Pressan - 07.11.1991, Blaðsíða 19
19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. NÓVEMBER 1991
OFT f JEPPA — ÉG VIL SKREPPA...
Sú tíd er af er bændur og adrir sveitamenn voru helstu jeppaeigendur landsins. Fóru í næsta
kaupstað á jeppunum þegar þurfti ad gera innkaup milli þess sem jeppunum var beitt fyrir
vagna eða heyvinnsluvélar. Þetta voru einkum jeppar af gerðinni Wiliys eða Land Rover, en
á tímabili átti Rússajeppinn talsverðum vinsældum að fagna. Þá söng Ellý Vilhjálms að hún
vildi fara upp í sveit og „oft í jeppa ég vil skreppa".
Þegar talað er um jeppa í dag eiga þeir bílar fátt sameiginlegt með forverum sínum. Nú eru
alls konar bílar kallaðir jeppar ef þeir sameina kosti gömlu jeppanna og nýtískufólksbíla.
Þetta eru bílar með drifi á öllum hjólum og margs konar aukabúnaði og Bifreiðaskoðun ís-
lands hefur ekki lengur sérstakan jeppaflokk í skrám sínum. En svona almennt eru bílar,
sem eru betur búnir til ferða um slæma vegi og vegleysur en venjulegir fólksbílar en eru þó
ekki vörubílar eða trukkar, kallaðir jeppar manna á meðal. Svo eru fínu forstjórajepparnir
sér á parti. Allir alvöru „jeppafríkar“ endurbyggja bíla sína. Ráðast jafnvel að splunkunýjum
lúxusjeppum, hækka þá upp, setja stærri hjól undir þá, endursmíða yfirbygginguna, skipta
um hitt og þetta og bæta öðru við. Við kíktum aðeins á jeppaæði landans.
'llSPwRT
KLUBBURIIMN
Frábær aðstaða Góð borð
Veitingar á staðnum
Borgartúni 32 Sími 624588 624533
KUIBBCIRINN
/borgartiíhi\