Pressan - 07.11.1991, Blaðsíða 13

Pressan - 07.11.1991, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PKESSAN 7. NÓVEMBER 1991 13 □GNALAUSAR EN SITJAH sambúðarslita. UPPIMBM SKULDIRNAR Þar sem engar reglur eru til um sameiginlegan fjárhag fólks í óvígðri sambúð eru þess mörg dæmi að annað, í flestum tilfellum konan, missi allar eignir sínar en sitji uppi með skuldir vegna þeirra í kjölfar Ég veit um dæmi þar sem kona var í óvígðri sambúð í 37 ár og stóð eftir eignalaus þegar maður hennar ákvað að slíta sambúðinni. Hann vildi ekki láta henni eftir nema lítilræði og það tók hana 4 ár í málaferlum þar til hún fékk dæmd helmingaskipti," segir Svala Thorlacius lögmaður. ..Við keyptum okkur þriggja her- Irergja íbúð í rótgrónu hverfi og viú vorum fyrirmyndarpar. En svo gerði ég mér grein fyrir að þetta samband var ekki það sem ég vildi og ákvað að slíta þvi eftir eins árs sambúð. Launin mín höfðu farið í heimilið og hans laun fóru í afborg- anir af íbúðinni. Þegar ég fór fram á það við hann að hann borgaði mér minn part af íbúðinni hló hann bara," segir Linda. ein af fjölmörg- um konum sem hafa orðið eigna- lausar við lok óvígðrar sambúðar. Linda óskar nafnleyndar. ..Þetta er alveg dæmigert." segir Svala Thorlacius hæstaréttarlög- maður. ..Laun kvennanna fara í að halda uppi heimilinu og laun mann- anna í skuldabréfin og víxlana. og þar með eru þeir með kvittanir fyrir því sem þeir hafa lagt til heimilisins en konurnar hafa ekkert í höndun- um til að sanna framlag sitt." Sífellt fleiri konur eru að upp- götva að þær eiga erfitt með að fá sinn hlut í fasteignum, sem þær töldu sig hafa keypt með kærastan- um, þegar slit verða á óvígðri sam- búð. Lögfræðingar hafa orðið varir við að margar konur telja sig eiga rétt á helmingi fasteignar eftir að hafa búið með manninum í tvö ár eða eins mikinn rétt og ef þær væru giftar. MISSKILNINGUR ,.Það er mikill misskilningur í gangi með óvígða sambúð," segir Svala Thorlacius hæstaréttarlög- maður. „Það eru engar reglur til um fjárskipti sambúðarfólks heldur eru til reglur í skattalögum, lífeyrisiög- um. húsaleigulögum og svo í lögum um almannatryggingar. Fólk virðist halda að vegna þessara lagabálka hljóti líka að vera til reglur um eign- irnar. Svo er ekki. Einungis fólk í hjónabandi á rétt á helmingaskipt- um við skilnað. Ég veit um dæmi þar sem kona var í óvígðri sambúð í 37 ár og stóð eftir eignalaus þegar maður hennar ákvað að slíta sambúðinni. Hann vildi ekki láta henni eftir nema lítil- ræði og það tók hana 4 ár í málaferl- um að fá dæmd helmingaskipti." segir Svala. I langflestum tilfellum eru það konur sem fara fjárhagslega illa út úr óvígðri sambúð. Oftast eru eign- irnar skráðar á manninn og þeir notfæra sér það þegar konurnar fara fram á eignaskipti. RAUNVERULEIKINN ..Það hvarflaði aldrei að mér að ég mundi lenda í einhverju," segir Linda. „Hann sagði alltaf við mig. i hvert skipti sem ég talaði um þetta, að ég ætti allt sem hann ætti vegna þess að hann elskaði mig og við mundum hvort sem er gifta okkur á næsta ári og þá skipti þetta ekki máli. Það eina sem ég fékk út úr sameiginlegum eignum okkar var um 20.000 til 30.000 krónur, sem hann borgaði mér á mjög niðurlægj- andi hátt. Hann skrifaði ávísun upp á 5.000 krónur í einu og hristi alltaf höfuðið og talaði um hversu fárán- legt það væri að ég væri að fá pen- inga frá sér. Hann kvartaði líka alltaf yfir því hversu erfitt það væri fyrir sig að borga íbúðina einn. Samt gerði hann sér ekki grein fyrir því hversu mikið ég hafði þá lagt til. Þegar ég fór að reikna dæmið út komst ég að því að ég tapaði á þessu um 250.000 til 300.000 krónum. Seinna fór ég að spá í það af hverju ég var svona mikð fífl og lét fara svona með mig. Fór að hugsa um það hvað ég hefði gert við pen- ingana ef ég hefði ekki verið að borga rafmagns- og hitareikninga og Stöð 2 og svoleiðis. Ég hefði sjálf- sagt lagt þá fyrir og ætti nú fyrir nýrri bíl eða væri að safna mér fyrir íbúð," segir Linda. HEIMILISBÓKHALD Fólk hefur sambúð oft með því hugarfari að auðvelt sé að slíta henni ef sambandið gengur ekki upp. Það er auðvitað rétt. að það er auðveldara að slíta sambúðinni sem slíkri, en ef fólk hefur keypt fast- eignir er miklu flóknara að komast út úr þeim kaupum. „Ef fólk er gift þá verða bara helmingaskipti og málið er að mestu útkljáð," segir Svala. „En þegar fólk er í óvígðri sambúð þurfa báðir aðilar að sanna framlag sitt til eignamyndunarinn- ar. Þetta getur verið flókið mál þeg- ar fólk fer að tína saman eigna- og skuldasöfnun eftir margra ára sam- búð." Svala segir að í raun þurfi fólk sem stendur í fasteignakaupum og er í óvígðri sambúð að passa upp á heimilisbókhaldið miklu betur en fólk sem er gift. af fyrrgreindum ástæðum. KONUR FYLGJAST EKKI MEÐ FJÁRMÁLUM HEIMILISINS „Það er sláandi mikið af kvenfólki sem segir að það skipti ekki máli hver sé skráður fyrir eigninni," segir Linda. Svala tekur undir þetta og segir jafnframt að konur ættu að vara sig, því það hefur skapast ein- hver hefð fyrir því að konan taki á sig þau útgjöld sem koma hvergi fram á pappírunum. Þegar svo þess- ar konur reyna að leita réttar síns eru þær í erfiðri aðstöðu til að sanna mál sitt. „í mörgum tilfellum gera karlmenn sér enga grein fyrir því hvað heimilishald kostar og finnst þetta ekki vera neinar verulegar upphæðir," segir Svala. „Ég vildi bara losna út úr þessu og gafst svo bara upp á að tala um fyrir honum," segir Linda. „Eiginlega fannst mér einhvern veginn að ég ætti bara ekki rétt á þessu, ég hefði viljað enda sambandið og þess vegna væri það ekki réttlátt að fara fram á þetta. Seinna fór ég svo að gera mér grein fyrir því að ég missti töluverðar upphæðir og það var mjög erfitt fyrir mig að byrja upp á nýtt." BRÚÐKAUP SVO DÝRT „Einu sinni spurði ég ungan mann, sem hafði verið í sambúð í nokkur ár og átt börn með þeirri konu, af hverju þau giftu sig ekki," segir Svala. — Við vildum hafa flott brúðkaup og vorum að bíða eftir að það stæði betur á. sagði ungi mað- urinn. Fólk virðist setja það fyrir sig að brúðkaupin eru svo dýr en spá lítið í að það er frekar einfalt að fara til dæmis til borgardórnara og gifta sig þar. Þá verður sambúðin lögvarin og öll eignaskiptamál miklu auð- veldari." Svala segir að þessi mál séu mikil- væg fyrir fjöldann allan af íslend- ingum. Eins og er eru um 20.000 einstaklingar skráðir í sambúð og ætla má að um 10.000 séu óskráðir og margt af þessu fólki veit ekki í hvaða aðstöðu það er. „Þetta getur orðið stórmál vegna þess að við er- um í mörgum tilfellum að tala um al- eigu fólks," segir Svala. Löggjöf um óvígða sambúð er ekki til, vegna þess að í hvert skipti sem á að fara að setja svoleiðis lög kemur upp sú staða að fólk ætti að geta valið á milli óvígðrar og vígðr- ar sambúðar. „Fólk sem ekki kýs að gifta sig vill bersýnilega komast hjá þeim réttarreglum sem hjónaband setur og því sé óréttlátt að þvinga þessa aðila undir svipuð lög,“ segir Svala. Það fólk sem vill vera í óvígðri sambúð og stofna til eignamyndun- ar ætti þá að gera með sér samning um skiptingu eignanna. Fólk ætti í raun að hugsa þetta eins og stofnun fyrirtækis; þegar slíta á fyrirtækinu verða báðir aðilar að sanna fjár- framlag sitt og skuldastöðu — þá er þetta sanngjarnt. Þórunn Bjarnadóttir „Hann sagði alltafvið mig í hvert skipti sem ég talaði um þetta að ég œtti allt sem hann œtti vegna þess að hann elskaði mig og við myndum hvort sem er gifta okkur á nœsta ári og þá skipti þetta ekki máli. “

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.