðalög. í haust fórum við á jeppanum í fimm daga ferð þvert yfir landið frá Kerling- arfjöllum og enduðum í Snæ- felli. Síðasta spölinn fórum við á jökli, því ekki er hægt að komast yfir Jökulsá á Brú, og einnig er friðað svæði uppundir jökli sem heitir Kringilsárrani. Við keyrðum því upp á Brúarjökul til að klára ferðina og komum nið- ur rétt fyrir sunnan Snæfell. Það var rosalega gaman í þessari ferð og ekki brást bíll- inn,“ sagði Þorvaldur. þennan jeppa í sex ár og not- ar hann jafnt í lengri sem skemmri ferðir auk þess sem hann fer á honum til og frá vinnustað. Sumarferðir eru yfir Kjöl og Sprengisand, í Landmannalaugar og Jökul- heima. Ægir sagðist ekki síst fara í vetrarferðir á jeppanum og hann kæmist allra sinna ferða í snjó, enda væru þessi stóru dekk eingöngu fyrir akstur í snjó. Þá er dimmviðri lítil hindrun í vetrarferðum þar sem Ægir er með GPS- tæki sem gefur upp staðsetn- • „Ég er búinn að gera óhemjumikið fyrir bílinn og hann er allur breyttur. Til dæmis er hann núna með hásingu undan ’74-módeli af Bronco, ég er með 5:38 hlut- föll í honum og hann er læst- ur að framan og aftan. Svo er ég líka með spil, lóran og Gufunes. Þetta er einn með öllu,“ sagði Kristján Ellerts- son, sem á Bronco II árgerð 1987. Kristján sagði að það hefði verið gífurlega mikil vinna að breyta bílnum og þúsundkall- arnir flqgið eins og skæða- drífa. „Ég varð að þróa þess- ar breytingar og endurbætur sjálfur, því enginn annar var með svona bíl. Þetta tók sinn tíma og ýmislegt sem brotn- ’ingii samkvæmt merkjum frá gervihnöttum. Með þetta tæki um borð er nóg að sjá rétt fram fyrir vélarhlífina. En er ekki orðið lítið um jeppa af gerðinni Scout? „Þeir eru farnir að standa upp úr núna. Menn eru farnir að gera þá meira upp en var áður þegar þeir tóku frekar Bronco, en Willys er alveg sér á báti og stendur alltaf fyrir sínu. En það er búið að gera . nokkra Scout upp á síðustu árum," sagði Ægir. aði og bilaði áður en bíllinn var orðinn pottþéttur. En þetta er dálítið dýr útgerð. Maður þarf alltaf að vera að endurnýja suma hluti því það er svo rosalegt slit á þessu," sagði Kristján. Kristján gengur undir gælunafninu „The Bronco Kid" meðal kunningja úr jeppavinahópnum. Er þekkt- ur fyrir að ferðast mikið um hálendið á bílnum. Oft einn eða með hund sem ferðafé- laga. „Það er rétt, ég fór mikið með tíkina mína í þessi ferða- lög og hún kunni því afskap- lega vel og það var ofsalega gaman að hafa hana með. En ég varð því miðurað láta lóga henni,“ sagði Kristján. Hann sagðist hafa ferðast á bílnum um hálendið í heilan mánuð síðastliðið sumar. Fyrst einn í hálfan mánuð en síðan í sam- floti með kunningjum á fimm jeppum. „Ég er með annan bíl til að nota í bænum. Það tætast ail- ir slitfletir upp ef ég er á Bron- conum á götunum,” sagði Kristján Ellertsson. UPPRÉTTUR - EÐA Á BAKINU „Þriggja manna bekkurinn aftur i hefur fremur harða setu og tvær stillingar á bak- halla. Sú brattari er fyrir minn smekk óþarflega upp- rátt, en tilfellið er að maður situr vel i honum og sár vel út, bæði fram og til hliðanna. Góð hvíld er að geta hallað þvi meira i viðlógum en þá finnst mörgum þeir vera lagstir á bakið — þarna vant- ar i rauninni millistigið." Úr jeppadómi i DV Torfœrubifreiö MIÐFRÍHORN ER HORFIÐ ... Samkvæmt þeim regl- um sem eru í gildi hjá Bif- reiðaskoðun íslands er engin ein skilgreining á því hvað telst vera jeppa- bifreið. Margir jeppar munu hins vegar falla undir skilgreiningu reglna um torfærubifreið, sem er eftirfarandi: „Fólksbifreið, sendibif- reið eða hópbifreið 1 með drifi á öllum hjólum telst vera torfærubifreið ef hún kemst af eigin ramm- leik upp 30% halla og stenst 5 af eftirfarandi kröfum: a. Fremra fríhorn a.m.k. 25° b. Aftara fríhorn a.m.k. 20° c. Miðfríhorn a.m.k. 20° d. Minnsta hæð undir framás 180 mm e. Minnsta hæð undir afturás 180 mm f. Minnsta hæð undir lægsta punkt milli ása 200 mm Fremra fríhorn er horn- ið á milli yfirborðs lárétts vegar og plans sem er snertill við framhjólin og snertir ökutækið að neð- anverðu framan við fram- hjól án þess að nokkur fastur hluti ökutækisins gangi í gegnum planið. Aftara fríhorn er horn- ið á milli yfirborðs lárétts vegar og plans sem er snertill við öftustu hjólin og snertir ökutækið að neðanverðu aftan við aft- urhjól án þess að nokkur fastur hluti ökutækisins gangi i gegnum planið. Miðfríhorn er hornið á milli yfirborðs lárétts veg- ar og plans sem er snertill við framhjólin aftanverð og snertir lægsta punkt bifreiðarinnar mitt á milli ása án þess að nokkur fastur hluti ökutækisins gangi í gegnum planið að viðbættu samsvarandi horni framan við aftur- hjól." Svona hljóðar þetta og er öllum auðskilið — eða hvað?

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.