Pressan - 07.11.1991, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. NÓVEMBER 1991
5 milljarða gúmmítékki á fjáraukalögum
MEIM Afi SEGJA
ÁÆTLUNARGBIDIN
Nú er komið að því að fá leyfi
fyrir innstœðulausu tékkunum að
andvirði 5 milljarða, meðal
annars vegna; ráðherrabílanna,
Mexíkókjötsins,
fortíðarvandanefndarinnar,
bœndaráðstefnunnar,
EES-viðræðnanna,
kosningabœklinganna,
rauðátunnar og alls
pappírsflóðsins í Stjórnarráðinu.
Eiöur Guönason: Rauöátumengunin á Ströndum í sumar kostaöi 3,7 milljónir.
Fyrir Alþingi liggur beiðni frá rík-
isstjórninni um rúmlega fimm millj-
arða króna. Þessi beiðni er sett fram
í formi fjáraukalaga og er tilkomin
vegna þess að það sem var ætlað til
ráðuneytanna á fjárlögum dugar
ekki til. Því þarf meiri peninga.
En hvert í ósköpunum fer þetta
allt? Ef fyrst er gripið niður í æðstu
stjórn ríkisins kemur í Ijós að það fór
eins og marga grunaði; kosningarn-
ar síðustu urðu þær dýrustu í sögu
lýðveldisins. Ekki nóg með að þær
sjálfar kostuðu 33,9 milljónir, sem
kallar á 11 milljóna króna aukafjár-
veitingu, heldur þurfti Alþingi sjálft
að biðja um viðbótarbiðlauna-
greiðslur upp á 4,6 milljónir króna.
Það er vegna þess að meiri skipti
urðu á þingmönnum en gert hafði
verið ráð fyrir.
Nú, miklar breytingar hafa orðið á
Alþingi vegna breytingarinnar í
eina málstofu. Nú vantar 9,2 millj-
ónir til að breyta innréttingunum,
en efri deild hefur meðal annars
verið breytt í setustofu. Þá þarf 6
milljónir aukalega vegna atkvæöa-
greiðslukerfisins. Þingmenn munu
væntanlega samþykkja peningana
fyrir kerfinu með vísifingri.
BÍLAKAUP DAVÍÐS, ÓLAFS G.
OG FRIÐRIKS KALLA Á
AUKAFJÁRVEITINGAR
Forsætisráðuneytið þarf 367,8
milljónir króna í viðbótarheimildir
við fjárlög. 357 milljónir eru vegna
Byggðastofnunar en 10,8 milljónir
vegna aðalskrifstofu forsætisráðu-
neytisins.
Davíd Oddsson biður um auka-
fjárveitingu vegna launa fyrir
nefndarstörf, til að mynda í undir-
búningsnefnd heimssýningarinnar í
Sevilla, sem lagði til að ísland yrði
ekki með til sparnaðar. Se-
villa-nefndin þarf eina milljón auka-
Magnús Gunnarsson og fólagar í
kvótanefndinni eru varla byrjaöir aö
starfa en þurfa strax 2 milljónir.
lega. Einnig kostaði fortíðarnefndin
sitt, en greiðslur vegna nefndar-
starfa þar eru upp á 3 milljónir.
Ódýrasta nefndin var hins vegar
óveðurstjónsnefndin, sem ákvað
ráðstafanir vegna febrúarveðursins.
Hún kostar aðeins 300.000 krónur.
Þrír ráðherrar þurfa að biðja um
aukapening til að fjármagna kaup á
nýjum bílum sem þeir hafa látið
kaupa til ráðuneyta sinna — öllum
frá Heklu. Auk Davíðs eru það þeir
Fridrik Sophusson og Ólafur G. Ein-
arsson.
Ólafur keypti 1991-árgerð af
Mitsubishi Sigma, sem hann fékk á
2.7 milljónir króna, sem er um
300.000 krónum minna en nýr bíll
kostar. Um leið seldi hann Mözdu
929 af árgerð 1988, sem forveri
hans, Svavar Gestsson, hafði notað.
Davíð biður um 3,3 milljónir
vegna Audi 100-bifreiðarinnar sem
hann keypti, en Friðrik keypti sams-
konar bifreið, sem var þó ódýrari.
Friðrik fékk færri aukahluti og borg-
aði aðeins 2,6 milljónir fyrir
Audi-bílinn sinn. Þeir félagar þurfa
þvi samtals 8,6 milljónir króna
aukalega vegna framúraksturs á
fjárlögum í tengslum við bílakaup.
Lancerinn hans Davíðs og Páj-
ero-jeppinn hans Friðriks voru hins
vegar inni á fjárlögum.
ÚTGÁFUSTARFSEMI
ALÞÝÐUBANDA LAGS-
RÁÐHERRANNA KOSTAÐI
12,4 MILUÓNIR KRÓNA
I menntamálaráðuneytinu fór út-
gáfu- og auglýsingakostnaður veru-
lega fram úr áætlun fyrrihluta árs-
ins, eða sem nemur 4,8 milljónum
króna. Þetta var í tíð Svavars Gests-
sonar. Sömu sögu er að segja í hin-
um ráðuneytunum þar sem alþýðu-
bandalagsráðherrarnir voru við
völd. Styður þetta fullyrðingar
manna um að þeir hafi látið ráðu-
Hreinn Loftsson og félagar i fortióar-
vandanafndinni fongu 3 milljónir fyrir
að sjá fyrir fortiftarvandann.
neytin standa í óeðlilegri útgáfu þeg-
ar liða tók að kosningum. í fjármála-
ráðuneytinu eru tilkomnar 2,4 millj-
ónir vegna þess að í tíð Ólafs Ragn-
ars og í samgönguráðherratíð Stein-
gríms J. Sigfússonar var farið 5,2
milljónum króna fram úr vegna
kostnaðar við prentun og útgáfu-
starfsemi.
Stærstu aukafjárveitingaliðir
menntamálaráðuneytisins eru fram-
haldsskólar, sem þurfa 200 milljónir,
Lánasjóður íslenskra námsmanna,
sem þarf 400 milljónir, og Þjóðleik-
húsið, sem vantar 297 milljónir.
Minni liðirnir eru hins vegar
margir hverjr athyglisverðir, eins og
6 milljónir í að ícaupa íslensku al-
fræðiorðabókina, sem ríkisstjórnin
samþykkti. Þá þarf að borga upp 4,6
milljóna króna halla á Listahátíð og
einnig vantar 1 til 2 milljónir til að
M-hátiðirnar standi undir sér.
DRÁTTURINN Á EES KOSTAR
26,6 MILUÓNIR
Aðalskrifstofa utanríkisráðuneyt-
isins þarf 28,1 milljón króna auka-
lega. Þar af eru 26,6 milljónir vegna
þess hve EES-viðræðurnar drógust á
langinn.
Farið er fram á staðfestingu Al-
þingis á 25 milljóna króna auka-
framlagi vegna kynningar í tengsl-
um við 1000 ára afmæli Vínlands-
fundar Leifs Eiríkssonar. Þetta bygg-
ist á ákvörðun fyrrverandi ríkis-
stjórnar. Hluti af því er meðal ann-
ars sú ákvörðun að senda hljóm-
sveitina Mezzoforte til
Bandarikjanna, þar sem hún lék fyr-
ir örfáa áhorfendur.
Nú, alþjóðamálin setja mark sitt á
utanríkisráðuneytið; dvöl friðar-
gæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í
Angóla hefur verið framlengd og
það kostar okkur 900.000 krónur.