Pressan - 07.11.1991, Qupperneq 18
18
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. NÓVEMBER 1991
JJNDIR
OXINNI
Matthías
Bjarnason
alþingismaður
Ertu studnings-
maður ríkisstjornar-
innar, Matthías?
„Er ég? Af hverju
þurfið þið að spyrja
að þvi?
— Þú hefur verið
óspar á gagnrýni á
stjórnina.
„Haldið þið á
PRESSUNNI að það
megi engan gagn-
rýna? Ef maður styð-
ur einhverja ríkis-
stjórn á maður þá
bara að segja já og
amen við öllu sem
hún gerir?"
— Nei, nei en...
„Mér finnst þetta
svo heimskuleg
spurning að þú skalt
sleppa öllum svona
spurningum við mig.
Eg hef aldrei stutt
hvorki ríkisstjórn né
annað svoleiðis að ég
hafi ekki verið gagn-
rýninn og haft at-
hugasemdir fram að
færa. Mér finnst þetta
svo fiflaleg spurning
að ég skil ekki í full-
orðnum mönnum að
spyrja svona."
— Þú hefur sagt að
þú sért andvigur
mörgu í þessari svo-
kölluðu Hvitu bók
og...
„Já, já, ég er það.
Það kemur fram i
byggðamálum að ég
er andvigur því sem
forsætisráðherra
sagði og það hefur
engin stefnumörkun
farið fram um annað
en það sem er núna
gildandi. Og ég gerist
enginn taglhnýtingur
forsætisráðherra,
hvorki i þvi né öðru."
— En þú ert ekki
sammála henni i
einu og öllu og
hleypur ekki eftir
duttlungum hennar?
„Það er nefnilega
það. Ég er henni ekki
sammála i einu og
öllu og ætla ekkert að
fara eftir duttlungum
hennar. Ég fer bara
eftir þvi hver er min
skoðun og hvað ég
álít að sé réttast. Og
ég ætla mér að vera,
það sem ég á eftir að
vera á þingi, tryggur
við málefni þess fólks
sem kaus mig á
þing."
— Þú ert þá bara
trúr sannfæringu
þinni og lætur ekki
segja þér fyrir verk-
um?
„ Já, nú förum við
að skilja hvor annan."
Matthias Bjarnason hefur
undanfarid verid gagnrýninn a
storf rikisstjornarinnar og langt
fra þvi samméla ollum hennar
gerdum. Serstaklega hefur
byggdastefna stjornarinnar oró
id fyrir gagnryni Matthiasar
Ferða- og risnukostnaður ríkisstjórnarinnar
Rekstrarkostnaöur milljónum króna að núvirði
Fjárlagaliöir 1969 1989 hækkun %
Forseti isl. 14,8 59,3 44,5 300,7%
Alþingi 194,4 610,6 416,2 214,1%
Ríkisstjórn Adalskrifstofur 12,4 97,4 85,0 685,2%
ráöuneytanna 333,2 1.345,9 1.012,7 303,9%
Samtals 554,8 2.113,2 1.558,4 280,9%
Þar af ferða- og risnukostnaður í milljónum króna að núvirði
Fjárlagaliöir 1969 1989 hækkun %
Forseti isl. 1,4 10,4 9,0 642,8%
Alþingi 47,5 48,6 1,1 2,3%
Rikisstjórn Aöalskrifstofur 1,1 8.1 ' 7.0 636,4%
ráöuneytanna 63,6 178,2 114,6 180,2%
Samtals 113,5 245,3 131,8 116,1%
Rekstrurkostnuöur ríkis-
stjórnurinnur Iwfur hœkkuö
um fiHS prósent ú síðustu 20
úrum. Arið 19(59 vur rekstur
ríkisstjórnurinnur !2,4 millj-
ónir krónu en 97.4 milljónir
úrið 19H9.
PRESSAN i>reindi nýlega
frá umtalsverðri hækkun á
rekstrarkostnaði embættis
forseta íslands á síðustu
tveimur áratugum. En það er
fleira sem hefur hækkað
verulega í rekstri á þessu tutt-
ugu ára tímabili. Þessar
miklu hækkanir virðast eiga
við alla svokallaða „æðstu
stjórn" lýðveldisins.
Þegar litið er á rekstrar-
kostnað 1969 annars vegar
og 1989 hins vegar kemur í
Ijós að rekstur ríkisstjórnar-
innar hefur hækkað um 685
Rrósent eða nær áttfaldast.
Árið 1969 voru ráðherrarnir
reyndar „aðeins" 7, en 11 árið
1989. I þessum samanburði
er litið framhjá stofn- og við-
haldskostnaði.
Kostnaðurinn við að reka
aðalskrifstofur ráðuneytanna
hækkaði á sama tíma úr
.'1.13,2 milljónum króna í
1.345,9 milljónir eða um 304
prósent, kostnaðurinn lið-
lega fjórfaldaðist. Árið 1969
voru ráðuneytin reyndar ,,að-
eins" 9 en 13 árið 1989.
Kostnaðurinn við að reka
Alþingi hækkaði úr 194,4
milljónum í 610,6 milljónir
eða um 214 prósent. Þess ber
að geta að þingmönnum
fjölgaði á þessum tíma, voru
60 en eru nú 63.
Þegar ferða- og risnukostn-
aður er tekinn út kemur í ljós
umtalsverð kostnaðaraukn-
ing hjá öllum þessum aðilum,
nema Alþingi. Kostnaðurinn
hefur aukist um nálægt 640
prósentum, bæði hjá forset-
anum og ríkisstjórninni, um
180 prósent hjá aðalskrifstof-
um ráðuneytanna, en aðeins
um 2,3 prósent að raungildi
hjá Alþingi.
A sama tíma hækkuðu
heildargjöld ríkissjóðs úr
29.633 milljónum króna í
108.543 milljónir eða um
266,3 prósent. Sá liður fjár-
laga sem hefur líklega hækk-
að langmest á þessum tíma er
,,ýmis lán ríkissjóðs". Sá liður
hljóðaði upp á 37,7 milljónir
árið 1969 en 11.670 milljónir
árið 1989. Hækkunin er tæp-
lega 31 þúsund prósent.
Missti búðina en ep samt verslunapstjépi
Sportvöruverslunin Bikar-
inn við Skólavörðustíg í
Reykjavík hefur verið tekin
til gjaldþrotaskipta. Nýtt
hlutafélag hefur keypt versl-
unina. Hufþón (luðmunds-
son, fyrrum eigandi Bikars-
ins, er verslunarstjóri hjá nýja
fyrirtækinu, og heldur þar
með fyrra starfi sínu þrátt fyr-
ir gjaldþrot verslunarinnar.
'lálið er að skuldir gjaldþrota-
fyrirtækisins séu um 15 millj-
ónir króna.
Kftir að nýja fyrirtækið,
sem heitir Sagasport, tók við
hefur Hafþór gengið á milli
heildsala, sem sumir hverjir
horfa fram á stórkostlegt tap
vegna gjaldþrots Bikarsins,
og kaupir af þeim vörur. Þó
hafa ekki allir viljað hefja við-
skipti við Hafþór á ný.
Það var föstudaginn 3.
október sem óskað var gjald-
þrotaskipta á Bikarnum.
Mánudaginn 7. október var
verslunin innsigluð vegna
vanskila á virðisaukaskatti.
Þriðjudaginn 8. október var
verslunin auglýst til sölu.
Sagasport var stofnað 1.
október og stofnun fyrirtæk-
isins tilkynnt hlutafélagaskrá
14. október. Stofnendur eru
Aslu Hólmfríður Brui(udóttir
og Hullu Unnur Helifudóttir.
Þær keyptu verslunina af
skiptaráðanda.
Bikarinn er nú, eins og áð-
ur sagði, í eigu Sagasport.
Hlutafé fyrirtækisins er 400
þúsund krónur. I tilkynningu
til Hlutafélagaskrár kemur
fram að Asta Hólmfríður er
skráður framkvæmdastjóri
og prókúruhafi. I samtali við
ÞRESSUNA sagðist Hafþór
vera framkvæmdastjóri.
„Þegar verslunin var aug-
lýst fórum við nokkrir og
skoðuðum lagerinn. Við urð-
um meira en lítið undrandi
þegar við sáum hann. Þar var
nánast ekkert verðmætt. Kin-
ungis tómt drasl. Það blasir
við að búið var að taka bestu
vöruna af lagernum áður en
verslunin var auglýst og sýnd
þeim sem vildu skoða," sagði
einn þeirra sem flytja inn
íþróttavörur.
ihliM I
Verslunin Bikarinn við Skólavörðustíg. Fyrrum eigandi er verslunarstjóri þrátt fyrir að hann
hafi misst verslunina í gjaldþrot fyrir fáeinum vikum.
Hafþór sagði ekkert til í
þessu. Lagerinn hefði lengi
verið lélegur þar sem fyrir-
tækið hefði lengi átt í erfið-
ieikum og öll innkaup tekið
mið af því síðustu mánuði.
Hafþór sagði að því miður
hefði gjaldþrotið leitt til þess
að aðrir töpuðu fjármunum.
Sjálfur hefði hann þó tapað
meiru en nokkur annar á
þessu gjaldþroti.
DEBET
..Hrafn er náttúrlega einn mesti framkvæmda-
maður sem ég þekki, úhemjuduglegur og mikill
vinur vina sinna. Hann er mjög lifandi, hug-
myndaauöugur og það er ekkert sem stoppar
hann," sagði Ingólfur Margeirsson ritstjóri.
..Hann er orkusmitandi og þegar andlegt slen
sækir að manni er ekkert jafnhressandi og að
heyra hann lýsa fáeinum pródjektum í hálftíma
eða svo," sagði Þórarinn Eldjárn rithöfundur.
„Hrafn er kjarkmikill afreksmaður á fram-
kvæmdasviöinu og ég hef alltaf metið við hann
að hann opnaöi RÚV á sínum tíma fyrir kvik-
myndagerðarmönnum. Hann er einnig ákaf-
lega skemmtilegur þegar hann vill svo við hafa,"
sagði Hilmar Oddsson kvikmyndagerðar-
maður.
Hrafn Gunnlaugsson
kvikmyndagerðarmaður
KREDIT
„Hann er mjög fylginn sér og sést ekki allt-
af fyrir þegar hann þarf að koma sér og sín-
um á framfæri, og gleymir þá gjarnan að
það eru manneskjur í kringum hann,“ sagði
lngólfur Margeirsson. „Hann fer stundum
rangt með Ijóð sem hann þykist kunna,"
sagði Þórarinn Eldjárn. Hann er frekur og
skapmikill en það getur einnig verið kost-
ur. Hann á til að valta yfir þá sem hann er
ósáttur við þegar þannig liggur á honum,"
sagði Hilmar Oddsson.
Kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar. Hviti vikingurinn. var frumsynd fostudagmn 1 november