Pressan - 07.11.1991, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. NÓVEMBER 1991
7
VHNSKILIN ERU
170 MlllJONIR
EN VEURN UMfl
Prentsmiðja Guðjóns Ó.
hefur fengið greiðslu-
stöðuun í einn mánuð.
Allt bendir til að Sigurði
Nordal takist ekki að
bjarga þessu fyrirtœki
sínu þar sem skuldirnar
eru 120 milljónum króna hœrri en
eignirnarog uanskil eru 170 milljónir
króna. Til stóð að fyrirtœkið gæfi út Gulu
bókina á þessu ári, en afþuí uerður
sennilega ekki þrátt fyrir að búið sé að
greiða Sigurði um 20 milljónir króna í
óbirtar auglýsingar.
Sigurdur Nordal, aðaleigandi
Prentsmiðjunnar Guðjóns Ó, virðist
ekki eiga möguleika á að forða fyr-
irtæki sínu frá gjaldþroti. Skuldir
eru 120 milljónum króna hærri en
eignir og til viðbótar má geta þess
að greiðslustaða fyrirtækisins er
ömurleg. Vanskilin eru komin yfir
170 milljónir króna. Fyrirtækið velti
110 milljónum króna á síðasta ári.
Sigurður hefur selt auglýsingar og
skráningar í Gulu bókina fyrir um
40 milljónir króna og þar af er búið
að greiða honum um 20 milljónir.
Mikil óvissa ríkir hins vegar um
hvort bókin kemur út. Ef það verður
ekki aukast enn kröfur á hendur fyr-
irtækinu og Sigurði.
Sigurður hefur selt útgáfurétt
Gulu bókarinnar fyrir næstu ár. Ef
fram heldur sem horfir með Guðjón
Ó þá er það ekki fyrsta fyrirtækið
sem verður gjaldþrota hjá Sigurði
Nordal. Áður hafa fyrirtækin Mark-
aðsmiðlun og íslenskt umslag farið í
gjaldþrot.
Sigurður sótti um greiðslustöðvun
til þriggja mánaða. Ragnar Halldór
Hall hafnaði þeirri ósk en veitti fyr-
irtækinu greiðslustöðvun í aðeins
einn mánuð.
VILL EKKERT SEGJA
Þegar PRESSAN hafði samband
við Sigurð Nordal vildi hann ekkert
segja um þetta mál. Hann sagðist þó
ekki vonlaus um að hægt væri að
bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti.
Hann vonaði enn að sér tækist að
koma Gulu bókinni út. Hann neitaði
ekki að þegar væri búið að greiða
umtalsverðar fjárhæðir vegna aug-
lýsinga í bókina.
En þar sem Sigurður hefur enn
hálfan mánuð af greiðslustöðvun-
inni sagði hann of snemmt að ræða
í smáatriðum um stöðu fyrirtækja
sinna.
Ragnar H. Hall borgarfógeti kvað
upp úrskurð um greiðslustöðvun
Guðjóns Ó. Þar segir að vegna
skuldastöðu fyrirtækisins þyki ekki
fært að veita greiðslustöðvun leng-
ur en í einn mánuð.
í úrskurði sínum segir Ragnar Hall
að Ijóst sé að fyrirtækið eigi í veru-
legum fjárhagserfiðleikum. Þá kem-
ur þar fram að til að veita greiðslu-
stöðvun þarf að vera skynsamleg
ástæða til að ætla að einhver mögu-
leiki sé á að greiðslustöðvunin leiði
til þess að stjórnendur fyrirtækisins
nái tökum á vandanum.
SKULDIRNAR 120 MILLJÓNUM
HÆRRI EN EIGNIRNAR
Eignir Guðjóns Ó eru sagðar vera
163,5 milljónir króna. Þar af eru
fasteignir sagðar vera 50 milljónir.
Þá munu viðskiptamenn fyrirtækis-
ins skulda því 35 milljónir króna.
Skuldirnar eru 120 milljónum
hærri en eignirnar, eða 283,8 millj-
ónir króna. Þar af eru skammtíma-
skuldir 135 milljónir króna og lang-
tímaskuldir eru 70 milljónir og aðr-
ar kröfur eru 23 milljónir. Þá er
reiknað með að Guðjón Ó þurfi að
taka á sig 56 milljónir króna vegna
þess að skyld fyrirtæki, þ.e. önnur
fyrirtæki Sigurðar Nordal, geta ekki
greitt skuldir sínar við Guðjón Ó.
Af öllum þessum skuldum eru 170
milljónir króna þegar komnar í van-
skil.
Talsvert hefur verið reynt til að
bjarga fyrirtækinu en ekkert hefur
gengið. Bæði hefur verið reynt að
afla hlutafjár og eins lána, en það
hefur ekki borið árangur.
MEÐ MJÖG TRYGG VIÐSKIPTI
Prentsmiðja Guðjóns Ó hefur
mjög trygga viðskiptasamninga.
Þar eru prentuð um 60 prósent allra
ávísanahefta sem notuð eru á land-
inu. Þá lætur Seðlabankinn prenta
þar öll ríkisskuldabréf auk annarrar
prentunar. Þá skiptir Landsvirkjun
talsvert við Prentsmiðju Guðjóns Ó„
svo og Sjóvá/Almennar. í áætiunum
fyrir þetta ár er gert ráð fyrir að
rekstrartekjur fyrirtækisins verði
140 milljónir króna.
Þess má geta að Sigurður Nordal
er sonur Jóhannesar Nordal, seðla-
bankastjóra og stjórnarformanns
Landsvirkjunar.
Guðjón Ó er gamalt fjölskyldufyr-
irtæki. Stofnandi þess er móðurafi
Sigurðar.
„Það er furðulegt að hægt sé að
koma fyrirtæki með svo góð sam-
bönd í þrot. Þetta er hreint ótrúlegt.
Það eru fjárfestingar Sigurðar i öðru
sem hafa farið svona með þetta ann-
ars góða fyrirtæki," sagði einn
kröfuhafa.
Þegar óskað var eftir greiðslu-
stöðvuninni voru þau rök meðal
annars notuð að vegna verkefna
sem væru í vinnslu hefði það í för
með sér verulegt tjón fyrir kröfu-
hafa yrði fyrirtækið neytt til að
stöðva reksturinn.
Þrátt fyrir að Guðjón Ó sé ekki
gjaldþrota eru eigendur annarra
prentsmiðja farnir að bíða, þar sem
góð viðskiptasambönd losna verði
fyrirtækið gjaldþrota. Dæmi eru um
að stjórnendur stórra prentsmiðja
séu þegar farnir að kanna mögu-
leika á að ná hluta af viðskiptum
Guðjóns Ó.
BERGMÁL OG PRENTSMIÐJUR
Prentsmiðja Guðjóns Ó er ekki
eina prentsmiðjan sem Sigurður á,
hann á einnig Víkingsprent og
Prentsmiðjuna Viðey. Eins á hann
fyrirtækið Umslag, sem reist var á
rústum íslensks umslags. Áður hef-
ur verið getið um Gulu bókina.
Eitt af þeim fyrirtækjum sem Sig-
urður hefur tapað verulega á er út-
gáfa timaritsins Bergmáls. Eftir því
sem PRESSAN kemst næst hefur
hann tapað á annan tug milljóna
króna á þeirri útgáfu. Eins og kunn-
ugt er er það blað hætt að koma út.
„Það sjá allir að þessar miklu fjár-
festingar Sigurðar hafa drepið Guð-
jón Q Hann kaupir og kaupir án
þess að eiga nokkuð til að borga
með," sagði kröfuhafi í samtali við
PRESSUNA.
Sigurjón Magnús Egilsson
Prentsmiðja Guðjóns Ó. Þrátt fyrir ótrúlega örugg viðskipti blasir gjaldþrot við
fyrirtækinu.
í þessu húsi býr eigandinn, Sigurður Nordal.