Pressan - 07.11.1991, Blaðsíða 42
42
HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HUÓMAR
Albert gefur
Sýrlendingum
Vestfirði
— vid viljum friö, jafnvel þó aö þad kosti land, —
sei>ir Albert
Madrid, 6. nóvember
„Við erum farnir að
þekkja senjor Guðmunds-
son. Þótt hann sé oft með
skrítnar yfirlýsingar sær-
ir hann sjaldnast nokkurn
mann. Þess vegna hleypt-
um við honum inn þótt
honum væri ekki boðið,“
sagði Juan Buntagrenjo,
yfirmaður öryggismála, á
ráðstefnu ríkja fyrir botni
Miðjarðarhafs í Madrid.
I ræðu Alberts á ráðstefn-
unni kom fram að íslendingar
væru friðelskandi þjóð sem
Enn veldur Albert Guðmunds-
son usla i alþjóðamálum.
væri tilbúin að greiða friðinn
dýru verði. Þótt aðrar þjóðir
væru ekki tilbúnar að láta
land fyrir frið væru Islending-
ar tilbúnir til þess. Að þessum
orðum sögðum rétti hann
fulltrúa Sýrlendinga á ráð-
stefnunni afsal íslenska ríkis-
ins af Vestfjörðum.
„Þótt ráðherrar ríkisstjórn-
arinnar reyni að halda því
fram að um misskilning Al-
berts sé að ræða trúi ég því
rétt mátulega," sagði Matthí-
as Bjarnason, þingmaður
Vestfirðinga, en hann mun
taka sæti á sýrlenska þinginu
eftir helgi.
„Það fer að verða okkur
nokkuð dýrt að hafa hanri Al-
bert þarna úti," sagði Jón
Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra í samtali við
GULU PKKSSUNA.
„Þetta er ekki fyrsta vit-
leysan sem hann gerir.
Kannski værum við betur
sett með Albert hérna heima
|)ótt það kynni að kosta að
Borgaraflokkurinn og Oli Þ.
væru enn á þingi," sagði Jón
Baldvin.
Einar Oddur eins og hann birtist á myndinni frá ve
Einar Oddur Kristjánsson kem-
ur fram á gervihnattarmynd
furöulet>t mál ot>
Reykjovík, 6. nóvember
„Auðvitað urðum við
hissa þegar Einar Oddur
blasti við okkur á mynd-
inni. Við erum því ekki
vanir að sjá fólk á þess-
um myndum okkar,“
sagði Páil Bergþórsson
veðurstofustjóri í sam-
tali við GDLU PRESS-
UNA, en þau undur gerð-
ust fyrir skömmu að Ein-
ar Oddur Kristjánsson,
algjörlega einstakt, — segir
veöurstofustjóri
formaður Vinnuveit-
endasambandsins og
forstjóri Hjálms á Flat-
eyri, kom fram á gervi-
hnattarmynd sem veður-
athugunarhnötturinn
Hiva tók.
„Það er velþekkt að dáið
fólk hefur komið fram á
Ijósmyndum sem teknar
eru á jörðu niðri. Það hefur
enginn getað skýrt. Ef til
vill er hér um eitthvað svip-
aö að ræða. Kannski er ára
Páll Bergþórsson
Einars Odds eða lifskraftur
svona sterkur að hann nær
út fyrir gufuhvolfið. Ekki
veit ég.“ sagði Páll.
„Ég hef ekkert um þetta
mál að segja," sagði As-
mundur Stefánsson, forseti
Alþýðusambandsins, i sam-
tali við GULU PRESSUNA.
„Ef þetta er eitthvert trix
vinnuveitenda get ég full-
vissað þá um að það mun
engin áhrif hafa í komandi
samningagerð."
Heimsmeistarakeppnin í
handbolta
Ég held hana
frekar heima
hjá mér en að
ég hætfi við
— segir Jón Hjaltalín
Magnússon
Reykjavík, 7. nóvember
„Eg er búinn að tala við
konuna og börnin. Þau
standa með mér,“ sagði
Jón Hjaltalín Magnússon,
formaður Hanknattleiks-
sambands íslands, en
hann íhugar nú að halda
heimsmeistarakeppnina í
handbolta heima hjá sér.
„Ég þarf að sjálfsögðu að
stækka við húsið út frá stof-
unni en sú viðbygging ætti að
nýtast fjölskyldunni sem
garðskáli í framtíðinni. Ég
bar þetta upp viö fjölskyld-
una og henni leist vel á,"
sagði Jón.
Leiðréttmg
Vegna fréttar hér á síðunni
skal það tekið fram að rugl-
ingur varð hjá framköllunar-
þjónustu hér í borg þegar Páll
Bergþórsson veöurstofustjóri
sótti gervihnattarmyndir
þangaö. Hann fékk myndir
óviðkomandi Veöurstofunni í
misgripum.
Ritstj.
45. TÖLUBLAÐ 2. ARGANGUR
FIMMTUDAGURINN 7. NOVEMBER 1991
STOFNAÐ 1990
Vestmannaeyjar
TYRKIR RÁÐAST
Á EYJARNAR,
MYRÐAÍBÚANA
OG STELA ÖLLU
STEINI LÉTTARA
— eftir EES-samningana er í
raun ekkert sem bannar
þeim þetta, — segir Jón
Baldvin Hannibalsson
Atvinnumálanefnd
Djúpavogs
LEGGUR TIL AÐ
REIST VERBI
VERKSMIÐJA
TIL AÐ SAUMA
BANDARÍSKA
FÁNANN
— mér datt þetta í hug þegar
ég horföi á Palastínu-araba
brenna fána á herteknu
svæðunum, — segir Hjalti
Ellertsson, formaður nefndar-
innar
Auðvitaö eru minusar i þessum
samningi en plúsarnir eru þó enn
fleiri, — segir Jón Baldvin.
Ef þetta dugir ekki viljum við fá
einkaleyfi á framleiðslu og sölu á
bjór, — segir Kári.
Tillaga til bjargar
Suðureyri
SÚGANDA VEITT
EINKALEYFI TIL
FRAMLEIÐSLU
OG SÖLU Á
TANNKREMI
— þótt tannkremiö komi
ekki alveg í staðinn fyrir
kvótann þá bragðast það
næstum eins, — segir Kári
Ragnarsson, nýskipaður for-
stjóri Tannkremsverksmiðju
Suðureyrar
Alþýduflokksmenn halda uppbod
Brjóstahöld Jóhönnu og akstur í Range Rover Jóns Sigurðssonar
— vonum ad þetta bœti fjárhag flokksins eins og hattur Jóns Baldvins gerði, — segir Ámundi Ámundason
Reykjavík, 7. nóvember
„Við seldum hattinn fyr-
ir morð fjár og við værum
ekki með öllutn mjalla ef
við reyndum ekki að
græða meira,“ sagði
Amundi Ámundason,
kraftaverkamaður í Al-
þýðuflokknum, um fyrir-
hugað uppboð á munum í
eigu ráðherra flokksins.
Það er haldið í kjölfar þess
að hattur Jóns Baldvins
var sleginn á hátt í 50 þús-
und krónur um daginn.
„Jón Sigurösson leggur
fram hálftímaökuferð í Range
Rovernum sínum. Sighvatur
býður gifsið sitt sem hann var
með um höndina í vor og Jó-
hanna Siguröardóttir leggur
fram brjóstahöld. Eiður hefur
boðið okkur ýmislegt en ekk-
ert sem okkur þykir fengur í,“
sagði Ámundi.
Samkvæmt heimildum
GULU PRESSUNNAR hyggst
skagfirskur bóndi, Magnús
Ingjaldsson, leggja íögbann á
uppboðið. Hann telur sig
svikinn í viöskiptum sínum
við Ámunda.
„Ég keypti hatt á uppboði
sem sagður var í eigu utanrík-
isráöherra. Þegar ég kom
með hann heim hringdi sím-
inn og frændi minn á Vopna-
firði tilkynnti aö hann hefði
keypt hatt utanríkisráðherra
á uppboöi þar eystra. Mér
sýnist því Ámundi hafa flutt
inn þó nokkurt magn af þess-
um höttum og ætli að græða
á fávisku almennings." sagöi
Magnús.
„Hattur er hattur er hatt-
ur," sagði Ámundi þegar
GULA PRESSAN bar þetta
undir hann.
Ámundi Ámundason stendur
fyrir súper-krata-risa-uppboði
á laugardaginn.
cordala
IO órci QÍmcoli/Ulboð
80386-16 örgjörvi
IMbminni
42Mb diskur
1.44Mb 3.5" drif
VGA litaskjár
101 hnappa lyklaborð
Genius mús
Windows 3.0
MS-DOS 4.01
kr. 99.900 staðgreitt
Sumum finnst 10 ára afmælistilboðið okkar lyginni
iikust, enda jafn ótrúlegt og annað á þessari síðu. Þú
getur komist að hinu sanna í þessu dularfulla
tilboðsmáli. Notaðu tækifærið, líttu við eða hringdu!
MICROTÖLVAN
Suðurlandsbraut 12 - sími 688944 - fax 679976
Viö höfum þegar fengiö stórar
pantanir frá Palestinu, — segir
Hjalti.